Morgunblaðið - 04.09.2018, Síða 17

Morgunblaðið - 04.09.2018, Síða 17
Segir stefnu stjórnar May leiða til ósigurs Boris Johnson, fyrrverandi utan- ríkisráðherra Bretlands, gagnrýndi stefnu stjórnar Theresu May for- sætisráðherra í viðræðunum um brexit í grein í breska dagblaðinu The Telegraph í gær. Johnson sagði af sér sem utan- ríkisráðherra í júlí eftir að ráðherrar í ríkisstjórn Íhaldsflokksins náðu málamiðlunarsamkomulagi um stefnu stjórnarinnar í viðræðunum um útgöngu Bretlands úr Evrópu- sambandinu. Samkvæmt samkomu- lagi stjórnarinnar eiga reglur ESB um frjálst flæði varnings og land- búnaðarafurða að gilda í Bretlandi eftir útgönguna. Um 60 af 316 þing- mönnum Íhaldsflokksins eru andvíg- ir því að Bretland verði áfram í innri markaði og tollabandalagi ESB og bundið af reglum þess. Þeir óttast að samkomulagið verði til þess að samningamenn ESB krefjist fleiri tilslakana af hálfu Breta í viðræðun- um. Tuttugu þingmannanna áréttuðu andstöðu sína í sameiginlegri yfirlýs- ingu í gær og sögðu að ef samkomu- lagið næði fram að ganga í viðræðun- um við ESB kæmi það í veg fyrir að Bretland gæti gert fríverslunar- samninga við önnur lönd. Þar að auki myndi það aðskilja Norður-Írland frá öðrum hlutum Bretlands og Bretar yrðu áfram bundnir af niður- stöðum dómstóls Evrópusambands- ins. Boris Johnson segir í greininni að breska stjórnin fari í „orrustuna með hvítan fána blaktandi á forystu- skriðdrekanum“. „Niðurstaðan er óhjákvæmilega sigur Evrópusam- bandsins,“ segir hann og bætir við að stærsta „hneykslið“ sé ekki að stjórnin hafi lotið í lægra haldi held- ur að hún hafi ekki einu sinni reynt að hafa betur í viðræðunum. Engar nýjar tillögur Talsmaður Theresu May sagði að í grein Johnsons kæmu ekki fram neinar nýjar tillögur og kvaðst telja að hægt yrði að ná stefnu stjórnar- innar fram í viðræðum við ESB og tryggja henni meirihlutastuðning á breska þinginu. Minnihlutastjórnin sem May myndaði eftir kosningar í fyrra er háð stuðningi stærsta flokks norðurírskra sambandssinna á breska þinginu. Bandamenn May í Íhaldsflokkn- um gagnrýndu Johnson fyrir að veit- ast að stjórninni án þess að leggja fram raunhæfar tillögur um hvernig leysa ætti deiluna um brexit innan Íhaldsflokksins. bogi@mbl.is  Johnson gagnrýnir markmið May í viðræðunum við ESB Boris Johnson Theresu May FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 2018 TANGARHÖFÐA 13 VÉLAVERKSTÆÐIÐ kistufell.com Það er um 80% ódýrara að skipta um tímareim miðað við þann kostnað og óþægindi sem verða ef hún slitnar Hver er staðan á tíma- reiminni í bílnum þínum? Hringdu og pantaðu tíma í síma 577 1313 PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is skotbómulyftara AG línan frá Manitou býður meðal annars upp á nýtt ökumannshús með góðu aðgengi og útsýni. HANNAÐUR TIL AÐ VINNA VERKIN NÝ KYNSLÓÐ • DSB stjórntakkar • JSM stýripinni í fjaðrandi armi • Stýrð stjórnun og hraði á öllum glussahreyfingum • Virk dempun á bómu Stjórnvöld í Brasilíu sögðu í gær að ómetanlegt tjón hefði orðið þegar bygging þjóðminjasafns landsins í Rio de Janeiro brann í fyrrinótt. „Tjónið er óbætanlegt,“ sagði menningarmálaráðherrann Sergio Sa Leitao. „Lít- ið eða ekkert er eftir af höllinni og sýningargripunum.“ Aðstoðarþjóðminjavörður Brasilíu sagði stjórnvöld bera ábyrgð á brunanum vegna þess að þau hefðu skert ríkisframlögin til safnsins á síðustu árum. Ekki er vitað um orsök eldsins, sem breiddist mjög hratt út því að mikið var af eldfimum efnum í bygging- unni, að sögn slökkviliðsins í borginni. Ekki er vitað til þess að eldurinn hafi valdið manntjóni. Í byggingunni voru m.a. grískir, rómverskir og egypskir fornmunir, auk muna frá fjögurra alda tímabili í sögu Brasilíu, frá komu Portúgala þangað á sextándu öld og þar til lýst var yfir stofnun fyrsta brasilíska lýð- veldisins árið 1889. Í safninu var einnig stærsti loftsteinn sem fundist hefur í Brasilíu, 5,3 tonn að þyngd. AFP Óbætanlegt tjón í þjóðminjasafni Stokkhólmi. AFP. | Svíþjóð er í fimmta sæti á lista yfir Evrópulönd þar sem meðalævilengd íbúanna er mest og landið er á meðal ríkja þar sem hlutfall þeirra sem lifa af krabbamein er hæst. Traust Svía á heilbrigðiskerfinu, einum af horn- steinum sænska velferðarríkisins, hefur hins vegar minnkað sökum þess að biðlistar hafa lengst vegna skorts á læknum og hjúkrunarfræð- ingum. „Svíar hafa litla trú á því að stjórnmálamennirnir leysi þetta,“ segir Lisa Pelling, aðalsérfræðingur hugveitunnar Arena Idé í rann- sóknum á velferðarkerfinu. „Hætta er á að traust þeirra á velferðar- kerfinu dvíni.“ Mikilvægasta kosningamálið Samkvæmt skoðanakönnunum telja Svíar aðganginn að heilbrigðis- þjónustu vera mikilvægasta mál- efnið í þingkosningunum í Svíþjóð á sunnudaginn kemur. Kannanirnar benda einnig til þess að stærsti flokkurinn, Sósíaldemókratar, fái þá minnsta kjörfylgi sitt í rúma öld og að þjóðernissinnarnir Svíþjóðar- demókratar auki fylgi sitt verulega. Fylgisaukningin er einkum rakin til stefnu flokksins í innflytjendamálum og gagnrýni hans á straum hælisleit- enda, sem hann segir að sligi vel- ferðarkerfið. Samkvæmt sænskum lögum eiga sjúklingar ekki að þurfa að bíða lengur en í 90 daga eftir skurð- aðgerð eða þjónustu sérfræðilækna en um þriðjungur sjúklinganna þarf að bíða lengur. Biðin eftir aðgerð eða þjónustu er mismikil í þeim rúmlega tuttugu sýslum sem bera ábyrgð á fjár- mögnun sjúkrahúsanna. Til að mynda var biðin eftir aðgerð vegna krabbameins í blöðruhálskirtli að meðaltali 120 dagar í landinu öllu, en 271 dagur í Västerbotten í norðan- verðu landinu. Ráðnir tímabundið Samkvæmt lögunum eiga Svíar að geta fengið þjónustu heimilislæknis innan viku. Margir Svíar kvarta yfir því að þeir séu ekki lengi með sama heimilislækninn vegna þess að margir læknar og hjúkrunarfræð- ingar heilsugæslustöðva séu ráðnir til starfa tímabundið á vegum starfs- mannaleiga. Skortur er á hjúkr- unarfræðingum í um 80% heil- brigðisstofnana í Svíþjóð. Heidi Stenmyren, formaður sam- taka sænskra lækna, segir að al- gengt sé að fólk fái nýjan lækni þeg- ar það leiti til heilsugæslustöðva og af þeim sökum taki það lengri tíma að meta ástand sjúklinga og fylgja eftir fyrri meðferðum. Einu fæðingardeildinni í Sollefteå, 20.000 manna bæ í norðanverðu landinu, var lokað í sparnaðarskyni í fyrra. Næsta fæðingardeild er í 200 kílómetra fjarlægð og ljósmæður bjóða verðandi foreldrum upp á fræðslu um hvernig standa eigi að fæðingum í bílum því að nokkur börn hafa fæðst á leiðinni á næsta sjúkrahús. Svíþjóð er í þriðja sæti á lista yfir þau aðildarríki Evrópusambandsins sem verja mestu fé í heilbrigðismál, eða um 11% af vergri landsfram- leiðslu, samkvæmt upplýsingum frá Efnahags- og framfarastofnuninni, OECD. Óánægja í Svíþjóð vegna lengri biðlista  Heilbrigðismálin í brennidepli AFP Viðvörun Skilti sem sett var upp til að mótmæla lokun fæðingardeildar í bænum Sollefteå í Norður-Svíþjóð. Álagið eykst vegna öldrunar þjóðarinnar » Búist er við að álagið á heil- brigðiskerfinu aukist á næstu árum vegna fjölgunar aldraðra. Gert er ráð fyrir að Svíum yfir 75 ára aldri fjölgi um 70.000 á næstu fimm árum. » Sósíaldemókratar hafa lofað að verja þremur milljörðum sænskra króna til að fjölga starfsmönnum heilbrigðis- stofnana. Hægriflokkurinn Moderaterna vill hins vegar setja ný lög sem umbuni sýslum fyrir að stytta biðlista. Hræ af tæplega 90 fílum hafa fundist í ná- grenni þekkts þjóðgarðs í Bótsvana, að því er BBC hefur eft- ir samtökunum Fílar án landa- mæra, sem eru að rannsaka svæðið. Samtökin segja að umfang fíladrápanna sé það mesta sem sést hafi í Afríku. Stutt er síðan veiðivörðum í Bótsvana var gert að hætta að bera vopn. Hvergi í heiminum er meira af fíl- um en í Bótsvana og algengt er að veiðiþjófar laumist yfir landamær- in. Að sögn vísindamanna sem rann- sökuðu hræin er stutt síðan fílarnir voru drepnir og tennur þeirra tekn- ar. BÓTSVANA Nær 90 fílar drepnir nálægt þjóðgarði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.