Morgunblaðið - 04.09.2018, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 04.09.2018, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Einhverjirvirðasthafa gælt við að hægt yrði að lauma þings- ályktunum og síðar laga- frumvörpum í gegnum Alþingi, þótt um næsta ótvíræð stjórn- arskrárbrot sé að ræða, þar sem málið væri í senn flókið og fráhrindandi fyrir al- menning. Það var upplýst á fundi í Valhöll sl. fimmtudag að yfirgnæfandi líkindi eru til þess að þannig hafi fjölda af- greiðslna verið færður inn í íslenska lagasafnið, sem stendur vart mikið lengur undir því nafni. Það hafi ver- ið gert gegn betri vitund og afsökunin hafi gjarnan verið sú að löggerningarnir tækju hver og einn til tiltölulega smávægilegra þátta og því væru stjórnarskrárbrotin af- sakanlegri eða minnsta kosti ólíklegra að einhverjir rækju hornin í þau. En eins og sérfræðingur- inn í þessum fræðum minnti á þá hljóta menn ekki aðeins horfa á hvert mál fyrir sig heldur einnig á heildar- áhrifin á stöðu EES samn- ingsins gagnvart stjórnar- skránni. Það mál sem er stundum sagt undirliggjandi af Íslands hálfu er ekki nýtt. Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi iðnaðarráð- herra, benti á það í grein hér í blaðinu í gær að sá þáttur málsins, hugsanlegur sæstrengur til að flytja raf- magn til Evrópu sé á veikum grunni reistur. Enda segir Sighvatur að einmitt á þeirri tíð sem hann var í forsvari fyrir þennan málaflokk var það mál afgreitt út af borð- inu af Íslands hálfu. Hann nefnir nokkur atriði sem réðu þeirri niðurstöðu. 1) Mjög mikill kostnaður var talinn verða við lagningu strengsins. Langt umfram getu íslensku þjóðarinnar. 2) Svo langur jarðstrengur hafði aldrei verið lagður og meira en vafasamt að þáver- andi tækni fengi við það ráð- ið. 3) Virðisauki af orkusöl- unni yrði ekki til staðar á Ís- landi, eins og verið hefur, heldur í landi kaupanda. 4) Orkutap yrði feikilega mikið á hinni löngu leið og kæmi það fram sem tekjutap við hlið kostnaðar við lagn- ingu strengsins. 5) Raforkuverð á Íslandi myndi gerbreytast í samræmi við reglur hins evr- ópska markaðar. Raforkuverð til almenning myndi þannig hækka til mikilla muna. Fordæmið: Reynsla Norðmanna.“ Sighvatur kannast við að sumt af framantöldu kunni að horfa öðruvísi við nú en þá en þó ekki svo að það breyti megin niðurstöðum. Undir það skal tekið. Sighvatur hefur í grein sinni nokkuð aðra nálgun en þeir sem fjölluðu um málið á fundinum í Valhöll. Segir hann að andmælendur orku- pakkans þurfi ekki að búa sér til „falsrök.“ En lokaorð hans eru þessi: „Rökin gegn innleiðingu orkupakkans, sem höggvin eru í stein og rakin hafa verið hér, eru nægileg til þess að við stöndum á rétti okkar sem skapast af því að við stönd- um utan evrópsks orku- markaðar. En þeir sem vilja gangast undir þann markað og þá í hagnaðarskyni verða líka að horfast í augu við um hvað þeir eru að biðja. En þeir um það!“ Það er auðvitað hárrétt hjá Sighvati Björgvinssyni að efnislegu rökin sem liggja þegar á borðinu horfa öll til þeirrar niðurstöðu að þess- um fráleitu hugmyndum hljóti menn að hafna þegar í stað og leiða ekki huga að þeim framar. Og engar for- sendur sem halda liggja til þess að þvinga Ísland til slíkra aðgerða. En hitt er svo til viðbótar og er úrslitaatriði. Jafnvel þótt þannig stæði á að efnislegu rökin væru ekki til þess fallin að blása þetta mál út af borðinu með svo afgerandi hætti, þá væri ekki hægt að samþykkja væntanleg frumvörp þar sem sjálf íslenska stjórnar- skráin stendur gegn því. Þingið brenndi sig illa þegar aþjóðin var knúin til þess að grípa fram fyrir hendur hennar í samkynja máli og óska eftir atbeina forseta Íslands, sem ekki brást á þeirri örlagastundu. Fótsporin eftir þann óheillaleiðangur eru ekki eitthvað sem aðrir vilja nú feta sig eftir og væntanlega enn síður þeir sem ösluðu stíginn áður. Þeir þættir sem Sig- hvatur Björgvinsson fyrrverandi iðnaðar- ráðherra reifar eru enn í fullu gildi} Gamalt og gallað þá og gallað nú F lestum er kunnugt hvernig ástand- ið á Landspítalalóðinni hefur verið undanfarin misseri. Þar hefur gengið á með höggum frá fall- hömrum, sprengingum, hamars- höggum og öðrum hávaða frá framkvæmdum sem NB eru ekki á áætlun hvorki hvað varðar tíma né fé sem er ekki uppörvandi vegna fram- haldsins. Hávaðinn frá framkvæmdum hefur verið settur á netið af aðstandanda dauðvona sjúklings til að almenningur fái heyrt hverja virðingu yfirvöld heilbrigðismála bera fyrir skjólstæðingum sínum hvort sem eru misilla haldnir sjúklingar, aðstandendur í erfiðri stöðu á sál og líkama að ógleymdu starfsfólkinu sem vinnur við ömurlegar ástæður en þorir ekki að koma fram og segja skoðun sína á ástandinu. Ég öfunda ekki skurðlækna sem vinna við aðstæður þar sem hús leika á reiðiskjálfi líkt og stríð hafi brotist út. Það fréttist líka nýlega að meðan mest hefur gengið á hafa ljósmæður ekki geta hlustað vel eftir hjart- slætti ófæddra barna í móðurkviði. En heilbrigðisráðherrann er stolt og glöð yfir því hve vel gengur að hrista saman sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk með sprengingum og fallhömrum. Vegna mis- taka á Alþingi í vor verður ekki staldrað við, og fljótgerð vönduð óháð staðarvalsathugun unnin til að hægt sé að fá heim sanninn um galskap uppbyggingar við Hringbraut. Nú skal hafin jarðvegsvinna með umferð þúsunda trukka sem væntanlega fara niður Snorrabraut í löngum bílalest- um næstu misserin og bæta svifryki við takt- föst slög fallhamranna og stöku sprengingu. Þannig munu sjúklingar og starfsfólk búa við þetta ófremdarástand næstu áratugi. Hvers vegna? Jú þegar meðferðarkjarninn verður klár bíða byggingar rannsóknarkjarna, útibú HÍ og nokkur bílastæðahús. Og að því loknu uppgerð og viðgerð mygluhúsanna gömlu sem ýmist verða rifin eða viðgerð. Ekki þýðir að spyrja starfsmenn Oháeffsins um það því þeir eru bara að reisa nýtt sjúkra- hús og kemur ekkert við endurnýjun eða rif gamalla húsa. Þeim kemur heldur ekki við hvað gerist við lokun gömlu Hringbrautar ef ekkert verður bætt við þá nýju. Þar er ekki hægt að hafa uppi mikla bjartsýni því ráðherra samgöngumála er leiðitamasti stjórn- málamaður á Íslandi. Hann og flokkur hans hlupu einmitt frá einn einu kosingaloforði sínu þegar greidd voru atkvæði um staðarvalið. Framsóknarmenn héldu blaðamannafund við Hringbraut fyrir tæpu ári til að leggja áherslu á stuðning sinn við nýjan spítala á betri stað. Entist í nokkra mánuði og var selt fyrir þrjá ráð- herrastóla. Nú verður að spyrja leiðitama samgöngu- ráðherrann: Ætlar hann að gera eitthvað vegna lokunar gömlu Hringbrautar? Kannski að laga Hringbraut II með vegtollum sem hann afneitaði fyrir rúmu ári en seldi fyrir þrjá ráðherrastóla. Svar óskast. Þorsteinn Sæmundsson Pistill Sjúklingar við hamarshögg Höfundur er þingmaður Miðflokksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Klukkan í Evrópusamband-inu (ESB) verður fest viðnúverandi sumartíma eftillaga framkvæmda- stjórnar sambandsins þar að lútandi verður samþykkt í öllum aðildarríkj- unum. Breytingin hefur ekki sjálf- krafa nein áhrif hér á landi. Núverandi fyrirkomulag í ríkjum ESB er svipað og var hér fram til 1968; í öllum löndunum 28 er klukk- unni flýtt síðasta sunnudag í mars og seinkað að nýju í lok október. Skoðanakannanir sýna mikinn stuðning Evrópubúa við hugmyndina um sama tíma allt árið. Er sagt að fólk sé orðið þreytt á sífelldu hringli með staðartímann. Árlegar breyt- ingar á klukkunni eru einnig gerðar í Kanada, flestum ríkjum Bandaríkj- anna, Mexíkó, Nýja Sjálandi, Ísrael, Kúbu og víðar. Ekki er kunnugt um nein áform um að breyta því. Klukk- an er hins vegar höfð föst í Afríku- löndum, í Argentínu, Hvíta- Rússlandi, hér á landi og víðar. Á vef Almanaks Háskólans kemur fram að árið 1907 voru fyrst sett lög sem kváðu á um samræmdan tíma- reikning á öllu Íslandi. Áður höfðu klukkur á hverjum stað verið stilltar eftir meðalsóltíma staðarins. Klukka á Akureyri var því 15 mínútum á und- an klukku í Reykjavík, og klukka í Neskaupstað 33 mínútum á undan Reykjavíkurklukku. Í almanakinu var miðað við meðalsóltíma í Reykja- vík og var tími almanaksins því um 1 klst. og 28 mínútum á eftir miðtíma (meðalsóltíma) Greenwich. Nýju lög- in kváðu á um að hvarvetna á Íslandi skyldi fylgt tíma sem væri einni stund á eftir miðtíma Greenwich. Með lögum snemma árs var ríkis- stjórninni heimilað að ákveða með reglugerð að klukkan skyldi færð fram um allt að 1½ klukkustund frá fyrrgreindum staðaltíma. Þessarar heimildar var neytt nokkrum sinnum og þá ávallt á þann veg að flýta klukkunni um eina klukkustund. Sýndi klukkan þá miðtíma Green- wich óbreyttan. Frá 1943 til 1946 var reglan sú að flýta klukkunni aðfara- nótt fyrsta sunnudags í marsmánuði og seinka henni aftur fyrsta sunnu- dag í vetri. Frá 1947 til 1967 gilti hins vegar sú regla að klukkunni var flýtt aðfaranótt fyrsta sunnudags í apríl og seinkað aftur aðfaranótt fyrsta sunnudags í vetri. Vorið 1968 var „sumartíminn“ loks gerður að staðaltíma á Íslandi með lagabreytingu. Breytingin kom til framkvæmda 7. apríl kl. 02 að mið- tíma Greenwich og var klukkan þá færð fram um eina klukkustund. Hafa klukkur á Íslandi síðan verið stilltar eftir miðtíma Greenwich árið um kring. Á undanförnum árum hafa verið uppi hugmyndir um að breyta klukkunni hér á landi, ýmist flýta eða seinka. Tillögur um seinkun hafa fjórum sinnum verið ræddar á Al- þingi en ekki náð fram að ganga. Síð- ast var málið borið upp af þingmönn- um úr öllum flokkum 2016-2017. „Miðað við gang sólar er klukkan á Íslandi rangt skráð,“ sagði í grein- argerð með tillögunni. „Síðan 1968 hefur klukkan á Íslandi verið stillt á sumartíma allt árið og er því klukku- tíma of fljót miðað við legu landsins sem leiðir til þess að ljósaskiptum seinkar, bæði dagrenningu og kvöldi.“ Þorsteinn Sæmundsson stjörnu- fræðingur hefur andmælt hug- myndum um að breyta klukkunni. „Við lagasetninguna 1968 var mark- miðið að fara þá leið sem flestir landsmenn gætu sætt sig við. Ef taka ætti ákvörðun á ný og allar hliðar málsins væru skoðaðar er ég þess fullviss að niðurstaðan yrði óbreytt,“ sagði hann í grein hér í blaðinu á sín- um tíma. Evrópubúar þreyttir á hringli með klukkuna AFP Tími Klukkan stillt í Lukaskirche í Dresden í Þýskalandi fyrr á þessu ári. „Ekki er unnt að stilla klukkur eftir sönnum sóltíma,“ segir Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur, „og þess vegna er í rauninni ekkert sem kallast getur rétt klukka í þeim skilningi að hún fylgi sólinni“. Í grein hér í blaðinu fyrir nokkrum árum benti hann á að stilling klukkunnar væri og yrði ætíð málamiðlun og skoða þyrfti kosti og galla hverrar lausnar. „Það sem einum finnst mikilvægt finnst öðrum litlu skipta svo að leita verður þeirr- ar niðurstöðu sem flestir geta sætt sig við.“ „Rétt klukka“ er ekki til KLUKKAN ER MÁLAMIÐLUN Reuters Klukkan Skoða þarf kosti og galla hverrar klukkustillingar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.