Morgunblaðið - 04.09.2018, Qupperneq 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 2018
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
✝ Dagný G. Al-bertsson fædd-
ist á Hesteyri í
Sléttuhreppi í N-
Ísafjarðarsýslu 31.
maí 1925. Hún lést
á hjúkrunarheimil-
inu Sóltúni 24.
ágúst 2018.
Foreldrar henn-
ar voru Borghild
Berntsdóttir Al-
bertsson (f. Årseth)
húsmóðir, f. í Noregi 8. júlí
1900, d. 1989, og Guðmundur H.
Albertsson, kaupmaður, útgerð-
armaður og oddviti Sléttu-
hrepps, f. á Marðareyri í Veiði-
leysufirði 20. maí 1896, d. 1952.
Bræður Dagnýjar voru Reidar
G. Albertsson kennari, f. 10. júlí
1928, d. 1982, eiginkona hans er
Oddrún Jónasdóttir Uri, f. 3.
október 1939, og Birgir G. Al-
bertsson kennari, f. 27. maí
1935, d. 2009, eiginkona hans er
Evlalía Kristín Guðmundsdóttur
(Edda), f. 21. desember 1935.
Börn Birgis og Evlalíu: 1) Borg-
hildur kennari, f. 27. maí 1960,
rækt á Hesteyri af föður henn-
ar. Dagný var virk í starfi
KFUM og K, og félagskona í
Kristinboðsfélagi kvenna.
Dagný var sæmd riddarakrossi
Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir
kennslustörf árið 1995.
Dagný var einhleyp og barn-
laus en var engu að síður um-
vafin kærleiksríkri fjölskyldu.
Hún átti stóran hóp vinkvenna,
m.a. bekkjarsystur úr Kennara-
skólanum sem héldu nánu sam-
bandi samfellt í nær 60 ár. Nem-
endur hennar úr Melaskólanum
skipta hundruðum og hafa
margir hverjir haldið góðu sam-
bandi við gamla kennarann sinn
í áratugi.
Dagný undi sér best á æsku-
slóðum innan um fjöll og
óspillta náttúru á Hesteyri í
Jökulfjörðum þaðan sem hún
flutti tvítug til Reykjavíkur.
Hún hóf hins vegar að koma
þangað reglulega til sumardval-
ar með bræðrum sínum og fjöl-
skyldum þeirra á ný árið 1958.
Dagný bar sterkar taugar til
Noregs, móðir hennar var norsk
og frændgarðurinn stór, þau
tengsl skipuðu ávallt stóran sess
í lífi hennar.
Útför Dagnýjar fer fram frá
Áskirkju í Reykjavík í dag, 4.
september 2018, og hefst hún
klukkan 13.
2) Guðmundur Al-
bert bóndi, f. 1. júlí
1961, 3) Gunnar
Friðrik viðskipta-
fræðingur, f. 16.
maí 1967, 4) Guð-
björg Helga hjúkr-
unarfræðingur, f.
15. janúar 1969.
Dagný hóf skóla-
göngu sína í barna-
skólanum á Hest-
eyri en fór síðan í
gagnfræðaskólann á Ísafirði.
Hún tók kennarapróf frá Kenn-
araskóla Íslands árið 1951.
Fyrsta árið kenndi hún í Glerár-
skóla á Akureyri en árið 1952
hóf Dagný kennslu við Mela-
skólann í Reykjavík og starfaði
þar óslitið til ársins 1995. Dagný
hlaut Fulbright-styrk árið 1965
til náms í Bandaríkjunum 1965-
1966, m.a. við Georgetown Uni-
versity í Washington DC. Sam-
hliða kennslu rak hún ásamt
bræðrum sínum og móður versl-
unina Guðmundur H. Alberts-
son á Langholtsvegi 42, en sú
verslun var upphaflega starf-
Í dag er komið að kveðju-
stund, elskuleg frænka mín hef-
ur nú kvatt þessa jarðvist eftir
langa og góða ævi. Hún var sátt
við líf sitt og óttaðist ekki enda-
lokin enda kristin trú kjölfesta í
lífi hennar. Sorg og söknuður
leita á hugann en óteljandi ljúf-
ar og dýrmætar minningar sitja
eftir. Dagný frænka var einstök
kona, ákveðin, ósérhlífin og
vinnusöm en jafnframt um-
hyggjusöm og glaðleg.
Dagný fæddist á Hesteyri í
Jökulfjörðum árið 1925 og þar
sleit hún barnsskónum og átti
góða æsku. Þegar byggð lagðist
í eyði undir lok seinna stríðs tók
fjölskyldan sig upp og fluttist til
Reykjavíkur, þar sem faðir
hennar opnaði á ný verslunina
Guðmundur H. Albertsson á
Langholtsvegi 42, sem hann
hafði starfrækt áður á Hesteyri.
Dagnýju var margt til lista
lagt. Hún bakaði og skreytti
dýrindis rjómakökur handa okk-
ur fyrir afmæli og aðra viðburði
í fjölskyldunni. Hún var hann-
yrðakona og prjónaði m.a. á
okkur systkinin margar fallegar
peysur sem við klæddumst við
ýmis tækifæri. Dagný var einn-
ig góður ljósmyndari og eftir
hana liggur einstakt safn ljós-
mynda sem spannar tæplega 70
ára tímabil og nær yfir marga af
helstu viðburðum í lífi hennar
og fjölskyldunnar.
Þrátt fyrir að hafa flutt frá
Hesteyri rúmlega tvítug átti
Hesteyri eftir að skipa stóran
sess í lífi Dagnýjar en þangað
kom hún á sumrin nær óslitið
frá árinu 1958. Við systkinin átt-
um margar dásamlegar stundir
með frænku okkar þar.
Aðfangadagskvöld á Lang-
holtsveginum voru sveipuð æv-
intýraljóma. Okkur systkinun-
um fannst það mikil forréttindi
að ganga um „Búðina“ innan um
leikföngin og jólaljósin. Minn-
ingar frá Langholtsveginum eru
ótalmargar og umhyggja Dag-
nýjar fyrir móður sinni Borg-
hild var okkur öllum ljós ásamt
þeim systkinakærleik sem ríkti
á milli hennar, Reidars og
pabba.
Dagný ferðaðist mikið um
ævina og var einungis fimm ára
gömul þegar hún fór til Noregs
í fyrsta sinn til ársdvalar árið
1930. Á ferðalögum sínum er-
lendis var hún jafnframt með
hugann við fjölskylduna sem var
heima á Íslandi. Á þessum árum
var vöruúrval minna og ýmis
höft hér á landi og þá kom sér
vel að búa yfir nokkurri útsjón-
arsemi. Minnisstæð er mér sag-
an sem hún sagði mér kankvís,
um það þegar hún kom heim
með flugi frá Bretlandi í kring-
um 1960, íklædd þremur þykk-
um ullarkápum sem ætlaðar
voru henni og mágkonum henn-
ar tveim.
Dagný var sú besta frænka
sem ungur drengur getur hugs-
að sér að eiga, hún var ein-
staklega umhyggjusöm og gjaf-
mild. Hún ein naut þess trausts
að fá að klippa mig árum saman,
enda vandaverk, því á þeim ár-
um var Bítlatískan allsráðandi.
Hin seinni ár höfum við frænka
mín átt ófáar stundirnar heima
hjá henni í Rauðhömrum og síð-
ar á Sóltúni og rætt liðna tíma.
Þær stundir voru okkur báðum
dýrmætar.
Dagný var ákveðin og sterk
kona og tók áföllum í lífinu af
miklu æðruleysi. Hún var ein-
ungis sextán ára gömul haustið
1941, þegar hún veiktist alvar-
lega af heilahimnubólgu og var
henni vart hugað líf. Hún hins
vegar reis upp úr rúmi alheil og
söng sálma í litla herberginu
sínu á Hesteyri í þann mund
sem presturinn undirbjó kveðju-
stund. Upp frá því var hún
sannfærð um mátt bænarinnar.
Dagný var þakklát fyrir hvern
dag og hafði mikla ánægju af
því að fá heimsóknir frá göml-
um nemendum, samferðamönn-
um, vinum og ættingjum.
Elsku Dagný, hafðu þökk fyr-
ir allt og allt, þín er sárt saknað.
Guð blessi minningu þína.
Gunnar Friðrik.
Meira: mbl.is/minningar
Sagt er að öllu sé afmörkuð
stund og sérhver hlutur í heim-
inum hafi sinn tíma. Það á ekki
hvað síst við um okkur mann-
fólkið og nú er komið að kveðju-
stund þegar hún Dagný okkar
hefur kvatt þessa jarðvist eftir
langt og farsælt líf.
Dagný var barnlaus, í þeirri
merkingu sem lögð er í það orð,
en það má samt sem áður segja
að hún hafi alið upp fjölda
barna, bæði í gegnum störf sín
sem kennari í Melaskóla og svo
átti hún stóran þátt í uppeldi
bróðurbarna sinna.
Dagný var einstaklega góður
kennari og bera gamlir nem-
endur hennar þess best vitni, en
margir þeirra héldu sambandi
við hana alla tíð og þeir voru þó
nokkrir nemendurnir sem heim-
sóttu hana á Sóltún þar sem hún
eyddi ævidögunum.
Ég var ekki svo heppin að
njóta leiðsagnar Dagnýjar sem
kennara en kynntist henni fyrir
rúmum þrjátíu árum þegar ég
tók saman við bróðurson henn-
ar, Gunnar. Dagný skipaði
ávallt stóran sess í lífi fjölskyld-
unnar og kom meðal annars
ósjaldan til okkar í mat. Það var
gaman að spjalla við hana og
hlusta á hana segja frá, ekki
hvað síst ef móðir mín, sem
einnig var kennari og jafnaldra
Dagnýjar, var einnig í mat. Þær
gátu setið og spjallað endalaust
saman um menn og málefni.
Mér er minnisstætt eitt sinn
er ég og móðir mín fórum í
heimsókn til Dagnýjar á Sóltún
þegar hún var tiltölulega nýflutt
þar inn. Við áttum einstaklega
góða stund saman þar sem þær
voru meðal annars að ræða um
hvernig skólamálum væri háttað
nú til dags miðað við hvernig
þau voru þegar þær voru við
kennslu. Ég var nú ekki alveg
sammála þeim í fyrstu en þær,
komnar fast að níræðu báðar,
voru svo málefnalegar og með
hlutina svo algjörlega á hreinu
að ég varð að viðurkenna að lík-
legast væri þetta nú alveg rétt
hjá þeim.
Dagný hefur alla tíð sýnt mér
og börnum okkar Gunnars ein-
staka elsku og hlýju.
Ég vil með þessum örfáu orð-
um þakka fyrir dýrmæt kynni af
einstakri konu. Við munum
minnast Dagnýjar með þakklæti
og ekki hvað síst á hennar
heimaslóðum á Hesteyri sem
voru henni svo kærar.
Elsku Dagný, hafðu þökk fyr-
ir allt og allt.
Hver minning dýrmæt perla að liðn-
um lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug
þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Erla S. Jensdóttir.
Dagný G. Albertsson var
meðal fremstu kennara í barna-
skólum landsins á 20. öld. Hún
hafði til að bera afburðahæfi-
leika til að kenna og draga fram
hið besta í hverjum nemanda.
Um hana má hafa orð Snorra
um Erling Skjálgsson: Öllum
kom hún til nokkurs þroska.
Dagný gekk fram af fágun og
háttvísi, hún gerði kröfur til
nemenda en um leið studdi hún
þá í hvívetna. Allt hennar fas
bar með sér ástúð og umhyggju
fyrir nemendum sínum. Kennsla
lék í höndum hennar hvar sem
borið var niður, þar á meðal
kenndi hún okkur eðalskrift
sem við búum að en hefur verið
aflögð í skólakerfinu. Hún rifj-
aði stundum upp hamingjurík
æskuár sín á Hesteyri við Ísa-
fjarðardjúp. Skynja mátti að
innra með henni bjó sterk krist-
in trúarsannfæring.
Ég minnist bekkjarferðar til
Þingvalla og ferðar á Snæfells-
nes í 12 ára bekk þar sem við
gistum í skólanum á Hellissandi
og erum saman á ljósmynd sem
dregur fram tíðarandann. Allir
dáðu og báru virðingu fyrir
Dagnýju, enginn hefði gert eða
sagt nokkuð gegn henni. Hún
var elskuð af nemendum sínum.
Við bekkjarsystkinin nutum
þess að hafa hana öll sex árin í
Melaskóla að einu undanskildu
þegar hún hvarf til framhalds-
náms í Oklahoma í Bandaríkj-
unum. Þegar hún kvaddi okkur
setti hún upp sólgleraugu í
miðri kveðjuræðu yfir bekknum.
Stelpurnar áttuðu sig fljótt en
kannski tók okkur strákana
lengri tíma að skilja að hún vildi
dylja tilfinningar sínar á kveðju-
stund þegar leið okkar lá úr
Melaskóla yfir götuna í Haga-
skóla Íslands. Við starfslok
sæmdi forseti Íslands Dagnýju
riddarakrossi hinnar íslensku
fálkaorðu fyrir kennslustörf
hennar.
Ég kveð Dagnýju með ástúð
og þakklæti og færi ástvinum
hennar, samstarfsfólki og nem-
endum innilegar samúðarkveðj-
ur. Guð blessi minningu okkar
elskaða kennara Dagnýjar G.
Albertsson.
Ólafur Ísleifsson.
Elsku Dagný.
Við þökkum þér einlæga vin-
áttu og ótal ljúfar samveru-
stundir á áratugalangri göngu
okkar saman. Þú munt alltaf
eiga sess í hjörtum okkar.
Yfir liðna ævidaga
lítum við á kveðjustund.
Minningarnar mörgu streyma
mildar fram í hljóðri lund.
Þú hið besta vildir veita,
vaxta allt sem fagurt var,
vinna, fórna, vaka, biðja,
vinunum til blessunar.
Liðnar stundir ljúft við gengum,
leiðir hér þá skilja nú,
frelsarans í faðmi blíða
felum þig í bjartri trú.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Innilegar samúðarkveðjur til
ættingja og vina.
Þóra og Jóna.
Hún Dagný var kennari af lífi
og sál og þau eru ófá börnin
sem hafa farið um hennar hend-
ur og hug á langri starfsævi við
Melaskólann í Reykjavík. Sjálf
var hún barnlaus og einhleyp
enda ærið hlutverk að uppfræða
bekk með 32 börnum þegar haft
er í huga hve hún gaf sig heils-
hugar í starfið. Hún kenndi okk-
ur að lesa, skrifa, reikna, nátt-
úrufræði, landafræði,
kristnifræði, sögu og ljóð. En
líka þetta sem hafði enga
kennslubók og var ekki til prófs
en hún lagði ekki síður áherslu
á: hegðun. Það var ekki sama
hvernig maður kom fram, innan
skóla sem utan. Hún var eins og
önnur móðir og hafði vakandi
auga á hverjum og einum. Síðar
á lífsleiðinni hitti maður full-
orðna krakka sem einnig höfðu
átt hana að leiðbeinanda og var
ekki laust við að manni sárnaði
að hún skyldi hafa komist yfir
að vera mamma þeirra líka!
Dagný lagði mikla áherslu á
tjáningu og var ötul að láta okk-
ur skrifa ritgerðir, bæði í skóla-
stofunni og heima. Síðan fór
hún samviskusamlega yfir stíl
hvers og eins, leiðrétti eða færði
til betri vegar með sinni fögru
rithendi. Það hefur verið ekki
lítið heimatak að lifa sig inn í og
bregðast persónulega við þrjá-
tíu og tveimur ritgerðum.
Síðan brást ekki að hún gerði
atburð úr því þegar verkefnum
var skilað, las upp og hugleiddi
efni og framsetningu og þegar
fram í sótti lét hún okkur færa
valdar ritgerðir inn í innbundna
bók ásamt myndskreytingum.
Minnisstæður er stíll sem
hún lét okkur skrifa þegar við
vorum í 8 ára bekk undir heit-
inu:
„Þegar ég verð stór.“ Þeim
ritgerðum skilaði hún ekki fyrr
en löngu síðar – þegar við vor-
um orðin stór. Við höfðum kom-
ið saman bekkurinn til að halda
upp á þrjátíu ára afmæli fulln-
aðarprófsins og buðum auðvitað
Dagnýju. Mætir hún þá ekki
með ritgerðastaflann og hefur
að deila út eins og í gamla daga.
Síðan las hver og einn upphátt
sinn stíl og vakti kátínu þegar
viðkomandi gerði uppskátt um
hvað hann hafði ætlað sér að
verða í ljósi þess sem hafði orð-
ið. Þetta var náttúrlega ekkert
undir því að vera gjörningur
(happening). Og spurningin
vaknar: hafði hún lagt drög að
þessu strax þá? Að hún yrði
með okkur alla ævi eftir að hún
hafði sleppt af okkur hendinni?
Það segir sitt um kennarann
Dagnýju að bekkurinn varð eins
og systkinahópur sem hefur
haldið sambandi allar götur síð-
an með eina sál sem lifnar við
hvern samfund. Síðast komum
við saman í tilefni af níræðisaf-
mæli Dagnýjar, bekkurinn fyrst
í sal úti í bæ og síðan fór sendi-
nefnd á hennar fund, en hún lá
þá á Landakoti. Við knúðum
dyra á tiltekinni stofu og gægð-
umst inn. Í fremra rúminu
hvíldi gömul kona sem sagði
þegar við bárum upp erindið:
„Hún Dagný er nýgengin út.“
Þá heyrðist hinum megin við
tjaldið: „Nei, ég er sko ekkert
gengin út!“
Og viti menn, þarna sat
Dagný uppáklædd og tók okkur
fagnandi. Hún var þá orðin að
heita mátti blind, en dreif okkur
fram í setustofu þar sem hún
hélt okkur litla veislu. Við
greindum henni frá samkom-
unni henni til heiðurs og hve all-
ir hefðu minnst hennar af mikl-
um hlýhug og þakklæti. Henni
þótti að sjálfsögðu vænt um það,
en vænst þótti henni um hvað
við værum samheldinn hópur.
Og það er fyrir hönd þessa
hóps, joð-bekkjar 1954-1960,
sem henni skulu færðar ævar-
andi þakkir að leiðarlokum.
Pétur Gunnarsson.
Bjallan hringir! Þegar nem-
endur Dagnýjar minnast hennar
sem frábærs kennara við Mela-
skóla, er sem þeir heyri hljóm
skólabjöllunnar og sjái fyrir sér
kringluna og salinn niðri með
myndum Barböru Árnason,
stigann sveigða og ganginn uppi
og kennslustofuna þar sem
Dagný réði ríkjum. Bekkirnir
skipuðu sér í raðir í salnum í
byrjun skóladags og sungu:
Hann Tumi fer á fætur, Hafið
bláa hafið og Ef væri ég söngv-
ari, svo nokkrir skólasöngvar
séu nefndir. Þegar við Margrét
tvíburasystir mín komum í F-
bekk Dagnýjar aðlöguðumst við
fljótt bekkjarbragnum hlýja.
Dagný efldi samstöðu nemenda
sinna með festu og lagni svo að
tilhlökkun var að fara í skólann.
Dagný kenndi að lesa með
áherslum og tilfinningu og
hvernig beygja ætti ær og kýr
og hvort vera skyldi í eða ý í
orði. Á súluriti í stofunni sást
hvernig miðaði, er hvatti til að
klífa brattann með tveimur enn-
um. Hún kenndi að glíma við
deilingu og tugabrot, lagði
áherslu á að læra nöfn fjarða
fyrir vestan og austan og að við
kynnum Sæluboð Frelsarans.
Hún brýndi okkur til að þroska
gáfur og glæddi lífsgleði og
-virðingu. Dagný hætti kennslu
vorið 1995 og var þjóðhátíðar-
daginn 17. júní sæmd íslensku
fálkaorðunni. Við F-bekkur
hennar, er lukum fullnaðarprófi
1961, höfðum þá ákveðið að
koma saman og hitta hana í
Melaskólanum 18. júní. Hún tók
okkur fagnandi í kringlunni og
leiddi í salinn. Við fórum í röð
og sungum skólasöng og fylgd-
um henni upp og inn í F-bekkj-
arstofuna. Dagný var sjálfri sér
lík þótt við bærum nú svip af ár-
um og lífsreynslu. Hún þekkti
okkur öll með nafni og rifjaði
upp hvar við höfðum setið og við
fundum aftur andblæ nærandi
leiðsagnar hennar. Að lokum
héldum við Dagnýju veislu á
Hótel Sögu. Þar var glaðst og
hlegið, hún ávörpuð og henni
fært myndverk er ber heitið
Morgunskin. Það minnti á
bjarmann sem hún varpaði á
bernskuárin. Litlu jólin komu í
huga er við sjálf skiptumst á
gjöfum og sýndum leikrit. Við
minntumst ferðalagsins á Snæ-
fellsnes, þar sem við klifum
Helgafell og litum ekki aftur á
leiðinni upp, svo að óskin er við
bárum í barmi gæti ræst. Og við
ræddum þá stund er við kvödd-
um Dagnýju forðum daga og
hvert annað við útskriftina og
horfðum vongóð móti óræðri
framtíð þótt söknuður væri líka
í huga, og eins var það er við
þökkuðum endurfundinn með
góðum óskum. Við Dagný send-
um hvort öðru jólakort eftir
þetta og fyrir kom að ég heim-
sækti hana í Rauðhamra. Morg-
unskinið prýddi þar stofuvegg
og minnti á F-bekkinn kæra.
Margir höfðu bekkir hennar
og nemendur verið á löngum og
farsælum kennaraferli í Mela-
skóla og gátu sagt áþekka sögu
og F-bekkur okkar systkina.
Dagný fagnaði tíðindum af góð-
um námsárangri nemenda sinna
í framhaldsskólum og hve þeir
létu oft vel að sér kveða á lífs-
leiðinni.
Dagný dvaldist á Sóltúni
seinustu æviárin. Síðast hitti ég
hana þar í byrjun sumars. Þótt
þrotin væri að kröfum kvaðst
hún margs hafa að minnast og
þakka Guði fyrir, einkum börnin
sín, nemendur sína alla í Mela-
skólanum. Við lásum Guðs orð
og báðum saman. Það orð gaf
henni það leiðarljós og fórnandi
elsku, sem varpað hefur björtu
skini á vegferð okkar nemenda
hennar.
Við brottför Dagnýjar úr
sýnilegum heimi er sem við
heyrum enn skólabjölluna
hringja og nú sem kirkju-
klukku- og himinshljóm í fögn-
uði frelsarans.
Gunnþór Ingason.
Fallin er frá kær frænka,
Dagný G. Albertsson. Dagný
Dagný G.
Albertsson