Morgunblaðið - 04.09.2018, Page 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 2018
✝ ArnfinnurFriðriksson
fæddist á Dalvík
22. ágúst 1939.
Hann lést á hjarta-
deild Landspítal-
ans 18. ágúst 2018.
Foreldrar hans
voru Friðrik Þor-
bergur Sigurjóns-
son, bílstjóri og
sjómaður, f. 23.
júní 1915, d. 16.
júlí 1951, og Þórlaug Ingibjörg
Kristinsdóttir, f. 8. október
1918, d. 4. nóvember 2007.
Systkini Arnfinns eru Jóna
Kristín, f. 1941, Gunnar Magni,
f. 1944, Friðrik Reynir, f. 1949,
og Irma, f. 1954. Uppeldissystir
Arnfinns er Kolbrún Páls-
dóttir, f. 1937.
september 1954, 2) Friðrik Páll
Arnfinnsson, f. 26. febrúar
1970, eiginkona hans er Ragn-
heiður Vala Arnardóttir, f. 17.
apríl 1974.
Finnur átti sex barnabörn og
fjögur barnabarnabörn.
Í Vestmannaeyjum gegndi
hann ýmsum störfum, en lengst
af starfaði hann sem bílstjóri
hjá Skeljungi,
bifreiðaeftirlitsmaður og öku-
kennari. Tónlist var stór hluti
af lífi Finns. Hann var sjálf-
menntaður harmonikku- og
orgelleikari og átti nikkan
ávallt stóran stað í lífi hans. Í
mörg ár var hann hluti af
hljómsveitinni Eymenn, en síð-
ustu ár var hann einn af
meðlimum Blítt og létt-hópsins,
og voru meðlimir hópsins með-
al annars útnefndir bæjarlista-
menn Vestmannaeyja árið
2015-2016.
Útför hans fer fram frá
Landakirkju í Vestmanna-
eyjum í dag, 4. september 2018,
kl. 14.
Arnfinnur, eða
Finnur eins og
hann var alltaf
kallaður, ólst upp
frá unga aldri hjá
ömmu sinni Þóru
og föðursystur,
Hallfríði, og manni
hennar, Páli. Hann
fór á vertíð í Vest-
mannaeyjum að-
eins 16 ára gamall
og kynntist þá
verðandi eiginkonu sinni,
Steinunni Pálsdóttur, verka-
konu og húsmóður, f. 17. febr-
úar 1940. Þau gengu í hjóna-
band 29. ágúst 1959. Börn
þeirra eru 1) Sólveig Þóra Arn-
finnsdóttir, f. 7. maí 1959, og er
eiginmaður hennar, Guð-
mundur Jóhann Gíslason, f. 16.
Elsku pabbi , þú valdir aldeilis
daginn til að kveðja, 18.8. 2018,
en engu að síður fallegur dagur
og þinn dagur. Ég var heppin að
eiga þig að í 59 ár og ég þakka
elskuna þína, umburðarlyndið,
hjálpsemina og allt annað sem þú
gerðir fyrir mig og mína. Þú
varst ekki maður margra orða og
talaðir ekki af þér en ég veit að
þú elskaðir okkur öll með tölu.
Missir mömmu er mikill en þið
voruð svo samrýnd og áttuð 59
ára brúðkaupsafmæli 29. ágúst
síðastliðinn.
Þið gerðuð allt saman og vor-
uð alltaf nefnd í einu orði – Finn-
ur og Steina. Við reynum að létta
henni lífið og hjálpa eins og best
við getum, hún á það margfalt
inni hjá okkur.
Hvernig stóð á því
að loginn slokknaði svo fljótt
og kólguský dró fyrir sól?
Stórt er spurt, en svarafátt.
Stundum virðist allt svo kalt og
grátt.
Þá er gott að ylja sér við minninganna
glóð,
lofa allt sem ljúfast var meðan á því
stóð.
En það er ótrúlegt
hve vindur getur snúist alveg ofur-
skjótt
og svo er hljótt.
Allt sem var og allt sem er,
eftirleiðis annar heimur hér.
Það er sagt að tíminn muni græða
hjartasár
en sársaukinn þó hverfur tæpast alveg
næstu ár .
Ó, þau sakna þín.
En þau þakka fyrir það að hafa fengið
að
eiga með þér þetta líf.
Því fær enginn breytt sem orðið er
og öll við verðum yfirleitt að taka því
sem að ber að höndum hér.
Sama lögmálið hjá mér og þér.
En það er gott að ylja sér við minning-
anna glóð,
lofa allt sem ljúfast var meðan á því
stóð.
Ó, þau sakna þín.
En þau þakka fyrir það að hafa fengið
að
eiga með þér þetta líf
(Stefán Hilmarsson)
Söknum þín og minnumst þín
með bros á vör og trúum því að
þú þenjir nikkuna sem aldrei fyrr
í himnasal með öllum þínum sem
farin eru.
Elskum þig.
Þín
Sólveig Þóra Arnfinnsdóttir
(Solla Þóra).
Elsku besti afi minn. Mikið
sakna ég þín.
Í mínum huga varst þú alltaf
duglegur, hjálpsamur og góður
maður. Þú varst alltaf reiðubúinn
að aðstoða, hvort sem það var við
framkvæmdir eða bara smá
skutl. Afi var einstaklega barn-
góður og blíður maður, við
barnabörnin hans fengum að
kynnast því öll. Ég mun sakna
þess óendanlega mikið að hitta
ekki á þig eða heyra í harmónikk-
unni.
Ég gæti vissulega skrifað ótal
fleiri minningar, en þær mun ég
geyma í hjarta mínu og ylja mér
og mínum á.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Þín
Eydís Ögn.
Elsku afi. Það er svo ótrúlega
erfitt að skrifa þessi orð. Það er
furðulegt að hugsa til þess að
þegar ég kem á Strembuna mun-
ir þú ekki vera þar til þess að
spila á orgelið og grínast í Hödda
og Ídu.
Krakkarnir elskuðu þig, sem
er ekki skrýtið þar sem hressari
maður en þú var vandfundinn.
Þótt ég hefði kosið að fá aðeins
fleiri ár með þér er ég svo þakk-
lát fyrir þig og allt sem þú hefur
gert fyrir okkur, allt skutlið, allar
reddingarnar og alla hjálpina.
Þegar þú beiðst eftir mér á
kvöldin eftir vinnu til að skutla
mér heim, þegar þú hjálpaðir
okkur Finni að flytja og hljópst
upp þrjár hæðir með kassa og
húsgögn, og blést ekki úr nös, og
þegar þú spilaðir á nikkuna í
brúðkaupinu okkar, lag sem þú
hafðir aldrei heyrt áður. Nú
munum við ekki tala við afa á
Skype en sem betur fer eigum
við margar minningar um góðar
stundir, eins og þegar þið amma
komuð að heimsækja okkur til
Danmerkur. Þú varst alltaf tilbú-
inn að hjálpa öllum og uppskarst
þannig stóran hóp vina og kunn-
ingja sem hafa endurgoldið þessa
aðstoð og vináttu síðustu vikur.
Elsku afi, við sjáumst seinna.
Þín
Steinunn Hödd.
Bláir eru dalir þínir
byggð mín í norðrinu
heiður er þinn vorhiminn
hljóðar eru nætur þínar
létt falla öldurnar
að innskerjum
– hvít eru tröf þeirra.
(Hannes Pétursson.)
Arnfinnur, elsti bróðir minn,
lést á Landspítalanum 18 ágúst
sl.
Þetta kom okkur á óvart.
Hann var tvisvar búinn að fá
mjög alvarleg hjartaáföll en
þetta virtist vægara. Enginn
ræður sínum vitjunartíma og
hann lést um kvöldið.
Mér fannst Finnur aldrei vera
gamall maður. Vissulega var
hann orðinn hvíthærður en
grannur og spengilegur, léttur á
sér og þráðbeinn í baki. Svo var
hann léttur í lund og skemmti-
legur og spilaði svo undurvel á
harmonikku. Flottur var hann á
dansgólfinu í „Ungó“ á Dalvík
þegar hann dansaði gömlu dans-
ana.
Hann var alltaf mjög snyrti-
lega klæddur og á vel burstuðum
skóm, það sá hún Steina mág-
kona mín um. Við misstum pabba
okkar þegar ég var 10 ára gömul.
Eftir það fór Finnur til afa og
ömmu í Laxamýri. Á efri hæðinni
bjó Fríða föðursystir okkar
ásamt Páli manni sínum og
tveimur dætrum, Kolbrúnu og
Ósk Sigríði. Yngri dóttur sína
misstu þau barnunga en Kolla
frænka og Finnur voru alla tíð
eins og systkini. Hann átti líka
gott athvarf hjá Finni föðurbróð-
ur okkar. Þessi tilhögun létti
mjög róðurinn fyrir unga ekkju
með fjögur börn.
Í minningunni kom Finnur
hvern einasta dag í heimsókn í
Grundargötu 7. Það fór ekki á
milli mála hver var að koma því
að hann byrjaði að blístra uppi
við Dalbæ og blístraði heim alla
stéttina.
Finnur var mjög iðinn við að
dytta að heimilinu sínu og alltaf
var sama snyrtimennskan. Þegar
hann fékk fyrsta hjartaáfallið var
hann að bera á grindverkið.
Hann var ekkert að láta athuga
sig fyrr en búið var að ganga frá
dósum og penslum úti í bílskúr.
Hann var stundum ekki maður
margra orða, sérstaklega ef það
var heilsutengt. Ég hringi: Sæll
Finnur minn, hvernig hefur þú
það núna? Hann svarar: mein-
hægt miðað við aðstæður, Steina
er hérna. Síðasta símtalið sem
við áttum var öðruvísi. Ég
hringdi til að segja þeim hjónum
hvað þau hefðu verið frábær í
sjónvarpsþætti þar sem Fær-
eyja-vinir komu í heimsókn til
Vestmannaeyja.
Hann átti ekki til nógu sterk
lýsingarorð til að segja hvað
þetta fólk væri gestrisið, glatt og
elskulegt í alla staði. Steina fékk
ekki símann fyrr en eftir langt
samtal. Eins var það þegar þau
komu síðast í heimsókn í Sóltún
27. Þau voru að koma frá Hvera-
gerði eftir góða viku á Hótel Örk.
Eftir hádegismat vippaði bróðir
sér út í bíl og sótti flottu harm-
onikkuna sína og spilaði og spil-
aði, Eyjalög og alls konar lög.
Það var svo gaman.
Svona ætla ég að muna hann.
Kæri „Búddi“ bróðir minn.
Það munu margir sakna þín sárt.
Hvíldu í friði.
Hægur er dúr á daggarnótt.
Dreymi þig ljósið, sofðu rótt!
(Jónas Hallgrímsson.)
Elsku Steina, Sólveig Þóra og
fjölskylda, Friðrik Páll og fjöl-
skylda.
Við Stefán sendum ykkur hug-
heilar samúðarkveðjur.
Kristín Friðriksdóttir.
Ótímabært fráfall vinar okkar
og félaga í tónlistarhópnum
„Blítt og létt“ í Vestmannaeyjum
setti okkur hljóð. Stórt skarð er
myndað í náinn hóp fólks sem
hefur verið eins og fjölskylda í
níu ár.
Þessi hópur áhugamanna um
þjóðlagatónlist tengda Vest-
mannaeyjum og dægurlög frá
blómaskeiði síðustu aldar mynd-
aðist árið 2009 þegar nokkrir úr
þessum hópi ákváðu að koma
saman og spila sér til ánægju og
bjóða öðrum með sama áhugamál
að koma með og syngja saman.
Strax í byrjun var textum varpað
upp á vegg bak við hljómsveitina
og viðtökur fóru strax fram úr
björtustu vonum.
Aðkoma Finns var nokkuð
sérstök. Hann kom ásamt eftirlif-
andi eiginkonu sinni, Steinu, á
Eyjakvöld og Steina, sem er
ákveðin og skemmtileg kona af
Arnfinnur
Friðriksson
Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir
og afi,
KRISTJÁN AÐALSTEINSSON,
lést á krabbameinsdeild Landspítalans
þriðjudaginn 28. ágúst.
Útför fer fram frá Fossvogskirkju
föstudaginn 7. september kl. 15.00.
Guðrún Pétursdóttir
Georg Pétur Kristjánsson Ósk Sigþórsdóttir
Silla Þóra Kristjánsdóttir Hálfdán Kristjánsson
Anna Kristjánsdóttir Gústaf Steingrímsson
og barnabörn
Okkar ástkæra
SÓLRÚN GUÐBJÖRNSDÓTTIR
listamaður og kennari
lést fimmtudaginn 30. ágúst.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 6. september klukkan 15.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Ljósið styrktarsjóð.
Börn, barnabörn
eiginmaður, systkini
og nánustu vinir
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
ÞORSTEINN AUÐUNSSON
Kjartansgötu 16, Borgarnesi,
andaðist á sjúkrahúsinu á Akranesi
miðvikudaginn 29. ágúst.
Útförin fer fram frá Borgarneskirkju fimmtudaginn 6. september
klukkan 14.
Ingibjörg Þorsteinsdóttir Arilíus D. Sigurðsson
Stefán Þorsteinsson Guðríður Guðjónsdóttir
Vigdís Þorsteinsdóttir Ólafur E. Sigurðsson
Guðrún Þorsteinsdóttir Jóhann Ó. Jóhannsson
Auður Ásta Þorsteinsdóttir Ólafur Þorgeirsson
afa- og langafabörn
✝ Hiltrud HildurGuðmundsdótt-
ir fæddist í Waibl-
ingen í Þýskalandi
29. júlí 1935. Hún
andaðist á Dvalar-
heimilinu Höfða á
Akranesi 28. ágúst
2018.
Foreldrar henn-
ar voru Imanuel og
Louise Saur. Systir
hennar var Rosem-
arie.
Hiltrud giftist Guðmundi
Ólafs Guðmundssyni 15. ágúst
1959. Börn þeirra eru 1) Krist-
ján, f. 1962, kvæntur Sigur-
veigu Runólfsdóttur; synir
þeirra eru Runólfur Óttar, Guð-
mundur Ólafs og Jón Björgvin.
Þau eiga fimm barnabörn. 2)
Sigrún, f. 1964, gift Ævari Erni
Jósepssyni; dætur þeirra eru
Þórhildur Sunna og Edda Kar-
ólína. 3) Lilja, f. 1971, gift Uwe
Säuberlich; synir
þeirra eru Jón
Balthasar og Noah
Sólon.
Hiltrud ólst upp
í Waiblingen og
nágrenni og
menntaði sig sem
verkmennta-
kennari í Stutt-
gart. Þar kynntist
hún Guðmundi og
fluttust þau til Ís-
lands 1965. Fyrstu árin hér á
landi bjuggu þau í Reykjavík
en 1971 fluttu þau til Akra-
ness. Hiltrud var handavinnu-
kennari í Brekkubæjarskóla
um hríð en hóf störf við Fjöl-
brautaskólann á Akranesi við
stofnun hans og kenndi þar
fatasaum, myndlist og þýsku
starfsævina á enda.
Útför hennar fer fram frá
Akraneskirkju í dag, 4. sept-
ember 2018, klukkan 13.
Þegar horft er yfir farinn
veg koma ávallt ákveðin tímabil
upp í hugann, sem hafa skipt
okkur miklu en eitt slíkt henti
okkur í lok september 1957, en
þá hittum við Hiltrud í fyrsta
skipti, þá höfðu þau Guðmund-
ur gamli góði skólabróðir okkar
úr MA kynnst og skömmu síðar
trúlofast. Við vorum nú komin
til Stuttgart til að hefja nám og
má segja hálfumkomulaus og
ráðvillt. Við höfðum fengið upp-
lýsingar um hvernig við gætum
náð tali af Guðmundi, en hann
hafði fyrir nokkru stundað nám
í efnaverkfræði við TH í Stutt-
gart og gott að geta átt hann
að.
Frá fyrstu kynnum tókst
vinskapur og góð kynni við
Hiltrud og ekki síður Luise
mömmu Hiltrudar, sem var ein-
stök og glæsileg kona. Það var
því ómetanlegt happ og ánægja
að hafa í upphafi okkar skóla-
göngu getað átt þau að, en
ýmislegt kom upp á, sem við
þurftum að kunna skil á við
nýjar aðstæður. Ófáar heim-
sóknir áttum því við upp í Olga-
strasse þar sem þær mæðgur
bjuggu. Eitt var það að fá leigt
herbergi, en það var ekki ein-
falt, en takmarkað framboð og
það var eins með það og allt
annað, úr því var leyst. May
bjó um skeið hjá þeim mæðgum
í Olgastrasse og ég gisti hjá
Guðmundi að mig minnir í Ro-
bert-Bosstrasse. Þau Hiltrud
og Guðmundur gengu svo í það
að finna okkur samastað og
fljótlega sat ég aftan á Vesp-
unni hjá Guðmundi upp í Lerc-
henstrasse, þar sem við fengum
herbergi og bjuggum svo að
heita má alla okkar skólagöngu.
Margs er að minnast og þá
þegar við örkuðum saman úr
Olgastrasse miður í Köningstor
í Köningsstrasse og snæddum
„schinkenspatti“, en það hæfði
takmörkuðum fjárhag.
Eftir að Guðmundur lauk
doktorsnámi fluttust þau heim.
Fljótlega eftir heimkomuna tók
Guðmundur að sér forstjóra-
starf við Sementsverksmiðjuna
á Akranesi og margar góðar
minningar eigum við frá heim-
sóknum til þeirra að Vogar-
braut. Hiltrud tók strax virkan
þátt í félagslífi á Akranesi og
kenndi í mörg ár handmennt
við Fjölbrautaskólann en hún
lauk háskólanámi í þeim grein-
um í Þýskalandi áður en þau
fluttu heim. Hún átti reyndar
ekki langt að sækja undirbún-
ing og hæfi, því að Luise
mamma hennar var virtur yf-
irkennari við handmenntaskóla
þar ytra.
Hiltrud var einstaklega ljúf
og elskuleg og alltaf gott að
vera í hennar návist. Við eigum
margar góðar og skemmtilegar
minningar frá félagsskap
þeirra samhentu hjóna með
góðum vinum í ferðalögum um
landið og í sumarbústað þeirra
uppi í Ölveri. Þá var það einnig
mikil gleðistund þegar Luise
kom í heimsókn til okkar á leið
sinni upp á Akranes. Nú að
leiðarlokum kveðjum við góða
og trygga vinkonu og minn-
umst hennar með þakklæti. Við
vottum Guðmundi vini og fjöl-
skyldu hans innilega samúð og
biðjum guð að vera með þeim á
erfiðri stund og um ókomna
framtíð.
May og Helgi.
Elsku Hiltrud vinkona mín
er dáin. Við Hiltrud erum bún-
ar að eiga samleið síðan 1974
þegar eiginmenn okkar stofn-
uðu gönguklúbb ásamt tveimur
öðrum á Akranesi. Við fórum
öll saman í útilegu 1976, sem
varð mjög söguleg. Við tjöld-
uðum í Lónsöræfum og um
nóttina gerði aftakaveður.
Burðarsúlan í tjaldinu okkar
hjóna brotnaði og þurftum við
að yfirgefa það. Þá kallar Hilt-
rud í okkur að koma yfir í
þeirra tjald því það sé þýskt og
muni ekki gefa sig. En hvað
gerist?
Hiltrud Hildur
Guðmundsdóttir