Morgunblaðið - 04.09.2018, Síða 36

Morgunblaðið - 04.09.2018, Síða 36
ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 247. DAGUR ÁRSINS 2018  Lofgjörðartónleikar verða haldnir í Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu á fimmtudaginn, 6. september, kl. 20 en þá mun Gospelkór Fíladelfíu leiða söng ásamt hljómsveit undir stjórn Óskars Einarssonar og verður Noel McCalla sérstakur gestur. McCalla er breskur söngvari, söng með íslensku hljómsveitinni Mezzoforte um árabil og hefur verið að koma fram með henni undanfarið og söng í fyrra á 40 ára afmælistónleikum sveitarinnar. Hljómsveitina sem leikur á tónleik- unum á fimmtudaginn skipa Óskar Einarsson, Jóhann Ásmundsson, Frið- rik Karlsson, Pétur Erlendsson, Brynj- ólfur Snorrason, Þórir Haraldsson, Rafn Hlíðkvist, Jóhann Eyvindsson og Greta Salóme Stefánsdóttir. Á meðfylgjandi ljósmynd, sem tek- in var árið 1984, um það leyti sem hljómplatan No Limits kom út, má sjá Mezzoforte með McCalla lengst til hægri og sitjandi er David O’Higgins saxófónleikari. Noel McCalla sérstakur gestur  Norræni kvartettinn Waco, skip- aður Martin Myhre Olsen á saxó- fóna, Kjetil André Mulelid á píanó, Bárði Reinert Poulsen á kontrabassa og Simon Olderskog Albertsen á trommur, kemur fram á djasskvöldi Kex hostels í kvöld kl. 20.30. Kvart- ettinn hefur verið starfandi í fjögur ár og hefur leikið víða um heim og hlotið lof fyrir. Aðgangur er ókeypis að tón- leikunum. Kex Hostel er á Skúla- götu 28. Kvartett á Kexi Deildarmeistarar Vals munu helst fá keppni frá Íslands- og bikarmeisturum Fram og ÍBV á komandi vertíð í Olís-deild kvenna, samkvæmt spá for- manna fyrirliða og þjálfara liðanna í deildinni. Vals- mönnum er einnig spáð titl- inum í Olís-deild karla, en öfl- ugir leikmenn hafa haldið á Hlíðarenda í sumar. Ef marka má spána munu Haukar helst halda í við Valsliðið í karla- flokki. »3 Valur styrkst mikið og mun svífa hæst Ísland mætir Tékklandi á Laugardals- vellinum klukkan 15 í dag í loka- umferð undankeppni heimsmeistara- móts kvenna í fótbolta, og þarf að minnsta kosti jafntefli til að komast í umspil um sæti í lokakeppninni. Sif Atladóttir segir að leik- urinn verði erfiður gegn hörku- liði. „Við horfum til þessa leiks eins og bikarleiks. Hann þarf að vinna. Leikurinn er upp á allt eða ekk- ert,“ segir Sif. »1 Allt lagt í sölurnar gegn Tékkunum í dag „Það er kannski skrýtið að segja það þegar við eru á toppnum en það er deginum ljósara að við erum ekki að spila eins vel og við getum,“ segir Valsarinn Kristinn Freyr Sigurðsson sem er leikmaður 19. umferðar Pepsi- deildar í knattspyrnu. Hann telur sig sjálfan hafa leikið undir getu á tíma- bilinu en segir mestu máli skipta að vinna Íslandsmeistaratitilinn. » 4 Toppliðið ekki spilað eins vel og það getur Þór Steinarsson thor@mbl.is Börnum býðst nú að æfa sig í lestri með því að lesa upphátt fyr- ir sérþjálfaða hunda í Bókasafni Kópavogs. „Hundarnir eru mjög góðir hlustendur, þeir dæma ekki og hlusta vel. Þetta eru sérþjálfaðir hundar sem koma frá Vigdísi, samtökum sem við erum í sam- starfi með,“ segir Bylgja Júlíus- dóttir, viðburðastjóri bókasafns- ins, í samtali við Morgunblaðið. Færri komast að en vilja Verkefnið Lesið fyrir hunda er aðallega hugsað fyrir börn á aldr- inum 6-12 ára. Það hófst í vor og verður haldið fyrsta laugardag hvers mánaðar í vetur. Sex börn komast að í hvert skipti og er að- sóknin mikil. Færri komast að en vilja. „Þetta hefur verið ótrúlega vin- sælt. Foreldrar velja lesefnið fyr- irfram og börnin lesa með hund- inum og eiganda hans í 15-20 mínútur. Eftir lesturinn geta börnin fengið mynd af sér með hundinum ef þau vilja,“ útskýrir Bylgja. Lesturinn fer fram á 3. hæð bókasafnsins sem er rólegasta svæðið í húsinu. Starfsmenn bóka- safnsins færa til hillur og húsgögn til að búa til afmarkað svæði fyrir lesturinn. Teppi og púðum er svo komið fyrir á gólfinu til að mynda notalega og örugga stemningu. Útskýra orð fyrir hundunum Félagið Vigdís – vinir gæludýra á Íslandi heldur utan um verkefni og var stofnað sérstaklega í þeim tilgangi. Hundarnir fara í sérstakt mat og eigendur sækja námskeið til að mega taka þátt. „Eigandinn hlustar og leiðréttir ekki þótt barnið lesi vitlaust held- ur grípur frekar orð sem hann heldur að barnið skilji ekki og bið- ur barnið að útskýra það fyrir hundinum,“ útskýrir Margrét Sig- urðardóttir, formaður Vigdísar. „Hundaeigendur sitja alltaf með hundi og barni í lestr- arstund. Eigendur verða að vita hvað þeir eru að gera,“ bætir Margrét við. Næsta lestrar- stund fer fram 6. október og ekk- ert kostar að taka þátt. Til að skrá sig þarf að senda tölvupóst á bylgjaj@kopavogur.is. Lásu upphátt fyrir hunda  Hundarnir eru góðir hlustendur og dæma ekki Morgunblaðið/Eggert Lestur Rebekka Lind Steinarsdóttir las fyrir lestrarhundinn Sölku og eiganda Sölku, Gyðu Guðjónsdóttur. Hundurinn Salka og eigandi hennar Gyða Guðjónsdóttir hafa aðstoðað börn við lestur í þrjú ár. Salka er af tegundinni Cavalier. „Hundur og eigandi mynda lestrarteymi. Allir vinna saman til að hjálpa börnum að auka orðaforða og færni. Við gulltryggjum að við séum bæði með frábæra hunda og frábært fólk til að passa að allir séu hæfir í verk- efnið og allir vinni í sömu átt,“ segir Margrét Sigurðardóttir, formaður Vigdísar. Við lesturinn sitja eða liggja hundarnir kyrrir og leggja stundum höfuðið á fætur barnanna. „Ég hallast að því að hundunum þyki hryllilega nota- legt að láta lesa fyrir sig. Það er viss ró í því,“ bætir Margrét við. Salka er góður hlustandi VERKEFNIÐ LESIÐ FYRIR HUNDA HEFUR VERIÐ VIRKT Í 5 ÁR Víkingur Bjarnason og Salka náðu vel saman. VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 641 KR. ÁSKRIFT 6.960 KR. HELGARÁSKRIFT 4.346 KR. PDF Á MBL.IS 6.173 KR. I-PAD ÁSKRIFT 6.173 KR. 1. Dauði samfélagsmiðlastjörnu … 2. Nína Björk og Aron giftu sig 3. Svo feit og fín og ert að … 4. Hvað var hann að gera með hinni? »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM Á miðvikudag Hæg norðlæg eða breytileg átt og skýjað um morg- uninn, en léttir síðan til S- og V-lands. Hiti 7 til 15 stig. Á fimmtudag Suðaustanátt, 10-18 m/s og rigning með köflum V- lands, hvassast á annesjum, annars hægari og víða léttskýjað. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðlæg átt, 3-10 m/s og dálítil rigning eða skúrir, þó síst á NA-landi. Hiti 8 til 16 stig að deginum. VEÐURÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.