Morgunblaðið - 13.09.2018, Side 1

Morgunblaðið - 13.09.2018, Side 1
F I M M T U D A G U R 1 3. S E P T E M B E R 2 0 1 8 Stofnað 1913  215. tölublað  106. árgangur  ATVINNUBLAÐ MORGUN- BLAÐSINS HAFA SELT 200 ÍBÚÐIR Á SPÁNI FRUMSKÖPUN HJÁ ÍSLENSKA DANSFLOKKNUM VIÐSKIPTAMOGGINN ERNA ÓMARSDÓTTIR 698 SÍÐNA SÉRBLAÐ Komandi kjarasamningar voru of- arlega í huga margra þingmanna á Alþingi í gær í umræðum um stefnu- ræðu Katrínar Jakobsdóttur for- sætisráðherra. Í ræðu sinni fjallaði hún meðal annars um samráð rík- isstjórnarinnar við aðila vinnumark- aðarins. Boðaði hún einnig breyt- ingar á lögum um Seðlabankann eftir áramót sem hluta af vinnu við að styrkja rammann um pen- ingastefnuna. Sagði Katrín að vís- bendingar væru um að kostnaður í fjármálakerfinu væri meiri hér en t.d. annars staðar á Norðurlöndum. Framundan væri vinna við að styrkja umgjörð fjármálakerfisins enn frekar og hluti vinnunnar væri að greina kostnaðinn. Einnig fjallaði Katrín um nýjan Þjóðarsjóð um arð- greiðslur orkufyrirtækja í eigu rík- isins og sagði hann eitt lykilmála rík- isstjórnarinnar. Logi Einarsson, formaður Sam- fylkingar, sagði að stjórnvöld þyrftu að koma að lausn kjarasamninga „með afgerandi hætti“. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Mið- flokksins, gagnrýndi fjárlaga- frumvarp ríkisstjórnarinnar og sagði hana hafa slegið 100 ára gam- alt met í útþenslu báknsins. »4 Kjaramál í deiglunni á Alþingi  Styrkja rammann um peningastefnuna Morgunblaðið/Eggert Stefnuræða Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fjallaði um áherslur ríkisstjórnarinnar í ýmsum málaflokkum í stefnuræðu sinni á Alþingi í gærkvöldi. Yfirvöld og aðrir íbúar óttast manntjón vegna fellibylsins Flórens sem á að ná landi á aust- urströnd Bandaríkjanna aðfaranótt föstu- dags. „Fólk er óttaslegið og stressað, maður finnur það. Það eru bílaraðir á götunum og seinkanir á vegum,“ segir Gyða Kolbrún Jon- es sem býr í Jacksonville í Norður-Karólínu, í samtali við Morgunblaðið. Fellibylurinn verður sá stærsti sem nær landi í Bandaríkjunum í þrjá áratugi. Neyðar- ástandi hefur verið lýst yfir í Washington, Maryland, Virginíu og Norður- og Suður- Karólínu. Gyða Kolbrún ætlar ekki að sinna tilmæl- um yfirvalda um brottflutning. Hún hefur ráðið sig í vinnu við að gæta og vakta versl- anir og fyrirtæki í Jackson- ville þar sem upplausnar- ástand ríkir. Veðurfræðingar ytra segja að fellibylurinn nái landi í Wilmington í N- Karólínu aðfaranótt föstu- dags og muni þá taka stefnuna rakleiðis norður til Jacksonville þar sem Gyða býr ásamt eigin- manni sínum. Hættuástandi hefur verið lýst yfir og fólki hefur verið skipað að koma sér í öruggt skjól. Útgöngubann verður sett á snemma á fimmtudagsmorgun. »32 Upplausnarástand ríkir  Fólk er óttaslegið og stressað vegna fellibylsins Flórens segir Gyða Kolbrún Jones í Jacksonville Gyða Kolbrún Jones Fjögurra manna fjölskylda úr Árbænum, móðir og þrjú börn, flutti til Svíþjóðar með skömmum fyrir- vara síðsumars. Eitt þeirra, Hjörtur Elías sem er níu ára, heldur til fjarri hinum í fjölskyldunni, á Karól- ínska sjúkrahúsinu. Hann fór þar í geislameðferð og beinmergsskipti, er nú í einangrun og vonir standa til að hann geti brátt farið til fjölskyldu sinnar sem býr á hóteli í grennd. Tvísýnt hefur verið um heilsufar Hjartar og Íris Jónsdóttir móðir hans segir að ofan á það bætist miklar fjárhagsáhyggjur og áhyggjur af velferð systkina hans tveggja á grunnskólaaldri sem þurftu að fara úr sínu daglega umhverfi vegna lækn- ismeðferðar bróður síns. Hún segir Hjört hafa tekið veikindum sínum með jafnaðargeði, en hann spyrji stundum: „Af hverju er ég veikur?“ »36-37 Af hverju er ég veikur?  Hjörtur Elías, níu ára, er nú á batavegi eftir margar krabbameinsmeðferðir Hjörtur Elías Hann fékk verðlaunapen- ing á sjúkrahúsinu eftir geislameðferð. MJÚKA DEILDIN ÍSLENSK HÖNNUN SJÚKRAÞJÁLFARI AÐSTOÐAR SÆNGUR- FATNAÐUR SÆNGUROG KODDAR HEILSURÚM ALLARSTÆRÐIR FUSSENEGGER Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari aðstoðar við val á rúmdýnum. Í DAG 16-18 Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.