Morgunblaðið - 13.09.2018, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.09.2018, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 1 3. S E P T E M B E R 2 0 1 8 Stofnað 1913  215. tölublað  106. árgangur  ATVINNUBLAÐ MORGUN- BLAÐSINS HAFA SELT 200 ÍBÚÐIR Á SPÁNI FRUMSKÖPUN HJÁ ÍSLENSKA DANSFLOKKNUM VIÐSKIPTAMOGGINN ERNA ÓMARSDÓTTIR 698 SÍÐNA SÉRBLAÐ Komandi kjarasamningar voru of- arlega í huga margra þingmanna á Alþingi í gær í umræðum um stefnu- ræðu Katrínar Jakobsdóttur for- sætisráðherra. Í ræðu sinni fjallaði hún meðal annars um samráð rík- isstjórnarinnar við aðila vinnumark- aðarins. Boðaði hún einnig breyt- ingar á lögum um Seðlabankann eftir áramót sem hluta af vinnu við að styrkja rammann um pen- ingastefnuna. Sagði Katrín að vís- bendingar væru um að kostnaður í fjármálakerfinu væri meiri hér en t.d. annars staðar á Norðurlöndum. Framundan væri vinna við að styrkja umgjörð fjármálakerfisins enn frekar og hluti vinnunnar væri að greina kostnaðinn. Einnig fjallaði Katrín um nýjan Þjóðarsjóð um arð- greiðslur orkufyrirtækja í eigu rík- isins og sagði hann eitt lykilmála rík- isstjórnarinnar. Logi Einarsson, formaður Sam- fylkingar, sagði að stjórnvöld þyrftu að koma að lausn kjarasamninga „með afgerandi hætti“. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Mið- flokksins, gagnrýndi fjárlaga- frumvarp ríkisstjórnarinnar og sagði hana hafa slegið 100 ára gam- alt met í útþenslu báknsins. »4 Kjaramál í deiglunni á Alþingi  Styrkja rammann um peningastefnuna Morgunblaðið/Eggert Stefnuræða Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fjallaði um áherslur ríkisstjórnarinnar í ýmsum málaflokkum í stefnuræðu sinni á Alþingi í gærkvöldi. Yfirvöld og aðrir íbúar óttast manntjón vegna fellibylsins Flórens sem á að ná landi á aust- urströnd Bandaríkjanna aðfaranótt föstu- dags. „Fólk er óttaslegið og stressað, maður finnur það. Það eru bílaraðir á götunum og seinkanir á vegum,“ segir Gyða Kolbrún Jon- es sem býr í Jacksonville í Norður-Karólínu, í samtali við Morgunblaðið. Fellibylurinn verður sá stærsti sem nær landi í Bandaríkjunum í þrjá áratugi. Neyðar- ástandi hefur verið lýst yfir í Washington, Maryland, Virginíu og Norður- og Suður- Karólínu. Gyða Kolbrún ætlar ekki að sinna tilmæl- um yfirvalda um brottflutning. Hún hefur ráðið sig í vinnu við að gæta og vakta versl- anir og fyrirtæki í Jackson- ville þar sem upplausnar- ástand ríkir. Veðurfræðingar ytra segja að fellibylurinn nái landi í Wilmington í N- Karólínu aðfaranótt föstu- dags og muni þá taka stefnuna rakleiðis norður til Jacksonville þar sem Gyða býr ásamt eigin- manni sínum. Hættuástandi hefur verið lýst yfir og fólki hefur verið skipað að koma sér í öruggt skjól. Útgöngubann verður sett á snemma á fimmtudagsmorgun. »32 Upplausnarástand ríkir  Fólk er óttaslegið og stressað vegna fellibylsins Flórens segir Gyða Kolbrún Jones í Jacksonville Gyða Kolbrún Jones Fjögurra manna fjölskylda úr Árbænum, móðir og þrjú börn, flutti til Svíþjóðar með skömmum fyrir- vara síðsumars. Eitt þeirra, Hjörtur Elías sem er níu ára, heldur til fjarri hinum í fjölskyldunni, á Karól- ínska sjúkrahúsinu. Hann fór þar í geislameðferð og beinmergsskipti, er nú í einangrun og vonir standa til að hann geti brátt farið til fjölskyldu sinnar sem býr á hóteli í grennd. Tvísýnt hefur verið um heilsufar Hjartar og Íris Jónsdóttir móðir hans segir að ofan á það bætist miklar fjárhagsáhyggjur og áhyggjur af velferð systkina hans tveggja á grunnskólaaldri sem þurftu að fara úr sínu daglega umhverfi vegna lækn- ismeðferðar bróður síns. Hún segir Hjört hafa tekið veikindum sínum með jafnaðargeði, en hann spyrji stundum: „Af hverju er ég veikur?“ »36-37 Af hverju er ég veikur?  Hjörtur Elías, níu ára, er nú á batavegi eftir margar krabbameinsmeðferðir Hjörtur Elías Hann fékk verðlaunapen- ing á sjúkrahúsinu eftir geislameðferð. MJÚKA DEILDIN ÍSLENSK HÖNNUN SJÚKRAÞJÁLFARI AÐSTOÐAR SÆNGUR- FATNAÐUR SÆNGUROG KODDAR HEILSURÚM ALLARSTÆRÐIR FUSSENEGGER Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari aðstoðar við val á rúmdýnum. Í DAG 16-18 Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.