Morgunblaðið - 13.09.2018, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2018
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
595 1000
Gríska eyjan Krít
tin
ga
ás
lík
u.
.
br
e
17. SEPTEMBER Í 11 NÆTUR
Frá kr.
89.995
STÖKKTU TIL KRÍTAR 17. SEPTEMBER
Sunna Ósk Logadóttir, blaðamaður
á Morgunblaðinu og mbl.is, Kjartan
Kjartansson, blaðamaður á Vísir.is,
Bylgjunni og Stöð 2, og þeir Tómas
Guðbjartsson og
Ólafur Már
Björnsson eru til-
nefnd til fjöl-
miðlaverðlauna
umhverfis- og
auðlindaráðu-
neytisins sem
verða veitt mánu-
daginn 17. sept-
ember.
Í fréttatilkynn-
ingu segir m.a. að
Sunna Ósk hafi fjallað um togstreitu
nýtingar og náttúruverndar í greina-
flokknum Mættinum og dýrðinni,
sem birtist í Morgunblaðinu. Þar var
sérstaklega fjallað um virkjunar-
áform á Vestfjörðum og áhrif þeirra
á samfélag og umhverfi. „Sunna Ósk
tengir tölulegar staðreyndir, skýr-
ingarmyndir og viðhorf saman á
áhugaverðan hátt fyrir lesandann og
gefur heildstæða og yfirgripsmikla
mynd af þeim hagsmunum og sjón-
armiðum náttúruverndar og nátt-
úrunýtingar sem vegast á.“
Kjartan Kjartansson er tilnefndur
fyrir umfjöllun um loftslagsmál.
Ráðuneytið segir að hann hafi fjallað
á vandaðan og upplýsandi hátt um
brýnasta umhverfismál samtímans.
Umfjöllun hans hafi „verið stöðug og
umfangsmikil á tímum mikilla breyt-
inga í íslenskri fjölmiðlun. Kjartani
er lagið að útskýra áhrif loftslags-
breytinga á aðgengilegan hátt fyrir
almenna lesendur“.
Þeir Tómas Guðbjartsson og Ólaf-
ur Már Björnsson eru tilnefndir fyr-
ir myndefni, upplýsingar og greina-
skrif um íslenska náttúru. Þeir hafa
„nýtt fjölmiðla og samfélagsmiðla til
að fjalla um íslenska náttúru, friðun
og verðmæti náttúruminja. Þeir hafa
heimsótt fjölmarga staði og sótt
þangað nýtt efni, bæði ljósmyndir og
myndskeið og nýtt sér til hins ýtr-
asta möguleika samfélagsmiðla til að
koma þessu efni á framfæri“.
gudni@mbl.is
Sunna Ósk tilnefnd
fyrir Máttinn og dýrðina
Fjölmiðlaverðlaun í tilefni af Degi íslenskrar náttúru
Morgunblaðið/Golli
Ófeigsfjarðarheiði Sunna Ósk
fjallaði m.a. um Hvalárvirkjun.
Sunna Ósk
Logadóttir
„Við viljum fara í raunverulegt
samráð. Viðkvæmt mál eins og lok-
un gatna kallar á aukið samráð,“
segir Eyþór Laxdal Arnalds,
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í skipu-
lags- og samgönguráði Reykjavík-
ur, um tillögu skrifstofu samgöngu-
stjóra og borgarhönnunar um að
framlengja út árið það fyrirkomu-
lag sem verið hefur í sumar á
göngugötum í miðbænum, á meðan
unnið er að deiliskipulagstillögu um
umfang og fyrirkomulag göngu-
gatna til framtíðar.
Borgarstjórn samþykkti án mót-
atkvæða í byrjun mánaðarins að
hafa göngugöturnar allt árið. Um-
hverfis- og skipulagssviði var falið
að undirbúa tillögur um það og sér-
staklega tekið fram að útfærslur
yrðu í samráði við notendur og
hagsmunasamtök.
Afgreiðslu tillögunnar í skipu-
lagsráði var frestað á fundi í gær en
Kristín Soffía Jónsdóttir, fulltrúi
Samfylkingarinnar í ráðinu, reiknar
með að hún verði afgreidd á fundi
ráðsins í næstu viku. Hún segir að
skipulagsráðið standi frammi fyrir
því að borgarstjórn hafi samþykkt
að hafa göngugötur allt árið. Spurn-
ingin sé hvort rétt sé að framlengja
núverandi fyrirkomulag á meðan
unnið sé að útfærslu – eða að opna
göturnar tímabundið fyrir umferð.
„Það er búið að ákveða að þetta
verði framtíðin. Mér finnst að skýr-
ustu skilaboðin sem við getum sent
séu að hafa göturnar sem göngu-
götur áfram og fá reynslu á þær en
ekki taka upp eitthvert millibils-
ástand,“ segir Kristín Soffía.
Spurð um samráð við íbúa og
hagsmunaaðila segir hún að boðað
hafi verið til fundar með íbúum og
hagsmunaaðilum næstkomandi
mánudag.
Eyþór lýsir vonbrigðum með
vinnubrögðin. Aðeins sé vika frá því
borgarstjórn hafi samþykkt að farið
verði í gott samráð við notendur og
hagsmunasamtök. Það hafi ekki far-
ið fram og verði ekki unnið á einni
viku.
Hann segir að málið varði marga
og vill að þeir sem hafa skoðanir á
því verði hvattir til að láta álit sitt í
ljós. „Mikilvægt er að miðborgin sé
lifandi með verslunum sem eiga sér
sögu þar en verði ekki aðeins túr-
istastræti. Miðborgin er á viðkvæm-
um punkti, íbúum hefur fækkað og
við verðum að fara varlega í breyt-
ingar,“ segir hann.
Vilja fara í raunverulegt samráð
Lagt til í skipulagsráði að sumartímabil göngugatna verði framlengt til áramóta
Kristín Soffía
Jónsdóttir
Eyþór Laxdal
Arnalds
Helgi Bjarnason
Arnar Þór Ingólfsson
Ríkið mun veita um 400 milljónir
króna til að bæta rekstrarumhverfi
einkarekinna fjölmiðla á Íslandi.
Það verður meðal annars gert með
því að endurgreiða hluta ritstjórn-
arkostnaðar rit- og ljósvakamiðla.
Þá verða umsvif Ríkisútvarpsins á
auglýsingamarkaði minnkuð.
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og
menningarmálaráðherra, kynnti í
gær aðgerðir til að styrkja rekstur
einkarekinna fjölmiðla. Það er liður
í að efla íslenska tungu.
„Það er alveg ljóst að rekstur fjöl-
miðla er mjög þungur og samkeppn-
isstaðan skökk,“ sagði Lilja á blaða-
mannafundi í gær. Er þetta í fyrsta
skipti sem stjórnvöld grípa til
beinna aðgerða til að styðja við
rekstur fjölmiðla. Styrkirnir eru að
norrænni fyrirmynd en annars stað-
ar á Norðurlöndunum hafa verið
veittir ríkisstyrkir til einkamiðla,
aðallega dagblaða, í áratugi.
20-25% endurgreiðsla
Aðgerðunum er ætlað að bæta
rekstrarumhverfi ritstýrðra ís-
lenskra fjölmiðla sem miðla fréttum,
fréttatengdu efni og gegna mikil-
vægu samfélagshlutverki og efla
einkarekna fjölmiðla í samkeppni
við Ríkisútvarpið og erlenda vef-
miðla. Verið er að semja frumvarp
sem ætlunin er að leggja fram á Al-
þingi í byrjun næsta árs.
Fjárfrekasta aðgerðin er endur-
greiðsla á kostnaði við ritstjórnir
rit- og ljósvakamiðla. Rætt er um
endurgreiðslu á 20-25% tiltekins
kostnaðar sem bundinn verður við
ákveðið hámark. Reiknað er með að
verja 350 milljónum til þess og að
fyrsta endurgreiðslan verði innt af
hendi vegna rekstrarársins 2019.
Dregið verður úr umsvifum Rík-
isútvarpsins á auglýsingamarkaði
um 560 milljónir á ári til að skapa
svigrúm fyrir aðra til að auka tekjur
sínar. Fram kom hjá Lilju að til
skoðunar er að banna kostun dag-
skrárliða og lækka hámarksfjölda
auglýsingamínútna úr 8 í 6 á
klukkustund. Ráðherra sagði á
fundinum að það ætti eftir að koma í
ljós hvort Ríkisútvarpið þyrfti að
skera niður. Ríkisstjórnin stefndi þó
ekki að því að skerða þjónustu
RÚV.
Meðal annarra aðgerða er að
samræma skattlagningu virðisauka-
skatts vegna sölu og áskrifta dag-
blaða, tímarita og landsmála- og
héraðsfréttablaða, hvort heldur sem
útgáfuform þeirra er á prentuðu eða
rafrænu formi. Rafrænar áskriftir
munu því bera 11% virðisaukaskatt
í stað 24%.
Til skoðunar er að skattleggja
kaup á erlendum netauglýsingum til
þess að jafna stöðu innlendra fjöl-
miðla og erlendra vefmiðla. Þá
munu einkareknir fjölmiðlar geta
sótt um endurgreiðslur til að mæta
kostnaði vegna lögbundinnar text-
unar og talsetningar yfir á íslensku.
Sérstök áhersla verður lögð á efni
fyrir börn og ungmenni. Loks er
rætt um að auka gagnsæi við kaup
hins opinbera á auglýsingum.
„Ég er vongóð um að þessar að-
gerðir muni valda straumhvörfum á
íslenskum fjölmiðlamarkaði,“ sagði
Lilja. »45
Styrkja einkarekna fjölmiðla
Menntamálaráðherra kynnir aðgerðir til að bæta rekstrarumhverfi fjölmiðla Hluti ritstjórnar-
kostnaðar verður endurgreiddur Umsvif Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði verða takmörkuð
Morgunblaðið/Eggert
Bókaþjóð Fjölmiðlar skipta sköpum fyrir vöxt og viðgang tungumálsins okkar, sagði Lilja Alfreðsdóttir í gær.
Gert er ráð fyrir útsýnispalli á
tækniskýli sem Sýn hf. (Stöð 2 og
tengdir miðlar) hyggst reisa
ásamt fjarskiptamastri á toppi
Úlfarsfells. Tillaga að deiliskipu-
lagi fyrir rúman hektara var lögð
fram á fundi skipulags- og um-
hverfisráðs Reykjavíkur í gær.
Tillagan hlaut ekki afgreiðslu,
var frestað.
Fjarskiptamastrið á að verða
50 metra hátt ofan á þessu tæp-
lega 300 metra háa fjalli sem er
vinsæll útivistarstaður. Í rök-
stuðningi fyrir tillögunni segir að
framkvæmdin tryggi fullnægjandi
útvarps- og fjarskiptaþjónustu á
höfuðborgarsvæðinu. Til að lág-
marka sjónræn áhrif mannvirkja
er lagt til að unnið verði með
náttúruleg byggingarefni þannig
að mannvirkin falli sem best inn í
landslag og umhverfi.
Útsýnispallur verði
á húsi á Úlfarsfelli