Morgunblaðið - 13.09.2018, Side 4

Morgunblaðið - 13.09.2018, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2018 AUKIN ÞJÓNUSTA VIÐ EIGENDUR SKODA • Bílson er sérhæft og vottað þjónustuverkstæði sem uppfyllir allar ströngustu kröfur Skoda. • Fullkomin forgreiningarstöð þar sem greina má flest allt um ástand bílsins og gæði. Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu. Komið, sjáið og sannfærist. Kletthálsi 9 • Sími 568 1090 - V E R K S T Æ Ð I Ð - Kletthálsi 9 • 110 Reykjavík • Sími 568 1090 • bilson@bilson.is • bilson.is Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Loftslagsmál, kynjajafnrétti, fjár- lagafrumvarp, málefni vinnumark- aðarins, fjórða iðnbyltingin og ný- sköpunarmál voru meðal umræðuefna Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í stefnuræðu hennar á Alþingi í gærkvöldi. Útlist- aði Katrín stefnu ríkisstjórnarinnar samkvæmt aðgerðaáætlun í lofts- lagsmálum sem kynnt var á mánu- dag og helstu atriði fjárlagafrum- varps, þ. á m. áform um uppbyggingu samfélagslegra inn- viða. „Hér á landi hafa sjúklingar þurft að greiða meira fyrir heilbrigðis- þjónustu en annars staðar á Norð- urlöndum. Fyrstu skrefin í því að lækka þennan kostnað voru stigin nú um mánaðamótin þegar dregið var úr kostnaði aldraðra og öryrkja við tannlækningar sem er löngu tíma- bær og mikilvæg aðgerð,“ sagði Katrín og benti einnig á að ríkis- stjórnin legði áherslu á geðheilbrigði enda væru hér á landi teikn á lofti um að andlegri heilsu, sérstaklega ungs fólks, hefði hrakað. Katrín ræddi einnig um samráð ríkisstjórnarinnar við aðila vinnu- markaðarins, en tíu samráðsfundir hafa verið haldnir í tíð hennar. Sagði hún fundina hafa skilað margvísleg- um árangri og að þegar hafi verið ráðist í aðgerðir tengdar kjaramál- unum. Einnig nefndi Katrín sem lyk- ilatriði að byggt verði upp og stutt betur við nýsköpunar- og rannsókn- arumhverfi og því hefði verið bætt í framlög til menntunar og stefnt væri á verulegar fjárfestingar í rannsókn- um og nýsköpun. Vilja efla samkeppnishæfni Sigurður Ingi Jóhannsson, sam- göngu- og sveitarstjórnarráðherra, sagði markmið ríkisstjórnarinnar skýrt; að koma Íslandi í fremstu röð og efla samkeppnishæfni á sem flest- um sviðum. Áherslan væri á fjöl- breytt atvinnulíf til að styrkja gjald- eyrissöfnun, draga úr sveiflum og tryggja fyrirsjáanleika í afkomu heimila og fyrirtækja. Um ferða- þjónustu- og kjaramál vísaði hann til nýrrar skýrslu Gylfa Zoëga, prófess- ors í hagfræði, þar sem varað er við því að launaskrið geti gert ferða- þjónustu ósamkeppnishæfa til lengri tíma litið og leitt til verri lífskjara. „Stefna í húsnæðismálum, kjara- ráð, launaþróun, atvinnuleysistrygg- ingar, stefna í menntamálum, sam- spil launa, bóta, skatta og ráðstöfunartekna eru áherslur sem hafa verið á dagskrá ríkisstjórnar- innar, aðila vinnumarkaðarins og forsvarsmanna Sambands sveitarfé- laga sl. níu mánuði eða frá því rík- isstjórnin var mynduð,“ sagði Sig- urður Ingi og nefndi að samráðsfundirnir væru mikilvægt veganesti til að hlusta eftir áherslum verkalýðshreyfingarinnar og huga að lægri tekjuhópum. Um samgönguáætlun sem lögð verður fram í næstu viku, sagði Sig- urður Ingi að verkefnum yrði for- gangsraðað út frá umferðaröryggi og þróun undanfarinna ára. „Þá er verið að skoða útfærslur á því hvern- ig hægt er að stórauka þá upphæð sem rynni til nýrra framkvæmda vegakerfisins með sérstöku notenda- gjaldi af einstökum mannvirkjum svo þau verði að veruleika,“ sagði hann. Stjórnvöld komi að kjaramálum Logi Einarsson, formaður Sam- fylkingarinnar, sagði blikur á lofti í efnahagsmálum. „Ýmislegt bendir til að við séum á leið aftur niður í dal eftir að hafa verið á tindi hagsveiflu í langan tíma. Komandi mánuðir eru afgerandi,“ sagði hann. „Stjórnvöld undanfarinna ára hafa ekki nýtt fordæmalítið svigrúm til að jafna kjörin nægilega og auka félagslegan stöðugleika,“ sagði Logi sem ræddi einnig um íslensku krónuna. „Nú þegar fyrirsjáanlegt er að krónan komi almenningi í vandræði eina ferðina enn er nauðsynlegt að vinna að upptöku evru með inngöngu í Evrópusambandið,“ sagði hann. „Undanfarið hefur stjórnmálafólk ólíklegustu flokka sagt að stjórnvöld eigi ekki að blanda sér of í kjara- samninga, það sé hlutverk launþega og atvinnurekenda. Stjórn ríkis er hins vegar ekki eins og hver annar sjoppurekstur og hlutverk stjórn- valda er að skapa öllum landsmönn- um viðunandi aðstæður og öryggi. Þess vegna þurfa stjórnvöld að koma með afgerandi hætti að lausn samn- inganna framundan,“ sagði hann einnig. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagði ríkis- stjórnina hafa, með nýju fjárlaga- frumvarpi, slegið 100 ára met í út- þenslu ríkisbáknsins og féð færi að mestu leyti í að „fóðra gölluð kerfi“. „Þannig fer meirihluti aukningar til heilbrigðismála í að festa í sessi mistökin við Hringbraut. Ákvörðun sem á eftir að reynast samfélaginu gífurlega dýr,“ sagði hann. Sigmundur Davíð sagði ríkis- stjórnina kerfisstjórn sem hefði enga pólitíska sýn. „Við vitum öll til hvers þessi ríkisstjórn var mynduð. Eingöngu til að skipta á milli sín ráð- herrastólum og koma í veg fyrir að samstarfsflokkarnir hrindi kosn- ingaloforðum sínum í framkvæmd,“ sagði hann. Um Framsóknarflokk- inn sagði Sigmundur Davíð að flokk- urinn hefði gleymt byggðamálunum og að hann hefði svikið landsbyggð- ina og íslenska matvælaframleiðslu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, ræddi einnig um ríkisstjórnarflokkana og sagði þá standa saman um kyrrstöðu og völd. Sagði hún ræðu forsætisráð- herra innihaldsrýra og að „brell- umeistarar og umbúðahönnuðir“ stjórnarflokkanna hefðu haft meira að segja þar en pólitískar hugsjónir og metnaður til umbóta. „Vinstri græn verða að horfast í augu við það og sætta sig við þá gagnrýni, að þau eru einfaldlega millistykkið sem tengir þessa gamalgrónu flokka saman. Þannig er íhaldsþrennan fullkomnuð. Þrenna sem heldur hlífiskildi yfir þeim sérhagsmunum sem þingmenn Vinstri grænna hafa reyndar hér í þessum sama ræðustól gagnrýnt, allt að því froðufellandi, í gegnum tíðina,“ sagði Þorgerður Katrín. Línur lagðar fyrir þingveturinn  Stefnuræða forsætisráðherra og umræður á þingi í gær  Margir ræddu um komandi kjaraviðræður  Áhersla ríkisstjórnarinnar áfram á innviðina  Útgjaldaukning sögð met í „útþenslu ríkisbáknsins“ Morgunblaðið/Eggert Alþingi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína í gær. Í henni kom m.a. fram að áhersla ríkisstjórnarinnar væri á samfélagsinnviði. Ræða Halldóra Mogensen flutti fyrstu ræðu fyrir hönd Pírata í gærkvöldi. Veður víða um heim 12.9., kl. 18.00 Reykjavík 9 skýjað Bolungarvík 8 skýjað Akureyri 8 skýjað Nuuk 7 léttskýjað Þórshöfn 11 léttskýjað Ósló 16 heiðskírt Kaupmannahöfn 15 skýjað Stokkhólmur 16 heiðskírt Helsinki 15 skúrir Lúxemborg 27 heiðskírt Brussel 15 súld Dublin 15 léttskýjað Glasgow 14 léttskýjað London 14 alskýjað París 26 heiðskírt Amsterdam 15 léttskýjað Hamborg 15 skýjað Berlín 23 heiðskírt Vín 28 heiðskírt Moskva 19 léttskýjað Algarve 26 léttskýjað Madríd 29 léttskýjað Barcelona 26 þrumuveður Mallorca 27 léttskýjað Róm 28 heiðskírt Aþena 25 léttskýjað Winnipeg 11 alskýjað Montreal 21 skýjað New York 23 rigning Chicago 22 heiðskírt Orlando 30 skýjað  13. september Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:46 20:03 ÍSAFJÖRÐUR 6:47 20:11 SIGLUFJÖRÐUR 6:30 19:54 DJÚPIVOGUR 6:14 19:33 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á föstudag Norðan 8-13 m/s og rigning um landið norðanvert, sums staðar talsverð úrkoma, en létt- skýjað syðra. Hiti 5 til 13 stig, hlýjast syðst. Á laugardag Hiti 4 til 12 stig. Gengur í norðan 5-10 m/s með súld eða rigningu á norðanverðu landinu og svalara veðri þar, en bjartviðri syðra með hita að 14 stigum yfir hádaginn. Bætir heldur í vind og úrkomu nyrðra

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.