Morgunblaðið - 13.09.2018, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2018
Í fjárlagafrumvarpi fyrir næstaár kennir margra grasa og
áhugavert verður að heyra í dag
hvernig ráðherrann kynnir það.
Hann var í spjalli hjá K-100 í gær
og mbl.is tók þaðan þessa punkta:
Bjarni Bene-diktsson fjár-
málaráðherra segir
lykilatriði að fjölga
íbúðum til að lækka
þröskuldinn sem
bíður þeirra sem
eru að fara að
kaupa sér fyrstu
íbúð. Hann segist stoltur af jafn-
væginu sem hefur náðst í rík-
isfjármálum og fjárlagafrumvarp-
inu.
Bjarni segir að síðustu ár hafiverið greiddar niður skuldir
fyrir 660 milljarða og allt annað
ástand sé á rekstri ríkisins, borið
saman við fyrstu árin eftir hrun.
Peningum sé skipt eftir bestu getu
en auðvitað sé það þannig að það
vanti peninga víða:
Það eru hér heilu kynslóðirnarsem náðu ekki að byggja upp
lífeyri á starfstíma sínum. Þess
vegna höfum við verið að bæta í.
Þarf að halda áfram að gera bet-
ur? Já. Við viljum gera það og
verkefnið heldur áfram.“
Í aðdraganda kjarasamninga ermest rætt um húsnæðismál og
Bjarni segir að eignastaðan sé
betri en hún var og að færri séu í
vanskilum. Mikið atriði sé að fólk
hafi vinnu og það sé góður kaup-
máttur og hann hafi vaxið. Hann
nefnir stofnstyrki, húsnæðisbætur
og sérstakan sparnað og ýmislegt
fleira.
Þá segir hann nægt framboð áíbúðum og lóðum fyrir ný-
byggingar vera algjört grundvall-
aratriði.“
Bjarni
Benediktsson
Línur lagðar
STAKSTEINAR
Tuttugu ár voru í gær liðin frá
stofnun Skákfélagsins Hróks-
ins. Því var fagnað jafnt á Ís-
landi sem Grænlandi.
Fjórir liðsmenn Hróksins
tóku land í Kullorsuaq sem er
nyrsta byggð í Upernavik-
eyjaklasanum við vesturströnd
Grænlands. Íbúar Kullorsuaq,
sem eru um 450, fagna um
þessar mundir 90 ára afmæli
bæjarins, en elstu mannvist-
arleifar á þessum slóðum eru
4.000 ára. Leiðangursmenn
Hróksins eru Máni Hrafnsson,
Joey Chan og sirkuslistamenn-
irnir Axel Diego og Roberto
Magro. Framundan er skákhá-
tíð, sirkusskóli og listsmiðja
fyrir börn og ungmenni í bæn-
um.
Heimamenn tóku vel á móti
Hróksliðum og reiddu fram
dýrlega afmælisköku í tilefni
dagsins. Myndin var tekin í af-
mælisveislunni.
Tvítugsafmæli Hróksins
fagnað á 74. breiddargráðu
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Bandaríski listamaðurinn Kevin Su-
deith opnaði í gær sýningu á verkum
sínum í Project:ARTspace á Madison
Avenue í New York. Þar sýnir hann
myndbandsverk og myndir sem eru
afrakstur Íslandsferðar hans í sum-
ar.
Sudeith dvaldi í þrjá mánuði á
Austfjörðum í sumar og risti þá
áletranir á kletta og náttúrumynd-
anir í Stöðvarfirði. Myndir hans sýna
íslenska hestinn á tölti og fugla sem
hann segir að hafi veitt sér fé-
lagsskap meðan á vinnu hans hér
stóð. Á sýningunni eru þrjár stórar
myndir af íslenska hestinum sem
listamaðurinn segir að fangi dýpt
verkanna í Stöðvarfirði afar vel.
Morgunblaðið greindi frá því í
ágúst að áletranir Sudeith brytu í
bága við náttúruverndarlög, að mati
Umhverfisstofnunar. Málið er
áhugavert því listamaðurinn hafði
fengið leyfi frá landeigendum í
Stöðvarfirði sem og sveitarfélaginu
Fjarðabyggð.
„Þarna er skýrt bannákvæði í lög-
unum,“ sagði Sigrún Ágústsdóttir,
sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, í
blaðinu 9. ágúst. „Svo virðist sem
fólk sé ekki fullmeðvitað um efni
ákvæðisins. Þarna gæti þurft að efla
kynningu á náttúruverndarlögunum
og er það í bígerð,“ sagði Sigrún enn-
fremur.
Jóni Birni Hákonarsyni, forseta
bæjarstjórnar Fjarðabyggðar,
fannst ekki mikið til erindisins koma.
„Mér finnst þetta mikill ys og þys út
af litlu sem engu,“ sagði Jón sem
benti á að berggangar sem þessir
væru nokkuð algengir á svæðinu og í
umfjöllun um málið í vetur hefði nátt-
úru- og skipulagsnefnd ekki talið að
þarna væri um að ræða náttúruvætti
sem um gilda sérstök lög.
„Þegar við tókum málið fyrir á
vettvangi [umhverfis- og skipulags-
nefndar] í vetur þá var það mat okk-
ar og skipulagsfulltrúa að þetta væri
ekki leyfisskyldur gjörningur af okk-
ar hálfu, þ.e. við yrðum ekki að veita
framkvæmdaleyfi. Málið var kynnt á
grundvelli náttúruverndarlaganna.
Þarna lá fyrir leyfi landeiganda.“
Umdeild listaverk frá Stöðv-
arfirði sýnd í New York
Kevin Sudeith risti mynd af íslenska hestinum á kletta
Klettalist Kevin Sudeith risti þessa mynd af íslenska hestinum á tölti á klett
í Stöðvarfirði í sumar. Myndin til vinstri er nú sýnd í galleríi í New York.
Þann 13. september gefur Íslandspóstur út ný frímerki.
Efni frímerkjanna er tileinkað lífríki hafsbotnsins við
Ísland, Háskólanum að Bifröst/Samvinnuskólanum
100 ára og upphafi dráttarvélaaldar á Íslandi. Einnig
koma út Norðurlanda- og Sepac-frímerki.
Fyrstadagsumslög fást á helstu pósthúsum.
Einnig er hægt að panta þau hjá
Frímerkjasölunni. Sími: 580 1050.
Netfang: stamps@stamps.is
Heimasíða: www.stamps.is
facebook.com/icelandicstamps
Safnaðu litlum listaverkum
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/