Morgunblaðið - 13.09.2018, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 13.09.2018, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2018 Í fjárlagafrumvarpi fyrir næstaár kennir margra grasa og áhugavert verður að heyra í dag hvernig ráðherrann kynnir það. Hann var í spjalli hjá K-100 í gær og mbl.is tók þaðan þessa punkta:    Bjarni Bene-diktsson fjár- málaráðherra segir lykilatriði að fjölga íbúðum til að lækka þröskuldinn sem bíður þeirra sem eru að fara að kaupa sér fyrstu íbúð. Hann segist stoltur af jafn- væginu sem hefur náðst í rík- isfjármálum og fjárlagafrumvarp- inu.    Bjarni segir að síðustu ár hafiverið greiddar niður skuldir fyrir 660 milljarða og allt annað ástand sé á rekstri ríkisins, borið saman við fyrstu árin eftir hrun. Peningum sé skipt eftir bestu getu en auðvitað sé það þannig að það vanti peninga víða:    Það eru hér heilu kynslóðirnarsem náðu ekki að byggja upp lífeyri á starfstíma sínum. Þess vegna höfum við verið að bæta í. Þarf að halda áfram að gera bet- ur? Já. Við viljum gera það og verkefnið heldur áfram.“    Í aðdraganda kjarasamninga ermest rætt um húsnæðismál og Bjarni segir að eignastaðan sé betri en hún var og að færri séu í vanskilum. Mikið atriði sé að fólk hafi vinnu og það sé góður kaup- máttur og hann hafi vaxið. Hann nefnir stofnstyrki, húsnæðisbætur og sérstakan sparnað og ýmislegt fleira.    Þá segir hann nægt framboð áíbúðum og lóðum fyrir ný- byggingar vera algjört grundvall- aratriði.“ Bjarni Benediktsson Línur lagðar STAKSTEINAR Tuttugu ár voru í gær liðin frá stofnun Skákfélagsins Hróks- ins. Því var fagnað jafnt á Ís- landi sem Grænlandi. Fjórir liðsmenn Hróksins tóku land í Kullorsuaq sem er nyrsta byggð í Upernavik- eyjaklasanum við vesturströnd Grænlands. Íbúar Kullorsuaq, sem eru um 450, fagna um þessar mundir 90 ára afmæli bæjarins, en elstu mannvist- arleifar á þessum slóðum eru 4.000 ára. Leiðangursmenn Hróksins eru Máni Hrafnsson, Joey Chan og sirkuslistamenn- irnir Axel Diego og Roberto Magro. Framundan er skákhá- tíð, sirkusskóli og listsmiðja fyrir börn og ungmenni í bæn- um. Heimamenn tóku vel á móti Hróksliðum og reiddu fram dýrlega afmælisköku í tilefni dagsins. Myndin var tekin í af- mælisveislunni. Tvítugsafmæli Hróksins fagnað á 74. breiddargráðu Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Bandaríski listamaðurinn Kevin Su- deith opnaði í gær sýningu á verkum sínum í Project:ARTspace á Madison Avenue í New York. Þar sýnir hann myndbandsverk og myndir sem eru afrakstur Íslandsferðar hans í sum- ar. Sudeith dvaldi í þrjá mánuði á Austfjörðum í sumar og risti þá áletranir á kletta og náttúrumynd- anir í Stöðvarfirði. Myndir hans sýna íslenska hestinn á tölti og fugla sem hann segir að hafi veitt sér fé- lagsskap meðan á vinnu hans hér stóð. Á sýningunni eru þrjár stórar myndir af íslenska hestinum sem listamaðurinn segir að fangi dýpt verkanna í Stöðvarfirði afar vel. Morgunblaðið greindi frá því í ágúst að áletranir Sudeith brytu í bága við náttúruverndarlög, að mati Umhverfisstofnunar. Málið er áhugavert því listamaðurinn hafði fengið leyfi frá landeigendum í Stöðvarfirði sem og sveitarfélaginu Fjarðabyggð. „Þarna er skýrt bannákvæði í lög- unum,“ sagði Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, í blaðinu 9. ágúst. „Svo virðist sem fólk sé ekki fullmeðvitað um efni ákvæðisins. Þarna gæti þurft að efla kynningu á náttúruverndarlögunum og er það í bígerð,“ sagði Sigrún enn- fremur. Jóni Birni Hákonarsyni, forseta bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, fannst ekki mikið til erindisins koma. „Mér finnst þetta mikill ys og þys út af litlu sem engu,“ sagði Jón sem benti á að berggangar sem þessir væru nokkuð algengir á svæðinu og í umfjöllun um málið í vetur hefði nátt- úru- og skipulagsnefnd ekki talið að þarna væri um að ræða náttúruvætti sem um gilda sérstök lög. „Þegar við tókum málið fyrir á vettvangi [umhverfis- og skipulags- nefndar] í vetur þá var það mat okk- ar og skipulagsfulltrúa að þetta væri ekki leyfisskyldur gjörningur af okk- ar hálfu, þ.e. við yrðum ekki að veita framkvæmdaleyfi. Málið var kynnt á grundvelli náttúruverndarlaganna. Þarna lá fyrir leyfi landeiganda.“ Umdeild listaverk frá Stöðv- arfirði sýnd í New York  Kevin Sudeith risti mynd af íslenska hestinum á kletta Klettalist Kevin Sudeith risti þessa mynd af íslenska hestinum á tölti á klett í Stöðvarfirði í sumar. Myndin til vinstri er nú sýnd í galleríi í New York. Þann 13. september gefur Íslandspóstur út ný frímerki. Efni frímerkjanna er tileinkað lífríki hafsbotnsins við Ísland, Háskólanum að Bifröst/Samvinnuskólanum 100 ára og upphafi dráttarvélaaldar á Íslandi. Einnig koma út Norðurlanda- og Sepac-frímerki. Fyrstadagsumslög fást á helstu pósthúsum. Einnig er hægt að panta þau hjá Frímerkjasölunni. Sími: 580 1050. Netfang: stamps@stamps.is Heimasíða: www.stamps.is facebook.com/icelandicstamps Safnaðu litlum listaverkum Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.