Morgunblaðið - 13.09.2018, Page 10

Morgunblaðið - 13.09.2018, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2018 NÝR FJÓRHJÓLADRIFINN E-PACE Búnaður í Jaguar E-Pace S D150 er m.a.: 10” Touch Pro skjár, símkerfi, 125w Jaguar hljómkerfi, LED-aðaljós með einkennandi dagljósum, 18” álfelgur, leðursæti, rafdrifin framsæti með 10 stillingum, íslenskt leiðsögukerfi, rafdrifnir upphitaðir speglar með sjálfvirkri deyfingu og aðkomuljósum, varadekk, neyðarhemlunarbúnaður, bakkmyndavél, fjarlægðarskynjarar að framan og aftan, akreinavari. jaguarisland.is THE ART OF PERFORMANCE VERÐ FRÁ: 7.090.000 KR. Jaguar E-Pace S D150, fjórhjóladrifinn, sjálfskiptur. E N N E M M / S ÍA / N M 8 9 7 6 6 JAGUAR E-PACE S VERIÐ VELKOMIN Í REYNSLUAKSTUR JAGUAR HESTHÁLSI 6-8, 110 REYKJAVÍK SÍMI: 525 6500 Þór Steinarsson thor@mbl.is „Ég er ekki aðili að þessu máli, ég vil að það komi fram. Ég átti þetta handrit upphaflega og réttinn að þessari mynd en þeir [26 Films] sem eiga þorpið eiga ekki neitt í myndinni lengur en þeir eru leigjendur að þessari jörð,“ segir Balt- asar Kormákur í samtali við Morgunblaðið. Baltasar vísar með þessu til umfjöllunar Morgunblaðsins í gær þar sem fjallað var um víkingaþorp á jörðinni Horn í Hornafirði. Vík- ingaþorpið var byggt árið 2009 sem leikmynd fyrir kvikmynd sem Baltasar ætlaði að leik- stýra. Tökur áttu upphaflega að hefjast árið 2010 en framleiðsla myndarinnar hefur ekki enn hafist. Leiga hækkuð ítrekað „Ég hef í raun enga aðkomu að þessu setti. Ég á þetta ekki og er ekki aðili að samningnum við landeigandann. En af því ég þekki málið vel og þetta tengist mér þá vil ég koma þessu á framfæri,“ bætir Baltasar við. Landeigandinn, Ómar Antonsson bóndi, er ósáttur með þann tíma sem tekið hefur að hefja tökur og sagði við Morgunblaðið í gær að þetta væri orðið að „hálfgerðu leiðindamáli“. Ómar hefur stefnt fyrirtækinu 26 Films vegna ógreiddar leigu og óttast að leikmyndin skapi slysahættu vegna þess að viðhaldi hefur ekki verið sinnt. Baltasar telur að umfjöllun Morg- unblaðsins í gær hafi verið einhliða og segir að það sé önnur hlið á málinu. „Þannig er mál með vexti að 2009 er þetta leigt. Eftir miklar samningaviðræður 2014 hækkar leigan um 35% eftir erfiðar samninga- lotur en hann [landeigandinn] vildi hækka miklu meira. Svo 2016 fer hann fram á 65% hækkun á leigunni og það voru menn ekki sáttir við. Það er búið að hækka leiguna um 150% frá því að farið var af stað og þeir [26 Films] eru alls ekki sáttir við það. Það hljóta allir að sjá að 150% hækkun er ekki samkvæmt verðlagi. Hann er að nýta sér aðstöðu sína,“ segir Baltasar og bætir við: „Það var peningurinn fyrir að leigja þetta meðan engin starfsemi væri í gangi. Síðan er miklu hærra gjald þegar myndin verður tekin upp og hann [landeigandinn] er búinn að fara fram á þreföldun á upphaflegu gjaldi, fyrir þann tíma sem myndin verður tekin upp. Þetta eiga þessir erlendu aðilar [26 Films] mjög erfitt með að sætta sig við og þess vegna standa yfir mála- ferli. Ástæðan fyrir því að ekki hefur verið greitt er sú að það komst ekki á samkomulag um leiguna.“ Þetta staðfestir Baldvin Björn Haraldsson, lögmaður 26 Films á Íslandi í samtali við Morg- unblaðið og segir: „Umbjóðandinn [26 Films] er tilbúinn að borga leiguna eins og hún var samkvæmt síð- asta samningi en hann er ekki búinn að sam- þykkja nýtt tilboð landeiganda.“ Spurður um þessar staðhæfingar Baltasars og Baldvins segir landeigandinn, Ómar, þær vera leik að tölum. Heitir „græðgi“ á íslensku Eins og áður kom fram þá hefur Ómar stefnt fyrirtækinu 26 Films vegna ógreiddrar leigu frá árinu 2016. Forsvarsmenn 26 Films samþykkja ekki þá hækkun á leigugreiðslum sem Ómar fer fram á og neita því að greiða. 26 Films hefur gagnstefnt Ómari fyrir að selja ferðamönnum aðgang að víkingaþorpinu og hafa af því umtalsverðar tekjur. Þeir segja það stranglega bannað enda sé þorpið leikmynd og allur aðgangur sé bannaður. „Það er búið að gagnstefna Ómari fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína með því að hafa selt inn á settið í mörg ár. Það eru heilmiklar sann- anir fyrir því og ekki nóg með það heldur reisti hann svo kaffihús sem heitir Viking Cafe til að þjónusta þessu starfsemi sína. Þetta hafa fram- leiðendurnir alls ekki sætt sig við því þeir eru að leigja og borga fyrir settið meðan hann misnot- ar það,“ segir Baltasar. „Hann segir að það sé hætta af víkingaþorpinu út af ástandi þess en hættan er ekki fyrir hendi nema af því að hann er að selja fólki inn á svæðið. Þetta er lokað vinnusvæði sem enginn á að vera inni á. Þannig að það á ekki við rök að styðjast að það sé hætta af þessu ef hann er ekki að selja inn. Þetta er virki sem er lokað og það stendur óviðkomandi aðgangur bannaður. En hann hefur valið að gera þetta að túristagildru. Á góðri íslensku heitir þetta græðgi,“ bætir Baltasar við. Vilja bókhaldsupplýsingar Björn staðfestir að búið sé að gagnstefna Óm- ari fyrir að nota kvikmyndasettið sem aðdrátt- arafl fyrir ferðamenn og hafa af því tekjur. „Á sama tíma og það er verið að leigja þetta af honum þá er hann að selja ferðamönnum að- gang að víkingaþorpinu. Hann er með kaffihús þarna sem heitir Víking Cafe og þar stendur að það sé aðgangur að víkingaþorpinu. Þannig að hann selur inn í þorpið sem enginn má koma inn í. Þetta er afar ósanngjarnt,“ segir Baldvin Björn. „Umbjóðandinn [26 Films] gagnstefnir Óm- ari og krefst þess að hann láti renna til baka all- ar þær tekjur sem hann hefur haft af þessu þorpi, sem honum er með öllu óheimilt að selja inn á, og óskar eftir því að hann gefi og láti fram allar bókhaldsupplýsingar um tekjurnar sem hann hefur haft af þessu,“ bætir Baldvin við. Ómar þvertekur aftur á móti fyrir að hafa nokkurn tímann selt aðgang að kvikmyndasett- inu en tekur fram að það sé ekki lokað almenni- lega og það veki athygli ferðamanna. „Ég hleypi engum inn en fólk fer þangað. Þetta er opið og hefur alltaf verið opið og ólæst. Fólk fer sjálfkrafa hérna inn. Þessu hefur ekki verið sinnt í 9 ár,“ segir Ómar í samtali við Morgunblaðið. Eðlilegt að verkefni tefjist Varðandi tímann sem tekið hefur að hefja tökur á myndinni þá bendir Baltasar á að það sé eðlilegt að svona stór erlend verkefni dragist á langinn enda geti aðstæður breyst snögglega. Fyrirtækið 26 Films hafi til að mynda misst réttinn til að framleiða kvikmyndina og rétt- urinn hafi verið í höndum nokkurra aðila áður en hann endaði hjá Universal Studios þar sem hann er nú. „Það tók 14 ár, þó ég hafi ekki komið að því, að koma Everest á koppinn. Þetta er mjög al- gengt í þessum bransa, að það taki mjög langan tíma að koma verkefnum af stað. Það er kannski ekki vanalegt á Íslandi en það er mjög vanalegt erlendis,“ segir Baltasar. Spurður hvort hann sjái fyrir sér að farið verði af stað í framleiðslu myndarinnar á næst- unni segir Baltasar að hann hafi trú á því en vilji hins vegar ekki gefa út yfirlýsingar sem hann geti ekki staðið við. Víkingaþorpið veldur málaferlum  Landeigandi sakaður um að selja ferðamönnum aðgang að þorpinu og nota það sem tekjulind Morgunblaðið/Ómar Víkingaþorp Baltasar Kormákur, kvikmynda- leikstjóri og framleiðandi, á ekki hlut að máli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.