Morgunblaðið - 13.09.2018, Page 12

Morgunblaðið - 13.09.2018, Page 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2018 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is L íkamleg og andleg heilsa haldast í hendur og hvorugt má vanrækja. Hins vegar vill oft ger- ast að sálræni þátt- urinn er afskiptur og það getur haft slæmar afleiðingar. Ef fólk tekur ekki á áföllum sem það verður fyrir heldur leyfir þeim að breytast í orkustíflu getur það leitt til lík- amlegra veikinda síðar. Þess hef ég oft séð dæmi,“ segir Vigdís Stein- þórsdóttir hjúkrunarfræðingur. Áföll og vitundarvakning Vigdís er í forsvari fyrir eina stærstu heilsuhátíð landsins, Heims- ljós sem haldin verður í Lágafells- skóla í Mosfellsbæ nú um helgina, 15.-16. september. Margt hefur ver- ið tekið fyrir á þessum hátíðum, en sú fyrsta var haldin árið 2010. Að þessu sinni er andleg líðan hins veg- ar í brennidepli og þá til að mynda máttur fyrirgefningarinnar. „Áföll og sorg geta setið föst í líkamanum sé ekki tekið á málunum. Við erum alltaf að gera okkur betur grein fyrir þessum einföldu sann- indum; #Metoo byltingin snemma á þessu ári var algjör vitundarvakning að þessu leyti og ég gæti nefnt fleiri áhrifaþætti,“ segir Vigdís. Fyrirgefning og þroski Opnun Heimsljóss er heil- unarguðsþjónusta sem verður annað kvöld, föstudag, klukkan 20 í Lága- fellskirkju. Á laugardag er svo dag- skrá í Lágafellsskóla milli klukkan 11 og 17 og á sunnudag frá 11 til 18:30. Meðal þeirra sem tala á Heimsljósi er Björn Hjálmarsson barna- og unglingageðlæknir sem ræðir um sína persónulegu reynslu, það er fyrirgefningu í kjölfar barns- missis og þann persónulega þroska sem því fylgdi. Þá fjallar Einar Gröndal, sér- fræðingur í austrænum nátt- úrulækningum, um helstu tegundir áfallastreituröskunar og hvernig hægt er að komast á bakvið og leysa erfiða atburði og áföll. Einnig mun Valdemar G. Valdemarsson skóla- stjóri ræða um ljósmengun og húsa- sótt, það er hvernig rafmagn getur haft slæm áhrif á líðan fólks. Sitt- hvað er þá ónefnt af áhugaverðum innslögum á Heimsljósi; svo sem er- indi um heilnæmi geitamjólkur, dá- leiðslu, núvitund og svo mætti lengi áfram telja afar áhugaverð frásagn- arefni. „Ég þakka lífinu fyrir“ Vigdís Steinþórsdóttir hjúkr- unarfræðingur hefur um langt árabil starfað að heilsueflingu hverskonar og þá gjarnan talað fyrir óhefð- bundnum leiðum í því sambandi. „Ég ólst upp í sveit í rólegu um- hverfi. Rafmagnið með allri sinni mengun kom ekki fyrr en ég var 16 ára. Ég borðaði nýjan fisk úr sjón- um, drakk ógerilsneydda mjólk og fékk grænmeti úr garðinum. Betri undirstaða að góðri heilsu er ekki til,“ segir Vigdís þegar hún greinir frá sér og sínu. Persónuleg reynsla varð til þess að hún fór að kynna sér náttúrulegar leiðir í lækningum. „Ég þakka lífinu fyrir að hafa kynnst sorginni og svo náð að vinna mig þaðan upp með því að kafa í til- finningarnar. Ónæmiskerfið mitt er með fæðingargalla og því lagðist ég í miklar rannsóknir á eigin heilsu og komst að því að svefn er grunnur að sterku ónæmiskerfi. Undirstaða þess er svo sterk þarmaflóra. Svona helst allt í hendur,“ segir Vigdís sem árið 1997 setti á fót verkefnið Kær- leiksdaga sem haldnir hafa verið fjórum sinnum á ári síðan þá. Inntak þeirra er um margt svipað því sem gerist á Heimsljósi, það er heilsa og jákvæð samskipi fólks á meðal. Heimsljós og heilsan Náttúrulegar leiðir í lækningum eru til umfjöllunar í Mosfellsbæ um helgina á heilsuhátíðinni Heimsljósi. Rafmagn breytir líðan fólks og taka verður á áföllum áður en þau breytast í orkustíflu í líkamanum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Heilsa Ég borðaði nýjan fisk úr sjónum, drakk ógerilsneydda mjólk og fékk grænmeti úr garðinum við húsið. Betri undirstaða að góðri heilsu er ekki til,“ segir Vigdís Steinþórsdóttir í viðtalinu. Með á myndinni er kötturinn Tabbý. GE bílar Reykjanesbæ www.gebilar.is 420 0400 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516 BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is RenaultKADJAR&CAPTUR Sparneytnir sportjeppar Renault Captur, verð frá: 2.890.000 kr. Renault Kadjar, verð frá: 3.790.000 kr. E N N E M M / S ÍA / N M 8 9 7 9 9

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.