Morgunblaðið - 13.09.2018, Síða 16
16 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2018
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Það er ekki amalegt að veraafkomandi manns eins ogGuðmundar. Hann var mik-ill töffari, hreystimenni sem
varð nánast aldrei misdægurt. Hann
var afskaplega næmur og mikið nátt-
úrubarn. Það lá orð á því að það væri
ekki einleikið hvað hann var góð
skytta, hann hitti allar tófur sem
hann skaut á. Og bjargaðist oft úr
lífsháska, enda
fékk hann
stundum hug-
boð og heyrði
dulheyrnir,
fékk skilaboð
sem komu
honum oft að
góðu gagni.
Hann var við
grenjalegur
frá því hann
var 20 ára og
þar til hann
var 73 ára. Hann lá úti fyrir tófu um
2.469 nætur, um sjö ár samtals, og
tófufjöldinn sem hann felldi nánast
hinn sami. Hann var aldrei með neina
ábreiðu yfir sér þær nætur sem hann
lá úti, „nema blíðu eða óblíðu veðrátt-
unnar“ svo notuð séu hans eigin orð.
Við afkomendur hans segjum að við
séum af refaættinni. Við erum sam-
kvæmt Íslendingabók.is orðin 1.467
talsins enda eignaðist hann 21 barn
og ég hef uppgötvað frænkur og
frændur við ólíklegustu aðstæður við
það eitt að segja að ég sé af þessari
ætt,“ segir Vilborg Davíðsdóttir rit-
höfundur sem er einn af afkomendum
refaskyttunnar goðsagnakenndu,
Guðmundar Einarssonar á Brekku á
Ingjaldssandi, en nýlega var endur-
útgefin hin illfáanlega bók Nú brosir
nóttin, sem byggð er á sendibréfum
Guðmundar til Theódórs Gunnlaugs-
sonar refaskyttu á Bjarmalandi en
hann valdi þar úr til að setja saman í
bók. „Frásagnirnar af Guðmundi
langafa í þessari bók eru nánast eins
og framhald af Íslendingasögunum,
þarna eru átakanlegar sögur, ævin-
týrasögur og garpasögur. Í viðaukum
í nýju útgáfunni er síðan bæði textar
um og eftir þennan magnaða afreks-
mann og að auki samantekt um ,,dá-
lítinn kafla ævi hans“ sem hann er fá-
máll um sjálfur, það er að segja
kvennamálin, en hann átti fjögur
börn með konunni sem er langamma
mín áður en hann giftist þeirri sem
hann átti síðan sautján börn með.“
Vilborg segir að Guðmundur
langafi hennar hafi átt erfiða æsku
og alist upp við mikla vinnuhörku og
skort en hann missti föður sinn að-
eins 11 ára gamall og þurfti þá að
taka við hlutverki hins fullorðna á
æskuheimilinu þar sem móðir hans
var ein með sex börn. „Hann lýsir í
bókinni á tilfinningaríkan hátt föð-
urmissinum, en sá dagur var greypt-
ur í sál hans allt hans líf. Það segir
mikið um skortinn að Guðmundur
var stærstur sinna jafnaldra þegar
faðir hans fellur frá, en hann var
minnstur þeirra fjórum árum síðar,
þegar heimilið var leyst upp. Vöxt-
urinn stóð í stað, svo mikill var sult-
urinn. Þess vegna skil ég vel þessa
sterku þrá hans að bjarga sér sjálf-
ur, sem honum tókst, hann þurfti
aldrei að þiggja af sveit.“
Guðmundur var dugnaðarforkur
og Vilborg er ekki frá því að hann hafi
verið þónokkur spennufíkill. „Hann
segir sjálfur að hann hafi að eðlisfari
verið óragur, og hann virðist stund-
um beinlínis sækja í hættuna. Hann
lagði sig til dæmis í mikla hættu til að
ná sex yrðlingum úr gjótu hverrar
dýpi var meiri en hans eigin hæð.
Hann var einn á ferð og enginn vissi
af honum þarna, þannig að ef hann
hefði ekki komist upp, þá hefði hann
sennilega dáið þarna neðanjarðar. En
hann gat ekki hugsað sér að yrðling-
arnir syltu þar í hel eftir að hann
hafði fellt foreldrana, svo hann tók
áhættuna. Hann bar mikla virðingu
fyrir dýrunum og hafði djúpa sam-
kennd með þeim. Við lestur bók-
arinnar finnur maður vel þessa miklu
virðingu fyrir tófunni hjá Guðmundi
og hann segist hafa fengið þá leið-
beiningu frá gamalli refaskyttu þegar
hann fór tvítugur á sitt fyrsta greni,
að láta tófuna kenna sér, því hún er
gáfuð skepna og kæn. Ekki er hægt
að vinna í slag við hana nema vita
hvernig hún hugsar og hagar sér,“
segir Vilborg og bætir við að Guð-
mundur hafi ævinlega verið í þæfðum
ullarbrókum þegar hann gekk til
grenja, og fótabúnaðurinn var tvö-
faldir ullarsokkar og þeirrar tíðar
sauðsskinnskór. „Þegar gúmmí-
skórnir komu til sögunnar þá gat
hann ekki gengið í þeim, því honum
fannst hann missa jafnvægið á svo
þykkum botnum. Hann varð að finna
fyrir jörðinni undir fæti.“
Sálarkreppa skyttunnar
Vilborg segist fyrst hafa heyrt af
Guðmundi refaskyttu þegar henni
var sagt að hann væri pabbi Gunnars
móðurafa hennar, sem hún var náin.
„Ég vissi að Gunnar afi hefði átt
afskaplega erfiða æsku. Hann lenti í
miklum hrakningum, var sendur af
einum bæ á annan í fóstur, því móðir
hans, vinnukona á sama bæ og Guð-
mundur var vinnumaður, þurfti að
láta hann frá sér mánaðargamlan.
Hann átti nefnilega tvíburasystur og
vinnukona mátti aðeins hafa hjá sér
eitt barn, valdi telpuna. Tvö eldri
börn sem hún átti með Guðmundi
þurfti hún líka að láta frá sér vegna
þess að þau gátu ekki haft þau hjá
sér, bláfátækt vinnufólk í Borgarfirði.
Guðmundur fór frá henni og giftist
annarri konu. Mér sárnaði fyrir hönd
langömmu en svona gat nú lífið verið
harkalegt á þessum tímum þótt ekki
sé svo ýkja langt síðan,“ segir Vilborg
og bætir við að fram komi í bókinni að
Guðmundur hafi átt í mikilli sál-
arkreppu út af því hvernig örlögin
gripu inn í líf hans. „Hann var í erfiðri
stöðu þegar í ljós kom að önnur kona
gekk með barn hans, Guðrún Magnús-
dóttir, sem hafði fóstrað elsta son hans
og Katrínar. Þau gengu í hjónaband,
hann og Guðrún. Fyrstu búskaparár
þeirra voru mjög erfið, þau eignast 17
börn og missa fimm af þeim ung. Og
þó þessi bók sé saga af garpi og refa-
skyttu, þá eru þarna líka einlægar frá-
sagnir Guðmundar af erfiðleikum og
sorg sem hann þurfti að glíma við. Til
dæmis tilfinningar föður sem þarf að
horfa vanmáttugur upp á fárveik börn
sín og leggja til hinstu hvíldar, það er
mjög átakanlegt. Hann var mikil til-
finningavera. En þessi bók er ekki
aðeins minningar Guðmundar heldur
líka saga þeirrar kynslóðar sem er
gengin og fór í gegnum ótrúlega erf-
iðleika og tókst á við svo margt harla
ólíkt því sem við þekkjum sem lifum
nú allsnægtalífi.“
Vinir Guðmundur með Rebba sinn sem hann ól sem ungan yrðling á mjólk í
pela. Rebbi fylgi honum eins og hundur og stríddi honum líka oft.
Katrín Langamma Vilborgar.
Við köllum okkur alltaf refina
Hann var goðsögn,
garpur, náttúrubarn og
tilfinningavera. Refa-
skyttan Guðmundur
Einarsson var langafi
Vilborgar Davíðsdóttur.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Vilborg Hún segir sögu Guðmundar langafa síns líkasta Íslendingasögu.
PHILIPS
55’’ UHD SNJALLSJÓNVARP
55PUS6503
SAMSUNG
KÆLI- OG FRYSTISKÁPUR
RB28HSR2DWW
SAMSU
ÞURRK
DV90M5
NG
ARI
0003
SAMSUNG
ÞVOTTAVÉL
WW90J5426FW
GRAND I – L I ND I R – SKE I FAN –E LKO . I S
99.99569.995
99.99079.990
þér að finna
við hjálpum
rétta tækið
A++A+++
9kg
179cm
9kg
Árið 1899 þurfti Guðmundur að
skreppa á milli bæja í Önundar-
firði, og hafði auðvitað með sér
byssuna, ef hann rækist óvænt
á lágfótu. Hann gengur fram á
hest prestkonunnar, Geysi, sem
hann vissi viljugan og hnýtir
upp í hann snæri, fer á bak og
hleypir á skeið. En þá kemur
óvænt tófa: „Nú sveigði ég
hestinn í veg fyrir hana og dreg-
ur þá óðum saman. Verður þá
tæfsu á að leita undan, en þá er
ég kominn í færi við hana. Ég
bregð upp byssunni og hleypi
af. Breyttist þá ferðalagið fyrir
mér og tæfu. Við lágum bæði
sitt í hvoru lagi í sandinum og
byssan sömuleiðis. Hesturinn
einn flaug í burtu með taglið of-
ar öllu nágrenni. Við skotið
trylltist Geysir og eins við
skrækinn, sem tófan rak upp,
þegar skotið reið um hana.
Snærið slitnaði, og hélt ég
sumu eftir, en sumt fór Geysir
með heim í hlað á Holti, eins og
hann vildi segja eigandanum frá
því, sem gerzt hafði.
Um mig er það að segja að ég
áttaði mig ekki vel á þessu, fyrr
en ég fór að svipast að tófunni
og byssunni. Þetta gerðist með
þeim leifturhraða. Mikið létti
mér þó, er ég sá, að tófan lá
hreyfingarlaus skammt frá mér
og byssan stóð upp á endann
með næstum hálft hlaupið á
kafi í sandinum.“
Skot á skeiði
„VIÐ LÁGUM BÆÐI“