Morgunblaðið - 13.09.2018, Qupperneq 26
26 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2018
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Vegna mikilla framkvæmda í mið-
borg Reykjavíkur var nýlega gripið
til þess ráðs að opna fyrir bílaumferð
um götur sem alla jafna eru göngu-
götur frá 1. maí til 1. október.
Ökutæki komast nú um Póst-
hússtræti til norðurs og Hafnarstræti
til vesturs. Einstefnu í Hafnarstræti
og Naustunum hefur verið snúið
tímabundið vegna framkvæmdanna.
Austurstræti, milli Pósthússtrætis og
Ingólfstorgs, verður áfram göngu-
gata til 1. október næstkomandi.
Um áratuga skeið hefur verið ein-
stefna til austurs um Hafnarstræti.
Morgunblaðið leitaði til Reykjavík-
urborgar og spurði hve langt væri
síðan umferð var síðast leyfð um
strætið til vesturs. „Mínir elstu menn
eru ekki með þetta á hreinu,“ segir í
svari Jóns Halldórs Jónassonar upp-
lýsingafulltrúa.
Ljósmyndir segja söguna
Menn lögðust í rannsóknarvinnu
og fannst þá mynd hjá Ljósmynda-
safni Reykjavíkur, sem talin er frá
árunum 1950 til 1955. Á myndinni er
skilti sem sýnir að umferð í vesturátt
er bönnuð.
Einnig fannst mynd frá friðardeg-
inum 8. maí 1945. Erlendir hermenn
fagna því að hernaðarátökum í Evr-
ópu var lokið með formlegri uppgjöf
Þjóðverja. Þeir stóðu á palli herbíla
sem óku austur Hafnarstrætið.
Loks fannst mynd, sennilega frá
árinu 1929. Hún sýnir bifreiðar frá
bifreiðastöð Steindórs í röðum beggja
vegna götunnar og fjöldi fólks kom-
inn til að fylgjast með. Bifreiðarnar
snúa í austurátt.
Sem fyrr segir standa yfir miklar
framkvæmdir í Tryggvagötu, við
endurgerð götunnar milli Póst-
hússtrætis og Lækjargötu. Auk þess
stendur samtímis yfir vinna við Bæj-
artorg, þar sem Bæjarins bestu hafa
verið með pylsuvagn á áratugi. Með-
an á þessum framkvæmdum stendur
er lokað fyrir umferð um gatnamót
Tryggvagötu og Pósthússtrætis.
Vinnu við Bæjartorgið miðar vel og
nú styttist í að pysluvagninn verði
færður á sinn stað.
Samkvæmt upplýsingum Jóns
Halldórs hefur bílaumferð um mið-
borgina gengið vel eftir að göturnar
voru opnaðar.
Morgunblaðið/sisi
Hafnarstræti Bílarnir aka í vesturátt. Þeir beygja til hægri inn í Naustin því umferð er bönnuð við Fálkahúsið.
Áratugir liðnir síðan bíl
var síðast ekið í vesturátt
Akstursstefnu var snúið við í Hafnarstræti tímabundið
Morgunblaðið/Sverrir
Gatnamótin Eldri mynd frá sama götuhorni. Hún sýnir bíla koma úr Naust-
unum og beygja til vinstri inn í Hafnarstrætið. Þetta er hin venjulega leið.
Undirbúningur fyrir þing Alþýðu-
sambands Íslands er í fullum gangi
og efnir Efling stéttarfélag til fund-
ar í Gerðubergi næstkomandi laug-
ardag klukkan 14.30 þar sem fram-
bjóðendur til embættis forseta ASÍ
mætast og kynna stefnumál sín.
Frambjóðendurnir Drífa Snædal
og Sverrir Mar Albertsson hafa
staðfest þátttöku sína á fundinum,
samkvæmt frétt Eflingar.
,,Komandi kjarasamningar,
launamál, húsnæðismál og aðgerðir
ríkisstjórnarinnar eru meðal mála
sem brenna á Eflingarfólki. Fé-
lagsmenn eru sérstaklega hvattir
til að senda inn spurningar til fram-
bjóðenda um þau mál sem brenna á
þeim um leið og þeir skrá sig á
fundinn. Spurningarnar verða
teknar saman og bornar upp á
fundinum,“ segir í umfjölluninni
um fundinn á vefsíðu Eflingar.
Fram kemur að streymt verður
af fundinum og hann tekinn upp, til
að gera þeim kleift að fylgjast með
sem ekki eiga heimangengt. Enskri
þýðingu á efni fundarins verður
varpað á skjá jafnóðum.
43. þing Alþýðusambands Ís-
lands verður haldið í síðari hluta
október á Hótel Nordica. Þingið
hefst miðvikudaginn 24. október kl.
10 og því lýkur síðdegis á föstudeg-
inum 26. október. Kosning forystu
Alþýðusambandsins til næstu
tveggja ára fer fram á síðasta degi
þingsins.
Frambjóðend-
urnir kynna sig
Efling stéttarfélag boðar til fundar
með frambjóðendum til forseta ASÍ
SKRIFSTOFUHÚSGÖGN
Síðumúli 35 | 108 Reykjavík | S. 568 2828 | www.holmris.is
Bjóðum uppá húsgögn
eftir marga fræga
húsgagnahönnuði.
Mörg vörumerki.
Eigandi BanThai kynnir alvöru
Tælenska Pizzu
á YummiYummi Hverfisgötu 123 við Hlemm
Tómas Boonchang eigandi veitingastaðarins BanThai lauga-
vegi 130, MIXED /NaNaThai hverfisgötu 125, Y A M thai
restaurant Kjarna, Þverholt 2, Mosfellsbæ og YummiYummi
thai fusion restaurant Hverfisgötu 123 kynna ekta tælenska
pizzu.
Nú bjóðum við uppá pizzur en með taílenskum snúning. Thai
style pizzur. Sem við mælum hrikalega með. Þær eru einstakar
og rosa skemmtilegar. Til dæmis erum við með Pad thai pizzu,
tom yum pizzu, veggie pizzu og grænt karrý pizzu á mjúkum
og stökkum pizzabotni. Sósurnar sem við notum á pizzurnar
eru frá Ban Thai.
Mælum með ísköldum Singha bjór með pizzunni sem er á
mjög góðu verði.
Staðurinn er meira hugsaður sem take-away staður en þó er
einnig hægt að setjast niður og borða. Á matseðlinum má sjá
að réttirnir eru merktir með chili-merkjum sem tákna styrkleika
réttanna, eitt chili-merki er frekar milt en þeir sem þola ekki
sterkan mat ættu frekar að panta sér rétt án chili-merkis. Tvö
chili-merki tákna að rétturinn sé miðlungs-sterkur, þrjú að hann
sé sterkur og fjögur að rétturinn sé mjög sterkur og það á við
tælenskan mælikvarða. Ekki er hægt að skila eða skipta neinu,
passaðu því vel að panta ekki svakalega sterkan rétt sem
þú getur svo ekki borðað. Matseðillinn inniheldur ýmislegt
áhugavert og einnig höfum við Thai street food matseðill, þú
getur séð það á yummi matseðill á heimasíðunni okkar
www.banthai.is eða www.yummy.is
(BanThai er besti tælenski veitingastaðurinn á Íslandi, hann
hefur m.a. verið kosinn það á hverju ári af The Reykjavík Grape-
vine. Einnig var hann kosinn einn af 10 bestu veitingastöðu-
num á Íslandi í DV. 17.06.2011. Staðurinn hefur verið starfandi
í 28 ár og bjóðum við upp á ekta tælenskan mat alveg eins og
hann er í Tælandi en við notum aldrei MSG og aukaefni).