Morgunblaðið - 13.09.2018, Page 40

Morgunblaðið - 13.09.2018, Page 40
40 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2018 BAKSVIÐ Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Um tíma hafa menn gert sér grein fyrir því að höfin væru á góðri leið með að verða að ruslakistu fyrir plastumbúðir hvers konar og að í óefni stefndi ef ekkert væri að gert. Nú hefur hollensk sjálfseign- arstofnun ákveðið að bíða ekki lengur eftir aðgerðum af hálfu hins opinbera heldur lagt til styrjaldar við plastið í sjónum. Síðastliðinn laugardag lét úr höfn í San Franc- isco í Kaliforníu í Bandaríkjunum skip þess, Ocean Cleanup. Á eftir sér dró skipið 600 metra langa fljótandi bómu sem króar fljótandi plastleifar og heldur þeim í girðingu uns þær eru háfaðar upp. Í fyrstu verða prófanir gerðar á búnaðinum undan Kaliforn- íuströndum áður en siglt verður á „Stóra Kyrrahafsruslablettinn“ (GPGP) svonefnda. Hann er að finna í Norður-Kyrrahafi á belti sem liggur nokkurn veginn milli Japans og Kaliforníu. Áttuðu menn sig á tilvist hans fyrir um þremur áratugum en fljót- andi rusl hefur fyrir verkan haf- strauma og veðurfars stöðvast á því svæði og hringsnýst innan þess. Hefur flekkurinn stækkað stöðugt. Stórtæk áform Verkefnið „hafhreinsunin“ sem hollenska stofnunin stendur fyrir er afar metnaðarfullt. Áætlar hún að hreinsa helming blettsins á inn- an við fimm árum eftir að allur skipa- og tækjabúnaður er kominn á vettvang. Að baki er fimm ára undirbún- ingur og prófanir á litlum eftirlík- ingum af bómunni. „Um þetta snýst allt, þetta er hápunkturinn hingað til í allri vinnu okkar,“ sagði Boyan Slat, 24 ára hollenskur for- stjóri og stofnandi fyrirtækisins „The Ocean Cleanup“, þegar skipið lét úr höfn í San Francisco. Undir skafheiðum himni sigldi þjónustuskipið út undir Golden Gate-brúna og út San Francisco- flóann og fylgdi því floti seglskúta, skemmtibáta og kajaka. Á eftir sér dró það hina 600 metra löngu bómu sem hönnuð er til að grípa það sem flýtur inn í hana svo moka megi það upp og senda í endurvinnslu. Niður úr bómunni skagar stallað þriggja metra pils sem ætlað er að góma plast sem marar í kafi eða leynist rétt undir yfirborðinu. 12 sinnum stærri en Ísland Fyrsta hálfa mánuðinn verður Ocean Cleanup við prófanir um 240 sjómílur undan Kaliforníuströnd- um. Þaðan mun leiðin svo liggja á ruslablettinn ógurlega, sem mun vera tvisvar sinnum stærð Frakk- lands, eða sem svarar 12 sinnum stærð Íslands, en hann er um miðja vegu milli Kaliforníu og Havaí. „Megintilgangurinn er að sýna að þetta getur virkað. Væntanlega að nokkrum mánuðum liðnum munu svo fyrstu plastfarmarnir berast á land. Gangi það eftir er sönnun fyrir ágæti tækninnar feng- in,“ sagði fyrrnefndur Slat við AFP-fréttastofuna er hann fylgdist með skipinu leggja úr höfn. „Það þýddi að við gætum hafið umfangs- meiri hreinsun með allt að 60 skipa flota,“ bætti hann við. Laurent Lebreton, haffræðingur og leiðangursstjóri, segir leiðang- ursmenn áætla að á Kyrrahafs- ruslablettinum sé að finna um 80.000 tonn af plastúrgangi. „Plast byrjaði að safnast fyrir í höfunum á sjötta áratug síðustu aldar, fyrir rúmum sextíu árum,“ sagði Lebre- ton við AFP-stofuna. Vísindamenn fréttu fyrst af samþjöppun fljótandi plasts á ruslablettinum á Kyrrahafi á áttunda áratugnum, segir hann. Hann segir plastið aðallega berast með ám út á höfin en ásamt plast- Háfa plastrusl upp úr höfunum  Hverja einustu sekúndu sem klukkan tifar lætur nærri að fleygt sé í höfin 250 kílóum af einnota plasti, eða átta milljónum tonna á ári AFP Hugsjónamaður Hollenski uppfinningamaðurinn Boyan Slat hvílir sig milli við tala á meðan Ocean Cleanup er dregin út úr San Francisco-flóa. Barist við plastið Ocean Cleanup bóman dregin út á Kyrrahaf undir Golden Gate brúna í San Francisco í vikunni. Gerðar verða tilraunir til að hreinsa plast úr á Kyrrahafsruslablettinum mikla. N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n Komið og skoðið úrvalið Opið virka daga 11-18 laugardaga 11-15 Klassísk gæða húsgögn á góðu verði Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena undirfataverslun • Næg bílastæði Útsalan í fullum gangi 30-60% afsláttur af völdum vörum Undirföt • Sundföt • Náttföt • Sloppar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.