Morgunblaðið - 13.09.2018, Síða 42
42 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2018
Sterkir í stálinu
Skipastál • Lunningajárn • Bakjárn
Kælirör • Fíber- og galvanhúðaðar ristar
Svört- og ryðfrí rör og fittings
Ál • Ryðfrítt stál • PVC plötur
POM öxlar • PE plötur
Lokar af ýmsum gerðum
Opið virka daga kl. 8-17
Skútuvogi 4, Rvk
Rauðhellu 2, Hafnarfirði
Sími 568 6844 | ga@ga.is | ga.is
Fæst í Lyfjaveri Suðurlandsbraut, Apóteki Garðabæjar, Urðarapóteki,
Reykjavíkur apóteki og Garðsapóteki.
Fyrir þá sem vilja
hætta að naga
neglurnar
LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK
SÍMI: 552 0800
SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI
SÍMI: 462 4646
GENUINE SINCE 1937
Atvinna
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Áhrif Rússa hafa aukist stórlega í
Ungverjalandi á síðustu tveimur
kjörtímabilum undir stjórn Viktors
Orbans, forsætisráðherra landsins,
sem hefur misst trúna á frjálslynt
lýðræði Vesturlanda.
„Nýja ríkið sem við erum að reisa
er ófrjálslynt ríki,“ sagði Orban í
ræðu skömmu eftir að hann var
endurkjörinn árið 2014. Hann lét í
ljós áhuga á „stjórnkerfum sem eru
ekki vestræn, ekki frjálslynd, ekki
frjálslynt lýðræði, og eru jafnvel
ekki lýðræði og hafa samt gert lönd-
in farsæl,“ bætti hann við og skír-
skotaði til landa á borð við Rússland,
Tyrkland og Kína. „Við erum að
leita að leiðum til að segja skilið við
vestrænar kreddur og reynum okk-
ar besta til að finna þær leiðir.“
Þegar Orban var forsætisráð-
herra á árunum 1998 til 2002 lagði
hann áherslu á að tryggja að Ung-
verjaland fengi aðild að Atlantshafs-
bandalaginu og draga úr áhrifum
Rússa eftir að landið hafði verið á
meðal fylgiríkja Sovétríkjanna. Þeg-
ar hann komst aftur til valda árið
2010 sneri hann við blaðinu og hóf
nánara samstarf við Rússland sem
hann lítur nú á sem fyrirmynd frek-
ar en vestrænu lýðræðisríkin. „Or-
ban trúir því einlæglega að Vestur-
löndum sé að hnigna og að bestu
dagar Evrópusambandsins og
NATO séu taldir,“ hefur The Wall
Street Journal eftir Ungverjanum
David Koranyi, fræðimanni við hug-
veituna Atlantic Council í Wash-
ington. „Hann er nógu raunsær og
hagsýnn til að halda Ungverjalandi í
ESB og NATO enn um sinn vegna
þess að peningarnir sem landið fær
og öryggistryggingarnar hafa enn
þýðingu fyrir það. Hann lítur hins
vegar á 21. öldina sem uppgangs-
tímabil annars konar stjórnarhátta,
fyrirmyndarinnar í austri.“
Stjórn Orbans hefur verið gagn-
rýnd fyrir að brjóta gegn lýðræðis-
reglum og gildum Vesturlanda, m.a.
með ráðstöfunum til að herða tök
stjórnarflokksins á dómstólum, fjöl-
miðlum og seðlabanka landsins. The
Wall Street Journal segir að sendi-
Hafnar frjáls-
lyndu lýðræði
Vesturlanda
Áhrif Rússa hafa stóraukist í Ung-
verjalandi í valdatíð Viktors Orbans
Stefan Löfven, forsætisráðherra
Svíþjóðar og formaður Sósíaldemó-
krata, hafnaði í gær tilboði banda-
lags fjögurrra hægri- og miðflokka
um að Sósíaldemókratar styddu
ríkisstjórn þeirra eftir að nýtt þing
verður sett.
Leiðtogar flokkanna fjögurra
lögðu tillöguna fram í grein í Dagens
Nyheter. Þar segjast þeir óska eftir
samstarfi í málaflokkum sem séu
mikilvægir til langs tíma og nefna
sérstaklega stefnuna í málefnum
innflytjenda, húsnæðis-, lífeyris-, ör-
yggis og varnarmálum. Í greininni
segir að tilboð hægribandalagsins
standi jafnvel þótt bandalagið verði
með fleiri þingsæti en vinstriflokk-
arnir þrír.
Löfven sagði á blaðamannafundi í
þinghúsinu í Stokkhólmi að ekki
kæmi til greina að Sósíaldemókratar
yrðu stuðningsflokkur hægristjórn-
ar. Samsetning ríkisstjórnar yrði að
ráðast af lokaniðurstöðum kosning-
anna.
Enn var eftir að telja utankjör-
fundaratkvæði í gær og ekki var bú-
ist við að talningu lyki fyrr en á
morgun. Eins og staðan er nú hefur
hægribandalagið alls 143 þingsæti,
einu færra en vinstriflokkarnir þrír.
Svíþjóðardemókratar eru með 62
sæti. Ekki þarf þó mikið að gerast til
að Sósíaldemókratar missi einn
mann yfir til hægribandalagsins.
Að sögn sænskra fjölmiðla hafa
hægri- og miðflokkarnir fjórir ekki í
hyggju að leita eftir samstarfi við
Svíþjóðardemókratana.
AFP
Lokatalna beðið Atkvæði talin í Malmö. Enn er eftir að telja utankjörfund-
aratkvæði í þingkosningunum sem fóru fram í Svíþjóð á sunnudaginn var.
Vill ekki styðja
hægristjórn
Löfven hafnar tilboði hægribandalags
Gert er ráð fyrir að 18,1 milljón
manna greinist með krabbamein
og 9,6 milljónir manna deyi af
völdum sjúkdómsins í heiminum í
ár, samkvæmt nýrri skýrslu Al-
þjóðlegu krabbameinsrannsókna-
stofnunarinnar (IARC). Dauðs-
föllin verða 1,4 milljónum fleiri en
árið 2012 og er það meðal annars
rakið til þess að öldruðum hefur
fjölgað. Ein af niðurstöðum skýrsl-
unnar er að einn af hverjum fimm
karlmönnum og ein af hverjum
sex konum séu líkleg til að grein-
ast með krabbamein einhvern tíma
á ævinni.
Skýrslan byggist á könnun á ný-
gengi og dauðsföllum í 185 lönd-
um. Hún leiddi í ljós að þriðjungur
dauðsfallanna er af völdum
krabbameins í lungum, brjóstum
kvenna og í þörmum. Reykingar
eru meginástæða þess að fleiri
konur greinast með lungnakrabba-
mein en nokkru sinni fyrr.
Krabbameinstilfellin eru algeng-
ust í Bandaríkjunum, Ungverja-
landi, Danmörku, Kína og Nýja-
Sjálandi, miðað við höfðatölu.
KRABBAMEINSRANNSÓKNIR
Dauðsföllum vegna
krabbameins fjölgar
Níu ára áströlsk
stúlka, sem neit-
aði að standa
þegar þjóð-
söngur Ástralíu
var fluttur, hefur
mátt sæta gagn-
rýni valdamikilla
stjórnmála-
manna. Sumir
þeirra hafa hvatt til þess að hún
verði rekin úr skóla fyrir uppá-
tækið, að sögn CNN.
Stúlkan segist hafa setið þegar
þjóðsöngurinn var fluttur vegna
þess að hún telji hann óvirðingu við
ástralska frumbyggja. Í þjóð-
söngnum er talað um unga, ljósa
þjóð og segir stúlkan þar eingöngu
vísað til hvítra íbúa Ástralíu. „Þeg-
ar talað er um að við séum ung þjóð
þá er alveg horft fram hjá því að
frumbyggjarnir voru hér í 50.000
ár á undan okkur.“
ÁSTRALÍA
Gagnrýnd fyrir að
virða ekki þjóðsöng