Morgunblaðið - 13.09.2018, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 13.09.2018, Blaðsíða 56
56 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2018 Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Höfuðlausnir Voss-Helme hjálmar og hjálmhúfur Þýsk gæðavara framleidd í samræmi við EN 397 og EN 812. Til í öllum regnbogans litum. Allir koma þeir með 6-punkta höfuðneti, með svitabandi og stillihnapp til að tryggja örugga setu á höfði. Hægt að fá með eða án hökubands. Vertu klár í kollinum Árný Jóna Sigurðardóttir, deildarstjóri á leikskólanum Örk áHvolsvelli, á 40 ára afmæli í dag. Hún er búin að starfa þar ísextán ár. 90 börn eru á leikskólanum sem er sá eini á Hvols- velli, en 22 börn eru á deildinni hennar Árnýjar, þar sem eru þriggja til fjögurra ára börn. Árný er fædd og uppalin á Hvolsvelli og hefur alltaf búið þar fyrir utan þegar hún var að læra leikskólakennarann í Kennaraháskól- anum. „Það kom aldrei annað til greina en að snúa aftur.“ Fyrir utan að vera deildarstjóri á Örk skúrar Árný hjá Sýslumannsembættinu á Hvolsvelli. Áhugamál Árnýjar eru prjónaskapur, útivera, hreyfing og ferða- lög. „Ég er búin að prjóna frá því að ég var krakki. Ég prjóna á fjöl- skylduna og líka fyrir ættingja og vini. Ég prjóna bara allt saman, peysur, húfur, ungbarnagalla. Svo hekla ég reyndar líka, borðtuskur, dúka og trefla. Svo er ég í frábærum saumaklúbbi sem heitir Prjóna- kellur og þar eru allar að prjóna, hekla eða sauma út.“ Í sumarfríinu skellti Árný sér til Tenerife ásamt fjölskyldunni. „Það var gott að komast í smá sól, en það var rigning í allt sumar hjá okkur hérna. Ég held að við höfum fengið þrjá sólardaga.“ Árný verður að vinna í dag en ætlar að halda kaffiboð fyrir fjöl- skylduna um helgina. Eiginmaður Árnýjar er Sveinbjörn Már Birgisson, vélvirki hja vél- smiðjunni Magna. Börn þeirra eru Emelía Sif 13 ára, Sigurður Kári 10 ára og Oddný Sif 8 ára. Fjölskyldan Árný Jóna, Sveinbjörn og börn stödd á Tenerife í sumar. Komst í sól erlendis eftir rigningarsumar Árný Jóna Sigurðardóttir er fertug í dag G unnar Skúli fæddist í Reykjavík 13.9. 1968, ólst upp í Laugarnes- hverfinu fyrstu 10 ár ævinnar en þá flutti fjölskyldan í Mosfellsbæ. Hann var í sveit í Dalseli við Markarfljótið og í Haga í Grímsnesi í nokkur sumur. Gunnar var í Laugarnesskóla, lauk gagnfræðaprófi frá Gagn- fræðaskólanum í Mosfellsbæ og lauk prófum í bakaraiðn í Iðnskól- anum í Reykjavík 1989. Gunnar var á iðnsamningi og varð síðan bakari hjá Mosfellsbak- aríi og síðan hjá Sveini bakara. Hann hóf störf hjá Domino’s pizza þegar fyrirtækið hóf starfsemi 1993, varð framkvæmdastjóri Dom- ino’s pizza 2004, varð síðan fram- Gunnar Skúli Guðjónsson framkvæmdastjóri – 50 ára Fjölskyldan T.fr.v.: Steinunn, Gunnar Skúli. Valdimar, Melkorka, Ragnheiður, Ágústa og loks Stefanía. Úr pítsunum í Subway og þaðan í fasteignir Feðginin Gunnar Skúli með dóttur sinni, Sigríði margmiðlunarfræðingi. Vinkonurnar Saba Jas- sim, Sigríður Lilja og Jó- hanna Hilda héldu tom- bólu til styrktar Rauða krossinum. Söfnunin fór fram í Miðbæ við Háaleitisbraut og söfn- uðust alls 9.379 kr. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frámerkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.