Morgunblaðið - 13.09.2018, Síða 60

Morgunblaðið - 13.09.2018, Síða 60
60 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2018 Laugavegur 61 I Kringlan I Smáralind I sími 552 4910 I www.jonogoskar.is AF MYNDLIST Anna Jóa Að skapa mynd eftir mynd –smyrja litarefni, nuddapappír, undirbúa undirlag, bleyta pappír, hita blek, leggja það á flötinn, rúlla yfir það – efnaum- breytingin er galdur og hrein gleði handverks-iðkunar.“ Með þessum orðum lýsir Sara Riel, einn þeirra 27 listamanna sem eiga verk á sýning- unni Ýmissa kvikinda líki – íslensk grafík í Listasafni Íslands, reynslu sinni af því að vinna grafíkverk. Með vali sínu á verkum varpa sýning- arstjórarnir Ingibjörg Jóhanns- dóttir og Pari Stave fram þeirri grundvallarspurningu hvers vegna listamenn kjósi að skapa grafíkverk. Sérstaða þessarar forvitnilegu sýn- ingar felst meðal annars í því að þar eru ekki sýnd grafíkverk eftir lista- menn sem sérhæfa sig í grafík, held- ur þá sem kunnari eru fyrir annars konar verk, svo sem málverk, inn- setningar, ljósmyndaverk eða skúlp- túra, eða jafnvel verk á sviði tónlist- ar og ritlistar – en hafa einnig fengist við grafíkina vegna þeirra eiginleika sem hún býr yfir sem að- ferð og miðill. Sýningin dregur þannig fram miðilinn um leið og hún varpar ljósi á þá grósku sem ein- kennir samtímagrafík á Íslandi. Þrykk og ekki þrykk Orð Söru ná utan um marga þá þætti sem gera grafík að eftirsóknarverðum miðli í list- sköpun. Hugtakið grafík í myndlist spannar raunar ýmsar aðferðir og efni sem eiga það yfirleitt sameig- inlegt að fela í sér þrykk af ein- hverju tagi, enda er oft talað um þrykk eða prent þegar grafík er annars vegar. „Fingraför“ Hrafn- kels Sigurðssonar, sem mynda uppi- stöðu innsetningar hans í anddyri Listasafnsins, skírskota til frumeig- inda miðilsins: snertingar tveggja flata, snertingar sem skilur eftir sig mynd. Í verki Hrafnkels er það snerting líkama og glers sem skilur eftir sig tímabundin ummerki lista- mannsins en jafnframt undirstrikar verk Hrafnkels fjölföldunareigin- leika grafíkurinnar. Aðferðir graf- Mynd eftir mynd – af grafík, prenti og íkurinnar má rekja til forsögulegs tíma en sé horft til evrópskrar lista- sögu tíðkaðist snemma að prenta mynstur á textíl með endurteknu þrykki með tréristum. Eftir að pappír (sem var fundinn upp í Kína) breiddist út í Evrópu, og um svipað leyti og prentlistin kom til sögunnar á 15. öld, tóku að þróast ýmsar flóknari aðferðir við grafískra myndgerð sem hafa í aldanna rás höfðað mjög til listamanna vegna sérstakra eiginleika hverrar að- ferðar til listsköpunar – og sem leið til að sjá sér farborða með fjölda- framleiðslu verka. Listamenn hafa alltaf fylgst vel með nýjustu tækni og vísindum og nýtt sér til listsköpunar. Ekki sér fyrir endann á því, eins og þrívíð prentun og jafnframt skúlptúr Hrafnhildar Arnardóttur á sýning- unni, „Taugahrúga II“ – sem jafn- framt er einstakt verk (en ekki fjöl- feldi) – er gott dæmi um. Í þrívíðu verki Hrafnhildar er erfitt að gera sér í hugarlund þrykk í þeim skiln- ingi að tveir fletir snertist, enda á annar „flöturinn“ uppruna sinn í rafrænum heimi, rétt eins blek- sprautuprent Hallgríms Helgason- ar, „Kódak-augnablik“, sem eru tölvugerðar myndir. Mannlýsingar Birgis Andréssonar eru vissulega þrykk, nánar tiltekið silkiþrykk þar sem birtist texti – rituð mannlýsing – á einlitum grunni og hún dregur upp hugarmyndir meðal sýning- argesta, og skilur þannig eftir sig huglæg för. Á sýningunni getur einnig að líta texta eftir Ólaf Jóhann Ólafsson rithöfund á vegg, undir heitinu „Búningar. Ég held að þetta snúist fremur en búninga en ham- skipti“, sem í er fólgin hugleiðing um grafíklistina. Þar birtist graf- íkmyndin sem minning; þrykk úr hugarheimum sem jafnframt kallar fram nýjar myndir í huga áhorf- enda. Roni Horn notast við aldagamla prentaðferð í textaverkinu „Allar hraunbreiður á Íslandi“, þar sem þrykk í pappír endurómar snerti- fleti manns og náttúru. Óvenjulega ríkuleg efniskenndin í ætingu Rich- ards Serra, „Hrepphólar VI“, skap- ar tilfinningu fyrir yfirborði hrauns sem líkt og ætingarnar úr myndröð- inni „Viðey – Áfangar“ „staðfestir“ persónulega snertingu hans og minningar um landið, enda unnin að hluta til á staðnum. Það gerði Per Kirkeby einnig í Íslandsseríu sinni með því að rista skissukennd hug- hrif af landinu með þurrnál í sink- plötur, sem svo urðu að þrykk- myndum – ummerkjum staðbund- innar reynslu og hugarmynda. Endurómur íslenskra bókmennta á sér svo stað í ætingum Guðjóns Ket- ilssonar, „Völuspá (I-VIII)“. Þar umbreytir Guðjón texta Völuspár í óhlutbundið mynstur og „þrykkir“ svo öllu saman í Ragnarök. Fram- angreind verk eru jafnframt vitn- isburður um ástæður þess að ólíkir listamenn velja hinar ýmsu grafík- aðferðir til að setja fram myndir og hugmyndir. Prent og ekki prent Grafíklistin hefur náin tengsl við bókagerð og prentlistina, enda kall- ast grafík einnig svartlist á íslensku. Í seinni tíð hafa mörkin milli graf- íkur og prents verið mjög á reiki með tilkomu stafrænnar tækni: nú er hiklaust talað um stafrænt prent sem tegund af grafík eða þrykki, og að sama skapi er stafrænt myndmál kallað tölvugrafík. Fagfólk í gerð tölvugerðra ímynda kallast grafískir hönnuðir og jafnvel „grafíkerar“ en það hugtak var hér áður aðeins not- að um listamenn sem sérhæfðu sig í listgrafík, til aðgreiningar frá aug- lýsingaiðnaðinum. Ungu fólki er tamt að tala um „góða grafík“ í tengslum við stafrænt myndmál . Í huga þess felur „prent“ og „þrykk“ hins vegar í sér hið áþreifanlega og hið handgerða: fallegt prent gleður augað og fer vel í hendi. Hvað sem slíku hugtakaflakki líður er ljóst að mikils áhuga gætir á hvers kyns handverki og aldagömlum aðferðum (og hliðrænni tækni) í listsköpun meðal yngstu kynslóða listamanna, ekki síst þeirrar sem fengið hefur stafræna tækni með móðurmjólk- inni. Heimildir herma að þessi miss- erin sé grafíkverkstæði Listahá- skóla Íslands, sem er vel tækjum búið, fjölsótt af nemendum skólans. Lifandi verkstæði með góðum mannskap hafa mikið aðdráttarafl sem gjöfular miðstöðvar mannlífs og sköpunar. Plötur og pressur Grafíkmiðillinn er í stöðugri endurnýjun og frjórri samræðu við aðrar listgreinar, miðla og tækni. Þetta endurspeglast í sýningu Listasafnsins. Nú um stundir kraumar grafíkin beinlínis af lífi í tengslum við ýmiss konar nýjungar og tilraunastarfsemi á sviði prents og útgáfu. Gróskan meðal ungra listamanna endurspeglast á sýning- unni að því leyti að þar hafa Leifur Ýmir Eyjólfsson og Sigurður Atli Sigurðsson komið sér fyrir í sýning- arrýminu með innsetningu í formi hreyfanlegs prentverkstæðis sem »Upp úr miðri 20. öldsáu framsæknir lista- menn sér leik á borði í viðleitni til að færa listina nær lífinu; graf- íkverk og prentverk ým- iss konar var þannig í senn upprunalegt höf- undarverk og fjölfeldi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Taugahrúga Þrívítt prentverk og jafnframt skúlptúr Hrafnhildar Arnardóttur á sýningunni, Taugahrúga II, er einstakt verk og gott dæmi um það hvernig listamenn fylgjast með tæknibreytingum. Morgunblaðið/Einar Falur Fróðleiksfúsir gestir Annar sýningarstjóranna, Pari Stave, segir gestum hér frá verkunum á sýningunni. Á veggj- um má sjá verk eftir Helga Þorgils Friðjónsson, Sigurð Guðmundsson og Sigurð Árna Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.