Morgunblaðið - 13.09.2018, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 13.09.2018, Blaðsíða 60
60 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2018 Laugavegur 61 I Kringlan I Smáralind I sími 552 4910 I www.jonogoskar.is AF MYNDLIST Anna Jóa Að skapa mynd eftir mynd –smyrja litarefni, nuddapappír, undirbúa undirlag, bleyta pappír, hita blek, leggja það á flötinn, rúlla yfir það – efnaum- breytingin er galdur og hrein gleði handverks-iðkunar.“ Með þessum orðum lýsir Sara Riel, einn þeirra 27 listamanna sem eiga verk á sýning- unni Ýmissa kvikinda líki – íslensk grafík í Listasafni Íslands, reynslu sinni af því að vinna grafíkverk. Með vali sínu á verkum varpa sýning- arstjórarnir Ingibjörg Jóhanns- dóttir og Pari Stave fram þeirri grundvallarspurningu hvers vegna listamenn kjósi að skapa grafíkverk. Sérstaða þessarar forvitnilegu sýn- ingar felst meðal annars í því að þar eru ekki sýnd grafíkverk eftir lista- menn sem sérhæfa sig í grafík, held- ur þá sem kunnari eru fyrir annars konar verk, svo sem málverk, inn- setningar, ljósmyndaverk eða skúlp- túra, eða jafnvel verk á sviði tónlist- ar og ritlistar – en hafa einnig fengist við grafíkina vegna þeirra eiginleika sem hún býr yfir sem að- ferð og miðill. Sýningin dregur þannig fram miðilinn um leið og hún varpar ljósi á þá grósku sem ein- kennir samtímagrafík á Íslandi. Þrykk og ekki þrykk Orð Söru ná utan um marga þá þætti sem gera grafík að eftirsóknarverðum miðli í list- sköpun. Hugtakið grafík í myndlist spannar raunar ýmsar aðferðir og efni sem eiga það yfirleitt sameig- inlegt að fela í sér þrykk af ein- hverju tagi, enda er oft talað um þrykk eða prent þegar grafík er annars vegar. „Fingraför“ Hrafn- kels Sigurðssonar, sem mynda uppi- stöðu innsetningar hans í anddyri Listasafnsins, skírskota til frumeig- inda miðilsins: snertingar tveggja flata, snertingar sem skilur eftir sig mynd. Í verki Hrafnkels er það snerting líkama og glers sem skilur eftir sig tímabundin ummerki lista- mannsins en jafnframt undirstrikar verk Hrafnkels fjölföldunareigin- leika grafíkurinnar. Aðferðir graf- Mynd eftir mynd – af grafík, prenti og íkurinnar má rekja til forsögulegs tíma en sé horft til evrópskrar lista- sögu tíðkaðist snemma að prenta mynstur á textíl með endurteknu þrykki með tréristum. Eftir að pappír (sem var fundinn upp í Kína) breiddist út í Evrópu, og um svipað leyti og prentlistin kom til sögunnar á 15. öld, tóku að þróast ýmsar flóknari aðferðir við grafískra myndgerð sem hafa í aldanna rás höfðað mjög til listamanna vegna sérstakra eiginleika hverrar að- ferðar til listsköpunar – og sem leið til að sjá sér farborða með fjölda- framleiðslu verka. Listamenn hafa alltaf fylgst vel með nýjustu tækni og vísindum og nýtt sér til listsköpunar. Ekki sér fyrir endann á því, eins og þrívíð prentun og jafnframt skúlptúr Hrafnhildar Arnardóttur á sýning- unni, „Taugahrúga II“ – sem jafn- framt er einstakt verk (en ekki fjöl- feldi) – er gott dæmi um. Í þrívíðu verki Hrafnhildar er erfitt að gera sér í hugarlund þrykk í þeim skiln- ingi að tveir fletir snertist, enda á annar „flöturinn“ uppruna sinn í rafrænum heimi, rétt eins blek- sprautuprent Hallgríms Helgason- ar, „Kódak-augnablik“, sem eru tölvugerðar myndir. Mannlýsingar Birgis Andréssonar eru vissulega þrykk, nánar tiltekið silkiþrykk þar sem birtist texti – rituð mannlýsing – á einlitum grunni og hún dregur upp hugarmyndir meðal sýning- argesta, og skilur þannig eftir sig huglæg för. Á sýningunni getur einnig að líta texta eftir Ólaf Jóhann Ólafsson rithöfund á vegg, undir heitinu „Búningar. Ég held að þetta snúist fremur en búninga en ham- skipti“, sem í er fólgin hugleiðing um grafíklistina. Þar birtist graf- íkmyndin sem minning; þrykk úr hugarheimum sem jafnframt kallar fram nýjar myndir í huga áhorf- enda. Roni Horn notast við aldagamla prentaðferð í textaverkinu „Allar hraunbreiður á Íslandi“, þar sem þrykk í pappír endurómar snerti- fleti manns og náttúru. Óvenjulega ríkuleg efniskenndin í ætingu Rich- ards Serra, „Hrepphólar VI“, skap- ar tilfinningu fyrir yfirborði hrauns sem líkt og ætingarnar úr myndröð- inni „Viðey – Áfangar“ „staðfestir“ persónulega snertingu hans og minningar um landið, enda unnin að hluta til á staðnum. Það gerði Per Kirkeby einnig í Íslandsseríu sinni með því að rista skissukennd hug- hrif af landinu með þurrnál í sink- plötur, sem svo urðu að þrykk- myndum – ummerkjum staðbund- innar reynslu og hugarmynda. Endurómur íslenskra bókmennta á sér svo stað í ætingum Guðjóns Ket- ilssonar, „Völuspá (I-VIII)“. Þar umbreytir Guðjón texta Völuspár í óhlutbundið mynstur og „þrykkir“ svo öllu saman í Ragnarök. Fram- angreind verk eru jafnframt vitn- isburður um ástæður þess að ólíkir listamenn velja hinar ýmsu grafík- aðferðir til að setja fram myndir og hugmyndir. Prent og ekki prent Grafíklistin hefur náin tengsl við bókagerð og prentlistina, enda kall- ast grafík einnig svartlist á íslensku. Í seinni tíð hafa mörkin milli graf- íkur og prents verið mjög á reiki með tilkomu stafrænnar tækni: nú er hiklaust talað um stafrænt prent sem tegund af grafík eða þrykki, og að sama skapi er stafrænt myndmál kallað tölvugrafík. Fagfólk í gerð tölvugerðra ímynda kallast grafískir hönnuðir og jafnvel „grafíkerar“ en það hugtak var hér áður aðeins not- að um listamenn sem sérhæfðu sig í listgrafík, til aðgreiningar frá aug- lýsingaiðnaðinum. Ungu fólki er tamt að tala um „góða grafík“ í tengslum við stafrænt myndmál . Í huga þess felur „prent“ og „þrykk“ hins vegar í sér hið áþreifanlega og hið handgerða: fallegt prent gleður augað og fer vel í hendi. Hvað sem slíku hugtakaflakki líður er ljóst að mikils áhuga gætir á hvers kyns handverki og aldagömlum aðferðum (og hliðrænni tækni) í listsköpun meðal yngstu kynslóða listamanna, ekki síst þeirrar sem fengið hefur stafræna tækni með móðurmjólk- inni. Heimildir herma að þessi miss- erin sé grafíkverkstæði Listahá- skóla Íslands, sem er vel tækjum búið, fjölsótt af nemendum skólans. Lifandi verkstæði með góðum mannskap hafa mikið aðdráttarafl sem gjöfular miðstöðvar mannlífs og sköpunar. Plötur og pressur Grafíkmiðillinn er í stöðugri endurnýjun og frjórri samræðu við aðrar listgreinar, miðla og tækni. Þetta endurspeglast í sýningu Listasafnsins. Nú um stundir kraumar grafíkin beinlínis af lífi í tengslum við ýmiss konar nýjungar og tilraunastarfsemi á sviði prents og útgáfu. Gróskan meðal ungra listamanna endurspeglast á sýning- unni að því leyti að þar hafa Leifur Ýmir Eyjólfsson og Sigurður Atli Sigurðsson komið sér fyrir í sýning- arrýminu með innsetningu í formi hreyfanlegs prentverkstæðis sem »Upp úr miðri 20. öldsáu framsæknir lista- menn sér leik á borði í viðleitni til að færa listina nær lífinu; graf- íkverk og prentverk ým- iss konar var þannig í senn upprunalegt höf- undarverk og fjölfeldi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Taugahrúga Þrívítt prentverk og jafnframt skúlptúr Hrafnhildar Arnardóttur á sýningunni, Taugahrúga II, er einstakt verk og gott dæmi um það hvernig listamenn fylgjast með tæknibreytingum. Morgunblaðið/Einar Falur Fróðleiksfúsir gestir Annar sýningarstjóranna, Pari Stave, segir gestum hér frá verkunum á sýningunni. Á veggj- um má sjá verk eftir Helga Þorgils Friðjónsson, Sigurð Guðmundsson og Sigurð Árna Sigurðsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.