Morgunblaðið - 13.09.2018, Side 61
þrykki
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ætingar Röð ætinga eftir Magnús Þór Jónsson – Megas og mannlýsingar eftir Birgi Andrésson.
nefnist Prent & vinir. Aðferðir graf-
íklistarinnar eru margar, sumar
mjög aðgengilegar, aðrar byggja á
flókinni tækni, vélbúnaði og efna-
fræði. Listamenn þurfa oft að starfa
með prentmeisturum á grafíkverk-
stæðum. Nærvera Prents & vina á
sýningunni er góð og er sýningar-
gestum boðið að fylgjast með tilurð
prentverka af ýmsu tagi og fá jafn-
framt innsýn í aðferðir, efni og ferli
sem kveikja sköpunarnautn á borð
við þá sem Sara Riel lýsir – og býr
raunar í verkum allra listamann-
anna. Ungur svissneskur gestalista-
maður á verkstæðinu útskýrir fyrir
greinarhöfundi tilurð prentverks;
myndraðar sem samanstendur af
sex þrykkjum með muldu hrauni frá
Snæfellsjökli (í einu upplagi). Við
skoðum saman svart duft í krukku,
plötuna og pressuna. Fyrsta prentið
þrykkti hann í janúarmánuði, þá ný-
kominn til dvalar hér á landi (á Snæ-
fellsnesi) og illa haldinn af skamm-
degisþyngslum, en hið síðasta, með
þverrandi dufti, á bjartri júnínótt.
Stígandi í lit – frá svörtu yfir í ljóst –
endurspeglar vaxandi birtu, jafnt
úti sem í sálartetrinu. Eins og nær-
vera prentverkstæðisins leiðir í ljós
er í sköpunarferlum grafíkurinnar
gjarnan fólgin ánægja sem sprettur
af samskiptum og miðlun.
Þanþol og skörun
Listrænt samstarf einkennir
mjög samtímamyndlist sem og það
vinnulag listamanna að velja ein-
faldlega þá aðferð, tækni eða miðla
sem henta hverju sinni – og grafíkin
býr yfir ýmsum kostum í þeim efn-
um; hún getur brugðið sér í „ýmissa
kvikinda líki“. Hún hentar jafnt
listamönnum sem vilja þróa
ákveðnar aðferðir, myndmál eða
hugmyndir, og þeim sem eru leit-
andi og tilraunasæknir. Og grafík-
miðillinn er á hárréttum stað í
tæknilegum veruleika samtímans.
Listasagan geymir mörg dæmi um
listamenn sem fengust við allt í
senn, svo sem olíu- og vatnslita-
málun, teikningu, grafík, skúlptúr
eða textíl, svo og ljósmyndun og
kvikmyndaformið á seinni tímum.
Það sem einkennir hins vegar 20.
aldar myndlist, og hefur orðið við-
tekið í listsköpun síðustu áratuga, er
blendingsformið. Í einþrykki Söru
Riel, „Barabarrtré“, skarast ólíkir
miðlar – ljósmyndun, stafrænt
prent, teikning og málaralist – og
þannig nær hún fram sérstökum
áhrifum og dýpt sem gefur hug-
myndinni að baki verkinu sannfær-
andi vigt. Í litógrafíum (steinþrykki)
Sigurðar Árna Sigurðssonar, „Leið-
réttingar“, renna saman í eina heild
fundnar ljósmyndir og teikning
listamannsins. Skúlptúr Eyglóar
Harðardóttur er jafnframt (hand-
unnið) bókverk, offsetprentað með
gata- og beygjuröndum, og jafn-
framt vettvangur skynjunarpælinga
listamannsins þar sem mætast rým-
isvirkni skúlptúrsins, pappírsnánd
og hreyfanleiki bókarformsins. Verk
Eyglóar býður upp á virka skyn-
ræna þátttöku, hvort sem horft er á
það sem rýmisverk eða farið um það
höndum.
Fjölfeldi og miðlun
Gott grafíkverk er söluvænlegt
enda hafa fleiri efni á að kaupa slíkt
verk en til dæmis málverk. Þetta
getur skipt máli fyrir framfærslu
listamanna en skiptir einnig miklu
máli þegar kemur að dreifingu. Upp
úr miðri 20. öld sáu framsæknir
listamenn sér leik á borði í viðleitni
til að færa listina nær lífinu; grafík-
verk og prentverk ýmiss konar var
þannig í senn upprunalegt höfund-
arverk og fjölfeldi (gefið út í
ákveðnu upplagi), ódýrt og hag-
kvæmt til framleiðslu og dreifingar.
Dieter Roth var frumkvöðull á
þessu sviði, hvers kyns prenttækni
lék í höndunum á honum og hug-
myndaflug hans virtist ótakmarkað.
Á sýningunni getur að líta SÚM-
veggspjald frá 1965, unnið af Dieter,
offsetprentað, brotið saman og sent
í pósti út í heim – og hafði sitt að
segja um að listamannahópurinn
SÚM komst á kort alþjóðlegrar
myndlistar. Á sýningunni getur að
líta bókverk eftir Björk Guðmunds-
dóttur, „Um Úrnat“, sem hún gaf út
í 100 offsetprentuðum eintökum, en
verkinu fylgir sú saga að það hafi
verið gert til að skrapa saman fyrir
húsaleigu. Ekki er vitað um sölu-
árangurinn en bókverkið stendur
fyrir sínu sem listræn tjáning og átti
þátt í að sá fræjum sköpunarævin-
týris sem tók fljótt að spíra. Helgi
Þorgils Friðjónsson, sem er afar lið-
tækur grafíklistamaður og á níu æt-
ingar á sýningunni, orðar það svo:
„bók eða prentverk, sem getur bor-
ist milli margra handa, fær nýja
merkingu á hverjum stað. Dreif-
ingin er í sjálfu sér hluti af ferlinu.
Sá þáttur stækkar sýningarrýmið.“
Margir muna eflaust eftir þeirri
miklu uppsveiflu í grafík sem ein-
kenndi 7. og 8. áratuginn hér landi,
en þá komu frá mörgum góðum
listamönnum upplög af grafík-
verkum sem mörg hver fjölluðu um
kvennabaráttu, neysluhyggju eða
önnur málefni. Þessi verk hanga nú
víða á stofnunum og heimilum. Síð-
an hefur minna borið á grafíkinni en
nú er hún aftur komin á siglingu, og
kjölfestan er góð. Eins og sýningin
Ýmissa kvikinda líki undirstrikar er
þrykkið sígildur og víðfeðmur tján-
ingarmiðill sem listamenn sækja í á
öllum tímum til að skapa mynd eftir
mynd, hver á sinn hátt.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Prentverkstæði Innsetning Prents & vina, prentverkstæði í sýningarsalnum, þar sem ungir listamenn hafa unnið
að grafíkverkum meðan á sýningunni Ýmissa kvikinda líki – íslensk grafík hefur staðið í Listasafni Íslands.
MENNING 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2018
Bandaríski söngvarinn Frankie Valli
og hljómsveit hans The Four Sea-
sons halda tónleika í Laugardalshöll
8. desember næstkomandi. Valli er
orðinn 84 ára og á tugi smella að
baki. Hann hóf feril sinn sem for-
sprakki The Four Seasons á sjöunda
áratugnum og vakti fljótt athygli
fyrir kraftmikla söngrödd sína. Af
þekktum lögum Valli má nefna
„Can’t Take My Eyes Off You“, „Big
Girls Don’t Cry“ og titillag kvik-
myndarinnar Grease.
Jón Bjarni Steinsson, skipuleggj-
andi tónleikanna, segist lengi hafa
verið aðdáandi Valli. Jón hefur kom-
ið að skipulagi tónlistarhátíðarinnar
Secret Solstice en stendur sjálfur að
tónleikunum með Valli og félögum.
„Þetta er ég að gera í gegnum Dil-
lon, barinn minn. Hann á 20 ára af-
mæli á næsta ári og þetta er smá
þjófstart fyrir afmælið,“ segir Jón
Bjarni. „Frankie Valli hefur verið í
uppáhaldi hjá mér frá því ég man
eftir mér og svo sá ég að hann væri
enn að spila og tékkaði á þessu,
komst að því að þetta væri hægt og
ég skellti mér bara á þetta.“
Jón Bjarni segir Valli eiga mjög
mörg fræg lög en söngvarinn var
innlimaður í Frægðarhöll rokksins
með The Fous Seasons árið 1990.
Jón Bjarni segir merkilegt að Valli
nái enn háu tónunum, kominn á
þennan aldur. „Og vikuna á undan er
hann að spila í 02 höllinni í London
og Manchester Arena,“ segir hann
en þeir tónleikastaðir eru margfalt
stærri en Laugardalshöll.
–Þetta verða væntanlega tón-
leikar með úrvali af bestu lögunum
hans?
„Jú, jú, ef þú skoðar lagalistana
hans á síðustu tónleikum þá er hann
að taka þessa slagara, þessi vinsæl-
ustu lög, en þau eru mjög mörg.
Tónleikarnir verða um ein og hálf
klukkustund,“ svarar Jón Bjarni.
Frankie Valli og The Four
Sesasons í Laugardalshöll
Enn að Frankie Valli á tónleikum.
///////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////
///////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////