Morgunblaðið - 13.09.2018, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 13.09.2018, Qupperneq 62
62 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2018 Ódæðisverk Anders Be-hrings Breiviks 22. júlí2011 skóku norskt sam-félag og vöktu óhug um allan heim. Breivik byrjaði á að sprengja öfluga sprengju við stjórn- arbyggingar í miðborg Óslóar og hélt síðan í Útey þar sem 500 manns úr ungliðahreyfingu norska Verka- mannaflokksins voru með fjölda- samkomu. Breivik myrti átta manns í sprengingunni og skaut 69 ung- menni til bana á eynni. Í kvikmynd- inni Útey 22. júlí er fjallað um hryðjuverkið með því að fylgja eftir ungri stúlku á Útey á meðan morðin eru framin. Leikstjórinn Erik Poppe hefur lýst áfallinu, sem fylgdi árásinni. „Þetta var ekki bara árás á krakk- ana á eyjunni eða fórnarlömbin í miðbænum, heldur árás á lýðræðið,“ hefur verið haft eftir honum. Hann bætir við að sér hafi þótt sérstaklega mikilvægt að sýna afleiðingar öfga- fullrar hugmyndafræði í ljósi stjórn- málaástandsins í Evrópu um þessar mundir. En hvernig í ósköpunum á að fjalla um slíkan atburð í kvikmynd? Og er tímabært að gera það nú? Þótt sjö ár séu liðin frá árásinni er málið enn gríðarlega viðkvæmt og fyrir að- standendum er eins og ódæðisverkið hafi verið framið í gær. Leikstjórinn fékk líka að vita það að félli hann í þá gryfju að velta sér upp úr tilfinn- ingum eða gera harmleikinn að sölu- vöru yrði það ekki fyrirgefið. Hann gerði ser grein fyrir því hversu við- kvæmur efniviðurinn væri og hann gæti snúist í höndunum á honum. Gerði hann sér því far um að leyfa aðstandendum að fylgjast með gerð myndarinnar frá upphafi til enda. Poppe fer þá leið að fylgja eftir 19 ára stúlku, sem heitir Kaja. Persóna hennar er skáldskapur, en atburðarásin er sett saman úr lýs- ingum á árásinni. Þannig verður Kaja hluti fyrir heild. Myndin er tekin í einni striklotu og tekur jafn langan tíma og tilræðið stóð, 72 mínútur. Nafn Breiviks kemur aldrei fyrir. Í upphafi sjást myndir frá spreng- ingunni í Ósló og síðan víkur sögunni til samkomunnar í Útey. Þangað berast tíðindin af tilræðinu og ræða krakkarnir sín á milli hvað gæti hafa gerst, hvort íslömsk hryðjuverka- samtök hafi látið til skarar skríða í Noregi. Þegar skyndilega heyrast skothvellir grípur skelfing um sig og ungmennin flýja í allar áttir. Útey 22. júlí nær vel skelfingu og ótta fórnarlamba árásarinnar. Þau átta sig engan veginn á því hvað er að gerast. Einn veltir fyrir sér í upp- hafi hvort um æfingu sé að ræða. Annar heldur fram að lögregla gangi um og skjóti á allt sem hreyfist, sem ekki þarf að koma á óvart því að Breivik hafði klætt sig í lögreglu- búning. Eftir því sem líður á verður spurningin hvers vegna enginn hjálp berist til eyjarinnar ágengari, hvers vegna enginn skakki leikinn. Útey 22. júlí er mjög ágeng mynd og var ekki laust við að beygur væri í gestum þegar þeir gengu inn í sýn- ingarsalinn. Frásögnin er blátt áfram og það ýtir undir þá tilfinn- ingu að áhorfandinn sé viðstaddur að engin tónlist er notuð í myndinni. Óreglulega heyrast skothvellir, stundum nokkrir í röð, stundum líð- ur drjúg stund á milli. Við töku myndarinnar var hátölurum stillt upp á tökustað og heyrast skothvell- irnir úr þeim (myndin var ekki tekin í Útey). Áhorfandinn fer ósjálfrátt að velta fyrir sér hversu nærri skothljóðin eru. Stundum eru þau svo nærri að maður hrekkur við. Skelfingin, óör- yggið og óvissan verður nánast áþreifanleg. Aðalleikarinn í myndinni, Andrea Berntzen, hafði litla reynslu af leik en það er ekki að sjá á hvíta tjaldinu þótt álagið hljóti að hafa verið mikið. Hún ber myndina uppi í hlutverki Kaju með mjög sannfærandi hætti og það hefur ekki verið auðvelt því að myndavélin er á henni nánast all- an tímann. Atriði þar sem hún talar við móður sína í síma og veit ekki betur en að það gæti orðið þeirra síð- asta samtal er mjög sterkt. Eins er auðvelt að lifa sig inn í sálarstríð hennar og angist þegar hún gerir upp við sig hvort hún eigi að fylgja vinum sínum í leit að skjóli eða stefna sér í hættu með því að fara að leita að yngri systur sinni, sem hún verður viðskila við í upphafi. Poppe gerir sér far um að hampa ekki ódæðismanninum. Tilgang- urinn er að sýna það sem ungmennin á Útey gengu í gegnum meðan á árásinni stóð. Velta má fyrir sér hvort fókusinn á myndinni sé of þröngur. Áhorfandinn fær aldrei svar við þeirri áleitnu spurningu hvers vegna engin hjálp barst í heilar 72 mínútur. Vissulega má ætla að í Noregi séu áhorfendur málinu svo kunnugir að þeir þurfi ekki á slíkum upplýsingum að halda, en ólíklegra er að áhorfendur í öðrum löndum viti af öllum þeim mistökum, sem gerð voru og ollu því að Breivik lék svo lengi lausum hala. Kvikmyndin Útey 22. júlí er sterk áminning um þann hrylling, sem hryðjuverkamenn á valdi haturs og öfga hverju nafni sem þær nefnast geta látið af sér leiða. Í greipum ógnarverksins í Útey Angist og skelfing Andrea Berntzen kemur hlutverki Kaju, sem reynir að komast undan í ringulreiðinni í árásinni á Útey, til skila með eftirminnilegum hætti. Bíó Paradís Útey 22. júlí bbbbn Leikstjóri: Erik Poppe. Leikarar: Andrea Berntzen, Aleksander Holmen, Brede Fristad og Elli Rhiannon Müller Osbourne. Noregur, 2018. Norska. 92 mínútur. KARL BLÖNDAL KVIKMYNDIR Listakonan Fanney Kristjáns Snjó- laugardóttir sem kallar sig Kjass fagnar fyrstu plötu sinni, sem nefn- ist Rætur, með útgáfutónleikum í Fríkirkjunni í kvöld kl. 20. Lág- stemmdir djasshljómarnir eru und- ir sterkum áhrifum frá þingeyskri sönghefð og passa afar vel með fyrsta kaffibolla á sunnudags- morgni eða til að ylja sér við á dimmu haustkvöldi,“ segir í til- kynningu. Listakonan að baki plöt- unni sótti sér menntun í djassi í Reykjavík á árunum 2011 til 2015. Kjass Fanney Kristjáns Snjólaugardóttir. Kjass fagnar Rót- um í Fríkirkjunni Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi Sími 535 4300 · axis.is Vandaðar íslenskar innréttingar Sundaborg 1 104Reykjavík 777 2700 xprent@xprent.is BANNER-UP STANDAR Ódýr og einföld leið til að kynna þína vöru.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.