Morgunblaðið - 13.09.2018, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 13.09.2018, Blaðsíða 72
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is www.ILVA.is laugardaga og sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30 NANOK motta. 100% ull. 140x200 cm. 44.900 kr. Nú 29.900 kr. 170x240 cm. 64.900 kr. Nú 44.900 kr. RÝMUM FYRIR NÝJUM VÖRUM 25-50% af völdum vörum Lýkur sunnudaginn 16. september Franska sópransöngkonan Véroni- que Gens syngur einsöng úr laga- flokknum Sumarnætur eftir Berlioz á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld kl. 19:30. Gens er fastagestur við óperuhús á borð við Covent Garden og Parísaróperuna. Nýjasti geisladiskur hennar var val- inn einn af diskum mánaðarins hjá tímariti Gramophone. Stjórnandi er Yan Pascal Tortelier. Véronique Gens syngur í Eldborg Hörpu í kvöld FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 256. DAGUR ÁRSINS 2018 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 641 kr. Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr. Pdf á mbl.is 6.173 kr. I-pad áskrift 6.173 kr. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir mun fara í úrtökumót í Bandaríkjunum í næsta mánuði. Mun hún þá freista þess að endurnýja fullan keppnis- rétt á LPGA-mótaröðinni banda- rísku, þeirri sterkustu í heimi. Ólafía mun leika í Norður-Karólínu en hún þekkir sig vel í ríkinu því þar var hún í háskóla á sínum tíma, Wake Forrest-skólanum. »1 Ólafía reynir að end- urnýja keppnisréttinn ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson tekur á móti Þórhalli Sigurðssyni, betur þekktum sem Ladda, í Saln- um í kvöld kl. 20.30 í tónleikaröð- inni Af fingrum fram. Laddi er ekki aðeins einn fremsti gamanleikari þjóðarinnar, heldur hæfileikaríkur laga- og textasmiður. Á tónleikum kvöldsins mun hann flytja lög úr eigin smiðju á borð við Búkollu, Austurstræti og Ég pant spila á gítar. Skipuleggjendur tónleikanna lofa því að grínið verði einn- ig á sínum stað. Laddi syngur og sprell- ar í Salnum í kvöld Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Eldur Árni Eiríksson, 15 ára grunnskólanemi og sjálf- skipaður „fiktsérfræðingur með skrúfa-allt-í-sundur- gráðu“, vakti mikla athygli á Facebook á dögunum þegar hann óskaði þar eftir því að fá öll möguleg raftæki gefins til að skrúfa í sundur og rannsaka. „Foreldrar mínir hafa bannað mér allt sem er spenn- andi eins og að skrúfa í sundur sjónvarpið, tölvuna, dvd- spilarann og leikföng systkina minna. Ég er því að pæla hvort einhvern langar til að gefa mér eitthvað skemmti- legt til að rannsaka. Öll raftæki sem ég kemst í,“ ritaði Eldur á síðu facebookhópsins Brasks og bralls og fékk heldur betur öflug viðbrögð en hann hefur nú þegar feng- ið gefins átta síma, tvær fartölvur, Playstation-leikjatölvu og tvö sjónvarpstæki. Áhuginn kom með föndri „Þessi áhugi kom fyrir svona tveimur til þremur árum. Þá fór ég að taka í sundur hluti hér heima; dótabíla og eitthvað því tengt. Mér fannst það skemmtilegt en líka vegna þess að mig vantaði plast til að föndra úr. Ég föndraði meðal annars stand fyrir heyrnartól handa sjálf- um mér því mig vantaði það,“ segir Eldur í samtali við Morgunblaðið. Þess má geta að þegar blaðamaður hafði samband við Eld var hann á leið í strætó með 60 tommu sjónvarp sem hann hafði fengið gefins eftir auglýsinguna. Hann segir að markmiðið með þessu fikti sé að opna hluti og sjá hvernig þeir virka. Ef þeir eru bilaðir reynir hann að komast að því hvernig hægt sé að laga þá og hef- ur sankað að sér ýmsum aukahlutum úr öðrum raftækj- um sem gætu mögulega leyst vandann. Hann fær hins vegar ekki leyfi til að vaða í öll raftæki því sum þeirra geta verið hættuleg. „Það sem mig langar rosalega að taka í sundur – en mamma mín er búin að þvertaka fyrir – er örbylgjuofn. Það er eitt í honum sem mig vantar og það er straumbreytirinn eða „high voltage generator“. Málið er bara að þeir eru allir stórhættulegir,“ segir Eld- ur og segir að hægt sé að fá öflugt rafstuð úr örbylgju- ofni. Skilaboð á fjögurra tíma fresti Eldur hefur sem fyrr segir fengið mjög góð viðbrögð við auglýsingu sinni og reynir nú að sækja sem flest raf- tæki. „Ég er alltaf að fá ný og ný tilboð, kannski eitt á fjögurra tíma fresti,“ segir Eldur. Spurður hvort hann vilji leggja þetta fyrir sig í framtíð- inni segir Eldur svo vera en markmið hans að loknum grunnskóla er að fara til Danmerkur og læra raffræði. Morgunblaðið/Árni Sæberg Á verkstæðinu Eldur segir að áhuginn á því að skrúfa hluti í sundur hafi kviknað fyrir nokkrum árum. Þráir að skrúfa ör- bylgjuofn í sundur  Eldur hefur fengið fjölda raftækja gefins til að fikta í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.