Morgunblaðið - 14.09.2018, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 14.09.2018, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2018 Rafport ehf • Auðbrekka 9-11 • 200 Kópavogur • Sími 580 1900 • rafport@rafport.is Merkivélarnar frá Brother eru frábær lausn inná hvert heimili og fyrirtæki Komdu og kíktu á úrvalið hjá okkur Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Þór Steinarsson thor@mbl.is „Stjórnvöldum ber að tryggja rétt þeirra barna sem sækjast eftir því að stunda nám í framhaldsskóla fram að 18 ára aldri,“ skrifar Salvör Nordal, umboðsmaður barna, í bréfi til mennta- og menningarmálaráðuneyt- isins þar sem hún óskar eftir svörum um það hvernig fræðsluskylda barna til 18 ára aldurs er tryggð í fram- kvæmd og hvernig réttur barna til að komast inn í og stunda nám í fram- haldsskólum er virtur. Í bréfinu vísar Salvör til stjórnar- skrárinnar og laga um Barnasáttmál- ann þar sem kveðið er á um rétt barna til grunn- og framhaldsskólamennt- unar. Þá vitnar hún til greinargerðar í frumvarpi því sem varð að lögum um framhaldsskóla frá 2008 þar sem fjallað er um fræðsluskyldu stjórn- valda til 18 ára aldurs. „Rökin fyrir því að kveða á um fræðsluskyldu fyrir börn á þessum aldri fremur en skólaskyldu voru að virða stigvaxandi rétt barna til að taka sjálfstæðar ákvarðanir um áframhaldandi nám eða starfsþjálfun. Ekki var þó ætlunin að gera minni kröfur til stjórnvalda þegar kemur að menntun barna á framhaldsskóla- aldri,“ skrifar Sal- vör. Í bréfinu seg- ir ennfremur að umboðsmanni barna berist reglulega ábend- ingar um mál barna á fræðslu- skyldualdri sem sækjast eftir því að halda áfram námi eftir að hafa áður hætt eða verið meinað um skólavist. Dæmi séu um að börn hafi tekið áfanga í fjarnámi frá öðrum skólum til að auka möguleika sína á að halda áfram námsgöngu sinni og sýna þann- ig áhuga á áframhaldandi námi. Umboðsmaður óskar eftir svörum frá ráðuneytinu um það hvernig fræðsluskyldan sé tryggð í fram- kvæmd og hvernig réttur barna til að komast inn í og stunda nám í fram- haldsskólum sé virtur. „Það sem við höfum áhuga á að vita er það hvernig ráðuneytið túlkar þessi lög, sérstaklega þegar kemur að þeim nemendum sem hafa, af ein- hverjum ástæðum, dottið úr skóla t.d. vegna námsárangurs eða skólasókn- ar, og hvaða skuldbinding er meðal framhaldsskólanna að veita þeim nemendum aftur skólavist ef þeir sýna áhuga á að snúa aftur í skóla,“ segir Salvör í samtali við Morgun- blaðið. „Við vitum auðvitað að það geta verið ástæður fyrir því að krökkum gengur illa að fóta sig í framhalds- skóla en vilja svo snúa aftur. Sam- kvæmt lögunum eiga þau rétt til þess. Fyrst um sinn erum við að leita eftir túlkun stjórnvalda og hvernig fram- kvæmdin hefur verið. Það er áhuga- vert að vita hvort skólar túlka þessi lög með mismunandi hætti í fram- kvæmd,“ bætir Salvör við. Umboðsmaður barna krefst svara  Umboðsmaður fær reglulega ábendingar um börn á fræðsluskyldualdri sem er meinað um skólavist  Dæmi um að börn taki áfanga í fjarnámi í öðrum skólum til að auka möguleika sína og sýna viðleitni Salvör Nordal Umferðarljós, sem stýra umferð gangandi fólks yfir gömlu Hringbrautina við Landspítalann, hefur laskast og lafir ljósabúnaðurinn niður. Þótt rauði karlinn standi á haus sinnir hann hlut- verki sínu. Gangandi vegfarendur sem þarna eiga leið um virðast enn setja traust sig á hann. Morgunblaðið/Eggert Rauði karlinn stendur á haus en sinnir sínu Áætlað er að kostnaður við breyt- ingar á borgarstjórnarsalnum í ráð- húsi Reykjavíkur verði 84 milljónir króna. Framkvæmdirnar standa enn yfir og eru vegna fjölgunar borg- arfulltrúa, viðhalds og nýs funda- umsjónarkerfis. Þetta kemur fram í svari skrif- stofu eigna og atvinnuþróunar við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins sem lagt var fram á fundi borgarráðs í gær. Breyta þarf borgarstjórn- arsalnum vegna fjölgunar borg- arfulltrúa úr 15 í 23. Borðum verður skipt út og sett upp fundaumsjón- arkerfi. Jafnframt er unnið að við- haldi sem áætlað er að kosti 22 millj- ónir. Unnið er að smíði nýrra borða sem kosta 28 milljónir og verið að setja upp fundaumsjónarkerfið sem kostar 34 milljónir. Borðin sem nú eru í salnum voru sett upp til bráða- birgða og á að nýta þau síðar í Tjarnarsal ráðhússins. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæð- isflokksins létu bóka af þessu tilefni að kostnaður við aðstöðu vegna fjölgunar borgarfulltrúa og breyt- ingar á sal ráðhússins væri umtals- verður. Heildarkostnaðurinn yrði meiri en 84 milljónir því eftir væri að tilgreina kostnað við skrifstofuað- stöðu borgarfulltrúa. Fjölgun lögum samkvæmt Borgaráðsfulltrúar meirihlutans bentu á að fjölgun fulltrúa væri kostnaðarsöm en minntu á að hún væri samkvæmt lögum frá Alþingi. Fjöldi kjörinna fulltrúa í Reykjavík, miðað við fjölda íbúa í borginni, ætti að vera á bilinu 23 til 31 en borg- arstjórn hefði ákveðið að miða við lægstu tölu til þess að draga úr rekstrar- og framkvæmdakostnaði vegna breytinganna. Breytingar kosta 84 milljónir  Umtalsverður kostnaður vegna fjölgunar borgarfulltrúa Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fundað Borðin eru til bráðabirgða. Stjórnarformaður N1 leggur áherslu á það að í endurskoðaðri starfskjarastefnu sem stjórnin er að leggja fram sé heimild fyrir stjórn til að greiða kaupauka en ekki skylda. Markmið starfs- kjarastefnunnar sé að tryggja að hagsmunir starfsmanna, stjórn- enda og stjórnar fari saman við langtímaárangur félagsins og lang- tímahagsmuni eigenda þess. Kemur þetta fram í bréfi sem Margrét Guðmundsdóttir, stjórn- arformaður N1, sendi 20 stærstu hluthöfum í gær vegna fréttaflutn- ings um starfskjarastefnuna. Hún notar tækifærið til að vekja athygli á því að við samruna N1 og Festis hafi stjórn félagsins ákveðið að fækka í yfirstjórn hins samein- aða félags, hætta að greiða sér- staklega fyrir setu í stjórnum dótt- urfélaga og að starfskjör forstjóra muni haldast óbreytt þrátt fyrir að hann taki nú við umtalsvert stærra fyrirtæki. Þá er nefnt að laun for- stjóra muni lækka um 17% á milli áranna 2017 og 2018, eins og til- kynnt var á aðalfundi. Fækkað í yfirstjórn sameinaðs félags undir merkjum N1 Veðurstofan fékk margar tilkynn- ingar í gærkvöldi um að jarðskjálfti hefði fundist á höfuðborgarsvæð- inu. Skjálftinn, sem varð klukkan 20.17, reyndist vera af stærðinni M4,1 með upptök suður af Bláfjöll- um. Nokkrir minni eftirskjálftar fylgdu. Veðurstofan tekur fram að engin merki séu um gosóróa. Skjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.