Morgunblaðið - 14.09.2018, Síða 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2018
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Árangur þinn í starfi fer nú ekki lengur
framhjá yfirmönnum þínum svo þú mátt eiga
von á umbun í einhverri mynd. Sýndu öðrum
samstarfsvilja.
20. apríl - 20. maí
Naut Það er svo margt að gerast, að þér finnst
þig skorta yfirsýn. Stöðvaðu hugsanir sem
gefa þér samviskubit eða minnimáttarkennd.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Takmark hjálpar manni að komast
áfram en ekki þarf að gera allt að takmarki. Þú
mátt ekki halda svo aftur af þér að þér verði
ekkert úr verki. Láttu þér ekki bregða við mót-
læti.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú hefur ákveðið að hreinsa upp vit-
leysuna eftir einhvern annan. Flýttu þér ekki í
neinu heldur ígrundaðu vel hvað þú tekur til
bragðs.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Gerðu það sem þú þarft að gera í dag en
leggðu áherslu á friðsælt andrúmsloft því þá
gengur allt betur. Gefðu fólkinu í kringum þig
það svigrúm sem það þarf.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Nú er upplagt tækifæri til þess að
ganga frá því sem þú hefur látið sitja á hak-
anum. Skoðaðu vandlega þau tilboð sem þér
hafa borist.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú hikar ekki við að taka málstað annarra
og færð tækifæri til þess að láta í þér heyra í
dag. Það er létt yfir þér og þú skemmtir þér vel
í vinnunni.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Hlutirnir gerast hraðar í kringum
þig en þér finnst þægilegt. Hafðu þetta í huga
og taktu mark á réttlátri gagnrýni. Þú tekur þig
á í skipulagningu og ferð yfir hindranir.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Það er engin ástæða til að láta
hugfallast, þótt það verkefni, sem þú fæst við,
reynist snúnara en þú áttir von á. Líttu á það
sem tækifæri til að læra eitthvað nýtt.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Láttu það ekki setja þig úr jafnvægi,
þótt eitt og annað gangi á í kringum þig. Láttu
því áhyggjurnar ekki hrannast upp heldur
gakktu strax í málin.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú ert upp á þitt besta og átt að
láta ljós þitt skína. Vinsældir þínar í einkalífi og
starfi eru miklar um þessar mundir og allir vilja
hafa þig með.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Láttu vera að ryðjast fram með hug-
myndir þínar núna. Skilningarvit þín eru svo
skörp að það er eins og þú getir lesið hugsanir
fólks.
Sigurlín Hermannsdóttir yrkir áLeir:
Frú Hallgerður bauð honum bús
og bláleita postulínskrús
hún rétti að Frissa
sem flissaði hissa:
„Mín kæra, nú drekkum við dús.“
Ég játa hreinskilnislega að ég
þekkti ekki orðið „bús“ og fékk
þessa skýringu í orðabók Eddu:
„slangur - áfengi“. Þá veit maður
það.
Það er komið hausthljóð í Ólaf
Stefánsson:
Friður yfir færist
fetar haustið nær.
Fuglum flugið lærist,
freistar úthafs blær.
Ferðaþráin færist á mig sjálfan
fiðringur, því bíður suðurálfan.
Jón Arnljótsson svarar honum og
segir:
Seiðir jafnan suðræn strönd,
er seggur óttast hríðina.
Ólafur heldur út í lönd
eftir gúrkutíðina.
Steinn G. Lundholm segir frá því
á Boðnarmiði að Ásta vinkona hans
hafi fengið þessa limru fyrir nokkr-
um árum:
Allgreind er Ásta á Grjótá
alls konar heyvinnu dót á.
Baslar við bú
af bjartsýni og trú
og hleypur um hagana fótfrá.
Ármann Þorgrímsson kvartar
undan því að hann sé að verða rugl-
aður á líkama og sál:
Alltof gamall er ég nú að verða
undir mér að fúna lappirnar
enn þó kemst ég allra minna ferða
en ekki skána hjá mér vísurnar.
Kristjana Sigríður Vagnsdóttir
gefur honum holl ráð:
Ef þú ert undir þessu lífi þjáður,
þarftu að loka á allt sem vont er hér.
Þú mátt ekki vera hörmum háður,
haltu þig hjá því sem langbest er.
Og Jón Hlöðver Áskelsson:
Drengur fagnaðu degi
sem draumur er gefinn þér.
Verkirnir mildast megi,
ver mjúkur! Sem nýstrokkað smjér.
En Höskuldur Búi Jónsson er
beinlínis uppörvandi:
Þó að líði lífs að vetri
liðið hafi fjölmörg ár.
Ármann verður bara betri
batnar líkt og viskítár.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Bús og hausthljóð
fyrir austan fjall
Í klípu
„ÞETTA ER SLÆMT. MEIRA AÐ SEGJA
TRYGGINGASALINN MINN VILL EKKI
HRINGJA TIL BAKA Í MIG.”
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„HVERNIG DIRFISTU AÐ SEGJA KONUNNI
MINNI AÐ ÞIÐ SÉUÐ AÐ FÁ YKKUR NÝJA
UPPÞVOTTAVÉL?“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að tala við
ljósmyndina af henni.
HEFUR ÞÚ EINHVERN TÍMANN AFREKAÐ
EITTHVAÐ SEM VAR ÞESS VIRÐI? BÍDDU…
SJÁÐU
BARA
HVERT ERT ÞÚ AÐ FARA?!
ÉG VEIT
ÞAÐ
EKKI
VIÐ VITUM BÆÐI AÐ ÞÚ ENDAR Á PÖBBNUM!
EKKI SEGJA
SVONA! ÉG
VIL LÁTA
KOMA MÉR Á
ÓVART!
Víkverji, sem er rökfastur eða -fösteftir því hvernig á það er litið,
átti í rökræðum við maka sinn um
viljaleysi makans við inntöku á lýsi.
x x x
Eftir áratuga sambúð áttar makiminn sig enn ekki á því að rök-
færslur mínar og góðfúslegar ábend-
ingar eru ekki einungis réttar heldur
líka til þess fallnar að veita okkur
betra líf. Víkverji er ekki að halla á
neinn með þessum orðum enda
hreykir Víkverji sér ekki upp, en
þegar heilsa er annars vegar er Vík-
verji fengsæll skipstjóri á skútunni.
x x x
Þar sem Víkverji er hugulsamurreynir hann af fremsta megni að
huga að þörfum maka síns þótt
vissulega geti dyntir hins helmings-
ins tekið á. En Víkverji er, eins og
lesendum föstudagsblaðsins ætti að
vera ljóst, hógvær í lýsingum á
mannkostum sínum.
x x x
Það er dýrt að kaupa lýsistöflur enþað er nauðsynlegt fyrir okkur
sem komin erum af allra léttasta
skeiðinu, sagði Víkverji varfærnis-
lega þegar hann hóf umræðuna að
morgni laugardags.
„Já,“ svaraði makinn, „er þá ekki
best að sleppa lýsinu og liðamíninu?“
„Nei, ekki á okkar aldri, það er
ekki skynsamlegt,“ svaraðiVíkverji.
„Nú, jæja, hvað er þá til ráða?“
„Við gætum tekið lýsi í fljótandi
formi og keypt ódýrara en jafnvirkt
vítamín fyrir liðina,“ sagði Víkverji
og staulaðist stífur upp úr stólnum
til að kanna lýsisbirgðir heimilisins.
„Mér finnst lýsi vont.“
Víkverji með sitt langlundargeð
svaraði rólega að fólk þyrfti stund-
um að gera fleira en gott þætti og
rétti lýsisflöskuna kurteislega en
ákveðið í átt að grjótfúlum mak-
anum.
„Ég ætla að taka lýsi á virkum
dögum og sleppa því um helgar,“
svaraði makinn fýldur.
Nú var Víkverja öllum lokið en
hann kann sig, nýtti rökhugsunina
og sagði við makann að það þýddi þá
ekkert fyrir hann síðar meir að
kvarta yfir beinþynningu um helgar.
vikverji@mbl.is
Víkverji
Hallelúja. Þakkið Drottni því að hann
er góður, því að miskunn hans varir
að eilífu.
(Sálm: 106.1)