Morgunblaðið - 14.09.2018, Side 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2018
vinnufyrirkomulagi og gera starfs-
umhverfi hjúkrunarfræðinga meira
aðlaðandi í breiðum skilningi.“
Páll segir mikinn niðurskurð eft-
ir hrunið hafa sett sitt mark á alla
starfsemi Landspítalans og áhrifa
þess gæti enn í dag. „Við burðumst
enn með hlass hrunsins eins og
margar aðrar stærri stofnanir, en
frá árinu 2013 hefur verið bætt í
framlögin til spítalans á ári hverju
sem er vel. Í fjárlögum næsta árs
fáum við síðan meiri fjármuni en
gert var ráð fyrir sl. vor þegar
fjármálaáætlun ríkisins til næstu
fimm ára var kynnt. Og svo allrar
sanngirni sé gætt þá munar einnig
um að auknum fjármunum verði
veitt til heilsugæslunnar og til
hjúkrunarheimila; slíkt léttir á
Landspítalanum því heilbrigðis-
kerfið er allt ein heild.“
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Rekstur spítalans verður áfram
talsverð áskorun þó svo að í fjár-
lagafrumvarpinu sé margt mjög já-
kvætt. Það er til dæmis mjög
ánægjulegt að
brugðist sé við
óskum okkar um
aukið rekstrarfé
í samræmi við
raunvöxt í starf-
seminni, sem
helgast einkum
og helst af þeirri
lýðfræðilegu
breytingu að
þjóðin er að eld-
ast. Áhrifin af slíku koma fljótt
fram í heilbrigðisþjónustunni,“ seg-
ir Páll Matthíasson, forstjóri Land-
spítalans.
Framlög ríkisins til reksturs
Landspítalans á næsta ári verða
71,3 milljarðar kr. skv. fjárlaga-
frumvarpi komandi árs eða 65,4
milljarðar að teknu tilliti til sér-
tekjuáætlunar, samanborið við 61,8
milljarða að teknu tilliti til sér-
tekna 2018. Þá verður 7,2 millj-
örðum króna varið til nýbygginga
sjúkrahússins við Hringbraut, en
þær framkvæmdir eru nú að hefj-
ast.
Aukavaktir eru dýrar
„Það er gott að sjá að Hring-
brautarverkefnið er fjármagnað.
Einnig er mjög jákvætt að aukið fé
fáist í göngudeildarstarfsemi okk-
ar, en þann þátt í starfseminni
hyggjumst við efla. Einnig verður
áfram auknum fjármunum varið í
viðhald bygginga og tækjakaup, en
hvort tveggja er afar mikilvægt.
Við fáum líka ákveðið fé til starfs-
mannamála, en mönnun, einkum í
hjúkrun, hefur lengi verið vanda-
mál á spítalanum,“ segir Páll og
heldur áfram:
„Við þær aðstæður þegar vantar
hjúkrunarfræðinga þá þarf að ræsa
út aukavaktir, sem bæði skapar
aukið álag og er dýrt. Þegar halla-
rekstur er á spítalanum þá er það
aðallega vegna dýrrar aukavinnu,
sem þó er óhjákvæmileg. Því höf-
um við verið að reyna að breyta
Fjárveitingar
fylgja raunvexti
Morgunblaðið/Eggert
Landspítali Framlög ríksins til sjúkrahússins verða 65,4 milljarðar kr. samkvæmt fjárlagafrumvarpi komandi árs.
Jákvætt fjárlagafrumvarp Göngu-
deildir efldar Hringbraut fjármögnuð
Páll
Matthíasson
Velkomin í okkar hóp!
Innritun og nánari upplýsingar
í síma 581 3730 og á jsb.is
Markviss, fjölbreytileg og öflug líkamsrækt
fyrir konur og stelpur sem tekur mið
af þörfum ólíkra hópa og skilar auknum krafti,
hreysti og vellíðan.
E
F
L
IR
/
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
Rétta
þjálfunin
sem veitir vellíðan!
Fjölbreyttir tímar frá
morgni til kvölds
Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is
Gámaleiga
Er gámur lausnin fyrir þig?
Við getum líka geymt gáminn fyrir þig
568 0100
stolpigamar.is
HAFÐU
SAMBAND
Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur
Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma
Framkvæmdastjóra Orku náttúr-
unnar hefur verið sagt upp störf-
um. Starfslokin tengjast „tilvikum
þar sem framkoma hans gagnvart
samstarfsfólki var óviðeigandi“
segir í fréttatilkynningu frá Orku
náttúrunnar.
Ákvörðun um uppsögn Bjarna
Más Júlíussonar var tekin á
stjórnarfundi sem boðað var til í
fyrradag til að ræða umrætt mál.
Orka náttúrunnar er dótturfyr-
irtæki Orkuveitu Reykjavíkur.
Bjarni Bjarnason, forstjóri OR,
sagðist í samtali við mbl.is í gær
ekki geta farið út í málsatvik.
Nánar spurður sagði hann að um
eitt tilvik hefði verið að ræða en
bætir því við að í vissum tilvikum
hefði verið almennur sam-
skiptavandi.
Er ekki þessi dónakarl
Starf framkvæmdastjóra Orku
náttúrunnar verður auglýst laust
til umsóknar. Þórður Ásmundsson,
forstöðumaður tækniþróunar, hef-
ur verið ráðinn til að gegna starf-
inu til bráðabirgða, að því er fram
kemur í tilkynningu fyrirtækisins
frá því í gær.
Bjarni Már viðurkenndi í sam-
tali við mbl.is í
gærkvöldi að
hann hafi gert
mistök í sam-
skiptum við
undirmenn sína
og segist iðrast
orða sem hann
notaði.
Hann segir
atvikið sem varð
til þess að hon-
um var sagt upp snúa að tölvu-
pósti sem hann sendi í vor til
kvenna í hjólaliði fyrirtækisins í
WOW-hjólreiðakeppninni.
Hann las þá frétt á vef Smart-
landsins, Hjólreiðar bæta kynlífið,
og sendi hana til kvennanna með
þeirri athugasemd að þetta hafi
hann grunað og merkt með bros-
karli. Hann hafi sent konunum af-
sökunarbeiðni á óviðeigandi tals-
máta daginn eftir.
„Ég kvaddi starfsfólk í morgun
og baðst afsökunar á því ef hefði
með orðfæri mínu sært ein-
hverja,“ segir Bjarni en bætir því
við að erfitt sé að sitja undir
þeirri mynd sem verið sé að mála
af honum. Hann sé ekki sá „dóna-
karl“.
Sagt upp vegna óvið-
eigandi framkomu
Bjarni Már
Júlíusson
Starf framkvæmdastjóra ON auglýst