Morgunblaðið - 14.09.2018, Side 4

Morgunblaðið - 14.09.2018, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2018 Menning ogmatur Fjölbreytt viðburðadagskrá Opið alla daga vikunnar. Viðburðardagatal á norraenahusid.is AALTOBistro Veður víða um heim 13.9., kl. 18.00 Reykjavík 10 skýjað Bolungarvík 6 skýjað Akureyri 7 alskýjað Nuuk 5 skýjað Þórshöfn 10 skýjað Ósló 15 léttskýjað Kaupmannahöfn 16 heiðskírt Stokkhólmur 15 léttskýjað Helsinki 15 skýjað Lúxemborg 15 skýjað Brussel 18 léttskýjað Dublin 15 skúrir Glasgow 14 skúrir London 18 heiðskírt París 17 skýjað Amsterdam 17 léttskýjað Hamborg 19 heiðskírt Berlín 15 súld Vín 27 heiðskírt Moskva 17 heiðskírt Algarve 24 léttskýjað Madríd 32 heiðskírt Barcelona 27 skúrir Mallorca 29 léttskýjað Róm 24 heiðskírt Aþena 24 léttskýjað Winnipeg 16 alskýjað Montreal 21 léttskýjað New York 23 alskýjað Chicago 17 þoka Orlando 31 heiðskírt  14. september Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:49 19:59 ÍSAFJÖRÐUR 6:50 20:07 SIGLUFJÖRÐUR 6:33 19:50 DJÚPIVOGUR 6:17 19:29 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á laugardag Vaxandi austan- og norðaustanátt, 10- 18 m/s undir kvöld, hvassast við S-ströndina. Skýj- að, en úrkomulítið fram á kvöld, en fer þá að rigna S- lands. Hiti 2 til 10 stig, mildast á Suðvesturlandi. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Dregur smám saman úr vindi og úrkomu NA-til. Hiti 5 til 13 stig að deg- inum, hlýjast syðst, en 1 til 6 stig SV-til í nótt. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Nærri tíu milljónir manna munu deyja af völdum krabbameins á þessu ári, samkvæmt spá sérfræðinga al- þjóðlegu krabbameinsrann- sóknastofnunarinnar (IARC). AFP greindi frá. Sérfræðingarnir vara við því að byrðin vegna krabbameins muni þyngjast þrátt fyrir betri for- varnir og að sjúkdómurinn greinist fyrr en áður. Því er spáð í skýrslu IARC að 18,1 milljón nýrra krabba- meinstilfella muni greinast á þessu ári. Það er talsverð aukning frá spá sem IARC gaf út fyrir sex árum. Þá var spáð 14,1 milljón nýrra tilvika og 8,2 milljónum dauðsfalla vegna krabbameins. Ein meginástæðan er fólksfjölgun, ekki síst eldra fólks. Einnig að þegar efnin aukast í fátæk- ari löndum fer fólk að temja sér áhættusamari lífsstíl. Lungnakrabbamein er nú aðal- ástæða dauðsfalla af völdum krabba- meins á meðal kvenna í 28 löndum. Bandaríkin, Ungverjaland, Dan- mörk, Kína og Nýja Sjáland eru á meðal landa þar sem ástandið er verst. Tóbaksreykingum er ekki síst um að kenna. Dregur úr dánartíðni í Evrópu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) gaf nýlega út skýrslu um heil- brigðismál í Evrópu. Þótt krabba- meinstilfellum hafi fjölgað í álfunni er dánartíðni vegna sjúkdómsins að lækka. Um 2,4% íbúa í 53 Evr- ópulöndum voru með krabbamein ár- ið 2014 og hafði fjölgað um 50% frá árinu 2000. Á Norðurlöndum var tíðni krabbameins tvöfalt hærri eða um 5% en einungis 1,8% í tíu ríkjum Sam- veldis sjálfstæðra ríkja (SSR). Þeirra á meðal eru Hvíta-Rússland, Georgía og Rússland. Tíðni krabbameins í löndum ESB var 2,8% árið 2013 og var hærri á meðal kvenna en karla. Nýjum brjóstakrabbameins- tilfellum fjölgaði um 30% á milli ár- anna 2000 og 2014 en þá greindust 110 ný tilfelli að meðaltali hjá hverj- um 100.000 konum. Tíðni nýrra til- fella var hærri á Norðurlöndum eða 175 á hverjar 100.000 konur árið 2014. Þótt að tíðni brjóstakrabba- meina hafi aukist hefur meðhöndlun sjúkdómsins einnig batnað. Dán- artíðni er einnig lægri eða 20 á hverj- ar 100.000 konur 2015 samanborið við 21,4 í ESB-löndum. Tíðni leghálskrabbameins hefur minnkað í ESB og var 12,5% lægri árið 2014 en árið 2000. Hins vegar hafði tilfellum í SSR fjölgað um 23% frá 2000 til 2014 og dánartíðni vegna sjúkdómsins var meira en tvöfalt hærri í SSR en í ESB árið 2014. Algengara á Grænlandi Dánartíðni vegna krabbameina var mun hærri á Grænlandi en annars staðar á Norðurlöndunum á árunum 1983-2014. Krabbameinstilfellum fjölgaði umtalsvert í Grænlandi á tímabilinu án þess að dánartíðnin hækkaði, að sögn Journal of Clinical Oncology. Laufey Tryggvadóttir, fram- kvæmdastjóri Krabbameinsskrár, sagði að sérstaða Grænlendinga varð- andi krabbameinstíðni sæist vel í nor- ræna gagnagrunninum NORDCAN, sem byggist á samvinnu norrænna krabbameinsskráa. Dánartíðni af völdum krabbameina er ennþá mun hærri í Grænlandi en annars staðar á Norðurlöndunum, þrátt fyrir að tals- vert hafi dregið úr tíðninni á und- anförnum árum. „Til dæmis er dánartíðni af völdum krabbameina í lungum og maga hjá körlum meira en tvöfalt hærri en hjá stallbræðrum þeirra á hinum Norð- urlöndunum,“ sagði Laufey. Tilfellum fjölg- ar en dánar- tíðni lækkar  Fólksfjölgun og lengri lífaldur skýra m.a. fjölgun krabbameinstilfella Morgunblaðið/ÞÖK Greining Þótt krabbameinstilfellum fjölgi í Evrópu dregur úr dánartíðni. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Það er brýn þörf á endurnýjun þess- ara bíla og þetta mál verður að leysa fljótt og vel,“ segir Birkir Árnason, formaður fagdeildar sjúkraflutn- ingamanna, í samtali við Morgun- blaðið og vísar í máli sínu til þess að búið er að fresta opnun útboðs vegna kaupa á allt að 25 sjúkrabílum um fjóra mánuði. Ekki hafa verið keyptir nýir sjúkrabílar frá árinu 2015. Samkvæmt fyrrgreindu útboði var miðað við að Sjúkrabílasjóður, sem er að hluta fjármagnaður af ríkinu og tekjum af sjúkraflutningum, stæði straum af kaupum á bílunum. Rauði krossinn á Íslandi segir sjóðinn hins vegar í sinni eigu og því geti ríkið ekki nýtt fjármuni þaðan til að greiða fyrir nýja sjúkrabíla. Birkir segir þá stöðu sem upp er komin alvarlega. „Ég er fulltrúi sjúkraflutningamanna í hóp sem var ráðgefandi í gerð útboðsins. Við eig- um fund með velferðarráðuneytinu eftir helgi. Þá verður staðan útskýrð nánar fyrir okkur,“ segir hann. Frestun útboðs mikið bakslag Magnús Smári Smárason er for- maður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS). Hann segir sjúkraflutningamenn ekki hafa fengið fullnægjandi skýr- ingar á því hvers vegna útboðsferlið sé stopp. Vonast hann eftir skýrum svörum sem allra fyrst. „Hópur sér- fræðinga hefur frá því í vor unnið að því hvernig best sé að endurnýja sjúkrabíla. Þetta er mikið bakslag,“ segir Magnús Smári og vísar til frestunar útboðsins. „Menn hafa núna svolitlar áhyggjur af framhald- inu og hvernig til tekst með tilfærslu á rekstri sjúkrabíla frá Rauða kross- inum og yfir á ríkið. Þetta er a.m.k. ekki góð byrjun.“ Aðspurður segir Magnús Smári mikið viðhald vera á núverandi flota. „Það er ekki hægt að slá því föstu að þetta séu hættulegir bílar því við- haldi er sinnt eins vel og hægt er. En það gefur augaleið að þessi tæki eru ekin neyðarakstur og slitna því hratt. Tíðni viðhalds eykst með ekn- um kílómetrum og traust á tækið minnkar,“ segir hann og bætir við: „Það skiptir miklu máli að þessi tæki séu endurnýjuð og að við fylgjum um leið nágrannalöndum okkar þeg- ar kemur að búnaði.“ Þá vonast ráðuneytið eftir því að hægt verði að afhenda nýja bíla fyrir lok næsta árs. Morgunblaðið/Eggert Neyðartæki Sjúkrabílar geta slitnað fljótt vegna mikillar notkunar og því er þörf á reglulegri endurnýjun flotans. Brýn þörf á endur- nýjun sjúkrabíla  Núverandi floti er viðhaldsfrekur að sögn formanns LSS „Það hefur verið frekar mikil endurnýjun á síðustu árum. Af u.þ.b. 80 sjúkrabílum eru um 35 þeirra frá árinu 2014 eða síðar, en auðvitað líður tíminn,“ segir Brynhildur Bolladóttir, upplýs- ingafulltrúi Rauða krossins á Ís- landi (RKÍ), og bætir við að á suðvesturhorni landsins megi finna viðhaldsfrekustu sjúkra- bílana. „Þar eru bílarnir eknir mest og höfum við t.d. þurft að fara í fyrirbyggjandi viðhald.“ Aðspurð segir hún dæmi þess að sjúkrabílar á þessu svæði séu eknir um og yfir 300.000 kílómetra. „Það er eitthvað sem við viljum alls ekki.“ Þá segir Brynhildur Rauða krossinn hafa viljað halda rekstri sjúkrabíla áfram, en fé- lagið hefur séð um rekstur sjúkrabíla á Íslandi í yfir 90 ár. Eknir yfir 300.000 km SJÚKRABÍLAR RKÍ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.