Morgunblaðið - 14.09.2018, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 14.09.2018, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2018 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Þrautirnar sem við þurfum að leysa í kepninni eru allar okkur kunnar úr daglegu starfi. Að rúlla út slöngum og gera þær upp er hluti af slökkvistarfi á vettvangi og hin atriðin æfum við reglulega. Að vera í góðu formi er af- ar mikilvægt fyrir slökkviliðsmenn enda æfum við stíft og á öllum stöðv- unum hér á höfuðborgarsvæðinu er líkamsræktaraðstaða sem við notum mikið,“ segir Ómar Ágústsson slökkviliðsmaður. Fyrirmynd frá útlöndum Á morgun, laugardag, verður á Varmá í Mosfellsbæ haldið Íslands- mót slökkviliða. Lengi tíðkaðist að slökkviliðs- og sjúkraflutningafólk af öllu landinu mættist á mótum sem þessum en nú verður í fyrsta sinn efnt til eiginlegrar slökkviliðskeppni. Fyrirmynd þessa kemur frá útlönd- um; víða um heim eru haldnir stórir íþróttaviðburðir fyrir slökkvilið, þar sem keppt er í greinum sem tengjast starfinu. Er þá notast við búnað sem er notaður af slökkviliðum við raun- veruleg verkefni. Fyrirkomulag keppninnar nú um helgina er að fyrst, eins og að framan greinir, rúlla keppendur út og gera upp slöngur. Svo þurfa þeir að bjarga og draga áfram 70 kílóa brúðu, eins og lifandi manneskja væri. Einn- ig bera tvo 25 kílóa froðubrúsa og vinna með sleggju. Allt eru þetta at- riði sem reyna verulega á þrek fólks og úthald – og þá er mikilvægt að koma vel undirbúinn til keppni. Verð- laun verða veitt í karla- og kvenna- flokki og hljóta sigurvegarar titlana Hraustasti slökkviliðsmaður og -kona Íslands 2018. Annar hluti af keppn- inni er svo sá að slökkviliðsmenn reyna með sér í fótbolta, kraftlyft- ingum og golfi, en mótið stendur yfir frá kl. 9 til 17 á laugardaginn. Sjálf slökkviliðskeppnin hefst kl. 13 og eru allir velkomnir. Jafnhliða henni eru á svæðinu leiktæki fyrir börn og fleira skemmtilegt. Þátttakendur víða að „Það er mikill áhugi meðal slökkviliðsmanna á þessari keppni. Héðan af höfuðborgarsvæðinu koma minnst 15 þátttakendur og svo eigum við von á mannskap frá Akureyri, Selfossi og Suðurnesjunum. Þetta verður afar skemmtilegt,“ segir Óm- ar Ágústsson, sem hefur verið í slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu frá 2015 og líkar vel. Rúlla út slöngum, draga brúðu og bera brúsana Morgunblaðið/Sigurður Bogi Slökkviliðsmenn Ómar Ágústsson, til vinstri, og Gylfi Jónsson sýndu tilþrif og takta á æfingu í gærmorgun.  Íslandsmót slökkviliða verður í Mosfellsbæ á laugardag Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • 595 0570 • Parki.is Margar gerðir af innihurðum Hjá Parka færðu gullfallegar innihurðir frá Grauthoff. Mikið úrval, sjón er sögu ríkari! Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! Margar gerðir af innihurðum Suðurhrauni 4210 Garðabæ | Furuvellir 3 600 Akureyri | Sími 575 8000 | samhentir.is Heildarlausnir í umbúðum og öðrum rekstrarvörum fyrir sjó- og landvinnslu u KASSAR u ÖSKJUR u ARKIR u POKAR u FILMUR u VETLINGAR u HANSKAR u SKÓR u STÍGVÉL u HNÍFAR u BRÝNI u BAKKAR u EINNOTA VÖRUR u HREINGERNINGAVÖRUR Allt á einum stað Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um óréttmæti málshöfðunar Al- þingis gegn ráð- herrum og afsök- unarbeiðni sem 15 þingmenn úr þremur flokkum leggja fram. Auk Sigmundar eru flutningsmenn hennar sex þing- menn Miðflokks- ins, sex þingmenn Sjálfstæðisflokks og tveir úr Flokki fólksins. Tillagan var lögð fram á síðasta þingi og er nú endurflutt óbreytt. Hún gengur út á að Alþingi álykti að rangt hafi verið að leggja fram tillögu til þingsályktunar um málshöfðun gegn ráðherrum hinn 28. september 2010 vegna pólitískra aðgerða eða að- gerðaleysis og er þar vísað til þings- ályktunar nr. 30/138. Einnig að rang- lega hafi verið staðið að atkvæða- greiðslu um tillöguna og rangt hafi verið að samþykkja hana. Viðkomandi ráðherrar verðskuldi afsökunarbeiðni vegna þessa frá hlut- aðeigandi aðilum. Kosið var um máls- höfðun vegna embættisfærslna fjög- urra ráðherra; Geirs H. Haarde forsætisráðherra, Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur utanríkisráðherra, Björgvins G. Sigurðssonar viðskipta- ráðherra og Árna M. Mathiesen fjár- málaráðherra. Sá eini sem samstaða náðist um að höfða mál gegn var Geir. Ekki tilefni til ákæru Í texta tillögunnar benda flutnings- menn m.a. á að niðurstaða landsdóms hafi sýnt að ekki hafi verið tilefni til ákæru. Samræmis við beitingu laga um landsdóm hafi ekki verið beitt því lögunum hafi ekki verið beitt í öðrum tilvikum er varði stjórnmálalegar ákvarðanir og aðgerðir sem stefnt hafi hagsmunum ríkisins í hættu. Þá hafi atkvæðagreiðsla um máls- höfðun borið merki um að niðurstaða um hverja skyldi ákæra hefði annað- hvort verið tilviljanakennd eða skipu- lögð eftir flokkspólitískum línum. Mikilvægt sé að árétta að dómsvaldi megi aldrei beita í pólitískum tilgangi. Í tillögunni segir ennfremur að lýð- ræðislegu stjórnarfari landsins standi ógn af því ef reynt sé að fá starfandi eða fyrrverandi stjórnmálamenn dæmda til fangelsisvistar vegna starfa sinna án þess að um hafi verið að ræða ásetning um brot. Alþingi álykti að máls- höfðun hafi verið röng  15 þingmenn vilja að Alþingi biðjist afsökunar á landsdómsmálinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.