Morgunblaðið - 14.09.2018, Side 21

Morgunblaðið - 14.09.2018, Side 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2018 ✝ Ólafur IngiJónsson fædd- ist í Reykjavík 1. september 1962. Hann varð bráð- kvaddur á heimili sínu að Heiðarbrún 6 í Keflavík 28. ágúst 2018. For- eldrar Ólafs eru Jón Ólafsson, f. 27.1. 1940, og Agnes Jónsdóttir, f. 26.6. 1945, búsett í Grindavík. Systir Ólafs er Ingunn Jóns- dóttir, f. 1964, og sonur hennar er Aron Smári. Eftirlifandi eiginkona Ólafs er Helga Jakobsdóttir, f. 19.6. 1962. Þau gengu í hjónaband á sumardaginn fyrsta árið 1986. Saman eiga þau þrjú börn: 1) Jón Gunnar, f. 1988, 2) Hjördís, f. 1989, gift Brynjari Frey Níels- syni, og þau eiga Ólaf Frosta, f. 2013, og 3) Eiríkur Ingi, f. 1999, kærasta hans er Sæunn Reynis- dóttir. Ólafur ólst upp í Grindavík og bjó þar uns hann hóf búskap með eiginkonu sinni í Keflavík. Hann var einstaklega mannblendinn maður og tvinnaði saman störf og félagslíf. Óli var mikill áhugamaður um störfin sín og síðar varð þetta Bláa lónið. Eftir að Ólafur flutti til Keflavíkur ár- ið 1983 hóf hann störf hjá Geisla rafverktökum og starfaði þar með öðrum störfum alla tíð. Ólafur hóf störf hjá Brunavörn- um Suðurnesja árið 1989. Hann byrjaði í varaliðinu og afleys- ingum, síðan varð hann slökkvi- liðs- og sjúkraflutningamaður í föstu starfi og varðstjóri. Hann var verkefnastjóri þegar hann lést. Óli hefur gegnt mörgum störfum fyrir liðið og naut þess ávallt að efla þekkingu sína í starfi. Hann var virkur félags- maður stéttarinnar og mikill talsmaður viðrunar samstarfs- manna. Ólafur leiðbeindi mörg- um slökkviliðsmönnum víða um land við að meta og ráða við eld- inn og þekkja eðli hans. Einnig kenndi hann mörgum almennum borgurum á öllum aldri hvað ber að varast og verjast þegar hætta steðjar að. Óli var nýbúinn að öðlast réttindi til að kenna skyndihjálp og fannst það frá- bær viðbót við þá alhliða þekk- ingu sem hann hafði til aðstoðar samborgurunum. Óli eins og allir kölluðu hann naut þess að fara á milli staða og spjalla, skjótast út í Flatey eða renna suðrúr. Að ferðast innan lands og erlendis var hans yndi eða bara njóta eða hvíla í faðmi fjölskyldunnar. Útför Ólafs Inga fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 14. september 2018, klukkan 13. kom það snemma í ljós. Hann byrjaði ungur að vinna fiskvinnslustörf í Grindavík. Ólafur byrjaði ungur í björgunarsveitinni Þorbirni í Grinda- vík og var félagi þar til dauðadags eða í 40 ár. Hann hélt ávallt trúnaði við sveitina og gegndi þar mörgum ábyrgðar- störfum. Þegar hann lést var hann í stjórn sveitarinnar, gjald- keri bátasjóðs og formaður Svæðisstjórnar á svæði 2 ásamt því að vera í Almannavarna- nefnd. Ólafur var rafvirki að mennt og starfaði við það að einu eða öðru leyti alla tíð. Hann lærði iðnina í Grindavík hjá þeim feðgum Helga og Herði og kom þar meðal annars að upp- byggingu Orkuversins í Svarts- engi. Á þeim tíma fóru Óli og vinnufélagar hans oft og böðuðu sig í affallsvatni sem var kísil- blandað, nokkuð heitt og rann út í hraunið við orkuverið. Þá þeg- ar var psoriasis-sjúkdómurinn farinn að láta á sér kræla en vatnið hafði undraverð áhrif á einkennin og gerði honum gott, Það er mikil gæfa að vera sam- ferða góðum vini í gegnum lífið. Nú kveðjum við góðan vin, Ólaf Inga Jónsson, sem varð bráð- kvaddur langt fyrir aldur fram. Óli var hluti af okkar vinahópi sem varð til fyrir um 35 árum í kringum fjallaferðir og náttúru- skoðun af ýmsu tagi. Vináttu- böndin urðu sterk og hópurinn hefur fylgst að í gegnum barna- uppeldi og aðrar áskoranir lífs- ins. Þegar horft er til baka streyma fram dásamlegar minn- ingar hvort sem er úr jeppaferð- um um hálendi Íslands um jökla, dali og fjöll, bátsferðum á Breiða- firði þegar Óli og Helga buðu okkur vinunum til dvalar í eyj- unni fögru, Flatey eða afslöppun í Toskana á Ítalíu. Óli var frábær ferðafélagi, léttur í lund en ekki síður traustur þegar eitthvað fór úrskeiðis. Björgunarsveita- maðurinn og slökkviliðsmaður- inn, Óli, sá til þess að allir, bæði börn og fullorðnir, gættu fyllsta öryggis og kæmu heilir heim úr ævintýraferðunum. Hvort tveggja í óbyggðaferðum og þeg- ar heim var komið sá svo tækni- maðurinn og rafvirkinn, Óli, til þess að allur tækjabúnaður í okk- ar eigu gengi eins og smurð vél. Hjálpsemi hans í okkar garð voru engin takmörk sett. Síðasta ferð vinahópsins var vel heppnuð ferð á Hornstrandir í júlí sem leið. Eins og venjulega var glatt á hjalla en Óli var ekki eins frískur og hann átti að sér að vera. En engum datt í hug að skömmu síðar yrði stórt skarð höggvið í hópinn með skyndilegu fráfalli hans. Við minnumst hans með sárum söknuði, hlýju og þakklæti. Hvíldu í friði, elsku vinur. Herborg og Guðjón, Jóhanna og Óli, Jóna og Jón Marinó, Katrín og Klemenz, Kristín og Eiríkur, Steina og Helgi. Í dag fylgi ég góðum félaga til hans hinstu hvíldar. Að kveðja svona einstakan mann er erfitt en Óli var þannig gerður að hann vildi allt fyrir alla gera og maður kom aldrei að tómum kofunum hjá honum, þegar maður leitaði til hans þá voru aldrei nein vandamál, vandamálin voru bara leyst. Okkar fyrstu kynni voru þegar ég sem unglingur vann í frysti- húsinu Stóru milljón en þá vann Óli þar sem rafvirki, þá strax kynntist maður því að alltaf var stutt í brosið og hláturinn hjá honum. Leiðir okkar Óla lágu síðan aftur saman hjá Brunavörnum Suðurnesja fyrir tuttugu árum og endaði sú vegferð því miður allt of snemma. Sem slökkviliðs- og sjúkra- flutningamaður var Óli hafsjór af fróðleik og kenndi hann mikið, þá sérstaklega fyrir Brunamálaskól- ann út um allt land. Það eru því fáir slökkviliðsmenn sem ekki þekktu Óla. Stórt skarð er höggvið í stétt slökkviliðs- og sjúkraflutninga- manna. Þegar við Sigurður Lárus tók- um ákvörðun um að opna slökkvi- liðsminjasafnið var oft leitað til Óla, hvort sem það var rafmagns- tengt eða að opna og sýna gestum safnið var hann alltaf boðinn og búinn. Fyrir hans hlutverk í safn- inu verðum við ævarandi þakk- látir. Elsku Óli, þínu síðasta útkalli er lokið og megir þú hvíla í friði. Elsku Helga og fjölskylda, missir ykkar er mikill og megi Guð veita ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Ingvar Georgsson. „Heldur þú að þetta sé hægt?“ spurði Óli. Svo heyrðist langur og dillandi hlátur í honum og tillaga kom um að gera hlutina á allt annan hátt. Þessi staða kom oft upp þegar ég var að reyna að leggja rafmagn. Ólafur Ingi, eða Óli eins og hann var kallaður, var lausnamiðaður og hafði unun af því að leiðbeina og kenna. Það átti við um allt sem hann kom ná- lægt, hvort sem það var rafmagn, öryggismál eða einhver tækni- lausn sem tengdist snjallsímum. Óli sá meðal annars um eldvarnarnámskeið við Lyfja- fræðideild Háskóla Íslands í mörg ár. Það var gaman að fá hann til að kenna því hann tók öll- um vel og var óendanlega þolin- móður við nemendur og starfs- menn. Ef einhver var óöruggur eða hræddur við að nálgast eld gaf hann sér góðan tíma til að út- skýra aðstæður og leiðbeindi síð- an viðkomandi þannig að hann eða hún þorði að yfirstíga óttann. Hann smitaði frá sér gleði og hlýju, sem oft varð til þess að nemendur vildu frekar standa og spjalla við hann eftir að tíma lauk, en að fara í næsta tíma. Óli var góður vinur og með ein- dæmum hjálplegur. Þegar maður kvabbaði á honum með aðstoð við raflagnir eða annað fannst hon- um ekkert skemmtilegra en að sjá mann reyna að leysa vandann sjálfur og svo kom hann og gaf manni ábendingar, skammir eða hrós eftir því sem við átti með greinargóðum útskýringum. Eitt var Óli alltaf til í, en það var að fá sér kaffibolla og svo var sest niður og spjallað. Og ekki fúlsaði hann við því að setjast við matarborðið með okkur. Einu sinni var ýmiss konar álegg á borðum og leist Óla vel á úrvalið. Til að auðvelda sér valið var bara öllu, hvaða nafni sem það nefnd- ist, staflað snyrtilega hverju ofan á annað á einni og sömu brauð- sneiðinni. Óli var nefnilega prakt- ískt þenkjandi og vissi að allt myndi þetta enda í sama magan- um. Nú er stórt skarð komið í vina- hópinn. Við eigum eftir að sakna gleðinnar sem fylgdi Óla, hláturs- ins, umhyggjunnar og öllu því sem hann deildi með okkur. En eftir mun lifa minning um góðan dreng sem reyndist okkur hlýr og traustur vinur. Við vottum Helgu eiginkonu Óla, börnum þeirra, tengdabörn- um og barnabarni, ásamt foreldr- um hans, systur og öðrum ástvin- um, okkar innilegustu samúð. Sveinbjörn og Linda. Við viljum minnast Ólafs Inga Jónssonar, samstarfsmanns okk- ar og félaga í hópi leiðbeinenda við Brunamálaskólann, með nokkrum orðum. Óli var góður vinur og traustur félagi, hvers manns hugljúfi. Óli var vinmargur og var gott að leita til hans. Það var sama hvar Brunamálaskólinn kom, allir þekktu Óla, enda heillandi, traustur og hlýr maður. Óli var slökkviliðsmaður af lífi og sál og hafði mikinn áhuga á öllu sem sneri að björgunarstarfi. Hann var vel að sér í þessum mál- um og leitaði víða til þess að afla sér aukinnar þekkingar. Kennsla var Óla hugleikin, þar naut hann sín og hafði mikinn áhuga á og unun af að miðla af þekkingu sinni til slökkviliðs- manna um land allt. Hann tók virkan þátt í að byggja upp fræðslu fyrir Brunamálaskólann, var skipulagður, öruggur og einn af virkustu leiðbeinendum skól- ans. Öll höfum við átt þess kost að ferðast með Óla, bæði innan lands við fræðslu á vegum Bruna- málaskólans og til útlanda að afla okkur aukinnar þekkingar. Í góðra vina hópi var hann ómissandi félagi, hvort heldur sem var vegna þekkingar og reynslu sem hann var alltaf til- búinn að miðla af eða smitandi létts lundarfars. Hans verður sárt saknað í okkar hópi. Um leið og við kveðjum þenn- an ágæta félaga okkar og vin sendum við fjölskyldu hans okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. F.h. leiðbeinenda við Bruna- málaskólann, Bernhard Jóhannesson, Elísabet Pálmadóttir, Georg Arnar Þorsteinsson og Pétur Valdimarsson. Góður drengur er genginn og þótt kynni okkar hafi verið stutt þá voru þau afar góð. Það er harmur kveðinn að eiginkonu og börnum við skyndilegt fráfall fjölskylduföður. Fleiri sakna hans, samstarfsmenn í Bruna- vörnum Suðurnesja, heilbrigðis- starfsmenn, björgunarsveitar- fólk og lögreglumenn sem áttu gott samstarf við Ólaf. Þegar undirritaður kom til starfa á Suðurnesjum fyrir fjór- um árum lágu leiðir okkar nafnanna skjótt saman eðli máls samkvæmt. Framámaður í björg- unarsveitum og lykilmaður í slökkviliði og almannavörnum og lögreglustjóri áttu að sjálfsögðu oft saman að sælda. Verkefni beggja voru samofin þótt nálgun- in væri ekki ávallt sú sama. Sam- starfið var gott, afar gott. Þegar á reyndi í útkalli vegna brýnna verkefna var nafni ávallt til stað- ar, traustur eins og klettur, bjó að yfirgripsmikilli þekkingu og úrræðagóður. Ólafur Ingi var fæddur hinn 1. september 1962. Eiginkona hans var Helga Jakobsdóttir og áttu þau tvo syni og eina dóttur. Ólafur var uppalinn í Grindavík, sannur Suðurnesjamaður. Öðrum er sjálfsagt tamara að rekja ævi hans, en hann var skip- aður í varalið Brunavarna Suður- nesja 1989, leysti af fyrstu árin en hlaut fastráðningu 1997. Nafni gegndi ýmsum stöðum innan Brunavarna Suðurnesja, var ráðinn þjálfunarstjóri árið 2000, varðstjóri 2005 og 2007 varð hann verkefnastjóri við eld- varnareftirlit. Að auki kenndi hann um margra ára skeið við Brunamálaskólann. Nafni naut mikils trausts. Öllum ber saman um að hann var bóngóður með afbrigðum er eftir var leitað og var ávallt reiðu- búinn að hjálpa og leggja sitt lið eftir fremsta megni og það var umtalsvert. Fróðari mann um allt sem sneri að björgunarsveitum og slökkviliðum er erfitt að finna. Ólafur var alla tíð mikill björg- unarsveitarmaður og gekk til liðs við Björgunarsveitina Þorbjörn í Grindavík ungur að árum og vann með henni alla tíð og átti sæti í stjórn Almannavarna Suð- urnesja, var þar fulltrúi björgun- arsveita. Nafni var spaugsamur og heilsaði undirrituðum ævinlega með orðunum „Velkominn á fætur nafni“. Tími dags skipti engu. Kveðjan vandist skjótt. Það var gott að ræða við hann öll þau mörgu og flóknu málefni er snertu sameiginlegan vettvang okkar. En nafni var vel heima í ýmsu. Skömmu áður en hann kvaddi svo skyndilega höfðum við rætt heimsókn hans til Aðalvíkur í sumar. Enn kom í ljós hve athugull og skýr hann reyndist. Hans er sárt saknað. Eigin- konu, börnum og öðrum aðstand- endum sem nú eiga um sárt að binda eru sendar samúðar- kveðjur. Að lokum er nafna þakkað samstarfið og góð kynni og er mælt fyrir hönd lögreglunnar á Suðurnesjum. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Fallinn er frá langt fyrir aldur fram kær vinur og samstarfs- félagi til áratuga, Ólafur Ingi Jónsson. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Ólafur gegndi starfi fyrir Brunavarnir Suðurnesja bs. frá árinu 1989 og var fyrstu árin í sumarafleysingum en var ráðinn í fasta stöðu árið 1997 og hefur á þeim tíma gegnt ýmsum störfum, s.s. slökkviliðs- og sjúkraflutn- ingsmanns, stöðu þjálfunar- stjóra, varðstjóra, eldvarnaeftir- litsmanns en var í stöðu verkefnastjóra í eldvarnareftirliti þegar hann lést. Ólafur Ingi, eða Óli eins og hann var alltaf kallaður, var einn fjölhæfasti maður sem ég hef starfað með, mikill fagmaður í öllu sem snéri að starfi hans fyrir BS og því sem snéri að björgun- arsveitum og það voru ófáir sem nutu krafta hans þegar raf- magnsvandamál komu upp. Það var lýsandi fyrir Óla að hans starfsvettvangur og ævi- starf var í þágu okkar samfélags, sem slökkviliðs- og sjúkraflutn- ingamaður og sem björgunar- sveitarmaður, þá var hann í stjórn Almannavarna Suðurnesja fyrir hönd svæðisstjórnar björg- unarsveita. Það var leitun að eins hjálp- sömum manni og Óli var, þá gilti einu hvort það þyrfti að leysa ein- hver mál fyrir BS eða einstak- linga úti í bæ, alltaf var hann reiðubúinn til þess að hjálpa og leysa þau mál sem upp komu. Því fylgir söknuður og eftirsjá þegar litið er yfir farinn veg og leiðir skilur með þessum hætti, menn á besta aldri falla frá löngu fyrir aldur fram. Þar fór góður drengur sem hafði mikið til mál- anna að leggja. Það er skarð fyrir skildi í okk- ar röðum við fráfall Óla sem verð- ur vandfyllt. Ég vil fyrir hönd Brunavarna Suðurnesja bs. votta Helgu, börnum þeirra og öðrum að- standendum okkar dýpstu sam- úð, megi guð styrkja ykkur í þessari miklu raun. Jón Guðlaugsson slökkviliðsstjóri. Ólafur Ingi Jónsson minnsta kosti fyrsta árið að fullu og hjá ömmu bjuggu þær saman þrjár. Næstu árin eftir það að- stoðaði hún enn við að ala stelpu- barnið upp þar til við hittumst í hinsta sinn. Amma var ekki einungis eins og mín önnur móðir, heldur var hún einnig frábær vinkona og einstök amma. Amma rifjaði reglulega upp minningar frá því að við mæðgurnar bjuggum hjá henni, og nefndi helst þegar ég var óróleg í maganum, og hún gekk með mig um gólfin og söng „þá var enginn grátur og þú horfðir upp til ömmu með stóru augunum þínum“. Við amma höfum brallað mikið saman í gegnum tíðina. Þegar hún var hjá okkur gisti ég uppí hjá henni og hún las yfirleitt fyrir mig úr stóru ævintýrabókinni og það gerði hún án þess að anda á milli og mér fannst það svo of- boðslega fyndið. Eftir að ég lærði að lesa las ég alltaf tvær blaðsíð- ur fyrir hana fyrir svefninn. Við settum svo á okkur handáburð, fórum saman með bænirnar, sofnuðum í faðmlagi hvor annarr- ar og ég naut þess að vera í hlýj- um ömmu faðmi og finna góða ömmulykt. Ég var alla tíð dugleg að fara í heimsókn til ömmu og á ég góðar minningar af þeim öllum. Á menntaskólaárum mínum var ég mikið hjá henni ömmu, þar sem hún bauð mér reglulega í kvöld- mat, vildi svo ekki að ég færi þeg- ar kom að því að kveðja, svo hún bauð mér oftast að gista. Ég þáði það að sjálfsögðu í hvert sinn, þar sem mér fannst hvergi annars staðar betra að vera en hjá ömmu. Eftir að amma veiktist leitaði ég enn afskaplega mikið til henn- ar, og gerði enn til þess dags er við hittumst í hinsta sinn. Ég saknaði ömmu svo ótrúlega oft eftir að ég flutti að norðan, að ég fór norður eins oft og ég hafði tök á til þess að fá eins og eitt eða tvö ömmuknús. Sama hvar ég var í heiminum var hugur minn alltaf hjá ömmu. Hjá ömmu var nefnilega aldrei hægt að líða illa. Ef það var mikið álag á mér dugði að fara til ömmu í smá stund, því hlýja brosið hennar ömmu og faðmlagið var nóg til þess að gefa mér orku fyr- ir næstu mánuði, ef ekki meira. Við áttum alltaf auðvelt með að grínast og hlæja, enda áttum við svo einstaka tengingu að ég get engan veginn lýst henni með orð- um, svo dýrmætt var samband okkar. Eitt augnaráð og við brostum til hvor annarrar. Við áttum hvor aðra að, ég og hún, og alltaf vor- um við jafn ánægðar í hvert sinn sem við hittum hvor aðra, þá voru fagnaðarfundir. Ömmu þótti kveðjustundirnar við okkur mæðgur alltaf erfiðar. Nú skiljast leiðir okkar, elsku amma mín, annar túlípaninn hef- ur dafnað og hinn þarf að læra að vaxa einn. Þér vil ég þakka fyrir svo ótrúlega margt. Þú ólst mig upp og siðaðir mig til. Ég mun passa að vera ekki með bera bringuna, halda jólin ávallt hátíð- leg, hafa kveikt á kertum, klæð- ast oftar rauðu og naga ekki negl- urnar. Þú ert og verður mér allt, amma mín. Sendi góðan koss, þín Ástdís. Kveðja frá tvíburasystur. Ærið er bratt við Ólafsfjörð, ógurleg klettahöllin; teygist hinn myrki múli fram, minnist við boðaföllin; kennd er við Hálfdan hurðin rauð, hér mundi gengt í fjöllin; ein er þar kona krossi vígð komin í bland við tröllin. (Úr Áföngum Jóns Helgasonar)  Fleiri minningargreinar um Ingibjörgu Friðriku Helgadóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.