Morgunblaðið - 14.09.2018, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2018
Guðfinnur Helgi Þorkelsson, deildarstjóri hjá Brimborg, fagnar40 ára afmæli sínu í dag. Hjarta Guffa er eins og hjá öðrumskipt í fjögur hólf. Eitt hólf fyrir Langanesið, eitt fyrir Liver-
pool, eitt fyrir Fjölni og að lokum eitt fyrir fjölskyldu og vini.
Guffi er mikill fjölskyldumaður og sannarlega vinur vina sinna,
sinnir þessum hlutverkum betur en flestir. Hann er einkar lunkinn við
að koma vinum sínum og fjölskyldu á óvart á afmælisdögum nú eða
bara þegar hann langar og leggur sig þar allan fram við að gera dag-
inn ógleymanlegan.
Fjölnishólfið er fyrirferðarmikið og er Guffi í mörgum ráðum og
allt í öllu á heimaleikjum liðsins. Hann missir ekki af leik hjá börn-
unum sínum og stendur á hliðarlínunni í öllum veðrum og hvetur þau
áfram. Hann heldur svo viðeigandi töflufundi með þeim eftir leik,
stundum við misjafnar undirtektir.
Liverpool á stóran sess í lífi Guffa, líka þegar illa gengur og vinir og
vinnufélagar gera honum lífið leitt. Hann talar ekki um Liverpool
heldur segir „við“ eða „okkur“ þegar liðið berst í tal.
Þórshöfn á Langanesi er uppeldisstaður Guffa, stundum nefndur
nafli alheimsins. Þaðan á Guffi margar góðar og dýrmætar minn-
ingar. Að sögn Guffa finnst ekki fallegri staður á Íslandi. Þar má finna
bestu pítsur í heimi, fallegan ,,lystigarð“ og besta loft sem hægt er að
anda að sér. Honum finnst að allir ættu að sækja Langanesið heim.
Guðfinnur er giftur Jóhönnu Þorkelsdóttur, kennara í Húsaskóla í
Grafarvogi. Börn þeirra eru Guðrún Helga 16 ára og Þorkell Máni 11
ára.
Æðsta ósk Guffa á afmælinu var að horfa á fótboltaleik í kvöld.
Fjölskyldan Frá vinstri: Þorkell Máni, Jóhanna, Guðrún Helga og
Guffi við útskrift Guðrúnar Helgu úr grunnskóla í vor.
Allir ættu að sækja
Langanesið heim
Guðfinnur Helgi Þorkelsson er fertugur
M
arinella Ragnheiður
Haraldsdóttir fædd-
ist í Sandgerði 14.9.
1933 og ólst þar upp
í Uppsölum í hópi
fimm bræðra. Hún gekk í Sandgerð-
isskóla fram yfir fermingu, þegar fjöl-
skyldan flutti til Reykjavíkur, stund-
aði hún nám í Námsflokkum Reykja-
víkur og við Húsamæðraskólann.
Marinella vann ýmis störf á æsku-
árum, s.s. í Leikfangagerð Ásgeirs í
Þingholtunum og í Mjólkurstöð
Reykjavíkur og í Gardínuversluninni
Álnabæ um árabil.
Árið 1963 stofnuðu þau hjón, Jón
og Marinella, ásamt foreldrum henn-
ar, útgerðarfélagið Sjólastöðina og
síðar Sjólaskip, sem fjölskyldan rak í
44 ár.
Marinella hefur alla tíð verið mikil
fjölskyldumanneskja, frændrækin og
glaðsinna. Hún lærði ung á gítar og
kenndi sveitungum sínum í Sand-
gerði. Í Reykjavík tók hún þátt í
starfi Íþróttafélags kvenna sem
stjórnað var og stofnað af frænku
hennar, Fríði Guðmundsdóttur.
Marinella hefur tekið þátt í kóra-
starfi frá stofnun Kvennakórs
Reykjavíkur 1994 og syngur nú í kór
eldri borgara í Hafnarfirði, hjá Krist-
jönu Ásgeirsdóttur. Hún er meðlimur
í Inner Wheel í Hafnarfirði og tók
þátt í starfi Rauða krossins um árabil.
Ferðalög og útivera hafa átt sinn
sess í lífi fjölskyldunnar. Sumarhúsið
í Húsafelli var unaðsreitur sem alltaf
mátti hlúa að. Þau hjón fóru í eftir-
minnilegar heimsferðir með Ingólfi
Guðbrandssyni, m.a. til Balí og
Marinella Ragnheiður Haraldsdóttir húsfreyja – 85 ára
Ljósmynd/Jón Svavarsson
Marinella með börnunum sínum Talið frá vinstri: Guðmundur, Ragnheiður, afmælisbarnið, Berglind og Haraldur.
Söngelsk og lífsglöð
Ljósmynd/Barbara Birgis
Hjónin Marinella og Jón, þau unnu mikið saman en hann lést árið 2002.
Ólafur Björn Þorbjörnsson skipstjóri eða Óli Björn, eins og hann er oftast kallaður,
á 70 ára afmæli í dag.
Óli Björn er fæddur og uppalinn á Hornafirði, sonur Þorbjörns Sigurðssonar, f. 7.2.
1918, d. 16.4. 1988, og Ágústu Margrétar Vignisdóttur, f. 4.8. 1923, d. 31.5. 2015. Óli
Björn fór í Stýrimannaskólann og útskrifaðist þaðan 1968. Eiginkona Óla Björns var
Sigurbjörg Karlsdóttir húsmóðir, f. 22. júlí 1952, en hún lést 5.6. 2017.
Þau eiga fimm uppkomin frábær börn, þau eignuðust fjögur börn saman en Óli
Björn átti eina stúlku fyrir. Börnin eru: Þórunn bankastarfsmaður, f. 1968, Sigurður
skipstjóri, f. 1973, Karl Guðni, f. 1974, Bylgja, f. 1980, og Bára Sigurbjörg, f. 1985.
Barnabörnin eru orðin 15 talsins.
Óli Björn byrjaði snemma á sjónum og er búinn að vera skipstjóri síðan 1970, fyrst
á Sigurfara SF, svo á Gissuri hvíta SF en síðan 1972 skipstjóri á eigin bát, Sigurði
Ólafssyni SF 44.
Útgerðin Sigurður Ólafsson ehf. var stofnuð 11. maí 1972 af Óla Birni og Sig-
urbjörgu, Óskari Guðmundssyni og konu hans Laufeyju Óskarsdóttur og Baldri
Bjarnasyni vélstjóra og er enn starfandi.
Árnað heilla
70 ára
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is
Ekki bara jeppar
2013
- 2017
ota, Hyundai, Nissan,
, og fleiri gerðir bíla
ER BÍLLINN ÞINN
ÖRUGGUR
Í UMFERÐINNI?
Varahlutir í...