Morgunblaðið - 14.09.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.09.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2018 Framboðsfrestur Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu í VR við kjör fulltrúa félagsins á 43. þing Alþýðusambands Íslands 2018. Kjörnir verða 87 fulltrúar og 30 til vara. Framboðslistar ásamt meðmælum 300 fullgildra félagsmanna þurfa að hafa borist kjörstjórn á skrifstofu VR, Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, fyrir kl. 12.00 á hádegi, föstudaginn 21. september næstkomandi. Kjörstjórn VR VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | SÍMI 510 1700 | WWW.VR.IS Reykjavíkurborg ákvað fyrirnokkrum árum að ráðast í það að breyta Hlemmi í Mathöll. Hug- myndin þótti mörgum skemmtileg, en nokkuð dýr fyrir útsvarsgreið- endur, eða 107 milljónir króna.    Borginsló samt til, en allmörgum hamars- höggum síð- ar hafði kostnaður- inn þrefald- ast og var kominn í 308 milljónir króna.    Í svari borgarinnar við fyrirspurnsjálfstæðismanna í borgarstjórn kom fram að unnið hefði verið „þrekvirki“ á Hlemmi. Það er hverju orði sannara.    En sjaldan er ein báran stök. ÍNauthólsvík er gamall braggi og fyrir tveimur árum ákvað borg- in að gera hann upp fyrir 41 milljón króna.    Ýmsum þótti vel í lagt, en metn-aður borgarinnar fyrir hönd braggans óx þó hratt og gerð var kostnaðaráætlun sem hljóðaði upp á 158 milljónir króna.    Hamrarnir fóru á loft eins og áHlemmi og fyrr en varði var kostnaðurinn kominn í litlar 415 milljónir króna. Því er nú haldið fram að dýrasti braggi veraldar sé í Nauthólsvík.    Hvernig sem því víkur við þá erljóst að tíföldunin á kostn- aðinum við braggann slær við þre- földuninni á kostnaðinum við Hlemm, en hvort tveggja er vita- skuld þrekvirki og það jafnvel þús- undfalt. Þrekvirki STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Vísbendingar eru um að margir stúdentar reyni að bregðast við álagi vegna námsins með því að taka lyf. Þannig sögðust tveir háskólanemar af fjórum sem Jana Rós Reyn- isdóttir ræddi við í verkefni sínu í fréttamennsku og veðmiðlun við Há- skóla Íslands hafa notað Concerta til að ná einbeitingu og geta vakað lengur fyrir próf. Concerta er örv- andi lyf sem notað er í meðferð við athyglisbresti með ofvirkni. Í hinum tveimur viðtalanna kom fram að viðkomandi þekktu ein- hvern eða einhverja sem gerðu slíkt hið saman, að því er fram kemur í frétt á vef Lyfjastofnunar. Rúmlega tvítug kona, sem fékk dulnefnið „Margrét“, segir lyfja- notkun af þessu tagi töluverða, einn- ig í menntaskólum. 27 ára karl- maður, „Hjalti“, segist nota Concerta í prófundirbúningi. Hann taki lyfið fimm til sex sinnum á með- an á próftörn stendur því lyfin hjálpi honum að læra mikið á skömmum tíma. Hann segist verða þreyttur 12 til 14 tímum eftir að hann tekur lyfið og þegar áhrif þess dvína verði hann úrvinda. Að því er fram kemur í fréttinni telur „Hjalti“ Concerta ekki vera töfralyf en það hjálpi sér á síðustu metrunum þegar hann er að falla á tíma við lok skilafrests eða þegar mjög stutt er í próf og hann þarf að lesa mikið efni. helgi@mbl.is Nota örvandi lyf við lestur fyrir próf  Vísbendingar um að margir stúdentar noti lyf til að bregðast við álagi Pillur Notuð eru lyfseðilsskyld lyf. Hótel Varmaland í Borgarfirði hefur skipt um eigendur. Framkvæmdum við að breyta húsmæðraskóla í hótel var ekki lokið þegar þær stöðvuðust síðastliðið sumar. Nýir eigendur hyggjast opna hótelið á fyrsta fjórð- ungi næsta árs. Kaupandi er Meiriháttar ehf., fyr- irtæki Þóris Garðarssonar og Sig- urdórs Sigurðssonar sem ráku rútu- fyrirtækið Allrahanda og stjórna nú ferðaþjónustufyrirtækinu Gray Line, í gegn um dótturfélagið Varmaland ehf. Þórir staðfestir að þeir hafi keypt eignina af fyrirtæki Benedikts Kristinssonar, eiganda ferðaskrifstofunnar Vulkan Resor í Svíþjóð. Fyrirtæki á hans vegum fékk lóð fyrir hótel í Vík í Mýrdal en framkvæmdir eru ekki hafnar. Framkvæmdir við hótelið á Varmalandi eru langt komnar. Þórir segir að verktakarnir byrji fljótlega á lokafrágangi. Stefnt sé að því að opna snemma á næsta ári. 61 herbergi verða í hótelinu. Þórir segir að eigendurnir hugsi sér ekki að reka hótelið sjálfir, heldur leigja húsnæðið út til rekstraraðila. helgi@mbl.is Ljósmynd/Ingibjörg Friðriksdóttir Bakhlið Byggt er við skólann og ofan á hann að hluta til að koma fyrir veit- ingasal og gestamóttöku. Framkvæmdir eru langt komnar. Framkvæmt á ný  Nýir eigendur Hótel Varmalands hyggjast opna snemma á næsta ári

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.