Morgunblaðið - 14.09.2018, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.09.2018, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2018 Örlagaríkur ágreiningur Heimildir Morgunblaðsins herma að ágreiningur um möguleg kaup á Ögurvík fyrr á þessu ári hafi orðið til þess að Vilhjálmi Vilhjálmssyni, þáverandi forstjóra HB Granda, hafi verið sagt upp störfum. Fréttir af uppsögninni voru kynntar opinber- lega þann 21. júní síðastliðinn. Sömu heimildir herma að sú atburðarás hafi einnig birst í brotthvarfi Rann- veigar Rist en hún sagði sig úr stjórn félagsins þann 27. júní síðast- liðinn. Í tilkynningu sem send var Kaup- höll Íslands í gær, í kjölfar stjórn- arfundar, var tekið fram að kaup- verðið nú, 12,3 milljarðar, byggðist á niðurstöðum tveggja óháðra mats- manna. Þá var einnig greint frá því að Deloitte á Íslandi ynni skýrslu um kaupin samkvæmt lögum um viðskipti tengdra aðila og yrði hún kynnt hluthöfum með fundarboði. Í stjórn HB Granda sitja nú Magnús Gústafsson stjórnarformaður, sem sat áður í stjórn Brims hf., Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur, og Dani- elle Pamela Neben, en þær komu inn í stjórnina 27. júlí síðastliðinn, Anna G. Sverrisdóttir, sem setið hefur í stjórninni með stuðningi Líf- eyrissjóðs verslunarmanna frá 2016, og Eggert Benedikt Guðmundsson, sem var forstjóri HB Granda 2005- 2012. Uppstokkun innanhúss Skömmu eftir að tilkynning barst um að stjórn HB Granda hefði sam- þykkt kaupin á Ögurvík barst önnur tilkynning í gegnum Kauphöll Ís- lands. Í henni var greint frá því að framkvæmdastjórn fyrirtækisins hefði verið einfölduð til muna. Í stað fimm framkvæmdastjóra og for- stjóra sitja nú aðeins þrír í fram- kvæmdastjórninni, forstjórinn, fjár- málastjórinn og nýr framkvæmdastjóri. Samhliða breyt- ingunum hefur Ægir Páll Friðberts- son, sem frá árinu 2013 hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra Brims hf., tekið við starfi framkvæmdastjóra HB Granda. Morgunblaðið/Árni Sæberg Útgerð Ögurvík gerir út frystitogarann Vigra RE frá Reykjavík. Skipið var smíðað 1992 og er nærri 67 metra langt. HB Grandi mat Ögur- vík á 8 milljarða í vor  Stjórn ákvað í gær að kaupa fyrirtækið á 12,3 milljarða  Framkvæmdastjóri Brims hf. færir sig til HB Granda Styrkir kvótastöðuna » HB Grandi er með 9,43% af úthlutuðu aflamarki í landinu. » Hlutdeildin er 12.700 tonn í þorski eða rétt um 6,1% af heildaraflmarki í þeirri tegund. » Ögurvík er með 1,76% af út- hlutuðu aflamarki í landinu. » Fiskveiðiárið 2018/2019 má Ögurvík veiða tæp 2.345 tonn af þorski. » Það er 1,1% af heildar- aflamarki í tegundinni. BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Stjórn útgerðarfélagsins HB Granda samþykkti á fundi sínum í gærdag að ganga til kaupa á útgerð- arfélaginu Ögurvík fyrir 12,3 millj- arða króna. HB Grandi kaupir fyrir- tækið af Brimi sem er í eigu Guðmundar Kristjánssonar, for- stjóra HB Granda. Heimildir Morg- unblaðsins herma að stjórnin hafi verið sammála í niðurstöðu sinni. Fyrr á þessu ári var kannaður grundvöllur fyrir því á vettvangi HB Granda að kaupa Ögurvík. Þá varð ekkert af kaupunum. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var það mat stjórnenda HB Granda á þeim tíma að verðmiði upp á ríflega 12 milljarða væri of hár og gæti gert útgerðarfélaginu erfitt um vik að ná arðsemismarkmiðum sínum. Var það mat félagsins á þeim tíma að ekki væri hægt að réttlæta kaup á Ögurvík fyrir meira en 8 milljarða króna. Það er 4,3 milljörðum lægri fjárhæð en nú hefur verið ákveðið að kaupa fyrirtækið á. Fyrrnefnt mat stjórnendanna var á sömu vísu og árið 2016 þegar HB Grandi kannaði grundvöll fyrir kaupum á Ögurvík. Það ár keypti Brim hf. fyrirtækið. Fram hefur komið í Markaðnum að kaupverðið í þeim viðskiptum hafi numið 11,5 milljörðum króna. 14. september 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 113.7 114.24 113.97 Sterlingspund 148.0 148.72 148.36 Kanadadalur 87.11 87.63 87.37 Dönsk króna 17.658 17.762 17.71 Norsk króna 13.677 13.757 13.717 Sænsk króna 12.575 12.649 12.612 Svissn. franki 116.81 117.47 117.14 Japanskt jen 1.0192 1.0252 1.0222 SDR 158.81 159.75 159.28 Evra 131.73 132.47 132.1 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 156.7134 Hrávöruverð Gull 1197.8 ($/únsa) Ál 1981.0 ($/tonn) LME Hráolía 79.42 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Framtak-Blossi er umboðsaðili fyrirVOLVO PENTA á Íslandi Dvergshöfða 27 , 110 Reykjavík | www.blossi.is | blossi@blossi.is Framtak-Blossi kappkostar að bjóða góða þjónustu og sanngjarnt verð á varahlutum. Hafið samband við Hafþór í síma 895-3144 eða hafthor@blossi.is JÓN BERGSSON EHF RAFMAGNSPOTTAR Við seljum þér betri heilsu og fleiri góðar stundir og þú færð heitan pott með í kaupunum Kletthálsi 15 | 110 Reykjavík | Sími 588 8881 | www.jonbergsson.is | jon@jonbergsson.is 40 ÁRA reynsla ● Heildarlaun fullvinnandi launamanna árið 2017 voru að meðaltali 706 þúsund krónur á mánuði. Miðgildi heildar- launa á árinu var hins vegar 618 þús- und krónur á mánuði sem þýðir að um helmingur launamanna var með laun undir þeirri upphæð og jafn margir yfir. Þetta kemur fram í frétt á vef Hag- stofunnar. Skýrist þessi munur á mið- gildi og meðaltali heildarlauna af því að hæstu laun hækka meðaltalið. Tæpur helmingur launamanna var með heild- arlaun á bilinu 500-800 þúsund krón- ur.10% launafólks var með heildarlaun undir 400 þúsund krónum. 12% voru með heildarlaun yfir milljón krónur á mánuði. Á almennum vinnumarkaði voru heildarlaun að meðaltali 730 þús- und krónur á mánuði hjá fullvinnandi starfsmönnum. Heildarlaun ríkisstarfsmanna voru 774 þúsund krónur en 569 þúsund hjá starfsmönnum sveitarfélaga. 65% starfsmanna sveitarfélaga voru með heildarlaun undir 600 þúsundum á mánuði. Helmingur með laun yfir 618 þúsundum á mánuði ● Bréf Icelandair Group lækkuðu um 4,6% í tæplega 442 milljóna króna við- skiptum í Kauphöll í gær. Gekk þá að nokkru til baka sú mikla hækkun sem varð á bréfum félagsins í ríflega 513 milljóna króna viðskiptum á þriðjudag. Þá hækkuðu bréfin um 9,75%. Mikil viðskipti voru í gær með bréf Haga og hækkaði félagið um 2% í 366 milljóna viðskiptum. Í fyrradag greindi félagið frá því að það hefði náð sátt við Samkeppniseftirlitið um kaup sín á Olíuverzlun Íslands. Þá reyndist gær- dagurinn vænlegur fyrir fasteigna- félögin þrjú sem skráð eru á markað. Hækkaði Eik um 2,9%, Reginn um 2,7% og Reitir um 2,5%. Leigufélagið Heima- vellir lækkaði hins vegar um tæp 0,9%. Tryggingafélögin þrjú hækkuðu öll. Þannig hækkuðu bréf Sjóvár um 2,2%, VÍS um 1,4% og TM um 0,7%. Síminn hækkaði um 1,2%, Sýn um 2,6%. Þá hækkuðu einnig bréf olíufé- laganna tveggja, Skeljungs um 1,4% og N1 um 2,2%. Icelandair lækkaði að nýju í Kauphöllinni STUTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.