Morgunblaðið - 14.09.2018, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2018
✝ HólmfríðurGuðný Jóns-
dóttir fæddist í
Reykjavík 18.
september 1954.
Hún lést á líknar-
deild LSH í Kópa-
vogi 8. september
2018. Foreldrar
hennar voru Jón
Bekk Ágústsson f.
12. janúar 1903, d.
30. júlí 1990, og
Ingibjörg Jónsdóttir, f. 31. mars
1914, d. 5. apríl 2009. Systkini
Dögg, f. 1. nóvember 1978, gift
Charles Edward, f. 8. október
1968. Dætur þeirra eru Agatha
Rún, f. 18. febrúar 1998, og
Adríana Emma, f. 24. ágúst 2011.
2) Ingibjörg Ósk, f. 21. janúar
1984, gift Kjartani Erni, f. 11.
mars 1982. Dætur þeirra eru
Rakel Ósk, f. 20. febrúar 2007, og
Eva Karen, f. 29. september 2010.
3) Karl Óttar, f. 16. júlí 1989,
kvæntur Halldóru Málfríði, f. 17.
júlí 1990. Börn þeirra eru Karítas
Svava, f. 26. mars 2011, Elvar
Guðni, f. 2. október 2014, og
ófætt væntanlegt 23. september
2018. 4) Jón Karl, f. 14. janúar
1992, kærasta hans er Þórunn
Anna, f. 28. desember 1993.
Útför Hólmfríðar fer fram frá
Langholtskirkju í dag, 14.
september 2018, klukkan 13.
Hólmfríðar eru Jón-
ína Ósk, f. 21. febr-
úar 1946, d. 25.
febrúar 2009, Guð-
mann, f. 30. septem-
ber 1947, Rósa, f. 9.
ágúst 1949, og
óskírður, f. 1.
nóvember 1959, d.
10. febrúar 1960.
Hólmfríður giftist
Einari Karli Einars-
syni árið 1978 en
leiðir þeirra skildu árið 1993.
Börn Hólmfríðar eru: 1) Írena
Elsku mamma, það er svo sárt
að sitja hér og skrifa þessa hinstu
kveðju.
Ég er ekki ennþá að meðtaka
það að þú sért farin og finnst eins
og ég geti tekið upp símann og
hringt í þig. Ég vildi óska þess að
ég gæti heyrt í þér aftur, þótt það
væri ekki nema eitt gott símtal,
og þannig mun mér eflaust ávallt
líða.
Samskipti okkar voru oft á tíð-
um stormasöm en síðustu ár
varst þú ein af bestu vinkonum
mínum. Alltaf varstu boðin og bú-
in að veita mér ráðleggingar,
hlusta á mig röfla og pústa um
hitt og þetta og ef það var eitt-
hvað sem þú gast fyrir mann gert
þá gerðir þú það og gott betur. Ef
Adríana var veik og við Charles
þurftum að komast frá varst þú
komin um hæl.
Ekki varstu eins viljug að leyfa
okkur að launa þér greiðann og
gera slíkt hið sama fyrir þig og
það þykir mér sárt því ég hefði
viljað fleiri tækifæri til að gera
vel við þig, elsku mamma mín. En
það þurfti nú líka ekki mikið til að
gleðja þig, svo nægjusöm varst
þú. Bara það að hóa í þig í mat
með stuttum fyrirvara, þrátt fyr-
ir að það væri ómerkilegur heim-
ilismatur með engu tilstandi, þá
var alltaf eins og þú værir í veislu
fyrir kóngafólk. Þú kunnir svo vel
að meta allt sem við gerðum fyrir
þig, sama hversu lítið það var.
Þú varst staðföst í þínu og
fórst þínar eigin leiðir og hefur
svo sannarlega kennt mér margt.
Þú varst ekki gefin fyrir að hafa
margt fólk í kringum þig en í
staðinn hafðir þú þeim mun
meira að gefa okkur sem vorum í
þínum innsta hring. Umhyggja
þín og ást gagnvart okkur börn-
unum þínum, tengdabörnum og
barnabörnum leyndi sér ekki og
er svo sannarlega endurgoldin.
Veikindi þín bar brátt að og
ekki leið á löngu þar til þau höfðu
betur. Eftir sitjum við og reynum
að ná áttum. Góður maður og
eiginkona hans sögðu fyrir ekki
svo löngu „Dauðinn er nauða-
ómerkilegur, lífið er núna“ og það
er svo satt. Minningarnar sem þú
skapaðir með okkur og barna-
börnunum eru merki um það
hversu yndisleg þú varst. Stelpu-
kaffið sem var reglulegur við-
burður með ömmustelpunum,
tíminn sem þú gafst þér fyrir alla
sitt í hvoru lagi og svo mætti
lengi telja.
Elsku mamma, mér er um
megn að sjá að ég muni einhvern
tímann aftur eiga dag þegar ég
felli ekki tár af söknuði en á sama
tíma gleðst ég yfir minningunum.
Takk fyrir mig, elsku mamma,
það var ómetanlegt að eiga þig að
og fyrir dætur mínar að eiga þig
sem ömmu. Eins og Adríana
segir, „þú ert besta amman sem
ég átti“, en nú veit hún að við er-
um einum englinum ríkari.
Hvíl í friði, elsku mamma, og
ég bið að heilsa ömmu.
Þín
Írena.
Elsku mamma.
Hvað getur maður sagt á
svona stundu? Síðustu vikur hafa
verið svo erfiðar fyrir okkur öll
og í raun gafst engu okkar tími til
að meðtaka í hvað stefndi og hvað
þá að það tæki bara sjö vikur.
Söknuður, tómleiki, eftirsjá og
sorg eru tilfinningar sem ég finn
mikið fyrir núna en líka þakklæti
og viss léttir líka að þú þurfir
ekki að þjást lengur.
Minningarnar eru margar,
bæði góðar og slæmar, en á þess-
ari stundu finnur maður að góðu
minningarnar eru hinum yfir-
sterkari og maður lítur til baka
með þakklæti og gleði.
Síðustu vikurnar voru mér
sérstaklega dýrmætar því á þess-
um tíma fékk ég að kynnast þér
að vissu leyti á nýjan hátt. Sam-
skiptin urðu hreinskilnari og
innihaldsríkari og yndislegt að
sjá þig slá á létta strengi og leika
á als oddi þrátt fyrir ömurlegar
aðstæður.
Þú varst einstök manneskja
sem fannst rosalega gaman að
gleðja aðra og notaðir hvert tæki-
færi til að gefa einhverjar gjafir,
stórar sem smáar. Þú varst al-
gjör nagli sem kvartaði aldrei,
varst staðföst, fórst alltaf þínar
eigin leiðir og varst engum háð.
Þegar þú tókst þig til varst þú
hörkudugleg, bakaðir margar
tegundir fyrir jólin, tókst slátur
og margt í þeim dúr. En þú varst
líka mjög klár í höndunum, skrif-
aðir rosalega vel, prjónaðir,
saumaðir út, saumaðir gardínur,
rúmteppi, sængurfatnað og
margt annað. Málaðir keramik
listavel og alls konar.
Mér fannst þú alltaf hafa ein-
staklega góða nærveru og man
ég alltaf eftir þeim augnablikum,
þegar ég var lítil, þegar ég náði
að suða það í gegn að þú myndir
svæfa mig. Þá lástu hjá mér með
höndina ofan á mér og klappaðir
mér rólega og hummaðir alltaf
sama lagið. Sem ég hef svo
hummað fyrir mínar stelpur af
því að mér þótti þetta alltaf svo
róandi og notalegt og það þykir
þeim líka.
Elsku mamma mín. Ég sakna
þín svo mikið og á þér svo margt
að þakka. Þú kenndir mér að ef
ég vil að eitthvað sé gert eða
finnst eitthvað þurfa að gera þýð-
ir ekkert annað en að redda sér
en ekki bíða eftir að einhver ann-
ar geri eitthvað. Ég held að það
sé eitt af þvi mikilvægasta sem ég
hef lært og þroskaði mig og mót-
aði í æsku. Enda fékk maður mik-
ið til frjálsar hendur til að prufa
sig áfram við allt mögulegt og
læra af mistökunum en það er
lærdómur sem er eðlilega ekki
hægt að kenna heldur verður
maður að finna út sjálfur.
Þú tókst ömmuhlutverkið alla
leið og gjörsamlega lifðir fyrir
það. Stelpurnar mínar munu búa
lengi að þeim yndislegu minning-
um sem þær náðu að safna með
þér og er ég svo óendanlega
þakklát fyrir allt sem þú gerðir
fyrir þær og með þeim. Þú talaðir
alltaf um þær sem vinkonur þínar
og það fannst þeim svo gott og
gaman að vera litið á sem jafn-
ingja og áttu í raun ekki bara
ömmu í þér heldur vinkonu sem
þær elskuðu út af lífinu.
Elsku mamma, enn og aftur
takk fyrir allt. Og þangað til við
hittumst aftur vona ég að amma
og allir hinir passi vel upp á þig
og þú getir litið til með okkur hin-
um og verið stolt og sátt eftir allt
saman. Ég elska þig og mun allt-
af gera. Góða nótt, elsku mamma
mín.
Þín
Inga.
Elsku amma mín.
Ég mun sakna þín en ég samdi
lag og ég ætla að skrifa lagið.
ó ó ó já já já
það er komið sumarfrí
ekkert vantar í þetta frí
ég hlakka til, ég hlakka til, ég hlakka til
getum farið til Akureyrar
getum keypt eitthvað eins og dót
og fleira
það verður gaman, það verður gaman,
það verður gaman
en það er komið, en það er komið,
en það er komið
sumarfrí
ekkert vantar í þetta frí
það er komið sumarfrí
ekkert vantar í þetta frí
ég spyr pabba hvort við getum farið
í sund
hann segir nei, vá hvað verður fúlt þá
ég spyr mömmu hvort við getum
farið í sund
hún segir já, vá hvað verður gaman þá
Við syndum og förum í rennibraut
en það er komið, en það er komið,
en það er komið
sumarfrí
ekkert vantar í þetta frí
það er komið sumarfrí
ekkert vantar í þetta frí
Ég mun sakna þín og takk fyr-
ir allt sem við erum búnar að
gera saman.
Þín
Eva Karen.
Elsku besta Hollý amma.
Ég sakna þín mjög mikið. Ég
vildi að þú værir ennþá á lífi. Ég
elska þig. Ég á margar góðar
minningar um þig og ég man þeg-
ar þú sagðir mér þessa vísu:
Á sumardaginn fyrsta
var mér gefin kista
styttuband og klútur
og mórauður hrútur
Þú verður alltaf hjá mér.
Þín
Rakel Ósk.
Hólmfríður
Guðný Jónsdóttir
✝ Gréta Sigfús-dóttir fæddist
á Akureyri 6. jan-
úar 1932. Hún lést
5. september 2018.
Foreldrar Grétu
voru Brynhildur
Þorláksdóttir, hús-
móðir og sauma-
kona fædd 28. júlí
1901, látin 8. apríl
1993, og Sigfús
Jónsson verslunar-
maður, fæddur 2. september
1902, látinn 14. maí 1950.
Systkini: Gróa, fædd 16.
mars 1930, Bragi, fæddur 1.
mars 1935, dáinn 16. desember
2004, Dóra Kristín, fædd 16.
ágúst 1941, Edda Sigríður,
fædd 28. ágúst 1943.
Gréta ólst upp á Akureyri.
Árið 1948 fór hún þá 16 ára
gömul til Hveragerðis í Hús-
mæðraskólann og þar kynnist
hún eftirlifandi eiginmanni
sínum, Sigurði
Zophaníasi Skúla-
syni. Gréta og Sig-
urður giftu sig 17.
júní 1950. Börn
þeirra eru 1) Skúli
Sigfús, fæddur 15.
maí 1951, maki er
Hjördís Svavars-
dóttir, eiga þau
þrjú börn og níu
barnabörn. 2)
Svanhildur Soffía,
fædd 16. ágúst 1953, maki er
Sævar Sigursteinsson, eiga þau
tvö börn, fimm barnabörn og
eitt barnabarnabarn. 3) Halldór
Þorlákur, fæddur 25. febrúar
1960, maki er Hugrún Guð-
mundsdóttir og eiga þau eitt
barn, Halldór á tvö börn frá
fyrra hjónabandi og þrjú barna-
börn.
Útför Grétu fer fram frá
Þorlákshafnarkirkju í dag, 14.
september 2018, klukkan 14.
Þegar við systkinin hugsum til
baka streyma fram minningar
um mömmu, sem féll frá allt of
snemma.
Ég (Skúli) man fyrst eftir mér
í Hveragerði þar sem mamma og
pabbi áttu heima fyrstu æviárin
mín. Ég man hve dugleg mamma
var, hún var alltaf til staðar þegar
ég var ungur, það var alltaf mat-
ur og kaffi tilbúið á borðum og þá
var meira að segja kvöldkaffi
með sætabrauði.
Ég man þegar ég var kokkur á
bát eitt haustið, þá skrifaði
mamma upp matseðilinn fyrir
alla vikuna og hvað ég ætti að
panta af mat fyrir túrinn. Hér á
árum áður var ekki fatabúð á
hverju horni svo að mamma sá
um að sauma á mig fötin sem ég
gekk í. Ef það kom gat á buxur,
peysu eða sokka var flíkin strax
tekin og lagfærð, mamma mátti
aldrei sjá gat eða göt á þeim föt-
um sem við gengum í. Mamma
kenndi mér fljótlega til dæmis að
stoppa í sokka og festa tölu og
margt fleira. Þegar við fluttum til
Eskifjarðar komu þau oft í heim-
sókn á ferð sinni um landið.
Mamma og pabbi fluttu í Þor-
lákshöfn á vormánuðum 1957 og
hafa búið þar síðan.
Svanhildur minnist mömmu.
Við mamma vorum mjög sam-
rýndar og sátum mikið saman við
hannyrðir, oft tvær saman, eins
þegar við töluðum saman á
Skype. Mamma kenndi mér á
saumavél þegar ég var sjö ára.
Mamma saumaði á okkur systk-
inin öll fötin þegar við vorum ung.
Mamma var mikið náttúrubarn
og fannst mjög gaman að ferðast.
Á ferðalögum sínum innanlands
kenndi hún okkur að þekkja jurt-
ir og blóm.
Við mamma ferðuðumst mikið
saman um hálendi Íslands, það
var farið saman í veiði í Þóris-
vatni og Kvíslárveitur. Margar
góðar minningar eru frá þessum
ferðalögum. Mamma var mjög
söngelsk og kunni mikið af text-
um. Eftir að við fluttum til Nor-
egs komu mamma og pabbi fimm
sinnum til okkar Sævars. Dæmi
um hve dugleg mamma var er að
fljótlega eftir að þau voru kominn
í hús hjá okkur í Noregi spurði
mamma hvort við ættum ekki að
baka kleinur og var þá drifið í því.
Mömmu er sárt saknað og mestu
viðbrigðin eru að geta ekki hringt
í hana og heyrt rödd hennar.
Halldór minnist mömmu, hún
var ósérhlífin og hugsaði vel um
fjölskylduna sína, þegar ég stóð á
ákveðnum tímamótum í lífinu, að-
stoðaði hún mig, takk mamma. Á
bernskuárum mínum þegar ég
var veikur fórum við undir teppi
og las hún fyrir mig. Á hverju
sumri var farið í margar útilegur,
eitt sumarið var farið sjö helgar
inn í Landmannalaugar, ef ekki
var farið í Landmannalaugar, þá
var farið í Þórsmörk eða inn á há-
lendið.
Enginn mátti fara svangur frá
henni. Ekki má gleyma pabba
sem átti góð 68 ár með mömmu,
alltaf leiddust þau. Síðasta mánu-
dag 3. september, þegar þau
kvöddust á heimilinu þeirra í
Þorlákshöfn, var hún komin í
sjúkrabörurnar út á hlað, þá vildi
pabbi fá að kveðja hana með
kossi, sjúkraflutningamennirnir
sögðu ekkert mál, komu með
hana inn aftur og lyftu börunum
upp svo hann gæti gefið henni
koss.
Takk elsku mamma fyrir allt,
við hugsum vel um pabba.
Við fjölskyldan viljum koma á
framfæri okkar dýpstu þökkum
fyrir frábært starf og mikla um-
hyggju er snýr að andláti
mömmu á LS.
Skúli, Svanhildur og Halldór.
Elsku amma, þá er kveðju-
stundin komin. Mikið er þetta
erfitt en það sem yljar er góðar
minningar um þig og ég mun
halda mjög fast í þær. Hvað þú
varst alltaf góð við mig, varst allt-
af til í leyfa mér að vera með í
hverju sem það var. Þú kenndir
mér svo margt, ég var ekki nema
fimm ára gömul þegar ég kunni
orðið að prjóna og sauma í, átti ég
alltaf sér prjóna og saumadót í
körfunni þinni inni í herbergi. Ég
var svo heppin að ég bjó ekki
langt frá þér þannig að ég gat
alltaf farið niður eftir til þín og
afa. Ég hugsa oft um það hvað þú
varst þolinmóð við mig. Það var
alveg sama hvað þú varst að gera,
baka, elda, þvo, þrífa, taka slátur,
úti í garðvinnu, alltaf fékk ég að
taka þátt. Aldrei skynjaði ég það
að ég væri fyrir á nokkurn hátt.
Þú gafst þér alltaf tíma í að kenna
mér.
Eins eftir að ég eignaðist mín
börn, þá varstu alltaf til staðar
fyrir þau. Þú og afi ferðuðust
mikið og fékk ég að fara með í
ófáar útilegurnar og seinna þeg-
ar ég átti orðið mína fjölskyldu
fórum við með ykkur í útilegu og
þú leyndir nú alveg á þér þegar
þú dróst upp Dooley’s-flöskuna,
ég hélt að ömmur drykkju ekki
svoleiðis, bara sérrí.
Elsku amma, nú er komið að
leiðarlokum og munum við, ég,
Siggi, Svanhildur Eik Ben, Borg-
ar Ben og Hrafnhildur hugsa vel
um afa.
Drottinn er minn hirðir,
mig mun ekkert bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig
hvílast,
leiðir mig að vötnum, þar sem ég má
næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir
nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum
mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér alla
ævidaga mína,
og í húsi Drottins bý ég langa ævi.
(23. Davíðssálmur)
Sigrún Björk.
Gréta Sigfúsdóttir
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Ástkær faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
HARALDUR GÍSLI SIGFÚSSON,
fv. leigubifreiðarstjóri
frá Stóru-Hvalsá,
Álfheimum 44, Reykjavík,
lést á hjartadeild Landspítalans
11. september.
Útförin verður auglýst síðar.
Hreinn Haraldsson Ólöf Erna Adamsdóttir
Hanna Dóra Haraldsdóttir Bjarni Jón Agnarsson
Sigfús Birgir Haraldsson Hanna Jóhannsdóttir
barnabörn og langafabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
SVAVA SJÖFN KRISTJÁNSDÓTTIR,
Ásvegi 1, Hvanneyri,
lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á
Akranesi föstudaginn 7. september.
Útför hennar fer fram frá Reykholtskirkju laugardaginn
15. september klukkan 14.
Jarðsett verður í Hvanneyrarkirkjugarði.
Pétur Jónsson
Ómar Pétursson Íris Björg Sigmarsdóttir
Kristján Ingi Pétursson Anna Sigríður Hauksdóttir
Kristín Pétursdóttir Øyvind Kulseng
og barnabörn