Morgunblaðið - 14.09.2018, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.09.2018, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2018 Meðalævilengd íbúa Evrópuríkja heldur áfram að aukast en fjölgun þeirra sem eru of feitir eða of þungir gæti snúið þeirri þróun við, sam- kvæmt nýrri skýrslu sem Alþjóða- heilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur birt. Skýrslan byggist á rannsókn sem náði til 53 Evrópulanda og nálægra ríkja í Asíu. Þar kemur meðal ann- ars fram að meðalævilengdin jókst úr 76,7 árum árið 2010 í 77,8 fimm árum síðar. Meðalævilengd kvenna var 81,1 ár og karla 74,6 árið 2015. Mikill munur var á lífslíkunum eftir löndum. Meðalævilengd karl- manna á Íslandi var 81,4 ár og þeir lifa næstum 16 árum lengur en karl- menn í Kasakstan (65,7 ár), að því er fram kemur í skýrslunni. Offita algeng í Tyrklandi Hlutfall þeirra sem teljast of feitir hefur einnig hækkað. 23,3% íbúa landanna voru of feit árið 2016, tveimur prósentustigum fleiri en sex árum áður. 58,7% íbúanna voru of þung, 2,8 prósentustigum fleiri en árið 2010. Við skilgreiningu á offitu notar Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unin svonefndan líkamsþyngdar- stuðul (BMI) sem er reiknaður út frá hæð og þyngd. Þeir sem eru með BMI-stuðulinn 30 teljast of feitir, þannig að þeir sem eru um 170 cm á hæð eru of feitir ef þeir eru meira en 87 kíló að þyngd. Fjölgun þeirra sem eru of feitir er mest í Tyrklandi. Næstum fjórar af hverjum tíu tyrkneskum konum eru of feitar, samkvæmt skilgreining- unni. Offituhlutfallið er hátt í tveim- ur öðrum löndum. Á Möltu er það 29,8% og Bretlandi 27,8%. Færri reykja Í skýrslunni kemur einnig fram að hlutfall reykingamanna og þeirra sem drekka áfengi er hátt í Evrópu miðað við aðrar álfur. Um 29% íbúa yfir 15 ára aldri í Evrópulöndunum reykja, en í Suðaustur-Asíu er hlut- fallið 24,8% og Ameríkulöndum 16,9%. Hlutfall reykingamanna er 43,4% í Grikklandi, 39,5% í Rússlandi og 28,1% í Frakklandi, samkvæmt töl- um Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unarinnar frá 2013. Meðalhlutfall þeirra sem reykja daglega hefur þó lækkað í Evrópu- löndunum, úr 28,1% árið 2002 í 24,4% árið 2014. Drykkja áfengis hefur einnig minnkað í Evrópulöndunum frá fyrsta áratug aldarinnar. Að meðal- tali drukku íbúar þeirra 8,6 lítra af áfengi hver árið 2014. Áfengis- drykkjan er meiri í Evrópu en í öðr- um heimsálfum. Meðalævilengdin eykst í Evrópu  Hlutfall of feitra íbúa hækkar Meðalfjöldi ára sem íbúar Evrópulanda eru líklegir til að lifa heilbrigðir eftir að þeir ná 65 ára aldri. Karlmenn Konur Lífslíkur Evrópumanna eftir 65 ára aldur Heimild: Skýrsla Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar/Eurostat 5 ár 5 ár101520 10 15 20 Svíþjóð Noregur Ísland Malta Þýskaland Írland Danmörk Belgía Frakkland Bretland Búlgaría Holland Finnland Spánn Lúxemborg Tékkland Pólland Austurríki Slóvenía Grikkland Ítalía Kýpur Ungverjal. Rúmenía Litháen Portúgal Eistland Króatía Lettland Slóvakía Tveir Rússar, sem bresk yfirvöld saka um að hafa gert eiturárás á fyrrverandi rússneskan njósnara í Bretlandi, neita ásökuninni og segjast aðeins hafa farið þangað sem ferða- menn. Rússneska ríkissjónvarpið RT hefur sýnt viðtal við mennina tvo sem heita Alex- ander Petrov og Rúslan Boshírov. Bresk yfir- völd telja að þeir starfi fyrir leyniþjónustu rússneska hersins og hafi reynt að myrða Sergej Skrípal, fyrrverandi njósnara, með eitri í Salisbury í mars. Mennirnir sögðust hafa verið í fríi í Bretlandi og ferðast til Salisbury að ráði vinar en farið þaðan vegna snjókomu eftir að hafa verið þar í um klukku- stund. Áður hafði Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagt að mennirnir tveir væru „óbreyttir borgarar“ og tengdust ekki neinum glæpum á nokkurn hátt. Talsmaður breska forsætisráðuneytisins sagði að staðhæfingar mannanna í viðtalinu væru „lygar og blygðunarlaus uppspuni“. EITURÁRÁSIN Á SKRÍPAL Í BRETLANDI Neita sök og segjast hafa verið ferðamenn Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Samtök bandarískra fyrirtækja hafa tekið höndum saman til að reyna að telja Donald Trump Bandaríkjafor- seta á að falla frá verndartollum sem skaða þau. Samtök þúsunda fyrirtækja í Bandaríkjunum hafa skýrt frá því að þau hafi hafið herferð, sem nefnist Tollar skaða hjarta landsins, til að verja hagsmuni sína. Á meðal þeirra sem eiga aðild að samtöknum eru fyrirtæki á sviði verslunar, tækni, landbúnaðar og sjávarútvegs, allt frá eplaframleiðendum í Kaliforníu til humarútgerða í Maine. Donald Trump segir að markmiðið með tollunum sé að vernda störf í iðn- framleiðslu Bandaríkjanna. Sum fyrirtækja landsins hagnast á tollun- um og á meðal samtaka sem styðja þá er landssamband bandarískra nauta- kjötsframleiðenda. Það kveðst vera hlynnt því „almenna markmiði forset- ans að rífa niður viðskiptahindranir“ og skírskotar til verndarstefnu í öðr- um löndum sem hindrar m.a. inn- flutning á bandarískum landbúnaðar- afurðum, t.a.m. í Evrópu. Á meðal annarra framleiðslufyrirtækja sem styðja stefnu forsetans eru stálfyrir- tæki því að verndartollar hans á inn- flutt stál og ál hafa orðið til þess að stálverðið hefur hækkað og hagnaður þeirra aukist. Verndartollarnir geta hins vegar komið niður á öðrum fyrir- tækjum, sem nota stál og ál í fram- leiðslu sína, og orðið til þess að neyt- endur þurfi að borga meira fyrir vörurnar, eins og sumir þingmenn repúblikana hafa bent á. Flestir hagsmunaverðir banda- rískra fyrirtækja í Washington eru andvígir verndartollunum. Sum fyrir- tækjanna hafa áhyggjur af auknum kostnaði vegna verndartolla á innflutt efni til iðnaðar. Önnur fyrirtæki hafa áhyggjur af afleiðingum viðskipta- stríðanna sem Trump hefur hafið, þ.e. refsitollum Kínverja og Evrópusam- bandsins á bandarískan innflutning, m.a. landbúnaðarvörur. Segir alla tapa Á meðal fyrirtækjanna sem taka þátt í herferðinni gegn verndartollun- um eru bílaframleiðendur, bílasalar og bílapartaframleiðendur í Banda- ríkjunum. „Allir geirar bandaríska hagkerfis- ins tapa á viðskiptastríði,“ hefur The Wall Street Journal eftir einum þátt- takendanna í herferðinni, Matthew Shay, formanni landssambands bandarískra smásala. „Markmiðið er að tryggja að stjórnvöld í Washington skilji afleiðingar tollastríðs í raun- heiminum.“ Repúblikanar óttast að tollastríðin komi niður á þeim í þingkosningunum í nóvember vegna þess að tollar Trumps njóta lítils stuðnings í Mið- vesturríkjunum þar sem framleiðslu- fyrirtæki og bændur geta orðið fyrir skaða vegna refsitolla. Auk tolla á innflutt stál og ál lagði Trump verndartolla á innfluttan varning frá Kína að andvirði alls 50 milljarða dala fyrr á árinu og Kínverj- ar svöruðu með því að hóta refsitoll- um á bandarískan varning að andvirði 60 milljarða dala. Stjórn Trumps undirbýr nú verndartolla á kínversk- an varning að andvirði 200 milljarða dala til viðbótar. Forsetinn hótaði í vikunni sem leið að bæta síðan við tollum á nær allan kínverskan varn- ing gangi stjórnvöld í Peking ekki að kröfum hans. Kínverjar hótuðu þá að leggja refsitolla á allt að 85% af bandarískum innflutningi, eða á vörur að andvirði alls 110 milljarða dala. Viðræður samþykktar Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, hefur boðið Kínverj- um að hefja viðræður að nýju um við- skiptadeilurnar síðar í mánuðinum til að reyna að koma í veg fyrir að tolla- stríðið harðni. Stjórnvöld í Kína fögn- uðu tilboðinu í gær og sögðu að emb- ættismenn landanna væru að undir- búa viðræður. Að sögn The Wall Street Journal er ágreiningur um verndartollana meðal embættismanna Trumps í Hvíta hús- inu. Mnuchin og Lawrence Kudlow, efnahagsráðgjafi forsetans, vilja fara varlega til að koma í veg fyrir að tolla- stríðið harðni en aðrir eru hlynntir frekari verndartollum til að auka þrýstinginn á Kínverja, þ. á m. við- skiptafulltrúinn Robert Lighthizer og Peter Navarro, viðskipta- og iðnaðar- ráðgjafi forsetans. Nokkrir embættismanna Trumps telja að merki um að verndartollarnir séu farnir að skaða efnahag Kína geti orðið til þess að Kínverjar fallist á til- slakanir í deilunum. Talið er þó ólík- legt að viðræðurnar síðar í mánuðin- um verði til þess að Trump hætti við tollana sem verið er að undirbúa. „Við teljum ekki að Kínverjar hafi mikið að bjóða umfram það sem þeir hafa nú þegar boðið og Bandaríkja- menn virðast ekki vilja fallast á það sem er núna á samningaborðinu,“ hefur fréttaveitan AFP eftir hagfræð- ingnum Andrew Polk, stofnanda rannsóknafyrirtækisins Trivium China í Peking. Fyrirtæki leggjast gegn tollum Trumps  Samtök bandarískra fyrirtækja beita sér gegn tollastríðum AFP Basl Tollastríð Trumps við Kína gæti skaðað bandaríska bændur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.