Morgunblaðið - 14.09.2018, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.09.2018, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2018 ✝ Katrín fæddistí London 20. febrúar 1935. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 27. ágúst 2018. Foreldrar henn- ar voru Arthur Frederick Rich- mond Cotton, verk- fræðingur, f. 3.6. 1899 í London í Englandi, d. 19.8 1964, og Ingi- björg Eggertsdóttir Briem, f. í Viðey 23.2. 1902, d. 23.2. 1967. Þau skildu. Seinni maður Ingi- bjargar var Þórður Albertsson. Þau skildu. Katrín var einka- dóttir Ingibjargar og Arthurs. Hún átti stjúpbróður, Christiern Gunnar Albertson, f. 1931. Árið 1959 giftist Katrín Guð- mundi Júlíussyni, f. 9.8. 1928, á Hellissandi, d. 15.6. 2017. Börn þeirra eru: 1) Friðrik Ármann, f. 31. júlí 1960, eiginkona hans er Rúna Hauksdóttir Hvannberg, f. 2.7. 1962. Börn þeirra: a) Rúna, f. 2.7. 1990, sambýlismaður Mattia Pozzi, f. 9.11. 1973, b) unarrekstur í Reykjavík. Þau stofnuðu Kjörbúð Vesturbæjar á Melhaga í Vesturbæ Reykjavík- ur árið 1964 þar sem Katrín vann við hlið Guðmundar við uppgjör og bókhald fyrstu árin. Þau keyptu Melabúðina árið 1979 sem Guðmundur rak ásamt sonum um árabil þar til hann settist í helgan stein. Katrín kynntist hestum og hundum snemma í uppvextinum á Ítalíu og sinnti hestamennsk- unni af miklum móð meðan hún hafði heilsu og krafta til. Katrín og Guðmundur bjuggu vel um hesta sem þau eignuðust í hest- húsi í Víðidalnum og síðar á Langanesmelum, landskika þeirra hjónanna við Eystri- Rangá. Þar reistu þau sér bú- stað og nutu náttúrunnar og samvista við hesta og hunda sem voru þeim hjartfólgnir. Katrínu voru falin ýmis ábyrgðarstörf innan hestamannafélagsins Fáks og vann ötullega að mál- efnum félagsins sem var henni afar kært. Hún var m.a. formað- ur kvennadeildar Fáks og vara- formaður félagsins um skeið. Hún hlaut heiðursmerki Fáks 2003 fyrir vel unnin störf og gullmerki Landssambands hestamanna árið 2012. Útförin fer fram frá Bústaða- kirkju í dag, 14. september 2018, klukkan 15. Katrín Stella Briem, f. 30.12. 1997. 2) Pétur Alan, f. 29.9. 1963. 3) Snorri Örn, f. 26.6. 1970. Fyrrverandi eiginkona hans er Maríanna Garð- arsdóttir, f. 27.2. 1969. Börn þeirra eru: a) Maja, f. 10.4. 2001, og b) Arna, f. 28.8. 2003. Núver- andi sambýliskona Snorra er Lisa Knutsson, f. 20.12. 1977. Barn þeirra er Leo Guðmundur Leif, f. 19.1. 2018. Katrín ólst upp á Ítalíu og víð- ar um Evrópu og í New York og síðar á Íslandi. Hún nam tísku- og fatahönnun í London og starfaði við fata- og kjólahönn- un og útstillingar í verslunum Markaðarins að námi loknu. Katrín vann um tíma með eigin- manni sínum Guðmundi á norsk- um fraktskipum og sigldu þau saman um heimsins höf, um Evr- ópu endilanga, til Asíu og S- Ameríku, allt þar til þau festu rætur á Íslandi og hófu versl- Sterkur persónuleiki, glæsi- leiki og vottur af forvitni. Ein umhyggjusamasta og mest gef- andi manneskja sem ég hef kynnst. Yndisleg kona, mamma og amma. Þannig kemur elsku Katrín tengdamóðir mín mér fyrir sjónir. Ég er svo óend- anlega þakklát fyrir að hafa notið samvista við hana og átt með henni yndislegar stundir, sérstaklega undir það síðasta. Samband okkar mun alltaf skipta mig miklu og eins um- hyggja hennar fyrir Maju, Örnu og Snorra. Við kynntumst á seinni árum en tilfinningin er eins og við hefðum þekkst í mörg herrans ár. Hún líkt og Guðmundur tók mér strax opn- um örmum og bauð mig vel- komna í fjölskylduna. Minningarnar eru margar og kærar. Oft eru það litlu hlut- irnir sem maður minnist oftast. Það sem ég mun alltaf muna er þegar við reyndum að fara sam- an með vísuna „Klappa saman lófunum, reka féð úr móunum“ fyrir Leo litla ömmubarn en okkur tókst aldrei að fara rétt með textann. Það endaði oftast í hlátri. Ég lofa að ég skal læra vísuna rétt, kenna Leo hana og hugsa þá fallega til Katrínar. Ferða- og ævintýraþrá áttum við sameiginlega og báðar höf- um við farið víða um heiminn. Leo verður örugglega heims- borgari með þessi góðu gen ömmu sinnar. Ég vildi óska að hann hefði getað kynnst henni en ég er svo þakklát fyrir stundirnar sem þau áttu saman. Það er líkt og Leo hafi flýtt sér að vaxa, þroskast og dafna svo Katrín gæti notið hans. Ég er líka viss um að Leo og systur hans hafa erft eitthvað af henn- ar frábæru eiginleikum. Takk fyrir samveruna, Katrín mín. Takk fyrir góð ráð, skemmtilegar stundir og falleg- an vinskap. Þín verður sárt saknað en minningarnar eru margar og kærar. Lisa. Elsku amma mín. Fyrir um mánuði ræddum við um hin ýmsu trúarbrögð og hugmyndir um líf eftir dauða. Við vorum sammála um að búddismi inni- héldi ýmis góð gildi, eins og mikilvægi þess að samþykkja dauðann sem óumflýjanlegan hluta af lífinu sem ekki skuli líta á sem endapunkt. Það veitir mér mikla hughreystingu að hugsa til þess hvernig þú lifðir samkvæmt umræddum gildum á seinustu árum og þrátt fyrir að ég hafi ekki verið tilbúin út- skýrðir þú fyrir mér að þú hefð- ir lifað innihaldsríku lífi og vær- ir tilbúin í nýjan kafla. Við ræddum hvað myndi gerast eft- ir þessa breytingu og vorum allavega sammála um að sálin og minningar hyrfu aldrei. Ég á svo ótalmargar æskuminningar um þig og fannst fátt skemmti- legra en að gista hjá þér, sjá um hundana, teikna á meðan þú eldaðir bolognese og skoða þann hafsjó af snyrtidóti sem þú átt- ir. Þú varst alltaf svo vel tilhöfð og vildir alltaf „setja upp andlit- ið“ áður en við kæmum í heim- sókn. Viku áður en þú kvaddir lékstu sama leik þegar pabbi og Stella komu til þín og þú varst upp á þitt fínasta, prúðbúin og sæt eins og alltaf. Ég man þeg- ar ég var yngri og við ræddum oft hvað ég myndi vilja verða þegar ég yrði eldri. Einhvern tímann var það fatahönnun og þá fórstu rakleiðis með mig í bókabúð til að fjárfesta í bók fyrir upprennandi fatahönnuði. Á öðrum tímapunkti var það leynilögregla og fannst þér því æsispennandi þegar ég fór í starfsnám sem tengdist glæpa- starfsemi og tengdir það við gamla drauminn. Þú sýndir náminu okkar Stellu mikinn áhuga og vildir fá á hreint út á hvað þessar nýstárlegu náms- leiðir gengju og meira að segja punktaðir niður alla þá kúrsa sem ég sat í. Það var alltaf augljóst að þú vildir það besta fyrir mig og vildir sýna mér það sem heim- urinn hefði upp á að bjóða. Um- hyggja fyrir dýrum var nokkuð sem þú kenndir mér snemma og má svo segja að ég hafi „smit- ast“ af ást þinni á Ítalíu þegar þú bauðst mér til Rómar. Átta árum síðar flutti ég til Ítalíu og reyni ég að gera mér ferð til Rómar ár hvert, ávallt með ferðina okkar í huga. Það getur hreinlega ekki verið tilviljun að Stella skuli búa í London og ég á Ítalíu, á þínum gömlu heima- slóðum. Ég er svo óendanlega þakklát fyrir heimsóknina þína til Ítalíu í vor og það er ógleym- anlegt að hafa séð hvernig þú naust þín. Ég dáðist að dugn- aðinum í þér í gegnum árin og var erfitt að skilja hversu stutt var í næsta kafla þar sem þú varst með allt á hreinu fram á seinustu stundu. Við Stella ræddum hvað það var fallegt hversu mikið þú spurðir á sein- ustu vikum hvort við værum ekki hamingjusamar í því sem við værum að gera. Það var eins og þú værir að undirbúa þig fyr- ir friðsælan næsta kafla, en það var bara í vikunni áður en þú fórst sem þú hringdir í þrjá daga í röð til að athuga hvort Mattia væri búinn að jafna sig af veikindum. Ég minnist þín með sorg í hjarta en hughreysti mig við hversu fallegt var að sjá friðinn og samþykkið sem umlukti þig fyrir komandi kaflaskipti. Minn- ingarnar okkar gleymast aldrei. Þangað til næst, amma mín. Þín stelpa, Rúna. Meira: mbl.is/minningar Heimskonan. Hún hafði lifað ævintýralegu lífi úti í hinum stóra heimi og siglt um suð- urhöf. Búið í fjarlægum löndum og lært tískuhönnun. Átti föð- urfjölskyldu í útlöndum og bar ættarnafn og það fleiri en eitt. Giftist svo honum Guðmundi sínum og gaf þá frekari frama utan heimilis upp á bátinn. Hún Kanda frænka, sem var annáluð fyrir glæsileika. Sunnudaginn þann í ágúst fyrir aldarfjórð- ungi bar hún hádegisverð á borð fyrir fjölskylduna eins og ávallt og bauð óvænta gestinn velkominn til borðsins. Þannig hófust kynnin sem stóðu óslitin síðan. Margar urðu stundirnar í eldhúsinu á Laugarásveginum þar sem sagðar voru sögur af lífshlaupinu litríka og síðar líka á Langanesmelum innan um hestana kæru og seinast í Mörkinni þar sem Katrín hafi búið sér fallegt heimili. Það var hlegið dátt, málin rædd, jafnvel reynt við lífsgátuna. Minnt á að taka lífinu eins og það kemur, ekki of alvarlega og anda með nefinu. Hún var ekki hámenntuð en kunni margt. Hún var sjálfstæð og stóð með þeim sem skiptu hana máli. Hún var örlát, ekki síst á tíma sinn og væntum- þykju. Góður hugur fylgdi alltaf gjörðum hennar og það var þeirra sem þáðu að læra að meta þær að verðleikum. Hún var ekki endilega allra og hafði oft sterkar skoðanir sem stöng- uðust á við annarra en hún var bandamaður, trúnaðarvinkona, kennari lífsins og það var gott að hlæja með henni, auðgandi að þekkja hana og ómetanlegt að eiga hana að. Kærleikurinn og minningarnar sem nú ylja eru dýpri en hafið og hærri en himinninn og þakklætið óend- anlegt. Maríanna. Elsku besta vinkona mín er látin. Katrín Stella Briem, fædd Cotton. Á hamingjusamasta tímabili í lífi hennar lágu leiðir okkar fyrst saman. Katrín og Guð- mundur þá búin að stofna fjöl- skyldu og kaupa sitt fyrsta heimili. Tveggja barna móðir, því þá voru sólargeislarnir Frið- rik og Pétur fæddir og Kjörbúð Vesturbæjar var staðurinn. Vorið 1965 birtist auglýsing í Morgunblaðinu þar sem óskað var eftir stúlku sem væri vön af- greiðslu í kjörbúð í Vestur- bænum. Mamma mín hafði séð auglýsinguna og sendi mig fyrst í Melabúðina, sem reyndist ekki rétta búðin, þá var gengið af stað í næstu búð, Kjörbúð Vesturbæjar, Melhaga 2. Guð- mundur sagði mér seinna að hann hefði ekki ráðið mig vegna reynslu, heldur af því að skjálf- andi sagði ég honum að mamma mín sagði mér að segja honum að ég væri fljót að læra. Katrínu Stellu sá ég í fyrsta sinn nokkrum dögum seinna. Hún stóð í dyragættinni í búð- inni með morgunsólina í bak- grunni, há, grönn, tignarleg, skælbrosandi, falleg ung móðir. Katrín bar með sér að hún var heimsborgari að yfirstétt. Þetta var ótrúleg upplifun fyrir mig sem þá var 14 ára unglingur að kynnast þessum heiðurshjónum og fjölskyldu. Upp frá þessu hófst yndisleg vinátta okkar sem aldrei bar skugga á í 53 ár. Ég á margar yndislegar minningar að baki. Um ævin- týralegt lífshlaup Katrínar Stellu er fjallað í bókinni Saga þeirra, sagan mín sem Helga Guðrún Johnson ritaði. Bókina tileinkaði hún sonum sínum og barnabörnum og er bókin og saga Katrínar ævintýralegri en besti skáldskapur. Katrín átti við alvarleg veik- indi að stríða eftir heilablóðfall í ágúst 2009 og var bundin frá því við hjólastól. Það stoppaði hana ekki frá því að fara aftur á æskuslóðir til Ítalíu í maí síðast- liðnum. Katrín vildi sýna Pétri Alan æskuslóðir sínar og heim- sækja Rúnu sína og Matta, þrátt fyrir að hún væri nýstaðin upp úr veikindum. Það kom ekki til greina að fresta ferð- inni, hún sagði að hún myndi fara skríðandi með ef þess þyrfti. Katrín var svo hamingju- söm og þakklát þeim Pétri, Elsu og Örnu sem gerðu henni kleift að fara þessa dásamlegu ferð. Í byrjun þessa árs fæddist sonarsonurinn Leo Guðmundur Leif Snorrason. Mikið var fal- legt að sjá glampann í augum vinkonu minnar síðustu vikurn- ar þegar Snorri kom með litla sólargeislann og heimsótti ömmu sína sem oftast. Takk, elsku Katrín, fyrir all- ar yndislegu samverustundirnar og hjartahlýju vináttuna. Ég lít á það sem eina mína mestu gæfu að leiðir okkar lágu sam- an. Alla tíð fannst mér þú svo stórfengleg að þegar ég eign- aðist dóttur mína kom ekki ann- að til greina en að skíra hana Katrínu í höfuðið á þér. Strákunum þínum og fjöl- skyldunni allri votta ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Strákarnir eru ekki bara að missa móður sína heldur líka besta vin sinn og sálufélaga. Gimsteinar eru dýrmætir en vináttan er ómetanleg. Við sjáumst síðar. Þín einlæg vinkona, Ásta Denise. Við Katrín vinkona mín kynntumst þegar ég var tvítug og hún fáum árum eldri. Þá unnum við báðar við tískusýn- ingar og komumst fljótlega að því að við áttum heima í sömu blokk í Ljósheimunum. Við urð- um nánar vinkonur og hittumst nær daglega. Katrín var einstaklega glæsi- leg og mikil reisn yfir henni. Hún sagði mér frá uppvexti sín- um sem mér fannst í meira lagi ævintýralegur. Stella móðir hennar giftist Englendingi af aðalsættum sem hét Arthur F.R. Cotton. Í úrklippum úr bresku blöðunum sem hún sýndi mér mátti meðal annars lesa fréttir af brúðkaupi foreldra hennar. Það þótti líka frétt- næmt þegar Katrín var skírð og birtar myndir frá athöfninni. Arthur var mikilsvirtur vísinda- og uppfinningamaður. Ég hitti stundum móður Katrínar og var heilluð af per- sónuleika hennar og húmor. Einnig heimsótti ég Katrínu á heimili föður hennar í London þar sem hún dvaldi skömmu fyrir andlát hans. Hann hálfsat uppi í sjúkrarúmi í miðri stofu þar sem var vítt til veggja og svo hátt til lofts að mér fannst sem þangað kæmist enginn nema fuglinn fljúgandi. Arthur var hlýr og skemmtilegur. Þótt hann væri orðinn mjög veikur leyndi sér ekki í fasi hans og viðmóti að hann var aðalsmaður. Hann var mótaður af boðum og bönnum sinnar þjóðfélags- stéttar en Stella var bóhem. Þau áttu ekki skap saman og skildu. Hún fór með Katrínu til Íslands. Þar kynntist Stella Þórði Albertssyni og hófu þau fljótlega sambúð. Hann sá um saltfisksölu til margra landa. Þau voru sífellt á ferð og flugi um Suður-Evrópu og bjuggu við misjafnar aðstæður. Barnfóstr- urnar urðu því æði margar og nýir og nýir skólar. Á þessum þeytingi kynntist Katrín margs konar fólki af öllum stéttum. Á stríðsárunum bjuggu þau og störfuðu í Bandaríkjunum. Allt leiddi þetta til þess að hún festi hvergi rætur og þurfti sífellt að læra ný tungumál. Úr þessum jarðvegi spratt heimsborgarinn Katrín Stella Briem og þaðan kom líka kjark- urinn, stóísk ró og víðsýni sem einkenndi hana og var samofin djúpum mannskilningi og örlæti sem átti sér lítil takmörk. Í ná- vist hennar fengu allir að njóta sín. Í vor lét Katrín gamlan draum rætast; „að fara í ferða- lag lífs míns til Ítalíu“ eins og hún orðaði það. En þar hafði hún dvalist í bernsku og liðið einna best. Þessi hugumstóra kona lét ekki aftra sér að nú var hún bundin við hjólastól. Og þetta varð sannkölluð drauma- ferð, bæði fyrir hana og okkur hin sem hún bauð með sér. Son- ardóttir hennar, Rúna og maður hennar, Mattia, búa í Mílanó. Þau tóku á móti okkur og áttu stóran þátt í að ferðin heppn- aðist fullkomlega. Núna þegar haustlaufin falla í öllum sínum margbreytilegu litum og minna á litríkan per- sónuleika Katrínar kveð ég hana og þakka af öllu hjarta fyrir hverja stund sem við átt- um saman fyrr og síðar. Við Birgir vottum ástvinum hennar okkar dýpstu samúð. Elsa Vestmann Stef- ánsdóttir. Minningarnar hrönnuðust upp þegar við fréttum að Katrín væri dáin. Skærastar voru minningarnar um glæsilega og sterka konu með stórt hjarta sem kvaddi þennan heim með sömu reisn og hún lifði. Við er- um þakklát fyrir að hafa fengið að vera samferða henni og send- um fjölskyldu hennar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Katrín mun lifa áfram með okk- ur. Það er leitt að við komumst ekki í útförina en í staðinn fáum við að skála við hana í kampa- víni í háloftunum. Gunnar og Evgenía. Katrín Stella Briem  Fleiri minningargreinar um Katrínu Stellu Briem bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Elsku pabbi minn, orð fá ekki lýst sorginni í hjarta mínu og ég hefði verið til í að fá svo miklu lengri tíma með þér en minningarnar sem ég á um þig hlýja mér um hjartaræt- urnar. Þú ert mér allt, ert fyrirmynd mín og hetja ásamt því að vera minn besti vinur. Ég ákvað frá unga aldri að þér vildi ég líkjast. Þú varst alltaf svo jákvæður, blíður, brosmildur, léttur og hjartahlýr. Þú varst alltaf til staðar fyrir mig og ég gat alltaf leitað til þín varðandi öll mál sem lágu mér á hjarta og ég treysti þér fyrir öllu. Við gátum setið tímunum sam- an að spjalla um allt milli himins Jósef Sigurðsson ✝ Jósef Sigurðs-son fæddist 4. nóvember 1926. Hann lést 7. ágúst 2018. Jósef var jarð- sunginn í kyrrþey frá Hjallakirkju í Kópavogi. og jarðar, sérstak- lega fannst mér gaman að heyra sögurnar þínar af sjónum og af æsku- árunum. Það var sérstak- lega gaman að ferðast með þér og sjá og heyra hve mikið þú vissir um landið okkar, þekkt- ir öll fjöll, bæi, ár og vötn. Þú kenndir mér mikið um landið okkar. Við fórum líka oft til útlanda og þú varst alltaf jafn viljugur að leika við mig, t.d. í sundlaugun- um þar sem við skemmtum okk- ur konunglega. Það var yndislegt að heyra þig syngja, sérstaklega þegar þú og Óli bróðir þinn sunguð saman. Þú varst svo viljugur að syngja mig í svefn á kvöldin. Ég man hvað það var gaman þegar ég fékk að koma með þér í vinnuna og fékk að sitja í stóra sendibílnum og keyra um allt höfuðborgarsvæðið. Þú varst alltaf á fullu, að gera við, smíða og brasa eitthvað og kenndir mér svo margt í leiðinni, ég fékk að læra að nota alls kyns verkfæri og tól sem munu nýtast mér nú og í framtíðinni. Eftir að ég hóf sambúð með Rúnari Kúld urðuð þið mjög nán- ir og góðir vinir sem virtuð og elskuðuð hvor annan. Mamma og pabbi voru ein- staklega samstiga og samheldin hjón, það eru fáar minningar um pabba þar sem mamma kemur ekki við sögu. Pabbi var svo yfir sig ástfang- inn og rómantískur, ég lærði að elska við það að sjá og upplifa hjónaband þeirra. Pabbi sýndi ást sína daglega með faðmlögum, kossum og vildi alltaf halda í höndina á okkur. Mamma hefur haldið í hönd pabba allt þeirra hjónaband, veitt honum stuðning og sýnt skilyrðislausa ást. Eftir því sem heilsu hans hrakaði vék hún aldr- ei frá honum. Blíðari og yndislegri mann þekkti ég ekki, þú varst ávallt í góðu skapi og svo jákvæður og heiðarlegur. Ég kveð þig með söknuði, þakklæti og góðum minningum. Ég elska þig. Þín dóttir, Harpa Lind.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.