Morgunblaðið - 14.09.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2018
FYRIR HÆSTARÉTTI (HIGH COURT OF JUSTICE)
VIÐSKIPTA- OG EIGNADÓMSTÓLUM Í ENGLANDI OGWALES
FYRIRTÆKJADÓMSTÓL (ChD)
Í MÁLI CNA INSURANCE COMPANY LIMITED
- og -
Í MÁLI CNA INSURANCE COMPANY (EUROPE) S.A.
- og -
Í MÁLI
LAGA UM FJÁRMÁLAÞJÓNUSTU OGMARKAÐI FRÁ ÁRINU 2000
(THE FINANCIAL SERVICES ANDMARKETS ACT 2000)
Hér með tilkynnist að hinn 16. ágúst 2018 var umsókn lögð fram samkvæmt 107. gr. laga um ármálaþjónustu og markaði frá
árinu 2000 („lögin“) í Hæstarétti (High Court of Justice), viðskipta- og eignadómstólum í Englandi ogWales og fyrirtækjadómstól
(Chd) í London af hálfu CNA Insurance Company Limited („framseljandi“) og CNA Insurance Company (Europe) SA
(„framsalshafi“), um eftirfarandi tilmæli:
(1) samkvæmt 111. gr. laganna um samþykki sjóðs („sjóðurinn“) sem kveður á um eftirfarandi flutning til framsalshafa:
(a) heildarviðskipti sem snúa að almennum tryggingum og endurtryggingum sem skráðar eru hjá og/eða eru í umsjá
framseljanda gegnum útibú hans í Belgíu, Danmörku, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu og Hollandi; og
(b) viðskipti sem snúa að almennum tryggingumog endurtryggingum sem skráðar eru hjá og/eða eru í umsjá framseljanda
á grundvelli þjónustufrelsis gegnum aðalskrifstofu hans í Bretlandi sem tengjast áhættu í einhverju öðru EES-ríki en
Bretlandi; og
(2) setningu viðbótarákvæða í tengslum við sjóðinn skv. greinum 112 og 112A í lögunum.
Hægt er að fá afrit af skýrslu um skilmála sjóðsins sem unnin er af óháðum sérfræðingi í samræmi við 109. gr. laganna
(„sjóðsskýrslan“), en þetta er yfirlýsing þar sem kveðið er á um skilmála sjóðsins, samantekt á sjóðsskýrslunni og sjóðsskjölin
sjálf án endurgjalds með því að hafa samband við framseljanda. Símanúmer og póstföngmá finna hér að neðan. Einnig er hægt
að finna þessi skjöl og önnur tengd skjöl, þar á meðal sýnishorn af samskiptum við vátryggingartaka, á vefsvæðinu
www.cnahardy.com/brexit. Þetta vefsvæði verður uppfært í samræmi við allar helstu breytingar á fyrirhuguðum flutningi.
Öllum spurningum eða vangaveltum sem tengjast sjóðnum skal beina til framseljanda gegnum síma eða skriflega. Hér á eftir
má finna símanúmer sem unnt er að hringja í án endurgjalds:
(1) Bretland – 08000157256;
(2) Belgía – 080048638;
(3) Danmörk – 80826896;
(4) Frakkland – 0805102350;
(5) Þýskaland – 08005891869;
(6) Ítalía – 800085613; og
(7) Holland. – 08000232650;
Póstfang: CNA Corporate Legal Team, 20 Fenchurch Street, London EC3M 3BY
Símalínur okkar eru opnar frá kl. 9:00 til 17:00 mánudaga til föstudaga (að undanskildum almennum frídögum og lögboðnum
frídögum).
Netfang: Brexit@cnahardy.com
Ef þú ert með tryggingu hjá CNA Insurance Company Limited skaltu tilgreina númer tryggingarskírteinisins í öllum samskiptum.
Númerið má finna í tryggingaskjölunum þínum eða í fylgiskjölum.
Umsóknin verður tekin fyrir í hæstarétti Englands ogWales (High Court of Justice of England andWales), 7 Rolls Buildings, Fetter
Lane, London EC4A 1NL, Bretlandi, 4. desember 2018. Hverjum þeim sem telur að flutningur sjóðsins muni hafa neikvæð áhrif
fyrir sig eða vill leggja fram önnur andmæli vegna sjóðsins er heimilt að vera viðstaddur fyrirtökuna og tjá skoðun sína, hvort
sem er í eigin persónu eða gegnum fulltrúa sinn. Farið er fram á að hver sá sem hyggur á andmæli láti framseljanda vita af því
skriflega eins fljótt og unnt er á ofangreint póstfang, og helst ekki síðar en 27. nóvember 2018, svo unnt sé að fara yfir eðli
andmælanna. Slíkt gerir framseljanda kleift að tilkynna fyrirtökuaðila breytingar, ef einhverjar eru, og taka á hvers kyns
athugunarefnum sem upp koma áður en fyrirtakan fer fram, ef unnt er.
Hverjum þeim sem hyggur á andmæli eða telur að flutningur sjóðsins hafi neikvæð áhrif fyrir sig en hefur ekki í hyggju að vera
viðstaddur fyrirtökuna er heimilt að senda skrifleg andmæli til framseljanda á uppgefið póstfang, eðameð því að hringja í eitthvert
framangreindra gjaldfrjálsra símanúmera eins fljótt og auðið er, og helst ekki síðar en 27. nóvember 2018.
Framseljandimun upplýsa breska ármálaeftirlitið (Financial Conduct Authority) og stofnun varúðarreglna (Prudential Regulation
Authority) um öll andmæli semupp koma áður en fyrirtaka hefst, óháð því hvort andmælandi hyggst vera viðstaddur fyrirtökuna.
14. september 2018
Norton Rose Fulbright LLP, 3 More London Riverside, London, SE1 2AQ, Bretland
Héraðsdómslögmenn sem starfa fyrir framseljanda og framsalshafa.
inum á Eskifirði fyrir nokkrum ár-
um og er frábrugðin hinum tegund-
unum.
Lentu í svelti í uppeldinu
Geitungurinn var lengi af stað í
vor, búin voru fáliðuð og þernurnar
smávaxnar, sem þýðir að þær lentu
í svelti í uppeldinu,“ segir Erling.
„Trjágeitungurinn virtist þó halda
sínu, en húsageitunga og roðageit-
unga varð ekkert vart í sumar. Ég
gaf út ótímabært dánarvottorð á
þessar tvær tegundir fyrir nokkr-
um árum, en ég ætla þó ekki að
halda því fram að þær séu farnar.“
Erling hefur í sumar fengið upp-
lýsingar um átvaglið spánarsnigil
frá nokkrum stöðum og einnig ein-
tök inn á borð til sín. Hann segist
þó hafa átt von á meiri uppsveiflu
hjá honum eftir þessa bleytu og
grósku sem henni fylgi í görðum.
Hins vegar hafi nokkrir þeirra
spánarsnigla sem hann hafi séð ver-
ið miklir slöttólfar og greinilega vel
haldnir.
Setja læk á hlýnunina
Fiðrildavöktun á vegum Náttúru-
fræðistofnunar og náttúrufræði-
stofa um allt land stendur fram í
nóvember og segir Erling ekki
tímabært að fjölyrða um hana. Hins
vegar hafi fiðrildi sem sæki í birki
átt misjafnt sumar. Birkikemba
hafi valdið töluverðum skemmdum,
en lirfurnar sækja inn í laufblöðin
og eru því óháðari rigningunni.
Erling segir að birkiþéla virðist
útbreiddari en menn hafi áður talið.
Þannig hafi hann fundið hana aust-
ur í Grímsnesi nýlega og þar hafi
birki verið skemmt eftir þéluna.
„Birkifetinn átti ágætt sumar um
norðan- og vestanvert landið og þar
eru víða mjög miklar skemmdir eft-
ir hann í birkiskógum. Hann hefur
náð sér vel á strik með þessari
hlýnun sem hefur orðið og er án efa
ein af þessum tegundum sem setja
læk á hlýnunina,“ segir Erling.
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Vætutíðin í sumar hafði greinileg
áhrif á afkomu humla og geitunga,
að sögn Erlings Ólafssonar, skor-
dýrafræðings hjá Náttúrufræði-
stofnun. Hann segir humlur við-
kvæmar fyrir miklum rigningum og
vosbúð og geitungar „nenntu ekki
að vera úti að vinna í þessari rign-
ingu“.
Erling segir að sérstöku sumri sé
að ljúka, en sveiflur séu algengar í
náttúru Íslands. „Ég hef ekki mikl-
ar áhyggjur af áhrifum þessa sum-
ars til lengri tíma,“ segir Erling.
„Það komast alltaf upp einhverjar
drottningar sem taka við keflinu
næsta vor og vonandi verður ár-
ferðið betra með blóm í haga.
Ég var spurður í maí í vor þegar
rigndi mikið hvaða áhrif úrkoman
hefði á skordýralíf. Þá fannst mér
ég vera spurður fullsnemma, fyrir
utan að það hefur áður rignt í maí á
Íslandi. Ég lýsti því yfir að ég hefði
engar áhyggjur og tíðarfarið væri
ekkert sérstakt. Síðan hélt úrkom-
an áfram fram eftir öllum júlí-
mánuði og þá fór það greinilega að
hafa sitt að segja hjá humlunum.
Humlur vantaði til að
fræva bláberjalyngið
Í júní og júlí sá maður varla
humlur á flugi og framleiðsla á
humlum í búunum var mjög léleg.
Það hafði aftur þær afleiðingar að
frævun hjá blómum varð minni.
Þetta kom meðal annars fram í
berjasprettu þar sem humlur vant-
aði til að fræva bláberjalyngið á
rigningasvæðinu, en lyngið er háð
því að vera frævað af skordýrum.“
Hérlendis finnast nokkrar
humlutegundir, sem sumir vilja
kalla býflugu eða randaflugu. Rauð-
humla, móhumla, húshumla, garð-
humla og ryðhumla eru allt þekktar
tegundir. Minna er hins vegar vitað
um nýja humlu sem skaut upp koll-
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Skordýrafræðingur Erling Ólafsson innan um tæki og tól til rannsókna.
Geitungarnir
nenntu ekki að
vinna í vætunni
Sérstakt sumar en sveiflur algengar
Drottningar til að taka við keflinu
Ljósmynd/Erling Ólafsson
Trjágeitungur Þernurnar voru smávaxnar eftir vætutíð fyrri hluta sumars.
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Lirfa birkifeta Birkiskógar og bláberjalyngsmóar eru kjörlendi birkifeta.
Þorsteinn Ásgrímsson
thorsteinn@mbl.is
Um 15-20% færri ferðamenn gengu
Laugaveginn í ár en í fyrra og um 15%
samdráttur var í komum ferðamanna í
Landmannalaug-
ar. Gisting í skál-
um Ferðafélags
Íslands dróst sam-
an um 15-20% og
hjá ferðafélags-
deildum á lands-
byggðinni var
samdrátturinn allt
að 40%. Þetta seg-
ir Páll Guðmunds-
son, fram-
kvæmdastjóri
Ferðafélags Íslands, í samtali við
mbl.is. Telur hann fækkun ferða-
manna frá Mið-Evrópu vega þungt í
þessari þróun.
12.000 í ár, 15.000 í fyrra
Ferðafélag Íslands á og rekur 16
skála á hálendinu, á Ströndum og
Hornströndum. Páll segir að sumarið
í ár hafi verið nokkuð sérstakt. Í
fyrsta lagi hafi veðrið fyrri hluta sum-
ars verið slæmt og mikil vætutíð. Þá
hafi HM í knattspyrnu karla einnig
haft áhrif á ferðir fólks fyrri hluta
sumars.
Ekki er búið að taka saman lokatöl-
ur fyrir sumarið, en Páll segir ljóst að
umferðin um Laugaveginn og í Land-
mannalaugar hafi ekki verið minni í
3-4 ár. Hún hafi þó áfram verið tölu-
verð og segir hann félagið áætla að 12
þúsund manns hafi farið Laugaveginn
í ár, samanborið við 15 þúsund í fyrra.
„Við berum okkur samt ekki illa með
þennan fjölda, það koma tugir þús-
unda í Landmannalaugar,“ segir Páll.
Fleiri frá Bandaríkjunum
Ferðamönnum frá Mið-Evrópu
fækkaði um 16-23% á landinu í sumar
og Páll segir að það komi vel fram í
tölum um komur á Fjallabak. Þannig
hafi Þjóðverjar, Frakkar, Belgar, Hol-
lendingar, Austurríkismenn og Sviss-
lendingar verið meðal stærstu hópa
sem þangað komu á hverju sumri.
Bandaríkjamönnum hefur hins veg-
ar fjölgað en Páll segir að þeir fari
minna í lengri gönguferðir og stoppi
jafnframt styttra á landinu en Mið-
Evrópubúar. Þá skipuleggi þeir ferða-
lög sín mest út frá suðvesturhorni
landsins og fari minna upp á hálendið.
Undanfarin ár hefur skálagisting á
Laugaveginum að mestu verið upp-
bókuð, en Páll segir að í ár hafi hún
verið um 80%.
15-40%
færri í
skálum
Ekki minni
umferð í 3-4 ár
Páll
Guðmundsson
Ekki hefur mikið af fágætum skordýrum rekið á fjörur Erlings síðustu
mánuði. Hann segir að helsti nýbúi sumarsins sé nýtt fiðrildi sem lifi á
toppum og fannst á surtartoppi og blátoppi í Kópavogi. Afdrif fiðrildisins
hérlendis komi í ljós næsta vor, en Erling segir að vel sé fylgst með
fundarstaðnum.
Á vef Náttúrufræðistofnunar segir að tegundin kallist á fræðimáli
Phyllonorycter emberizaepenellus. Hún sé af ætt gullmala og hafi fengið
heitið toppagullmölur. Tegundin nái norður í miðbik Skandinavíu og eigi
því ágætan möguleika á að lifa af hér en eingöngu þó í görðum vegna sér-
hæfni í vali fæðuplantna.
Toppagullmölur toppurinn
PHYLLONORYCTER EMBERIZAEPENELLUS