Morgunblaðið - 14.09.2018, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 14.09.2018, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2018 Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is 360° snúningur Leður Verð frá 249.000.- WAVE Lounge Soft Ný sending af samkvæmis fatnaði Kringlunni 4c – Sími 568 4900 Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Brjóstnámsaðgerð sem Bjarnþóra María Pálsdóttir hyggst fara í hjá ís- lenskum brjóstaskurðlækni sem er með stofu á Ís- landi verður ekki niðurgreidd af ríkinu nema hún sé framkvæmd erlendis. Ástæða þess er að rammasamningar sérgreinalækna renna út um ára- mótin. Bjarnþóra María greindist nýlega með svokallað BRCA2-gen sem eykur líkur á brjóstakrabba- meini um 50-70% og hyggst gangast undir fyrirbyggjandi aðgerð. „Sami læknir má framkvæma að- gerðina á Englandi og ríkið niður- greiðir hana. En hann má ekki fram- kvæma hana á Íslandi. Það er út úr kortinu,“ segir Bjarnþóra. Þá stend- ur Bjarnþóra straum af ferðakostn- aði og þarf hún einnig að útvega sér aðstoð eftir aðgerðina, þar sem um- fang hennar er það mikið að nauð- synlegt er að fá aðstoð dagana eftir að hún er gerð. „Maður er ósjálfbjarga fyrstu dagana eftir aðgerðina. Tilhugsunin að vera með dren í báðum brjóstum og fara síðan í flug, gista á hótelum – hún er ömurleg. Það er miklu meira lagt á mann og þetta er mun dýr- ara,“ segir Bjarnþóra. „Landspítalinn býður einungis upp á einn valkost fyrir konur í minni stöðu; sílikonaðgerð. Það eru alls konar aukaverkanir af henni og maður hefur heyrt um margar kon- ur sem eru ekki ánægðar, svo eru auðvitað aðrar sem eru ánægðar. Aðalatriðið er að við viljum hafa val,“ segir Bjarnþóra. Hún hafði leit- að aðstoðar hjá Kristjáni Skúla Ás- geirssyni, brjóstaskurðlækni hjá Klíníkinni, þar sem henni bauðst að fara í aðgerð sem ekki er í boði hjá Landspítalanum. Aðgerðin sem Bjarnþóra hyggst fara í er ekki sílíkonaðgerð heldur uppbygging á eigin brjóstvef. Boðið er upp á þá aðgerð einungis fyrir konur sem hafa þegar veikst af brjóstakrabbameini, en ekki fyrir þær sem fara í fyrirbyggjandi að- gerð, að sögn Bjarnþóru. „Við sem erum að koma í veg fyrir krabba- mein eigum líka að eiga möguleika á þessu. Það er ódýrara fyrir ríkið að bjarga okkur áður en við lendum í gryfjunni.“ Neyðist til að fara í brjóstnáms- aðgerð erlendis  Segir kostinn ekki fýsilegan  Lítið um valkosti fyrir konur með BRCA-gen Bjarnþóra María Pálsdóttir Fjölmiðlanefnd telur að Kolbrún Sævarsdóttir héraðsdómari hafi ekki verið vanhæf þegar hún kom að umfjöllun og úrskurði nefndarinnar vegna þáttarins Þrotabú Sigurplasts á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Þetta segir Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Fjölmiðla- nefndar, í samtali við Morgunblaðið. Í pistli sínum Fjölmiðlarýni í Við- skiptablaðinu í gær fjallar Andrés Magnússon um úrskurð Fjölmiðla- nefndar þess efnis að Hringbraut hafi brotið gegn ákvæðum laga um fjölmiðla með óheimilli kostun á fréttatengdu efni og ákvæðum um lýðræðislegar grundvallarreglur. Þá vekur Andrés athygli á því að Kol- brún, sem er ein þeirra sem und- irrita úrskurðinn, sé sami ein- staklingur og kvað upp dóm í máli Sigurplasts. Elfa Ýr segir Kolbrúnu vera vara- mann í fjölmiðlanefnd og að hún hafi verið kölluð til þar sem tveir að- almenn lýstu sig vanhæfa til þess að fjalla um málið. Kolbrún hafi gert nefndinni viðvart um tengsl sín við mál Sigurplasts, eins og lög kveða á um. Jafnframt hafi hún tjáð nefnd- armönnum að hún telji ekki dóms- uppkvaðningu sína í máli fyrirtæk- isins valda vanhæfi, að sögn Elfu Ýrar. Fjölmiðlanefnd tók í kjölfarið af- stöðu til hæfis Kolbrúnar og var nið- urstaðan sú að nefndin tók undir málstað hennar um að aðkoma henn- ar að dómsmálinu væri ekki því til fyrirstöðu að hún tæki þátt í störfum Fjölmiðlanefndar vegna umrædds þáttar. Hringbraut var gert að greiða hálfa milljón króna í stjórnvaldssekt samkvæmt úrskurði nefndarinnar. Telur dómara ekki vanhæfan „Litli-Skerjafjörðurinn var inn- rammaður af Tívolí í norðri og stórum flugvelli í suðri. Hverfið var því líflegt, mannlífsflóran litrík og í raun má kalla þetta ævintýraland,“ segir Jón Birgir Pétursson blaða- maður. Á sunnudag klukkan 13.30 verður farið í sögugöngu um götur í svonefndum Litla-Skerjafirði í Reykjavík. Lagt verður upp frá austurenda Þjórsárgötu og svo rölt áfram um Reykjavíkurveg og Góu-, Hörpu-, Fossa- og loks Skerplugötu. Til frásagnar í þessum leiðangri verða, auk Jóns, þeir Jón Hjartar- son leikari og Gunnar Baldursson sviðsstjóri hjá Sjónvarpinu til ára- tuga. Þeir eru sögu og aðstæðum kunnugir. Þegar göngunni lýkur verður svo farið í kaffi í Þróttara- heimilinu í Laugardal, en sú var tíð- in að Þróttur var íþróttafélag þessa hverfis. „Ég ólst upp í veröld sem var blanda af borg og sveit, segir Jón Birgir. „Vissulega var þetta þéttbýli, en þarna var líka fólk með búskap og foreldrar mínir, Pétur Jónsson og Jórunn Björnsdóttir, heyjuðu tún sem var þar sem nú er Íslensk erfða- greining. Við fjölskyldan áttum heima á Þjórsárgötu 3 en þarna allt í kring var litríkt mannlíf, öll flóran. Ég og æskuvinur minn, Hörður Sig- urgestsson sem lengi var forstjóri Eimskips, upplifðum það hvað skemmtilegir strákar amerísku her- mennirnir voru. Þegar við vorum úti að leika okkur rigndi stundum yfir okkur sælgæti.“ Hreyfill og vængur í hús Frá stríðsárunum við Reykjavík- urflugvöll segist Jón Birgir muna glefsur frá því þegar Hudson- sprengjuvél kom frá Kanada á ein- um hreyfli og brotlenti á húsunum á Þjórsárgötunni. „Vélin setti hreyf- ilinn í eitt húsið, vænginn í annað og endaði á stórum olíubíl. Þetta var ár- ið 1942. Einn maður fórst, loft- skeytamaðurinn. Talsvert löngu síð- ar var verið að draga á loft svifflugu á velllinum þegar vírinn sem til þess var notaður slitnaði og flugan steyptist niður í eitt húsið í götunni. Þar fórust tveir menn. Það var hrikalegt áfall sem sat lengi í fólki.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Skerfirðingar Jón Birgir Pétursson, Jón Hjartarson og Gunnar Baldursson á gömlum slóðum í Þjórsárgötu þar sem þeir fara í sögugöngu nk. sunnudag. Sælgætisregn í ævintýralandi  Söguganga um Litla-Skerjafjörðinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.