Morgunblaðið - 17.09.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.09.2018, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2018 Við hjónin erum á sund-námskeiði. Byrjuðum ísíðustu viku að læraskriðsund upp á nýtt. Höfum hvorugt náð því almenni- lega þrátt fyrir að hafa mætt vel í sundkennslu í barnaskóla. Ég er lengi búinn að ætla að fara á skriðsundsnámskeið, alveg síðan ég fyrir ekki svo löngu komst að því – mér mjög á óvart – að skrið- sund er aðferð til þess að synda langt og án mikillar fyrirhafnar. Fyrir mér var þetta þveröfugt; skriðsund var baráttusport fyrir styttri vegalengdir. Mjög stuttar vegalengdir í mínu tilviki. Frændi konunnar minnar, mikill útivistar- garpur, benti mér á skriðsunds- aðferð sem kallast Total Immers- ion fyrir nokkrum árum þegar við vorum að ræða þetta. Ég keypti samnefnda bók og heillaðist af að- ferðafræðinni – sem gengur í stuttu máli út á að skapa sem minnsta mótstöðu við vatnið á sundinu og nota sem minnsta orku. En ég náði ekki að yfirfæra aðferðafræðina úr bókinni yfir í laugina. Það var því mikil hamingja að komast að því að sundkennarinn Þórður Ármannsson er að kenna einmitt þessa sundaðferð og það í mínum heimabæ, Mosfellsbæ. Við erum búin með fyrstu vikuna af fjórum á námskeiðinu og það lof- ar virkilega góðu. Ég er að læra að synda alveg upp á nýtt, skref fyrir skref, og finnst það frábært. Lík- amsstaðan í vatninu skiptir öllu máli. Sömuleiðis að vera slakur, ekki stífur og með spennta vöðva. Það er atriði sem ég hef þurft að vinna með í öðrum íþróttum, hef, ómeðvitað, notað of mikinn styrk og spennu í aðstæðum þar sem ég ætti að spara orku og vera mýkri. Og í aðstæðum eins og göngu- túrum. Ég átta mig stundum á því þegar ég er úti að labba mér til heilsubótar að ég er á yfirsnúningi, bæði líkamlega og andlega. Labba mjög hratt og ákveðið og er að hugsa um allt of margt í einu. Námskeið eins og þetta sem ég er á núna geta kennt manni miklu meira en bara það sem það á fyrst og fremst að snúast um, ef maður er móttækilegur og getur yfirfært það sem maður lærir yfir á aðra þætti í lífinu. Lífið snýst um jafn- vægi. Stundum þarf maður að taka vel á því, en á móti þarf maður líka að geta slakað á og endurnýjað þannig orkuna. Njótum ferðalags- ins! Læri að synda upp á nýtt Morgunblaðið/Golli Skriðsund Líkamsstaðan í vatninu skiptir öllu máli og að vera slakur, ekki stífur og með spennta vöðva. Guðjón Svansson er Íslendingur, ferðalangur, eiginmaður, fjögurra stráka faðir, rithöfundur, fyrirles- ari, ráðgjafi, þjálfari, mentor og nemandi sem heldur úti bloggsíð- unni njottuferdalagsins.is Njóttu ferðalagsins Guðjón Svansson gudjon@njottuferdalagsins.is Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is Góð þjónusta byrjar með flottu útliti. Fatnaður fyrir fagfólk Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Um 6.500 fjár var dregið ídilka í Reykjaréttum áSkeiðum sem voru álaugardag. Fjölmenni víða að kom í réttirnar; bæði bændur og búalið af Skeiðum og úr Flóa og svo margir sem mættu til að sýna sig og sjá aðra. Réttardagurinn í sveit- um landsins er jafnan dagur gleði og samfunda, sérstök stund í íslenskri alþýðumenningu. Réttarstörfin hóf- ust um klukkan níu og var að mestu lokið um hádegi, en þá var byrjað að aka með féð á brott og heim á bæi, ýmist á vögnum eða vörubílspöllum. Tíu daga leiðangur Engir smalar á Íslandi eiga lengra að sækja en fjallmennirnir sem fara á Flóa- og Skeiða- mannaafrétt, sem nær frá hálend- isbrúninni ofan við Þjórsárdal og al- veg inn að Hofsjökli. Í allt er þetta tíu daga leiðangur og í hópnum eru 20-30 manns: smalar, trússarar og fleiri. „Þetta var mín fimmta ferð, ég fór fyrst á fjall sextán ára og heill- aðist. Þetta er baktería sem maður losnar ekki við,“ segir Jón Gunnþór Þorsteinsson á Syðra-Velli í Flóa. Hann var meðal þeirra smala sem fóru lengst, það er að Arnarfelli, Hofsjökli og um Fjórðungssand. Og meðan á fjallferðinni stóð varð Jón Gunnþór tvítugur, það er sl. mið- vikudag 12. september, en þann dag var smalað í svonefndri Heljarkinn sem vestan og ofan við Þjórsárdal. Séð í grautarpotta „Sennilega er ekki hægt að gera neitt skemmtilegra á afmælinu sínu en fara í svona ferðalag. Það eru margir fallegir staðir á öræfunum, en í þessari ferð stendur upp úr að hafa komist upp á Hestfjallahnjúk sem er sunnarlega á afréttinum. Þaðan er ótrúlega víðsýnt, yfir land og fram á sjó. Af þessum hnjúk sér maður eiginlega ofan í grautarpott- ana á öllum bæjum á stóru svæði í uppsveitum Árnessýslu,“ segir Jón Gunnþór. Sérstök stund í alþýðumenningu Margir mættu í Reykjaréttir á Skeiðum í blíðuveðri á laugardaginn. Féð kom vænt af afrétti, en fjallferð smala úr Flóa og af Skeiðum er alls tíu dagar og þurfa engir á landinu jafn langt að sækja. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Mæðgin Jón Gunnþór Þorsteinsson á Syðra-Velli og Margrét Jónsdóttir, móðir hans, í almenningi Reykjarétta. Ráðherrann Sigurður Ingi í lopa- peysu með merki Framsóknar. Flóamenn Bræðurnir Páll, t.v., og Þorvaldur Þórarinssynir. Félagar Steinþór Skúlason, forstjóri SS, og Frosti Fannar afastrákur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.