Morgunblaðið - 17.09.2018, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 17.09.2018, Qupperneq 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2018 Verumgáfuð ogborðum fisk Plokkfiskur - Hollur kostur tilbúinn á 5mín. Kveðja Grímur kokkur • www.grimurkokkur.is Hollt og fljótlegt[ ] ÁNMSG P R E N T U N .IS Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Fellibylurinn Mangkhut, sem varð um sextíu manns að bana á N- Filippseyjum skall með ofsa á meg- inlandi Kína í gær, eftir að hafa skil- ið eftir sig slóð eyðileggingar í Hong Kong og á Macau. Skýjakljúfar svignuðu og tré féllu þegar fellibylurinn fór yfir um 100 km sunnan við Hong Kong og slas- aði yfir tvö hundruð manns. Því næst hélt hann til borgarinnar Jiangmen í suðurhluta Guandong- héraðs en ríkissjónvarpið í Kína hafði þegar í gær lýst því yfir að tveir væru látnir vegna veðursins. Yfirvöld í héraðinu sögðu að alls hefðu um 2,37 milljónir íbúa forðað sér frá heimilum sínum áður en Mangkhut skall á, sem hefur fengið viðurnefnið „Konungur fárviðranna“ í kínverskum fjölmiðlum. Tjón í Hong Kong og á Macau Veðuryfirvöld í Hong Kong gáfu út viðvörun í hæsta flokki strax á sunnudagsmorgun. Stuttu seinna hóf bylurinn að brjóta rúður, fella tré og rífa þök af húsum en sam- kvæmt vefsíðu CNN náði vindhraði um 63 m á sekúndu í hviðum. Vatn var mittishátt á sumum göt- um borgarinnar og var nánast öllu flugi aflýst. Í fyrsta skipti í sögu ríkisins var öllum 42 spilavítum Macau lokað en líkt og í Hong Kong fylltust margar götur borgarinnar af vatni og þurfti björgunarfólk sumt að fara um borg- ina á sæköttum og gúmmíbátum við björgunaraðgerðir. Stórflóð í Karólínu Ofsa- og stórflóð eiga sér nú líka stað víða um Norður- og Suðurkar- ólínuríki Bandaríkjanna, í kjölfar fellibyljarins Flórens sem skall á austurströnd landsins á föstudag. Hann hefur nú orðið a.m.k. tylft manna að bana en mestur skaði hef- ur orðið í N-Karólínu þar sem yf- irvöld hafa staðfest átta dauðsföll sökum ofsaviðranna. Fellibyljamiðstöð Bandaríkjanna (NHC) færði á laugardag Flórens niður um flokk og flokkast hann nú sem hitabeltislægð (e. Tropical de- pression). Eyðileggingin sem Flórens hefur í för með sér er þó hvergi nærri geng- in yfir, segja yfirvöld. „Ofsaflóð og stórflóð í ám munu halda áfram á stórum svæðum Kar- ólínuríkjanna,“ sagði NHC. Í samtali við fréttastofu Fox sagði Brock Long, yfirmaður hjá Al- mannavarnastofnun Bandaríkjanna (FEMA): „Því miður eigum við nokkra daga eftir,“ og bætti við að eyðilegging og usli væri það sem koma skyldi á svæðunum á næstu dögum. Reyna að halda heim Á vefsíðu AFP segir frá því að íbúar, sem flúið höfðu heimkynni sín, hafi sumir reynt að snúa aftur heim strax á laugardag. Þurftu þeir að aka gegnum yfirflæddar hrað- brautir og nota keðjusagir til að hreinsa frá trjádrumba sem fallið höfðu á vegina. Roy Cooper, ríkisstjóri í N- Karólínu, varaði við slíkri háttsemi og sagði: „Allir vegir í ríkinu geta átt á hættu að fá yfir sig flóð eins og stendur. Meðan vex í ám og rigning heldur áfram munu flóð dreifast.“ Mitch Colvin, borgarstjóri Fa- yetteville í N-Karólínu, beindi því til íbúa að um lögboðna rýmingu í borg- inni væri að ræða og ef fólk neitaði að yfirgefa heimkynni sín ætti það að láta nánustu ættingja sína vita því mannfall væri mjög líkleg afleiðing. „Það versta er enn ókomið,“ bætti hann við að því er fram kemur á vef BBC. Fellibyljunum fylgja stórflóð  Mangkhut hefur yfirgefið Filippseyjar og er kominn til Kína  Flórens hefur róast en flóðin ekki  59 látnir á Filippseyjum og tólf í Bandaríkjunum  „Það versta er enn ókomið,“ segir borgarstjóri Kona sem sakaði Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donalds Trumps, um kynferðislega áreitni í nafnlausu bréfi hefur opinberað nafn sitt. Washington Post greindi fyrst frá en þar segir að fyrr í sumar hafi Christine Blasey Ford sent demó- kratanum Önnu Eshoo bréf þar sem hún sagði frá atvikinu en hafi viljað njóta nafnleyndar. Í síðustu viku hafi bréfið verið birt án nafns Fords og Kavanaugh hafi í kjölfarið af- dráttarlaust og ótvírætt neitað ásök- ununum. Ford hafi því ákveðið að opinbera nafn sitt og sögu sína. Á atvikið sem um ræðir að hafa átt sér stað fyrir um þremur áratugum þegar Ford og Kavanaugh voru bæði í menntaskóla (e. High School) á samkomu unglinga. Á Kavanaugh þá að hafa, á meðan vinur hans fylgdist með, yfirbugað Ford inni í svefnherbergi, þuklað utan klæða á henni og reynt að klæða hana úr föt- unum. Eins og áður segir neitaði Kav- anaugh þegar bréfið kom fyrst fram og sömuleiðis dró skrifstofa Hvíta hússins efni þess í efa og sagði að bakgrunnur Kavanaughs hefði þeg- ar verið vandlega kannaður. Engin frekari svör höfðu borist frá Kav- anaugh eða Hvíta húsinu í gær- kvöldi. teitur@mbl.is AFP Tilnefndur Ef rétt reynist braut Kavanaugh kynferðislega á Ford fyrir um 30 árum. Fyrir helgi, áður en nafn Ford kom fram, neitaði hann öllu. Kona sakar dóm- araefnið um áreitni  Á að hafa káfað og reynt að klæða úr Á meðan Mangkhut ríður yfir Kína eru Filippseyingar í óðaönn að reyna að bjarga því sem bjargað verður. Ljóst er að eyði- leggingin er gríðarlega mikil og hafa 59 verið staðfestir látnir þarlendis vegna ofsaveðursins. Með fellibylnum hafa fylgt skriðuföll sem hafa þverað vegi og m.a. lokað af gistiskála um 24 námuverkamanna sem yfir- völd vinna nú að að bjarga út áður en það er um seinan. „Við erum nú þegar fátæk og svo kemur þetta fyrir. Við höf- um gefið upp vonina,“ sagði Mary Anne Baril í samtali við AFP, en hún er ein af mörgum maís- og hrísgrjónabændum sem hafa beðið mikinn skaða á seinustu dögum. Hafa gefið upp vonina BJÖRGUNARAÐGERÐIR Á FILIPPSEYJUM AFP Vaðið Vatnið náði þessum björgunarmönnum upp að mitti í spilavítisborginni Macau í gærmorgun. AFP Flóð Kona reynir að fá hjálp fyrir utan hús sitt í Lumberton í N-Karólínu í Bandaríkjunum á laugardagsmorgun. Minnst tólf hafa látist.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.