Morgunblaðið - 21.09.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.09.2018, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2018 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. fyrir öll tölvurými og skrifstofur Rafstjórn tekur út og þjónustar kæli- og loftræstikerfi Kæling Stangarhyl 1A • 110 Reykjavík • Sími 587 8890 • rafstjorn.is Verð frá kr. 181.890 m/vsk Guðni Einarsson gudni@mbl.is Norðurorka hf. á Akureyri vinnur nú að því í samvinnu við Vaðlaheið- argöng hf. að beisla kalda vatnið sem sprettur fram úr misgengi inni í jarðgöngunum í gegnum Vaðlaheiði. „Við ætlum að nota þetta sem neysluvatn fyrir Akureyringa,“ sagði Stefán H. Steindórsson, svið- stjóri veitu- og tæknisviðs Norður- orku. „Það er miðað við að taka þarna 70 lítra á sekúndu. Þeir verða notaðir fyrir almenning á svæðinu.“ Efnagreint í Svíþjóð Þetta vatnsmagn fer nærri því að fullnægja allt að helmingi notkunar bæjarbúa á köldu vatni á vissum tímum. Tekin voru heilsýni af vatn- inu sem voru efnagreind í Svíþjóð. Það reyndist vera eins og annað vatn á Eyjafjarðarsvæðinu. Norðurorka hefur útbúið safn- kerfi í misgenginu þar sem vatnið sprettur fram. Búið er að steypa safnþró og verður vatnið leitt úr henni 5,4 km leið út úr göngunum og áfram aðra 4-5 km til Akureyrar. Stefnt er að því að tengja uppsprett- una í göngunum við vatnsveituna á Akureyri árið 2020. Aukin umferð hefur áhrif „Það er ekki vatnsskortur á Ak- ureyri. Mest af neysluvatni Akur- eyringa er tekið úr Hlíðarfjalli. Vatnsbólið á Vöglum í Hörgárdal hefur verið notað til að fylla upp á ef vantar. Við förum aðallega í þessar framkvæmdir til að minnka þörf okkar fyrir vatnsbólið á Vöglum. Það liggur undir álagi vegna um- ferðarinnar um Hörgárdal. Umferð- in er að aukast og mengunarhættan fer þess vegna vaxandi,“ sagði Stef- án. Varavatnsból verður tiltækt Vatnið úr Vaðlaheiðargöngum gerir að verkum að hægt verður að taka Vaglabólið úr daglegri notkun. Það verður hins vegar áfram tengt og hægt að grípa til þess sem vara- vatnsbóls ef þörf krefur. Nýta neysluvatn úr göngunum  Norðurorka og Vaðlaheiðargöng beisla kalda vatnið  Sér Akureyringum fyrir 70 sekúndulítrum  Leysir af hólmi vatnsból á Vöglum í Hörgárdal eftir tvö ár Ljósmynd/Stefán Steindórsson Vaðlaheiðargöng Búið er að setja upp safnkerfi og steypa safnþró fyrir vatnið úr misgenginu. Vatnið verður leitt út úr göngunum og til Akureyrar. Íbúar höfuðborgarsvæðisins gátu séð í gærmorgun að snjóað hafði í Esjunni, og var þetta fyrsta vetrarfölið í fjallinu í haust. „Í sjálfu sér er þetta sá tími sem reikna má með að þetta gerist,“ segir Einar Sveinbjörnsson veð- urfræðingur, og bætir við að auðvitað sé munur á milli ára. Nefnir Einar að hér áður fyrr hafi fyrsti vetrarsnjórinn oftar en ekki komið fyrr en nú. Hann bætir við að ekki sé spáð neinni úrkomu um helgina, þó að gera megi ráð fyrir að það verði kalt. Fölið sem nú er í Esjunni verður því líklega horfið eftir helgi. Einar bætir við að skaflinn í Gunnlaugsskarði hafi ekki horfið í sumar frekar en undanfarin ár. „Ég held að það megi gefa það út að úr þessu muni hann halda.“ Skaflinn bráðnaði á hverju hausti upp úr aldamótum frá 2001 til 2010, en frá árinu 2011 hefur það bara gerst árið 2012 að hann lifi ekki sumarið af. sgs@mbl.is Fyrsti vetrarsnjórinn í Esjunni  Skaflinn í Gunnlaugsskarði stóðst sumarið Morgunblaðið/Eggert Esjan Fyrsti vetrarsnjórinn í Esjunni blasti við íbúum höfuðborgarsvæðisins í gær. Ekki er von á úrkomu og verður fölið því líklega horfið á næstu dögum. Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Síðastliðinn miðvikudag var ákveðið að heimila lausagöngu katta í þéttbýli í Norðurþingi, en hún hefur frá árinu 2008 verið óheimil í sveitarfélaginu. Breytingin var samþykkt á sveit- arstjórnarfundi með sex atkvæðum gegn þremur. Helena Eydís Ingólfsdóttir er með- al þeirra sem greiddu atkvæði gegn breytingunni, en hún segir vel hafa tekist að banna lausagöngu katta og lítil ástæða til að breyta lögunum. „Það eru mjög skiptar skoðanir um þetta í samfélaginu hjá okkur, hvort þetta eigi að vera heimilt eða ekki. Mín skoðun er sú að fyrirkomulagið eins og það var hafi gengið mjög vel.“ Spurð hvers vegna ekki ætti að heimila lausagöngu katta segir Hel- ena: „Ýmis rök ganga í báðar áttir. Til dæmis bara hreinlætismál sem snúa að sandkössum fyrir börn og fuglalíf líka. Við erum ekki ein um þetta og ég held að mörg sveitarfélög hafi horft til okkar,“ segir Helena. Þess má geta að lausaganga katta í þéttbýli er t.a.m. ekki leyfð í Árborg og hefur málið verið til umræðu í fleiri sveitarfélögum en Norðurþingi, að sögn Helenu. Guðbjartur Ellert Jónsson, fulltrúi í sveitarstjórn Norðurþings, greiddi einnig atkvæði gegn breytingunni. Segir hann að lítið ákall eftir breyt- ingum á þessum lögum hafi verið í samfélaginu. „Það voru sett lög gegn lausagöngu katta hér fyrir nokkrum árum og ég skynjaði það svo í sam- félaginu að fólk væri mjög ánægt með það. Ég sá engin tilefni til að fara að breyta því. Ekki það að ég hafi neitt á móti gæludýrum en óneitanlega hef- ur þetta haft áhrif og það hefur verið rætt um það að kettir fara í sand- kassa og aðra hluti.“ Kettir nú leyfðir í bænum Morgunblaðið/Ómar Mjá Umdeilt er hvort leyfa eigi lausagöngu katta í Norðurþingi.  Tíu ára banni í Norðurþingi aflétt Ólafur Ragnar Grímsson, fyrr- verandi forseti Íslands, greindi frá því í viðtali sínu við Loga Bergmann Eiðs- son, sem sýnt var í Sjónvarpi Sím- ans í gær, að hann hefði afhent Þjóðskjalasafni Íslands um 250 kassa af skjölum. Þar á meðal eru dagbækur og minn- isbækur sem Ólafur Ragnar hélt í forsetatíð sinni, og sagði hann að þær myndu meðal annars varpa ljósi á það hvers vegna hann synjaði Ice- save-frumvarpinu staðfestingar á sínum tíma. Í viðtalinu kom einnig fram að Þjóðskjalasafnið myndi setja ein- hver tímamörk þar til skjölin yrðu birt. Sagði Ólafur að hann hefði haldið dagbækur frá því á mennta- skólaárum sínum og að í þeim væri að finna frásagnir af öllum helstu samtölum sem hann hefði átt í for- setatíð sinni. sgs@mbl.is 250 kassar af skjölum Ólafur Ragnar Grímsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.