Morgunblaðið - 21.09.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.09.2018, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2018 borgin í kynningarherferð með þá verkferla til húseigenda og rekstrar- aðila sem hafa lent í veggjakroti og þeim boðin aðstoð. „Þannig að að- stoðin er fyrir hendi en ekki margir gripu boltann. Megnið af þessu eru einkaeigur og þar má borgin ekki gera neitt nema með samþykki eig- enda. Ef fólk er í vandræðum og veit ekki hvert það á að snúa sér þá er hugmyndin með þessu ferli að við myndum hjálpa, sýna fólki hand- tökin og svo aðstoða við kostnað að einhverjum hluta,“ segir Atli. mhj@mbl.is lækkandi og hefur verið um 25 millj- ónir á ári síðustu ár, að sögn Mörtu. „Það er bara 25 milljónum of mikið og skattgreiðendur eiga ekki að bera þann kostnað því þetta er það sem borgarsjóður leggur út einn og sér,“ segir Marta en í þeirri tölu er ekki kostnaður við málun og hreinsun á t.d. strætóskýlum og strætis- vögnum. Atli Marel Vokes, deildar- stjóri hjá skrifstofu reksturs og um- hirðu Reykjavíkurborgar, segir að í sumar hafi verið gerð úttekt á veggjakroti í miðborginni og verk- ferlum verið komið af stað. Fór Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði til alls- herjarátak í að hreinsa veggjakrot í borginni í umhverfisráði í vikunni. Í tillögunni segir hún að veggjakrot hafi stóraukist og að þörf sé á að leita eftir samstarfi við m.a. ung- mennaráð, íbúasamtök, skóla, frí- stundamiðstöðvar, félagasamtök og rekstraraðila í þeirri viðleitni að draga úr veggjakroti. „Okkur hafa borist fjölmargar kvartanir bæði frá íbúum og rekstraraðilum um að veggjakrot sé að aukast í borginni. Á síðustu árum hefur það verið að fær- ast í vöxt og er að teygja sig út í út- hverfin,“ segir Marta, spurð um hvaðan hún hafi það að veggjakrot hafi aukist. Lítið verið gert síðustu ár Marta hefur áður lagt fram sams- konar tillögu í borgarstjórn fyrir tveimur árum, sem fór til umhverfis- og skipulagssviðs. „Það hefur lítið verið gert síðan þá og það eru teikn á lofti um að þetta sé að færast veru- lega í aukana. Það verður að stemma stigu við svona skemmdarverka- starfsemi,“ segir Marta. Á þeim tíma aflaði hún sér upplýsinga um kostnað borgarsjóðs sem nam um 159 milljónum árið 2008 en með markvissu átaki fór kostnaðurinn Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Rauðarárstígur Eigendur þessa húss hafa varla tekið krotinu fagnandi. Borgarfulltrúi vill átak gegn veggjakroti. Leggur til átak gegn veggjakroti í borginni  Kostar borgarsjóð milljónir árlega, segir borgarfulltrúi Morgunblaðið/Hari Veggjakrot Nýtt umferðarmannvirki við Miklubraut varð fljótt fyrir kroti. „Nei, vatnið hefur verið svo gruggugt í sumar að ekkert hefur sést til hans,“ sagði Árni Einarson, forstöðumaður Náttúrurannsókna- stöðvarinnar við Mývatn, þegar Morgunblaðið leitaði fregna af kúluskítnum í vatninu. Kúluskítur er eitt vaxtarform grænþörungs sem heitir vatna- skúfur. Kúluskítur var alfriðaður í Mývatni árið 2006 og komst þá í flokk með nokkrum öðrum sjald- gæfum og sérstökum plöntum. Þegar hann fannst í Mývatni í lok áttunda áratugarins var hann í stórum breiðum og talið að tug- milljónir væru af honum í vatninu, en fyrir fjórum árum virtist hann alveg horfinn. Vart við kúluskít í fyrra Í fyrrahaust sagði Morgunblaðið frá því að vart hefði orðið hnoðra kúluskíts í Mývatni annað árið í röð. Talið er að kúluskítur lifi ein- ungis á örfáum stöðum í heiminum og stórvaxinn kúluskítur aðallega í þremur stöðuvötnum, þ.e. í Mý- vatni, í Akanvatni í Japan og einu vatni í Úkraínu. Hann finnst m.a. einnig í Kringluvatni í Suður- Þingeyjarsýslu, en verður ekki stór. Stærstur verður kúluskítur um 15 sentimetrar í þvermál og sem slíkur fékk hann heiti sitt, enda ekki velkominn í net silungs- bænda. gudmundur@mbl.is Of gruggugt til að greina kúluskít  Virtist vera að taka við sér í Mývatni í fyrrahaust  Lifir á örfáum stöðum Morgunblaðið/Þorkell Kúluskítur Grænleitur og loðinn grænþörungur í Mývatni. Reykjavíkurborg mun auka stuðn- ing við Félagsbústaði ehf. vegna kaupa og uppbyggingar á fé- lagslegu leiguhúsnæði. Jafnframt stendur til að fjölga smáhýsum fyr- ir utangarðsfólk. Samþykkt hefur verið í borgar- ráði að veitt verði sérstök fjár- framlög til að byggja fleiri leigu- íbúðir umfram það sem þegar er gert, bæði af hálfu ríkis og borgar. Gildir stuðningurinn afturvirkt frá 1. janúar í ár og felur í sér 5.075 milljóna kr. hækkun á framlögum til uppbyggingar félagslegs hús- næðis. Gert er ráð fyrir að fjölga leigu- íbúðum Félagsbústaða um 100 íbúð- ir á þessu ári og var ákveðið að biðla til ráðherra um að afnema fjármagnstekjuskatt af lánum sem borgarsjóður veitir Félagsbústöð- um ehf. Einnig var samþykkt í borgar- ráði að verja 450 milljónum kr. til kaupa á allt að 25 smáhýsum, sem verða síðan tengd við veitukerfi. Verið er að kanna slík smáhýsi og hvaða lóðir gætu hentað fyrir þau. Fjölga félagslegum íbúðum og kaupa allt að 25 smáhýsi Guðni Einarsson gudni@mbl.is Gerðar voru samtals 42.349 skimanir fyrir brjóstakrabbameini og legháls- krabbameini hér á landi í fyrra. Þar af voru 18.606 vegna brjóstakrabba- meins og 23.743 vegna legháls- krabbameins. Munurinn á þessum tveimur hóp- um skýrist af þremur þáttum, að sögn Ágústs Inga Ágústssonar, yf- irlæknis Leitarstöðvar Krabba- meinsfélags Íslands. Aldursbilið er meira í leghálsskimuninni, 23-65 ára á móti 40-69 ára í brjóstakrabba- meinsskimun. Skimun fyrir brjósta- krabbameini fer fram á tveggja ára fresti en á þriggja ára fresti fyrir leghálskrabbameini. Í þriðja lagi er þátttaka í skimun fyrir brjósta- krabbameini lakari (57%) en fyrir leghálskrabbameini (68%). „Þetta gerir það að verkum að ekki er hægt að bera þessar tölur saman beint. Við erum að leita allra leiða til að auka þátttökuna í báðum þessum skimunum og teljum okkur þegar sjá árangur af því,“ sagði Ágúst Ingi. Flestar konurnar koma í skimun eftir að hafa fengið boðun frá Leit- arstöðinni. Stundum svara konur ekki strax kalli en ákveða að koma síðar. Þá er litið svo á að þær komi ótilkvaddar og fá skimun. Skimanirnar fyrir brjóstakrabba- meini og leghálskrabbameini eru tvær aðskildar rannsóknir. Ef svo stendur á að þær geti farið fram á sama tíma er konum velkomið að láta skima fyrir hvoru tveggja í sömu heimsókninni til Leitarstöðvarinnar. Ef konur hafa einhver einkenni eða áhyggjur og vilja koma í skimun án þess að hafa fengið boðun þurfa þær að fá tilvísun hjá heimilislækni, að sögn Ágústs Inga. Konur eldri en 69 ára hafa sumar kvartað yfir því að vera ekki lengur boðaðar í brjóstakrabbameinsskim- un. „Þeim stendur skimunin til boða og er frjálst að koma svo lengi sem þær vilja en fá ekki boðun, en það þurfa að líða tvö ár á milli skimana,“ sagði Ágúst Ingi. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Krabbameinsfélagsins (krabb.is). Yfir 42 þúsund skimanir  Talsvert færri konur láta skima fyrir brjóstakrabbameini en leghálskrabba- meini  Beðið er um tilvísun ef skimun fellur utan reglulega boðaðra skimana Ljósmynd/Krabbameinsfélagið Brjóstaskoðun Íslenskar konur á vissum aldursbilum eru boðaðar reglu- lega í skimanir vegna brjóstakrabbameins og leghálskrabbameins. Loftkæling Funahöfða 7, 110 Reykjavík, s. 577 6666 og varmadælur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.