Morgunblaðið - 21.09.2018, Page 8

Morgunblaðið - 21.09.2018, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2018 Forkólfar verkalýðshreyfing-arinnar, með stuðning um það bil tíunda hvers félagsmanns á bak við sig, fara nú mikinn í umræðum um kjaramál í aðdraganda kjara- samninga.    Þeir horfa alfariðframhjá að- stæðum í atvinnulífinu og halda því fram að mikið svigrúm sé til launahækkana.    Þó ætti þeim aðvera ljóst að svig- rúmið til launahækk- ana er svo að segja ekkert og jafnvel minna en það, eins og umræður hafa sýnt og þrýstingur víða á hagræðingu og jafnvel uppsagnir.    Ólíkt forkólfunum í verkalýðs-hreyfingunni skilur almenn- ingur vel að miklar launahækkanir nú væru hættuspil. Í könnun sem Gallup gerði nýlega fyrir Samtök atvinnulífsins má sjá að mun fleiri vilja að í komandi kjarasamningum verði lögð áhersla á að stuðla að lágri verðbólgu með hófstilltum launahækkunum en að hækka laun verulega.    Forkólfarnir, sem láta eins ogþeir tali í nafni almennings, hljóta að þurfa að taka tillit til sjón- armiða almennra launamanna en ekki aðeins sjálfra sín og lítils en háværs hóps stuðningsmanna sinna.    Þeir voru ekki kosnir (af tíundahverjum félagsmanni) til að valda hér kollsteypum með óábyrg- um málflutningi.    Lýðræðishallinn í verkalýðs-hreyfingunni er áhyggjuefni, en hann má ekki verða þjóðarmein. Talað í umboði tíunda hvers STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Thomas Møller Olsen, sem dæmd- ur var í nítján ára fangelsi fyrir að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur 14. janúar í fyrra og stórfellt fíkni- efnabrot, mun mæta í skýrslutöku við aðalmeðferð málsins fyrir Landsrétti þegar það verður tekið fyrir. Þá mun hann einnig máta úlpu sem fannst blóðug um borð í Polar Nanoq og ákæruvaldið telur að hann hafi átt á þeim tíma sem brotið átti sér stað. Þetta var með- al þess sem kom fram í undirbún- ingsþinghaldi við Landsrétt í gær. Verjandi Thomasar fór fram á að ný skýrsla yrði tekin af honum, en gat þó ekki gert nákvæmlega grein fyrir því hvað Thomas yrði spurður út í. Sigríður J. Friðjóns- dóttir, ríkissaksóknari og saksókn- ari í málinu, gerði ekki at- hugasemd við að Thomas kæmi fyrir réttinn, en sagði að ákæru- valdið myndi að öllu óbreyttu ekki gera ráð fyrir að taka skýrslu af honum. Dómari málsins mun nú fara yfir kröfur saksóknara og verjanda og ákveða af hverjum skýrslur verða teknar og hvað verði lagt fyrir dóminn. Í kjölfarið verður ákveðin dagsetning fyrir aðalmeðferð máls- ins. Sagði dómarinn að líklega gæti aðalmeðferðin tekið alla vega einn dag, jafnvel lengri tíma. thorsteinn@mbl.is Mun gefa skýrslu á ný í Landsrétti  Undirbúningsþinghald í Landsrétti í gær vegna máls Thomasar Møller Olsen Morgunblaðið/Eggert Í héraðsdómi Thomas Møller Olsen kemur brátt fyrir Landsrétt. Makrílaflinn á vertíðinni er kominn yfir 110 þúsund tonn en heildarkvóti ársins er 146 þúsund tonn. Farið er að síga á seinni hluta vertíðar og flestar útgerðir uppsjávarskipa nálgast þau mörk að mega flytja það sem er óveitt af aflaheimildum yfir á næsta ár en heimilt er að flytja 10% á milli ára. Uppsjávarskipin hafa síðustu daga verið austarlega í Síldarsmugunni, nálægt norsku lögsögumörkunum. Góður afli fékkst þar í fyrradag en í gærmorgun voru skipin að leita. Á heimasíðu Síldarvinnslunnar í Neskaupstað lýsir Hjörvar Hjálmars- son, skipstjóri á Berki, makrílvertíð sumarsins á eftirfarandi hátt: „Í fyrsta lagi byrjuðum við veiðarnar seinna en undanfarin ár og í öðru lagi virðist hafa verið minna af makríl hér við landið. Ástæða þess að makríllinn stoppaði lítið við landið er án efa sú að það var minna um átu hérna en verið hefur undanfarin ár. Veiðarnar þróuðust síðan þannig að þær fóru að miklu leyti fram í Síld- arsmugunni en veiðin var misjöfn frá einum tíma til annars. Stundum gekk vel að veiða en stundum þurfti líka að leita töluvert að fiskinum sem gat ver- ið tímafrekt.“ Smátt og smátt hefur dregið úr makrílveiði smábáta við Keflavík, Snæfellsnes og í Steingrímsfirði. Enginn afli hefur borist á land síðustu vikuna. Alls hafa smábátar landað 3.752 tonnum í ár sem er þúsund tonnum minni afli en á sama tíma í fyrra. Stór og falleg síld Í vikunni byrjaði Bjarni Ólafsson AK á veiðum á norsk-íslenskri síld fyrir austan land. Skipið kom til Nes- kaupstaðar með 460 tonn af síld í fyrradag. Aflinn fékkst í tveimur hol- um í Seyðisfjarðardýpi og segir Gísli Runólfsson skipstjóri í samtali á heimasíðu Síldarvinnslunnar að síldin hafi verið stór og falleg. Á landleiðinni hafi þeir séð töluvert af síld 6-8 mílur út af Norðfjarðarhorni. aij@mbl.is Líður að lokum makrílvertíðar  Bjarni Ólafsson AK byrjaður á síld Morgunblaðið/Börkur Kjartansson Bjarni Ólafsson AK Fékk góða síld í Seyðisfjarðardýpi í vikunni. PEYSA 10.995.- Glæsilegur Haust fatnaður Kringlunni 4c – Sími 568 4900

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.