Morgunblaðið - 21.09.2018, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2018
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Margrét drottning Danmerkur hefur látið skrifa
upp einkadagbækur afa síns, Kristjáns Dana-
konungs X., um Ísland, Íslendinga og íslensk
málefni og færir forseta Íslands, Guðna Th. Jó-
hannessyni, prentaða útgáfu þeirra að gjöf þeg-
ar hún kemur hingað í heimsókn á aldarafmæli
fullveldisins 1. desember. Kristján X. ríkti á ár-
unum 1912 til 1947 og var því konungur Íslands
og Danmerkur þegar sambandslögin voru sett
1918.
Greint var frá því fyrir þremur árum, haustið
2015, að Sögufélagið ætlaði að gefa út hluta af
þessum dagbókarfærslum konungs með skýr-
ingum Borgþórs S. Kjærnesteds, en af þeirri út-
gáfu hefur enn ekki orðið. Borgþór hafði fengið
leyfi drottningar til að skrifa upp úr dagbók-
unum kafla en ekki að gefa þær út í heild.
Dagbækur Kristjáns X. sem varða Ísland eru
varðveittar í einkasafni drottningar og er að-
gangur að því ekki heimill án hennar samþykkis.
Dagbækurnar eru samtals um 500 þéttskrifaðar
blaðsíður í stílabókum og varða samskiptin við
Íslendinga á árunum frá 1908 og fram til 1932.
Hafði konungur þann hátt á að endursegja í
dagbókunum alla fundi sem hann átti og hnýta
við athugasemdum um viðmælendur sína og efni
fundanna.
Mjög persónulegur í skrifunum
Fram kemur í viðtali við Borgþór í Morgun-
blaðinu í nóvember 2015 að konungur sé mjög
persónulegur í þessum færslum og glöggt sjáist
á rithönd hans þegar hann sé í uppnámi yfir ein-
hverjum málefnum eða skoðanaskiptum.
Kristján X. var enn krónprins þegar dagbæk-
urnar byrja og hafði þá aldrei til Íslands komið,
en faðir hans, Friðrik VIII., var hér í frægri
heimsókn 1907 og afi hans, Kristján IX., kom á
þjóðhátíðina 1874.
Borgþór segir í áðurnefndu viðtali að Kristján
hafi verið ákaflega stífur maður og formfastur,
afar ólíkur föður sínum. En hann hafi verið
frjálslyndur í stjórnmálaskoðunum og líkað vel
við jafnaðarmannaleiðtogann Stauning. Hann
hafi oft verið mjög ósáttur við framgöngu og við-
horf Íslendinga, jafnt almennings sem stjórn-
málaforingja, og komi það glöggt fram í dagbók-
unum. Þegar Íslendingar krefjast jafnréttis á
við Dani í ríkinu spyr hann hvort þeir séu að
biðja um að forréttindi þeirra, svo sem til náms
og uppihalds í Kaupmannahafnarháskóla og
undanþágu frá herskyldu, verði afnumin. Kraf-
an um sérfána vakti gremju hans. Hann komst í
mikið uppnám þegar múgur manns hrópaði
„niður með konungsvaldið!“ í þingrofinu 1931.
„Þá ætlaði hann bara að fara með póstskipinu til
Reykjavíkur til að bera klæði á vopnin og sætta
stjórnmálaöflin,“ segir Borgþór. Sjálfstæð-
ismenn hafi skotið það í kaf með því að segja að
fyrst yrði hann að draga þingrofið til baka. „Það
gat hann ekki sem þingbundinn konungur, það
var verkefni forsætisráðherrans Tryggva Þór-
hallssonar. Stauning forsætisráðherra ráðlagði
konungi þá að vera bara í Kaupmannahöfn og
láta Íslendinga sjá um sitt rifrildi upp á eigin
spýtur.“
Dagbækurnar byrja 1908 þegar Kristján var
enn krónprins. Þegar Íslendingar felldu í þing-
kosningunum það ár Uppkastið svonefnda, til-
lögur um samband landanna, reiddist hann
heiftarlega fyrir hönd föður síns. Hann skrifaði:
„Eins og stendur virðist eina meðalið sem dugir
vera eftirfarandi: Að senda skip þangað norður
eftir, rjúfa skeyta- og símasamband, eyðileggja
blaðaprentsmiðjur, brenna alla bláa fána, taka
óróaseggina fasta og færa þá um borð í skip og
flytja þá hingað tafarlaust. Hér mætti koma
þeim fyrir á heilsuhælum fyrir máttfarna tauga-
sjúklinga og menn sem hafa ofreynt sig vits-
munalega! Fjármunina sem verja átti í ræðis-
skrifstofur væri við hæfi að nota til að greiða
fyrir meðferðina. Allt myndi þetta fara fram
með ró og spekt – og yrði eingöngu gert í mann-
úðarskyni: til að stuðla að bættum skilningi milli
Danmerkur og Íslands.“
Viðbrögð við atvikum á Íslandi
Meðal þess sem dagbækurnur geyma eru við-
brögð Kristjáns X. við óróanum hér á landi í
tengslum við kröfuna um íslenskan sérfána. Sjá
má að konungur reiddist framkomu Íslendinga
þegar þeir fóru að halda bláhvíta fánanum á
lofti. Allt fór úr böndum hér heima þegar skip-
stjóri á dönsku varðskipi gerði slíkan fána upp-
tækan í Reykjavíkurhöfn sumarið 1913. Múgæs-
ingar urðu og danski fáninn var víða rifinn
niður. Þetta frétti konungur og lét sér þá koma
til hugar að senda herskip hingað til að skakka
leikinn. Faðir hans hafði í lok Íslands-
heimsóknar 1907 undirritað tilskipun um að
Dannebrog skyldi vera eini ríkisfáninn á Íslandi.
Hún var aðeins til í einu handriti og tókst ís-
lenslu stjórnarskrifstofunni í Kaupmannahöfn
að „týna“ henni, konungi til mikillar gremju.
Hann fyrirgaf aldrei Hannesi Hafstein, þegar
ráðherrann sneri sér beint til Georgs Grikkja-
konungs, föðurbróður Kristjáns, og spurði hvort
honum væri sama þótt Íslendingar notuðu blá-
hvítan krossfána, líkan gríska konungsfánanum.
Sú útgáfa dagbókanna sem Margrét drottn-
ing kemur með til Íslands er á dönsku, en fyr-
irhuguð útgáfa Sögufélagsins var íslensk þýð-
ing.
Dagbækur Kristjáns X. gefnar út
Margrét Danadrottning hefur látið skrifa upp dagbækur afa síns, Kristjáns X., um íslensk málefni
Kemur með þær í útgefinni bók í heimsókn hingað til lands á fullveldisafmælinu 1. desember
Ljósmynd/Ólafur Magnússon/Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Konungur Kristján X. með fjölskyldu sinni á tröppum konungsbústaðarins á Þingvöllum 28. júní 1921. Hann var þá í fyrstu opinberu heimsókn sinni
til Íslands. F.v. Alexandrína drottning, Kristján X., ónafngreind, Knútur prins og Friðrik krónprins, síðar Friðrik IX., faðir Margrétar drottningar.
Flugfreyjufélag Íslands heldur
opinn fund með félagsmönnum
sínum í hádeginu í dag vegna að-
gerða Icelandair í starfsmanna-
málum. Félagið hefur tilkynnt
flugfreyjum og flugþjónum í
hlutastarfi að annaðhvort ráði
þau sig í fulla vinnu eða láti af
störfum um áramótin.
„Fólk er bara í áfalli. Því finnst
þessar aðgerðir ganga töluvert
lengra en góðu hófi gegnir,“ seg-
ir Berglind Hafsteinsdóttir, for-
maður Flugfreyjufélags Íslands,
um viðbrögð félagsmanna sinna
við þessum tíðindum.
Berglind segir ákvörðun Ice-
landair um að setja flugfreyjum
og flugþjónum afarkosti hafa gíf-
urleg áhrif á starfsmenn. Um sé
að ræða alvarlegar þvingunar-
aðgerðir af hálfu Icelandair. Und-
irbúningur er hafinn að því að
stefna málinu til Félagsdóms
enda segir Berglind að Icelandair
sé að brjóta gegn kjarasamningi.
Bogi Nils Bogason, starfandi
forstjóri Icelandair Group, segir
að félagið sé ekki að brjóta gegn
kjarasamningum með aðgerð-
unum og að um nauðsynlega hag-
ræðingu sé að ræða. freyr@mbl.is
Flugfreyjur funda
Ósáttar við skilyrði Icelandair um að
allir vinni fulla vinnu „Fólk í áfalli“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Flug Fundur verður hjá Flugfreyjufélaginu í dag vegna krafna Icelandair.
Po
ul
H
en
ni
ng
se
n:
„P
H
-5
/3
“.
St
an
dl
am
pi
m
eð
st
ön
g
og
fe
st
in
ga
rú
r
pa
tin
er
uð
u,
br
ún
uð
u
m
es
si
ng
i,
m
eð
sk
er
m
iú
rr
au
ðu
/b
ro
ns
uð
u
zi
nk
i.
H
am
ar
sh
ög
g:
17
0.
00
0
DK
K.
Sundkrogsgade 30
2150 Nordhavn, Kbh.
Tel +45 8818 1111
Søren Frichs Vej 34 D
8230 Åbyhøj, Aarhus
Tel +45 8818 1100 S
já
ná
na
r
á
br
uu
n-
ra
sm
us
se
n.
dk
Hittið sérfræðinga Bruun Rasmussen
Verið velkomin í Norræna húsið, Sæmundargötu 11, 101 Reykjavík
Þriðjudaginn 2. október kl. 17-20
Þar munu reynslumiklir sérfræðingar okkar meta listaverk af öllu tagi,
með sérstakri áherslu á nútímalist, „design“, fornmuni, silfurmuni,
skartgripi, armbandsúr, bækur, mynt og frímerki.
Matið er án endurgjalds og án skuldbindinga – með hugsanlega
sölu á uppboði í huga.
Dagana 3. – 4. október er boðið upp á heimsóknir í heimahús, eftir því sem tími leyfir
Nánari upplýsingar veita Össur Kristinsson, 5554991 og 6984991,
Peter Beck +45 8818 1186 / e-mail pb@bruun-rasmussen.dk
Torben Ringtved +45 8818 1225 / tr@bruun-rasmussen.dk
Fáið mat á
verðmætin ykkar