Morgunblaðið - 21.09.2018, Page 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2018
BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS
OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16
S TA K E
H Æ G I N DA S TÓ L L
M E Đ S K E M L I
k r . 2 5 7 . 7 0 0
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Ég ætla að nálgast þetta sem starfandisálfræðingur, en mér finnst eftir-sóknarvert að skoða hvað felst í„hygge“ og hvernig hægt er að til-
einka sér það,“ segir Kristín Linda Jónsdóttir
sálfræðingur, en hún verður með námskeið í
næstu viku hjá Endurmenntunarstofnun Há-
skóla Íslands um danska fyrirbærið hygge, eða
eins og það er kallað á íslensku: Að hafa það
huggulegt.
„Þeir sem hugsa um og vinna með líðan
fólks, lífsgæði og heilsu velta fyrir sér hvað valdi
því að Danir hafa mælst aftur og aftur ham-
ingjusamasta þjóð heims. Auðvitað kemur
margt til, svo sem öryggi, afkoma, samfélags-
gerðin og fleira sem skiptir máli í hamingju, en
við þurfum líka að skoðað þetta lífsviðhorf, sið
eða menningu Dana, „hygge“. Forstjóri ham-
ingjurannsóknarstöðvar í Kaupmannahöfn,
Meik Wiking, skrifaði fyrir nokkru bókina The
Little Book Of Hygge, The Danish Way To Live
Well. Nú er búið að þýða hana á næstum fjöru-
tíu tungumál og í kjölfarið hafa komið út margar
bækur um „hygge“ og margir rýnt í fyrirbærið.
Spurt er: Hvað felst nákvæmlega í því að
„hygge sig“? Getur verið að það sé einn af aðal-
áhrifaþáttunum í því að Danir skori svona hátt á
hamingjuvoginni? Mér finnst rétt að benda á
það í þessu sambandi að líðan fólks, lífsgæði og
hamingja skiptir mjög miklu máli, rannsóknir í
jákvæðri sálfræði sýna að þeir sem eru að jafn-
aði hamingjusamari en annað fólk, þeir hafa
betra tengslanet, þeim líður betur í sínu ástar-
sambandi, gengur betur að vera foreldrar og
gengur betur í framgangi sínum í vinnunni.“
Ekki stór partí, fjölmenni eða hávaði
Kristín segir að „hygge“ sé tilfinning um
öryggi, hlýju, notalegheit, þægindi og nánd, sem
fólk öðlist þegar það er að „hygge sig“.
„Þessi tilfinning er sköpuð á einfaldan og
afslappaðan hátt í hversdeginum, án mikillar
fyrirhafnar, streitu eða átaka en þó á virkan
hátt, hygge er ekki bara að kasta sér í sófann
með drykk. Rannsóknir hafa sýnt að þegar
Danir vilji hafa það huggulegt þá gera þeir það
yfirleitt í heimahúsi og um 80% Dana hafa það
huggulegt með fjórum manneskjum eða færri.
Við erum ekki að tala um stór partí, fjölmenni
eða hávaða, ekki samkomur þar sem fólk þarf að
berjast fyrir því að koma sínum orðum að.
Huggulegheitin skapast með fáum og líka al-
gjörlega þegar fólk er eitt með sjálfu sér,“ segir
Kristín og bætir við að þetta snúist líka um orð-
ræðu og viðhorf, að láta sér ekki leiðast í ein-
veru eða setja á hana neikvæðan stimpil. „Segja
til dæmis ekki: „Æ, ég hangi bara heima og geri
ekki neitt og það gerist aldrei neitt í lífi mínu,“
heldur velja frekar að hafa það huggulegt. Ég
mæli með að fólk kveiki á nokkrum kertum þeg-
ar það kemur heim, setji á dásamlega tónlist, fái
sér heitan ilmandi drykk og njóti þess að láta
fara vel um sig undir teppi.“
Hygge eitt andsvara við kulnun í starfi
Þegar Kristín er spurð að því hvort það sé
mögulega munur á því hvernig þjóðir hafi það
huggulegt, hvort Íslendingar leggi aðra merk-
ingu í það en Danir, segir hún að Mekka huggu-
legheitanna sé í Danmörku en að talað sé um að
Skandinavar almennt séu flinkir í að „hygge
sig“, og það sé frekar hluti af okkar menningu
en til dæmis Bandaríkjamanna, Þjóðverja eða
Breta. „Við Íslendingar höfum eitthvað af þessu
í okkur en við getum lært mikið af Dönum.
Þetta snýst um að velja að vera í þannig um-
hverfi utan vinnu að þú látir skjöldinn niður og
finnir að þú þurfir ekki að vera og sért ekki í
vörn. Og ekki að keppast við að gera eitthvað
eða áorka einhverju, heldur njóta af rósemd og
notalegheitum. Við Íslendingar eigum það til að
vera mjög kappsöm í frístundum að „hygge sig“
snýst til dæmis ekki um að labba upp að Steini í
Esjunni í kappi við klukkuna. Þetta snýst frekar
um að fara einn eða með fáum í rólegheitum að
rölta um í Heiðmörk, og ætla ekki fyrirfram að
labba ákveðna vegalengd, láta frekar stemn-
inguna ráða og setjast nokkrum sinnum niður á
leiðinni, taka eftir öllu í umhverfinu og súpa
kannski saman á heitu tei úr brúsa,“ segir Krist-
ín og bætir við að þetta snúist heldur ekki um að
halda flott hannað boð eða geggjað partí þar
sem allir eru uppstrílaðir á háum hælum.
„Frekar að bjóða til sín fáum vinum og fólk
kemur bara í sínum hygge-fötum, mjúkum nota-
legum heimafötum, samt ekki gamla blettótta
bolnum. Fær sér kakó og kanilkex, kúrir undir
teppi í ullarsokkum og glápir út í loftið. Spila
kannski eða spjallar, en er alls ekki að þrátta
um pólitík eða spenna sig upp,“ segir Kristín.
„Við erum oft of marksækin þegar við er-
um í frístundum, við erum að ljúka einhverju af,
eða gera eitthvað merkilegt, mælanlegt og mik-
ið í stað þess að skapa örugga og nærandi til-
finningu, hlýju og nánd og njóta tímans.“
Kristín segist óhikað ráðleggja fólki í starfi
sínu sem sálfræðingur að æfa sig í að „hygge
sig“.
„Okkur veitir ekkert af því, hér á landi
upplifa margir kulnun í starfi, örmögnun og
streitu og þurfa jafnvel að víkja vegna þess kon-
ar veikinda af vinnumarkaði um lengri eða
skemmri tíma, auk þess sem það hefur áhrif á
líðan og lífsgæði einstaklingsins. Að mínu mati
er „hygge“ eitt af andsvörunum við þessu, þetta
getur virkað eins og móteitur fyrir fólk sem lifir
streitufullu lífi. Ég var til dæmis að tala við ein-
stakling á sálfræðistofunni í gær sem starfar í
mjög erilsömu starfi með börnum í skóla. Fjöldi
fólks er í kringum hann allan daginn, hávaði og
mikið að gerast og hann þarf að fylgjast með
öllu og vera snöggur að bregðast við. Ég sagði
við hann að fyrir hann til að leita jafnvægis væri
ekki málið að fara eftir vinnu í fjörugan zumba-
tíma, þar sem hann væri í stórum sal með hóp af
fólki. Slíkt er ekki „hygge“ fyrir þennan ein-
stakling en það gæti verið frábært fyrir þann
sem situr kannski einn við bókhald allan daginn
í vinnunni. Okkur Íslendingum hættir til að
hægja ekki nógu mikið á okkur og einfalda ekki
nógu mikið líf okkar eftir að starfsdegi lýkur og
svo er hið gullna jafnvægi alltaf mikilvægt.“
Enginn reynir að toppa annan
Kristín segir að „hygge“ sé í eðli sínu ekki
rafvætt fyrirbæri, snjallasímar með öllu sínu
áreiti eru því ekki hluti af því.
„En auðvitað er alveg hægt að slaka á sam-
an yfir bíómynd, Danir leyfa sér það í hugguleg-
heitum. En þá erum við að tala um til dæmis fá-
ar vinkonur í kósífötum kúrandi undir teppi og
horfa saman, ekki ósvipað og að hittast í bóka-
klúbbi og spjalla saman um bækur. Almennt ef
talað er um að minka áreiti og hafa „hygge“
sem andsvar við álaginu og til að auka lífsgæði,
þá snýst þetta um að skapa aðstæður þar sem
fólk getur látið skjöldinn sinn niður og fundið
fyrir öryggi, nánd og hlýju. Við Íslendingar eig-
um það til að hittast eftir vinnu eða um helgar
og vera með skjöldinn uppi, allar varnir við-
búnar og tilbúin í slaginn, það þarf jú að koma
svo miklu frá! Afreka eitthvað eða stilla sér upp
í aðhaldsfötum á háum hælum eða í stífum
jakka, snappa og taka selfie, þá setjum við
skjöldinn ekki niður. Í hygge-samveru er fólk á
staðnum heilshugar og afslappað, enginn reynir
að toppa annan, vera skemmtilegastur eða
snjallastur heldur er samveran notaleg og
kröfulaus og einkennist af rósemd, virðingu og
þakklæti.“
Við erum of kappsöm í frístundum
Íslendingar geta lært af Dönum
sem eru sérlega flinkir í því að
hafa það huggulegt, eða „hygge
sig“, en það er talið eiga sinn
þátt í því að þeir hafa oft mælst
þjóða hamingjusamastir.
Morgunblaðið/Eggert
Notalegt Kristín Linda gefur sér tíma til að „hygge sig“ í vinnunni, kveikir á kerti og slakar á.
Námskeiðið, Aukum eigin lífsgæði og
hamingju með hygge, verður haldið
26. sept. kl. 19.30. Þar getur fólk
kynnt sér hvernig hægt er að nýta
danska lífsstíllinn að hygge, til að
bæta lífið, enda slítandi að sækjast
eftir hamingju með sífelldri eftirsókn
eftir nýjum sigrum. Á námskeiðinu
verður fjallað um hvernig hægt er að
nota hygge sem viðmið og gildi í eig-
in lífi og öðlast þannig léttara, ljúfara
og streituminna líf og aukna sæld,
gleði og hamingju á einfaldan hátt.
Á námskeiðinu er fjallað um: Hvað
er hygge; lífsstíll, viðhorf, viðmið,
orðræða og siðir. Að skapa hygge
heima í hversdeginum og útbúa sitt
huggulega horn. Huggulegur lífsstíll
á vinnustað. Hygge samvera, boð,
klúbbar og samtöl án streitu. Huggu-
legur lífsstíll í frístundum og útivist.
Kvöldið er fræðandi en líka létt og
huggulegt og kjörin samvera fyrir
vini og hópa. Þátttakendur hafi með
sér teppi eða stórt sjal, því ætlunin er
að hafa það huggulegt.
Kennari er Kristín Linda sálfræð-
ingur sem rekur eigið fyrirtæki Hug-
lind ehf. Gestakennari er Anna Jóna
Guðmundsdóttir, kennari og ráðgjafi.
Hygge-námskeið hjá Endurmenntun Háskóla Íslands
Hygge er leið til að öðlast létt-
ara, ljúfara og streituminna líf
Getty Images/iStockphoto
Góð slökun Lopasokkar, teppi yfir kropp, heitt te, góðgæti og bók.