Morgunblaðið - 21.09.2018, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2018
Mest seldu ofnar
á Norðurlöndum
áreiðanlegur hitagjafi
10 ára ábyrgð
Draghálsi 14 - 16 · Sími 4 12 12 00 · www.isleifur.is
Marine Le Pen,
leiðtogi frönsku
Þjóðfylking-
arinnar, mót-
mælti í gær
harðlega að sér
skyldi gert að
sæta geðrann-
sókn fyrir að láta
myndir af
óhæfuverkum
Ríkis íslams fylgja tísti á netinu.
Le Pen setti myndirnar á netið í
desember 2015, nokkrum vikum eft-
ir að hryðjuverkamenn Ríkis íslams
myrtu 130 manns í árásum í París.
Hún hefur verið svipt þinghelgi og
kærð fyrir að birta ofbeldisboðskap
sem börn gætu séð.
Hún birti í gær afrit af dóm-
skjölum frá 11. september þar sem
henni er gert að fara í geðrannsókn
„eins fljótt og auðið er“ til að athuga
hvort hún sé „fær um að skilja það
sem sagt er og svara spurningum“.
„Þetta er sturlun,“ skrifaði Le
Pen, sem er lögmaður, og bætti við
að hún héldi að hún hefði séð allt, en
nú ætlaði réttarkerfið að láta hana
sæta geðrannsókn fyrir að gagnrýna
Ríki íslams í tísti: „Hversu langt
munu þeir ganga?“ Hún segist ekki
ætla að verða við skipuninni.
Le Pen deildi myndunum á sínum
tíma til að svara gagnrýni fransks
blaðamanns sem bar flokk hennar
saman við Ríki íslams.
Le Pen
sæti geð-
rannsókn
Marine Le Pen
Hermenn gengu fram á hræ af dauðum fíl í
Chobe-þjóðgarðinum í Botswana í gær. Var dýr-
ið að öllum líkindum drepið af veiðiþjófum sem
höfðu í kjölfarið á brott með sér tennur fílsins í
von um skjótan gróða á svörtum markaði.
Fréttaveita AFP greinir frá því að 87 fílshræ
hafi fundist síðastliðinn mánuð og eru þau tölu-
vert fleiri en verið hefur undanfarið. Sérfræð-
ingar segja aukinn veiðiþjófnað mega rekja til
fátæktar þeirra Afríkuríkja þar sem fílarnir
halda til og vanmáttar stjórnvalda til að taka á
málum. Bróðurparturinn af fílabeininu sem er
smyglað frá Afríku ratar á markað í Taílandi og
Kína. Talið er að ágóði af smyglinu endi í vasa
hryðjuverkahópa í Sómalíu, Úganda og Súdan.
AFP
Aukinn veiðiþjófnaður í ríkjum Afríku
Caracas. AFP. | Fyrir þremur árum
voru hjónin Francisco og Elena Roj-
as komin í slíkar kröggur vegna
hruns efnahagslífsins í Venesúela að
þau pökkuðu helstu nauðsynjunum í
fjórar ferðatöskur og yfirgáfu íbúð
sína í Caracas, höfuðborg landsins.
Íbúðin hefur verið tóm síðan.
Tannburstarnir eru enn á baðher-
bergisvaskinum, ísskápurinn malar
þótt aðeins sé í honum tómatsósu-
flaska og klaki og barinn er tómur
fyrir utan einmanalega rommflösku.
Auð heimili, yfirgefin fjölbýlishús
og staðnaðir markaðir fyrir bæði
leigjendur og kaupendur eru enn
einn fylgifiskur efnahagsþrenginga
landsins sem hafa leitt til þess að
fólk flýr landið í stríðum straumum.
Elena er 33 ára og þegar henni
bauðst starf í Ekvador varð ekki aft-
ur snúið. Nú þénar hún jafn mikið á
mánuði og hún gerði á fjórum árum í
Caracas.
Þegar hjónin yfirgáfu Venesúela
læstu þau einfaldlega dyrunum að
íbúðinni frekar en að selja hana,
jafnvel þótt peningarnir hefðu komið
sér vel. Þau keyptu íbúðina á 11
milljónir króna 2014 og ári síðar
hafði hún fallið um helming í verði.
„Við vildum sjá hvernig hlutirnir
æxluðust. Nú þegar við höfum komið
okkur fyrir væri fáránlegt að selja,“
segir Francisco Rojas, sem er 28 ára
gamall íþróttafréttamaður.
Í Venesúela fer þeim fjölbýlishús-
um fjölgandi, sem breyst hafa í
draugabyggingar. Ljósin eru aldrei
kveikt, bílastæði eru auð og póst-
kassar yfirfullir af bréfum, sem eng-
inn sækir.
Sprottið hefur upp ný atvinnu-
grein, umsjón yfirgefinna heimila.
Þau veita þjónustu á borð við að
greiða opinber gjöld, fara á húsfundi
og kveikja og slökkva ljós í íbúðum
til að fæla frá innbrotsþjófa.
Rojas-hjónin höfðu fengið nóg af
óöryggi í Venesúela, skorti á mat og
lyfjum og óðaverðbólgu, sem gerði
laun þeirra einskis virði og Alþjóða-
gjaldeyrissjóðurinn spáir að nái
milljón prósentum á þessu ári.
Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum
hafa um 1,6 milljónir manna flúið
Venesúela síðan 2015 og búa um 2,3
milljónir ríkisborgara frá landinu er-
lendis eða um 7,5% landsmanna, sem
í allt eru 30,6 milljónir.
Húsnæðisverð hefur fallið um 70-
80% á undanförunum fimm árum.
Fólk sem flýr er því tregt til að selja
og vill heldur ekki leigja þar sem
gjaldmiðill landsins er verðlaus og
það óttast að fá íbúðirnar ekki aftur.
Draugablokkunum fjölgar í Caracas
Íbúar Venesúela flýja efnahagsþrengingarnar í stríðum straumum og eftir sitja tóm heimili Hús-
næði hefur fallið í verði um 70-80% á fimm árum Verðbólga gæti náð milljón prósentum á árinu
AFP
Ljósin slökkt Það eru fá ljós í gluggum í þessari íbúðargötu í Caracas.
Brostinn er á fólksflótti í landinu og eftir sitja tóm heimili.