Morgunblaðið - 21.09.2018, Page 20
20 UMRÆÐAN Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2018
✝ EddaSigurðardóttir
fæddist í Reykjavík
6. júní árið 1951.
Hún lést á
Landspítalanum
Fossvogi 10.
september 2018.
Kjörforeldrar
Eddu eru Sigurður
Óskar Jónsson, f.
24. desember 1921,
d. 16. október 2000,
og Anna Kristín Linnet, f. 24.
júní 1927. Foreldrar Eddu voru
Svavar Ólafsson, f. 7. ágúst
1919, d. 14. janúar 2007, og El-
ísabet Lilja Linnet, f. 1. nóv-
ember 1920, d. 8. september
1997.
Kjörbræður Eddu eru 1) Jón
Sigurðsson, f. 25. júní 1953, 2)
Kristján Sigurðsson, f. 12. febr-
úar 1956, og 3) Hannes Sigurðs-
son, f. 20. ágúst 1957.
Systkini Eddu eru 1) Guðrún
febrúar 1925, d. 9. ágúst 2004.
Barn hennar og fyrrverandi
sambýlismanns Glúms Baldvins-
sonar a) Melkorka Sóley Glúms-
dóttir, f. 28. desember 1996. Nú-
verandi sambýlismaður
Bryndísar er Jón Garðar Hreið-
arsson, 3) Guðmundur Óskar
Bjarnason, f. 30. september
1979, 4) Guðrún María Linnet
Bjarnadóttir, f. 5. febrúar 1981,
sambýlismaður hennar er Finn-
ur Friðrik Einarsson, barn
þeirra a) Hrafnynja Máney
Finnsdóttir, f. 28. október 2017,
og 5) Styrmir Árnason, f. 16.
apríl 1992, sambýliskona hans
er Björk Sigurjónsdóttir.
Edda lauk grunnskólaprófi
frá Mýrarhúsaskóla vorið 1967.
Hún hóf störf við bakarí föður
síns ung að árum. Hún lauk
snyrtifræðiprófi og opnaði
Snyrtivöruverslunina Nönu,
sem hún rak um skeið. Hún
vann ýmis konar sölustörf, m.a.
sem auglýsingastjóri tímaritsins
Heimsmynd, Sjónvarpsvísis
Stöðvar tvö og Skinfaxa.
Útför Eddu fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 21.
september 2018, og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Svava Svav-
arsdóttir, f. 22.
desember 1944, 2)
Kristján Jóhann
Svavarsson, f. 29.
október 1947, og 3)
Hlíf Svavarsdóttir
f. 24. desember
1949.
Börn Eddu eru
1) Anna Linnet
Þorsteinsdóttir, f.
10. nóvember 1969,
börn hennar og fyrrverandi
maka Orra Haukssonar a) Styr
Orrason, f. 11. janúar 2000, b)
Alvar Orrason, f. 28. október
2003. Núverandi sambýlismaður
Önnu er Bjartur Guðmundsson,
barn þeirra c) Karítas Líf Lin-
net Bjartsdóttir, f. 30. nóv-
ember 2011 2) Bryndís Bjarna-
dóttir, f. 19. júní 1972, ættleidd
af Sóleyju Brynjólfsdóttur, f. 21.
júlí 1927, d. 4. nóvember 2003,
og Bjarna Ágústssyni, f. 14.
Þá ertu loksins búin að kveðja
okkur, elsku mamma mín. Þó það
sé vissulega erfitt að kveðja veit
ég að þú ert hvíldinni fegin. Lífs-
hlaupið reyndist þér hálfgert
hindrunarhlaup, áföllin voru
mörg. Ég veit að þú gerðir þitt
besta til að sigrast á þeim.
Þú eignaðist fimm yndisleg
börn sem voru þér mjög kær. Þú
ólst mig upp við gott atlæti, sýndir
mér ást og umhyggju og brýndir
fyrir mér mikilvæg gildi. Það var
gott að hlaupa í hlýjan móðurfaðm
þegar eitthvað gekk á.
Samskipti okkar urðu stirð eft-
ir að ég komst á unglingsár. Sjúk-
dómur þinn fór versnandi og ég
varð fyrir áhrifum af þessum
hræðilega fjölskyldusjúkdómi. Ég
átti erfitt með að skilja veikindi
þín og af hverju þér tókst ekki að
vinna bug á þeim.
Fyrir mér, ungum drengnum,
var þetta svo einfalt, þú þurftir
bara að gera eins og læknarnir
sögðu.
Það var ekki fyrr en ég komst á
efri ár að ég skildi þetta betur,
þegar ég þurfti sjálfur að horfast í
augu við veikindi mín.
Að horfast í augu við fortíðina
getur verið gríðarlega erfitt. Þeg-
ar gert hefur verið á manns hlut,
eða maður hefur gert á annarra
hlut, getur verið erfitt að fyrirgefa
og að biðjast fyrirgefningar. Að
viðurkenna að maður hafi gert
mistök og sættast við fortíðina.
En það er svo frelsandi, og getur
gefið manni svo mikið. Því maður
biðst ekki fyrirgefningar fyrir
aðra, heldur fyrst og fremst fyrir
sig sjálfan. En stærsti sigurinn er
þó að fyrirgefa sjálfum sér allt það
sem maður hefur gert á annarra
hlut. Það veit ég nú og þess vegna
skil ég þig svo vel. Baráttan hefur
nefnilega reynst mér svolítið
erfið.
Ég er svo þakklátur fyrir allar
okkar góðu stundir saman. En
mér þykir líka afskaplega mikið
fyrir því hvernig samskipti okkar
þróuðust. Dýrmætasta stundin
okkar saman, var þegar ég kom til
þín einn morguninn fyrir nokkr-
um árum.
Ég hafði grátið um nóttina, því
loksins fannst mér ég skilja allt á
annan hátt. Ég hafði alltaf vitað að
þú værir veik, en ég skildi veikindi
þín samt ekki. Á þessum tíma-
punkti rann upp fyrir mér þessi
skilningur og ég fór til þín um leið
og ég hélt að þú værir vöknuð,
brast í grát og bað þig fyrirgefn-
ingar á öllu því sem ég hafði gert á
þinn hlut.
Er við kveðjumst nú um stund,
er rétt að staldra við og íhuga allt
það góða. Góðu minningarnar
okkar saman, það góða sem þú
kenndir mér, það góða sem þú
varst, en ekki síst, það góða sem
þú hefðir viljað vera. Mest er um
vert að þakka fyrir allt það sem þú
gafst mér, lífið sjálft og allan þann
lærdóm sem ég hef getað dregið
af því.
Fyrirgefðu mér allt, elsku
mamma mín. Ég veit að þegar
minn tími kemur brosir þú til mín
þínu fallega brosi og tekur mér
opnum örmum, með opinn, hlýjan
faðminn. Þá verður allt eins og
það átti að vera.
Þinn sonur,
Guðmundur Óskar
Bjarnason.
Einu sinni var bakarí í gamla
Vesturbænum. Þangað lögðu ung-
ir menn leið sína í hrönnum. Ekki
vegna snúðanna eða annars bakk-
elsis. Ó nei. Það að kaupa snúð var
bara yfirvarp. Þangað komu þeir í
þeirri von að líta fegurstu stúlku
Íslands í þann tíð augum. Fellini
sjálfur hefði mætt hefði hann haft
spurnir af bakaríinu. Skær firðblá
augu stungu í stúf við hið suðræna
yfirbragð. Hið dökka fljóð. Þetta
vita sosem allir sem þekktu hana.
Þessi stúlka hét Edda Sigurðar-
dóttir. Pabbi kenndi henni meira
að segja í Hagaskóla löngu áður
en hún varð tengdamamma mín.
Hún tók mér vel við fyrstu
kynni og mér þótti vænt um hana
þá og þegar. Ég held það hafi ver-
ið gagnkvæmt. Svo liðu árin og
hlutirnir æxluðust og leiðir skildu.
Hún ól upp yndisleg börn – að
mestu ein á báti. Og guð veit að
hún á barnaláni að fagna. Farvel
mín kæra, fagra, Edda Sigurðar-
dóttir. Þú ert amma dóttur minn-
ar og hún saknar þín – og ég
reyndar líka.
Glúmur Baldvinsson.
Edda Sigurðardóttir var falleg
manneskja í öllu tilliti. Ég minnist
hennar fyrst þegar ég var stelpa
og við fjölskyldan fórum í heim-
sóknir til Lólóar föðursystur þar
sem hún bjó um tíma. Þá heyrðist
oft kallað: „Ragga, nennirðu að
fara út í sjoppu fyrir mig?“ Hvort
ég nennti, að fara út í sjoppu fyrir
þessa ofurfögru frænku var heið-
ur, fyrir nú utan að ég fékk alltaf
eitthvað fyrir minn snúð ásamt
öðrum.
Edda
Sigurðardóttir
Á degi hverj-
um eru um 500
manns á biðlista
eftir meðferð
hjá Samtökum
áhugafólks um
áfengisvanda
(SÁÁ). Und-
anfarin ár hefur
fjölgað á þess-
um biðlista, á
meðan ríkið hef-
ur ekki tryggt viðeigandi
fjármögnun á þeirri þjónustu
sem SÁÁ veitir. SÁÁ rekur
sjúkrahúsið Vog, þar sem
rekstrarkostnaður árið 2017
var um 925 milljónir en ríkið
greiddi 694 milljónir. Að auki
rekur SÁÁ meðferðarstöðina
Vík og nam kostnaður við þá
starfsemi um 327 milljónum
árið 2017 en ríkisframlagið til
þess rekstrar var um 219 millj-
ónir. Að endingu rekur SÁÁ
göngudeildarþjónustu sem
hefur gefið góða raun og kost-
aði rekstur deildarinnar 2017
um 177 milljónir en ríkið legg-
ur nákvæmlega enga krónu til
þeirrar þjónustu. SÁÁ rekur
mikilvæga þjónustu fyrir fólk
með áfengis- og
vímuefnasjúk-
dóma fyrir um 1,4
milljarða á ári.
Ríkisvaldið legg-
ur til samtakanna
um 914 milljónir.
Því vantar um
hálfan milljarð í
rekstur SÁÁ svo
að endar nái sam-
an.
SÁÁ hefur brú-
að bilið með
sjálfsaflafé sínu,
m.a. með sölu
Álfsins. SÁÁ rekur mjög mik-
ilvæga heilbrigðisþjónustu
með samningi við ríkið. Þjón-
usta SÁÁ snýst um að veita
sjúku fólki með áfengis- og
vímuefnasjúkdóma meðferð til
að ná tökum á sjúkdómi sínum
og halda sjúkdómnum í skefj-
um. Þjónusta SÁÁ er veitt
sjúklingum, sem hennar
þarfnast, af faglega menntuðu
fólki á sviði heilbrigðisfræða.
Auk þess á SÁÁ í miklu sam-
starfi við opinberar stofnanir
eins og bráðamóttökur, geðsv-
ið Landspítala, heilsugæslur,
barnaverndarnefndir, Félags-
þjónustu sveitarfélaga, lög-
reglu o.fl. SÁÁ rekur mikil-
væga og árangursríka
þjónustu sem hefur alla burði
til að verða enn árangursríkari
ef samtökin fá viðunandi fjár-
mögnun frá ríkinu til að sinna
þjónustu sinni. Í allri umræðu
um aukna geðlæknisþjónustu
hefur gleymst að SÁÁ hefur
staðið sína plikt og gott betur.
SÁÁ vill auka þjónustu á veg-
um samtakanna enda full þörf
á, en til að það gangi eftir verð-
ur ríkisvaldið að leggja til
meiri framlög svo að rekstur-
inn standi undir sér. Það er
ekki boðlegt að ríkisvaldið ætl-
ist til þess að SÁÁ veiti svo
mikilvæga og nauðsynlega
heilbrigðisþjónustu eins og
raunin er með góðmennskunni
einni saman!
Gert út á góðmennsku
Eftir Gunnar
Alexander
Ólafsson
Gunnar Alexander
Ólafsson
»Undanfarin ár
hefur fjölgað á
þessum biðlista, á
meðan ríkið hefur
ekki tryggt viðeig-
andi fjármögnun á
þeirri þjónustu sem
SÁÁ veitir.
Höfundur er
heilsuhagfræðingur.
Á undanförnum
vikum hefur tölu-
verð umræða ver-
ið í samfélaginu
um þá stöðu sem
uppi er í dagdvöl
fyrir einstaklinga
með heilabilun.
Langur biðlisti á
höfuðborgar-
svæðinu endur-
speglar þann
vanda sem uppi er. Á meðan
ekkert rætist úr eru aðstand-
endur settir í þá erfiðu stöðu að
þurfa að hugsa um sína nán-
ustu í 24 tíma á sólarhring, oft
með röskun á nætursvefni og
lítilli hvíld. Svona ástand getur
enginn búið við til lengdar.
Nú nýverið var biðlisti höf-
uðborgarsvæðisins endurskoð-
aður og er heildarfjöldi þeirra
sem eru í fyrsta forgangi 164.
Það eru einstaklingar sem eru í
brýnni þörf fyrir dagdvöl. Á
svæðinu eru 8 staðir fyrir sér-
hæfða dagdvöl með samtals
150 rýmum. Þessi fjöldi rýma
leysir vanda um 220 einstakl-
inga, en sumir notendur eru
ekki alla virka daga vikunnar.
Æskileg stærð fyrir sérhæfða
dagdvöl er 20-25 rými og með
nýtingarstuðulinn 1,5 vantar
a.m.k. sjö staði eftir að á
Hrafnistu verður opnuð 30
rýma eining í byrjun næsta árs.
Í byrjun þessa árs óskuðu Alz-
heimersamtökin eftir því að fá
leyfi til að opna 20 rýma ein-
ingu en þeirri beiðni var hafnað
af heilbrigðisráðherra og því
borið við að fjárhagslegar for-
sendur lægju að baki ákvörð-
uninni, auk þess sem ekki væri
enn búið að ganga frá ramma-
samningi á milli Sjúkratrygg-
inga Íslands og þeirra stofnana
sem reka dagdvöl. Þessi nið-
urstaða er ekki ásættanleg
með tilliti til alvarleika málsins
og munu Samtökin því end-
urnýja umsóknina. Á meðan
bíðum við.
Í nýframlögðu frumvarpi til
fjárlaga ársins 2019 segir í
texta að stefnt sé að 95 dagd-
valarrýmum fram til ársins
2023. Ekki er
skilgreint í text-
anum hvort
þarna sé um að
ræða almenn
dagdvalarrými
eða sérhæfð, en
einungis þau
sérhæfðu munu
hafa áhrif á bið-
listann. Þannig
er ekki hægt að
meta hver vilji
stjórnvalda er
til að leysa þann vanda sem
þegar er til staðar og ef mið er
tekið af mannfjöldaspá mun
þetta ekki gera neitt annað en
að halda í horfinu. Biðlistinn
verður þá óbreyttur eftir 5 ár.
Þessar staðreyndir undirstrika
alvarleika málsins og staðfesta
að aðgerðir stjórnvalda eru
engan veginn að bæta ástand-
ið. Í besta falli verður ástandið
óbreytt. Á meðan bíðum við.
Á síðasta degi vorþings á sl.
ári var samþykkt einróma á
Alþingi þingsályktunartillaga
þar sem kveðið var á um að
heilbrigðisráðherra skyldi
móta stefnu í málefnum ein-
staklinga með heilabilun. Alz-
heimersamtökin hafa lagt
mikla áherslu á að stefna þessi
verði sem fyrst að veruleika og
þannig fylgjum við fordæmi yf-
ir 30 Evrópuríkja, sem þegar
hafa mótað slíka stefnu. Stefna
um málefni einstaklinga með
heilabilun kveður á um réttindi
einstaklingsins frá því að grun-
ur vaknar um að heilabilun sé
að gera vart við sig til alls
umönnunarferils viðkomandi,
ásamt réttindum aðstandenda
þeirra. Samkvæmt þeim upp-
lýsingum sem liggja fyrir í dag
er beðið með að hefja stefnu-
mótun þessa fram til þess að
ný heilbrigðisstefna liggur
fyrir. Undirbúningur að þeirri
vinnu er í gangi og er stefnt að
því að ný heilbrigðisstefna líti
dagsins ljós í byrjun næsta
árs. Á meðan bíðum við.
Alzheimersamtökin eru
með umfangsmikla þjónustu
fyrir einstaklinga með heila-
bilun og aðstandendur þeirra.
Þjónusta þessi er í formi
fræðslu, sem við höldum uppi
víðsvegar um landið. Við erum
með ráðgjafaviðtöl fyrir ein-
staklinga og fjölskyldur, gef-
um upplýsingar og leiðbein-
ingar í síma, erum með sam-
verustundir í húsakynnum
okkar í Hátúni 10 og Alzheim-
erkaffi í félagsmiðstöðinni í
Hæðargarði í Reykjavík.
Tenglar Samtakanna eru nú á
18 stöðum á landsbyggðinni.
Nánari upplýsingar um þessa
þjónustu má finna á heimasíðu
Samtakanna – alzheimer.is.
Þá hefur verið í undirbúningi
sl. þrjú ár að bjóða upp á sér-
hæft nám í umönnun einstakl-
inga með heilabilun. Verkefn-
ið hefur verið unnið í sam-
starfi við kollega okkar í
Noregi og Danmörku. Undir-
búningi er lokið og hefur End-
urmenntun HÍ tekið að sér að
sjá um þetta nám sem er að
hefjast núna á haustönn og er
sérstaklega sniðið fyrir starfs-
fólk þeirra stofnana sem veita
þessum einstaklingum þjón-
ustu eins og hjúkrunarheimili
og dagdvöl.
Hefur eitthvað áunnist?
Þegar litið er til síðustu ára og
fram til dagsins í dag þá er
hægt að svara þessari spurn-
ingu játandi, en ávinningurinn
er engan vegin nægjanlegur.
Samtökin eru að gera eins vel
og kostur er og það var mikið
framfaraspor að ráða til sam-
takanna fræðslustjóra fyrir
tveimur árum. Mikið og gott
samstarf við minnismóttöku
LSH á Landakoti er til staðar
og gerir starf samtakanna
markvissara, og nú liggur fyr-
ir ný stefnumótun hjá samtök-
unum til næstu 5 ára og verð-
ur hún kynnt fljótlega. En
vandinn liggur hjá stjórnvöld-
um eins og hér hefur komið
fram, sem skýrist af forgangs-
röðun fjárveitinga og faglegri
stefnumótun heilbrigðisyf-
irvalda. Á meðan bíðum við.
Heilabilun – hefur
eitthvað áunnist?
Eftir Árna
Sverrisson
Árni Sverrisson
» Alzheimersam-
tökin eru með
umfangsmikla
þjónustu fyrir ein-
staklinga með
heilabilun og að-
standendur þeirra.
Höfundur er formaður
Alzheimersamtakanna.
arni@alzheimer.is
Okkur yngri
systkinin frá Skála-
nesi, Sæunni, Sigga,
Maju, Ellu og Björk langar til að
minnast móðurbróður okkar, ljúf-
mennisins Jósefs Sigurðssonar,
eða Jobba, eins og hann var allaf
kallaður.
Hann var næstyngstur
alsystkinanna í Skálanesi en þau
eru: elstur var Eiríkur Kúld, Anna
Guðrún, Ólafur, Jósef, Ólöf og
fóstursystir Svala.
Í Skálanesi ólst hann upp með
foreldrum sínum og systkinum við
leik og störf, bæði á sjó og landi
Heima í Skálanesi var umtalað
Jósef Sigurðsson
✝ Jósef Sigurðs-son fæddist 4.
nóvember 1926.
Hann lést 7. ágúst
2018.
Jósef var jarð-
sunginn í kyrrþey
frá Hjallakirkju í
Kópavogi.
hvað Jobbi hafi verið
skemmtilegt barn,
alltaf á harðahlaup-
um og gladdi gjarn-
an þá, sem á vegi
hans urðu, enda varð
hann harðduglegur
til allra verka og eft-
irsóttur í vinnu.
Snemma barst hug-
urinn að sjónum og
var hann var mjög
ungur þegar hann
sigldi frá Skutulsey upp í Skála-
nes, en í Skutulsey var hann um
tíma með pabba sínum.
Seinna fór hann á vertíðir á
Suðurnesjum og síðan lá leiðin á
fragtskip og var hann í siglingum
um tíma og kom þá oft upp í
Skálanes á milli túra. Þá var nú oft
mikið fjör þegar hann var að segja
okkur sögur úr siglingunum, svo
ekki sé minnst á sælgæti og annað
góðgæti sem hann færði okkur.
Okkar bestu minningar frá þess-
um árum eru þegar Jobbi og Ei-
ríkur bróðir hans voru á lundaveið-
um nokkur sumur í Vogi og var þá
oft glatt á hjalla þegar ekki var
veður til veiða og stundum farið í
heimsóknir á nágrannabæi. Alltaf
lifnaði yfir mannskapnum þegar
sást til ferða bátsins þeirra, Haf-
rænings, koma siglandi frá
Reykjavík.
Þegar fram liðu stundir tóku við
önnur störf sem tengdust sjónum
að miklu leyti. Alltaf voru ættar-
tengslin jafn sterk hvar sem um
heimshöfin hann sigldi.
Um tíma bjó hann í Garðhúsum
í Grindavík og Siggi bjó þar hjá
honum þegar þessi atburðarás var
sem lýsir honum svo vel. Þeir unnu
saman í Kreppunni (fiskverkunar-
húsi). Siggi vaknaði kl. 7.15 og hit-
aði sér kaffi og fékk sér með því og
fór af stað gangandi í vinnu kl. 7.50.
Þegar klukkan var 7.55 þá kom
Jobbi stormandi fram úr Sigga og
beint í vinnuna. Þegar Siggi kom
kl. 8.00 var Jobbi vinnuklæddur og
kominn til starfa og ekkert að
hangsa yfir hlutunum. Svona voru
allir morgnar hjá þeim.
Í okkar huga voru þeir bræð-
urnir Óli og Jobbi óaðskiljanlegir