Morgunblaðið - 21.09.2018, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 21.09.2018, Qupperneq 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2018 Atli Heimir og framúrstefnan er yfirskrift fyrirlesturs sem tón- skáldið Þráinn Hjálmarsson flytur í dag í tilefni af áttræðisafmæli Atla Heimis Sveinssonar tónskálds. „Sjónum verður einkum beint að framúrstefnutónsmíðum Atla frá áttunda áratug síðustu aldar – bæði í tali og tónum. Þráinn skoðar sam- band Atla Heimis við evrópska framúrstefnu og innlent tónlistar- líf. Skerpla, nýr tilraunatónlistar- hópur tónlistardeildar LHÍ, flytur brot úr verkum Atla Heimis frá átt- unda áratugnum,“ segir í tilkynn- ingu frá Listaháskóla Íslands, en stjórnandi Skerplu er Berglind María Tómasdóttir, dósent í flutn- ingi og miðlun samtímatónlistar við LHÍ. Viðburðurinn fer fram í fræðastofu 1, stofu 633 í Skipholti 31, í dag kl. 12.45 og er aðgangur ókeypis. Í tilefni afmælisins standa ýmsir tónlistarhópar fyrir tónleikahaldi á næstunni auk þess sem Sinfóníu- hljómsveit Íslands leikur Örsmá ei- lífðarbrot Atla Heimis á tónleikum í febrúar. Í kvöld kl. 21 verða í Mengi fluttir kaflar úr verkinu For Boys and Girls sem Atli Heimir samdi seint á sjöunda áratugnum. Verkið „kallast á við alþjóðlega strauma og stefnur í tónlist á þessum tíma en í því má greina sterk áhrif frá flux- uslist og grafískum tilraunum við skrásetningu tónlistar,“ segir í til- kynningu. Þar kemur fram að tón- leikarnir séu þeir fyrstu í tónleika- röðinni Verpa eggjum undir list- rænni stjórn Berglindar Maríu sem helguð er tilraunatónlist. Sólin á þig geislum helli! er yfir- skrift tónleika sem haldnir verða í Hörpu á sunnudag kl. 14.30. Þar flytur Hólmfríður Jóhannesdóttir söngkona sönglög eftir Atla Heimi við kvæði Jónasar Hallgrímssonar. Jón Sigurðsson leikur á píanó og Victoria Tarevskaia á selló. Að- gangur er ókeypis. Á raftónlistar- hátíðinni Erkitíð verða 13. október tónleikar til heiðurs Atla Heimi í Norðurljósum Hörpu. Loks má nefna að Intermezzo úr Dimma- limm og Tempo di tango úr selló- sónötu fyrir selló og píanó verða flutt á tónleikum Kammermúsík- klúbbsins í Norðurljósum Hörpu 14. október kl. 16. Hollvinasamtök Atla Heimis halda úti vefnum atliheimir- sveinsson.is þar sem hægt er að kynnast hinu mikla höfundarverki Atla Heimis og tónskáldinu sjálfu. Morgunblaðið/Kristinn Virtur Atli Heimir Sveinsson er í hópi virtustu tónskálda hér á landi. Hann hefur samið fjölda tónverka, s.s. einleikskonserta, hljómsveitarverk, kamm- erverk og einleiksverk. Þá hefur hann samið tónlist fyrir leikhús. Tónskáldinu fagnað  Atli Heimir Sveinsson fagnar áttræðisafmæli sínu í dag  Tónskáldið er heiðrað með fyrirlestri og tónleikum „Þetta eru allt ný verk,“ segir Jón Óskar myndlistarmaður um sýn- inguna sem hann opnar í listhúsinu Tveimur hröfnum við Baldursgötu í dag klukkan 17 og kallar Bender. „Gegnum tíðina hef ég oft notað í verkunum fígúru sem heitir Bender. Þetta er teiknimyndafígúra sem ég rakst á á netinu fyrir mörgum árum og þótti svo falleg að ég hef nokkr- um sinnum lagt út af henni.“ Í texta sem fylgir sýningunni úr hlaði segir Jón Óskar frá draumi sem hann vaknaði af við að heyrast einhver kalla: „Three star general in the garden!“ Það er heiti annars stóru málverkanna á sýningunni og hitt heitir „Staðarhóll“ en það segir hann hafa verið heiti á frægum garði á æskuslóðum í Kleppsholtinu – og hann rifjar upp nöfn blómakvenna í hverfinu á þeim árum og leggur jafnframt út frá þeim minningum, og draumnum, í verkunum. Jón Óskar hugsaði líka við gerð verkanna til fyrstu ljósmyndarinnar sem hann tók sem barn, „sem var úr fókus og myndefnið að mestu utan rammans. Hins vegar var nóg af grasi og blómum enda myndin tekin í einum þessara garða“. Og hann segir þessa ljósmynd hafa verið eins konar „mind-bender“ fyrir sig. „Ég hef oft notað ljósmyndir sem eru ekki góðar vegna þess að þær fanga eitthvert andrúmsloft sem ég er hrifinn af. Og ég rek það alltaf til þessarar fyrstu myndar sem ég taldi mig hafa tekið en líklega var það eft- ir allt bara fölsk minning eða draum- ur, því serían sem ég hélt myndina vera úr er öll í albúmi hjá foreldrum mínum og engin mynd hefur verið tekin úr henni.“ Í verkum Jóns Óskars eru oft brotakenndar vísanir í minningar, fjölmiðla, dægurheiminn … „… og ég hræri því öllu saman í einn pott. Mér finnst fínt að hræra saman óskilgreindum heimum sem segja ekkert ákveðið en áhorfandinn skynjar andrúmsloft sem vísar til hins og þessa. Og ég hef þurft að passa mig á titlum, ég vil ekki að verkin leiði fólk of stíft, það þarf að geta nálgast myndflötinn á eigin for- sendum,“ segir hann. efi@mbl.is Hrærir saman óskil- greindum heimum  Jón Óskar opnar sýninguna Bender í Tveimur hröfnum Morgunblaðið/Eggert Listamaðurinn „Sumt kann að virðast órætt krot en fólk fer alltaf að sjá eitthvað út úr þessu – við búum alltaf til myndir í huganum af einhverju sem við þekkjum,“ segir Jón Óskar um verkin á sýningu sinni. Lifandi tónlist mbl.is/tonleikar Ronja Ræningjadóttir (None) Sun 23/9 kl. 13:00 4. s Lau 20/10 kl. 18:30 Auka Sun 25/11 kl. 17:00 22. s Sun 23/9 kl. 16:00 5. s Sun 21/10 kl. 13:00 12. s Lau 1/12 kl. 14:00 Auka Sun 30/9 kl. 13:00 6. s Sun 21/10 kl. 16:00 13. s Lau 1/12 kl. 17:00 23. s Sun 30/9 kl. 16:00 7. s Sun 28/10 kl. 13:00 14. s Sun 2/12 kl. 14:00 Auka Lau 6/10 kl. 17:00 Auka Sun 28/10 kl. 16:00 15. s Sun 2/12 kl. 17:00 24. s Sun 7/10 kl. 13:00 8. s Sun 4/11 kl. 13:00 16. s Sun 9/12 kl. 14:00 Auka Sun 7/10 kl. 16:00 9. s Sun 4/11 kl. 16:00 17. s Sun 9/12 kl. 17:00 25. s Lau 13/10 kl. 17:00 Auka Sun 11/11 kl. 13:00 18. s Sun 30/12 kl. 13:00 26. s Sun 14/10 kl. 13:00 10. s Sun 11/11 kl. 16:00 19. s Sun 30/12 kl. 16:00 27. s Sun 14/10 kl. 16:00 11. s Sun 18/11 kl. 13:00 20. s Lau 20/10 kl. 15:00 Auka Sun 18/11 kl. 16:00 21. s Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna! Fly Me To The Moon (Kassinn) Fös 28/9 kl. 19:30 Frums Sun 14/10 kl. 19:30 6. s Sun 28/10 kl. 19:30 11. s Sun 30/9 kl. 19:30 2. s Fim 18/10 kl. 19:30 7. s Fös 2/11 kl. 19:30 12. s Lau 6/10 kl. 19:30 3. s Lau 20/10 kl. 19:30 8. s Lau 3/11 kl. 19:30 13. s Sun 7/10 kl. 19:30 4. s Sun 21/10 kl. 20:00 9. s Sun 4/11 kl. 19:30 14. s Fös 12/10 kl. 19:30 5. s Fös 26/10 kl. 19:30 10. s Sun 11/11 kl. 19:30 15. s Nýtt verk eftir höfund hins geysivinsæla leikrits Með fulla vasa af grjóti Ég heiti Guðrún (Kúlan) Fös 5/10 kl. 19:30 Frums Lau 13/10 kl. 17:00 Auka Fös 19/10 kl. 19:30 Auka Lau 6/10 kl. 17:00 Auka Lau 13/10 kl. 19:30 5. s Lau 20/10 kl. 19:30 8. s Sun 7/10 kl. 17:00 2. s Sun 14/10 kl. 19:30 6. s Sun 21/10 kl. 17:00 9. s Mið 10/10 kl. 19:30 3. s Þri 16/10 kl. 19:30 Auka Þri 23/10 kl. 19:30 10. s Fim 11/10 kl. 19:30 4. s Mið 17/10 kl. 19:30 7. s Barátta konu fyrir því að hafa stjórn á eigin lífi Svartalogn (Stóra sviðið) Fös 21/9 kl. 19:30 11. s Fim 27/9 kl. 19:30 12. s Heillandi verk um óvæntu möguleikana í lífinu Slá í gegn (Stóra sviðið) Lau 22/9 kl. 19:30 39. s Fös 5/10 kl. 19:30 41. s Lau 29/9 kl. 19:30 40. s Fös 19/10 kl. 19:30 42. s Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna! Samþykki (Stóra sviðið) Fös 26/10 kl. 19:30 Frums Fös 2/11 kl. 19:30 4. s Fös 23/11 kl. 19:30 7. s Lau 27/10 kl. 19:30 2. s Lau 10/11 kl. 19:30 5. s Lau 24/11 kl. 19:30 8. s Fim 1/11 kl. 19:30 3. s Fös 16/11 kl. 19:30 6. s Kraftmikið, splunkunýtt verk sem sló í gegn í Breska þjóðleikhúsinu. Insomnia (Kassinn) Fös 9/11 kl. 19:30 Frums Fös 16/11 kl. 19:30 3. s Fös 23/11 kl. 19:30 5. s Lau 10/11 kl. 19:30 2. s Lau 17/11 kl. 19:30 4. s Brandarinn sem aldrei deyr Klókur ertu Einar Áskell (Brúðuloftið) Lau 6/10 kl. 13:00 Lau 13/10 kl. 13:00 Lau 20/10 kl. 13:00 Lau 6/10 kl. 15:00 Lau 13/10 kl. 15:00 Lau 20/10 kl. 15:00 Nokkrar gamlar spýtur og góð verkfæri geta leitt mann inn í nýjan heim Reykjavík Kabarett (Þjóðleikhúskjallarinn) Fös 21/9 kl. 22:00 Fös 28/9 kl. 22:00 Daður og dónó Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 3/10 kl. 20:00 Mið 24/10 kl. 20:00 Mið 14/11 kl. 20:00 Mið 10/10 kl. 20:00 Mið 31/10 kl. 20:00 Mið 21/11 kl. 20:00 Mið 17/10 kl. 20:00 Mið 7/11 kl. 20:00 Mið 28/11 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Rocky Horror (Stóra sviðið) Fös 21/9 kl. 20:00 58. s Fös 5/10 kl. 20:00 60. s Fös 12/10 kl. 20:00 62. s Lau 29/9 kl. 20:00 59. s Fim 11/10 kl. 20:00 61. s Besta partýið hættir aldrei! Allt sem er frábært (Litla sviðið) Fös 21/9 kl. 20:00 3. s Fim 27/9 kl. 20:00 6. s Lau 6/10 kl. 20:00 9. s Lau 22/9 kl. 20:00 4. s Fös 28/9 kl. 20:00 7. s Sun 7/10 kl. 20:00 10. s Sun 23/9 kl. 20:00 5. s Lau 29/9 kl. 20:00 8. s Fös 12/10 kl. 20:00 11. s Gleðileikur um depurð. Dúkkuheimili, annar hluti (Nýja sviðið) Fös 21/9 kl. 20:00 Frums. Fös 28/9 kl. 20:00 5. s Lau 6/10 kl. 20:00 8. s Lau 22/9 kl. 20:00 2. s Lau 29/9 kl. 20:00 6. s Sun 7/10 kl. 20:00 9. s Sun 23/9 kl. 20:00 3. s Sun 30/9 kl. 20:00 aukas. Mið 10/10 kl. 20:00 aukas. Fim 27/9 kl. 20:00 4. s Fös 5/10 kl. 20:00 7. s Fim 11/10 kl. 20:00 10. s Athugið, sýningum lýkur 3. nóvember. Kvenfólk (Nýja sviðið) Fim 22/11 kl. 20:00 1. s Fös 30/11 kl. 20:00 5. s Fim 13/12 kl. 20:00 9. s Fös 23/11 kl. 20:00 2. s Lau 1/12 kl. 20:00 6. s Fös 14/12 kl. 20:00 10. s Lau 24/11 kl. 20:00 3. s Fös 7/12 kl. 20:00 7. s Sun 16/12 kl. 20:00 11. s Sun 25/11 kl. 20:00 4. s Lau 8/12 kl. 20:00 8. s Fös 28/12 kl. 20:00 12. s Sungin sagnfræði á hundavaði. Elly (Stóra sviðið) Lau 22/9 kl. 20:00 146. s Fös 28/9 kl. 20:00 150. s Sun 7/10 kl. 20:00 154. s Sun 23/9 kl. 20:00 147. s Sun 30/9 kl. 20:00 151. s Lau 13/10 kl. 20:00 155. s Mið 26/9 kl. 20:00 148. s Fim 4/10 kl. 20:00 152. s Sun 14/10 kl. 20:00 156. s Fim 27/9 kl. 20:00 149. s Lau 6/10 kl. 20:00 153. s Fim 18/10 kl. 20:00 157. s Síðasta uppklappið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.