Morgunblaðið - 28.09.2018, Síða 1

Morgunblaðið - 28.09.2018, Síða 1
Morgunblaðið/Hari Léttir Aðstandendur Tryggva Rúnars Leifssonar, eins sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, fyrir utan dómhús Hæstaréttar Íslands í gær, að lokinni dómsuppkvaðningu. Rétturinn setti í gær punkt aftan við endurupptöku sakamálsins, fyrst féll í því dómur í Hæstarétti árið 1980. Fjölmiðlafólk, aðstandendur sakborninga og fjölmargir aðrir hlýddu á dómsuppkvaðninguna í Hæstarétti í gær, en margir horfðu einnig á beinar útsendingar fjölmiðla úr dómsalnum. Sumir aðstandenda lýstu tilfinningum sínum þannig að þungu fargi væri af þeim létt með dóminum. F Ö S T U D A G U R 2 8. S E P T E M B E R 2 0 1 8 Stofnað 1913  228. tölublað  106. árgangur  KONUR Á BARMI TAUGAÁFALLS Í KASSANUM HEIMILI OG HÖNNUN 56 SÍÐNA SÉRBLAÐFLY ME TO THE MOON 38 Magnús Heimir Jónasson Sólrún Lilja Ragnarsdóttir Sigtryggur Sigtryggsson Kaflaskil urðu í stærsta sakamáli Íslandssög- unnar í gær þegar Hæstiréttur Íslands sýkn- aði fimm sakborninga í Guðmundar- og Geir- finnsmálinu af þeim brotum sem þeim voru gefin að sök árið 1980 við endurupptöku máls- ins fyrir réttinum. Sakargiftirnar voru að mennirnir hefðu ráðið Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni bana árið 1974. „Í 43 ár var pabbi minn fórnarlamb“ Fyrst var dæmt í málinu í sakadómi Reykjavíkur 19. desember árið 1977 og síðan í Hæstarétti þar sem dómur féll 22. febrúar 1980. Aðstandendur og verjendur lýstu yfir ánægju með niðurstöðu réttarins, en þeir sem nærri standa sakborningum málsins lýstu þó blendnum tilfinningum í gær. „Auðvitað er þetta sigur en ég er líka alveg hundfúl. Þetta er ekkert réttlæti. Jú, það er komin sýkna í málinu en það breytir því ekki að í 43 ár var pabbi minn fórnarlamb,“ sagði Kristín Anna Tryggvadóttir, dóttir Tryggva Rúnars Leifs- sonar, eins dómfelldu. „Ég vildi fá að sjá það svart á hvítu á blaði, með opinberum stimpli, að þetta væri búið. Að það væri enginn hali, enginn hluti af málinu væri skilinn eftir eða einhverju bætt við. Reynslan hefur kennt mér að taka ekki öllu sem gefnu. En nú er þetta búið,“ sagði hún. Sjöfn Sigurgeirsdóttir, ekkja Tryggva Rún- ars, kvaðst fegin að málinu væri lokið. „Þetta er búið að vera í fanginu á mér í mjög mörg ár,“ sagði hún. Sjöfn telur að mannorð Tryggva Rúnars hafi nú verið hreinsað. Klara Bragadóttir, eiginkona Guðjóns Skarphéðinssonar, eins dómfelldu, sagði að þungu fargi væri af þeim létt með sýknudóm- inum. „Sigur réttlætis er ekki kominn fyrr en búið er að sýkna alla af meinsæri líka,“ sagði Erla Bolladóttir. Hún var fundin sek um meinsæri í málinu á sínum tíma, en sá hluti málsins var ekki endurupptekinn í gær. Erla hyggst kæra niðurstöðu endurupptökunefndar um hennar hluta málsins til Héraðsdóms. Verjendur ánægðir með málalokin Blæbrigðamunur var á nálgun verjenda fimmmenninganna í dómsal en þeir lýstu þó mikilli ánægju með málalokin. Þannig krafðist Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar, þess að lýst yrði yfir sak- leysi dómfelldu, en það gerði Hæstiréttur ekki. „Ég gerði mér ekki miklar vonir um að slíkt áræði og kjarkur kæmi fram í dómnum […],“ sagði hann. Hluti verjendanna fór einnig fram á að Hæstiréttur opinberaði afstöðu sína til málsmeðferðar sakborninganna, en varð ekki að þeirri ósk sinni. Jón Steinar Gunn- laugsson, verjandi Kristjáns Viðars Viðars- sonar, sagði dóminn fullnægjandi fyrir ákærðu. „Sýknaður maður er saklaus sam- kvæmt íslenskum lögum og öllum sjónarmið- um,“ sagði hann. Eðlilegt að ríkið greiði leið fyrir bætur Ekki er útilokað að bætur verði sóttar fyrir tjón hinna dómfelldu, en Jón Magnússon, verj- andi Tryggva Rúnars, sagði að leggjast þyrfti yfir það með hvaða hætti það væri hægt. „Mér finnst eðlilegt að ríkisvaldið greiði leið fyrir það að greiddar séu bætur þegar svona illa er farið að einstaklingum,“ sagði hann. Allir fimm sýknaðir  Hæstiréttur Íslands kvað upp dóm í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu  Allir sakborningar saklausir  Ekki er útilokað að farið verði fram á bætur  Erla Bolladóttir fer með sitt mál fyrir héraðsdóm MGuðmundar- og Geirfinnsmálið »4, 6 & 20

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.