Morgunblaðið - 28.09.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.09.2018, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2018 laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is Epicurean skurðarbretti Verð frá 2.690 kr. Ný sending Veður víða um heim 27.9., kl. 18.00 Reykjavík 6 léttskýjað Bolungarvík 2 léttskýjað Akureyri 6 skýjað Nuuk 5 rigning Þórshöfn 8 skýjað Ósló 10 skýjað Kaupmannahöfn 17 skýjað Stokkhólmur 10 súld Helsinki 9 heiðskírt Lúxemborg 21 heiðskírt Brussel 21 heiðskírt Dublin 15 súld Glasgow 12 skýjað London 21 heiðskírt París 25 heiðskírt Amsterdam 17 heiðskírt Hamborg 19 skýjað Berlín 22 heiðskírt Vín 20 heiðskírt Moskva 8 heiðskírt Algarve 27 léttskýjað Madríd 28 léttskýjað Barcelona 23 heiðskírt Mallorca 26 léttskýjað Róm 23 heiðskírt Aþena 16 rigning Winnipeg 7 alskýjað Montreal 14 skýjað New York 15 heiðskírt Chicago 16 skýjað Orlando 30 skýjað  28. september Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:29 19:09 ÍSAFJÖRÐUR 7:35 19:13 SIGLUFJÖRÐUR 7:18 18:56 DJÚPIVOGUR 6:58 18:38 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á laugardag Norðan og norðvestan 8-15 m/s og skúrir, en síðar él, á Norður- og Austurlandi Á sunnudag Vestlæg eða breytileg átt, 5-10 m/s og yfirleitt léttskýjað. Hiti 2 til 6 stig. Talsverð rigning um vestanvert landið og útlit fyrir hríð á fjallvegum norðanlands fram eftir morgni, en lengst af þurrt á Austfjörðum. Dregur úr úrkomu og fer að lægja í kvöld. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Kaflaskil urðu í hinu sögufræga Guð- mundar- og Geirfinnsmáli í gær þeg- ar Hæstiréttur sýknaði alla fimm sak- borninga, en málið var endurupptekið fyrir réttinum. Þar með lýkur saka- máli sem nær allt aftur til ársins 1974. Það ár hurfu tveir menn, Guðmundur Einarsson í janúar og Geirfinnur Ein- arsson í nóvember. Þeir hafa aldrei fundist og enn er það ráðgáta hvað varð um þá. Segja má að Guðmundar- og Geirfinnsmálið hafi verið meira og minna í fréttum síðustu 44 árin. Í dómsorði Hæstaréttar í gær segir svo: Dómfelldu Kristján Viðar Júlíus- son, Sævar Marinó Ciesielski og Tryggvi Rúnar Leifsson eru sýknir af 1. lið I. kafla ákæru 8. desember 1976 um brot gegn 211. gr. almennra hegn- ingarlaga nr. 19/1940, með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins 27. janúar 1974 í félagi ráðist á Guðmund Ein- arsson í kjallaraíbúð á Hamarsbraut 11, Hafnarfirði og misþyrmt honum svo, að hann hlaut bana af, og komið líki hans fyrir í ókunnum stað, en háttsemin var heimfærð undir 218. gr. og 215. gr. almennra hegningar- laga með dómi Hæstaréttar 22. febr- úar 1980 í máli nr. 214/1978. Dómfelldi, Albert Klahn Skaftason, er sýkn af 2. lið I. kafla ákæru 8. des- ember 1976 um brot gegn 2. mgr. 112. gr. almennra hegningarlaga, fyrir að tálma rannsókn á fyrrnefndu broti dómfelldu Kristjáns Viðars, Sævars Marinós og Tryggva Rúnars, með því að veita dómfelldu liðsinni við að fjar- lægja og koma líki Guðmundar fyrir í hrauninu sunnan Hafnarfjarðar aðfaranótt 27. janúar 1974. Dómfelldu Kristján Viðar, Sævar Marinó og Guðjón Skarphéðinsson eru sýknir af I. kafla ákæru 16. mars 1977 um brot gegn 211. gr. almennra hegningarlaga, með því að hafa að- faranótt miðvikudagsins 20. nóvem- ber 1974 í félagi ráðist á Geirfinn Ein- arsson í Dráttarbrautinni í Keflavík og misþyrmt honum þar svo, að hann hlaut bana af, og að hafa flutt lík Geir- finns þaðan á Grettisgötu 82, Reykja- vík, og að hafa degi síðar flutt líkið upp í Rauðhóla og grafið það þar, en háttsemin var heimfærð undir 218. gr. og 215. gr. almennra hegningar- laga í fyrrnefndum dómi Hæstarétt- ar. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Þorgeir Örlygsson, Greta Bald- ursdóttir, Helgi I. Jónsson, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Viðar Már Matthíasson. Allur áfrýjunarkostnaður málsins greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun verjenda í málinu, lögmannanna Jóns Steinars Gunn- laugssonar, verjanda Kristjáns Við- ars, 11.904.000 krónur, Oddgeirs Ein- arssonar og Unnars Steins Bjarndal, verjenda Sævars Marinós, 11.904.000 krónur til hins fyrrnefnda og 2.480.000 krónur til hins síðarnefnda, og Jóns Magnússonar, verjanda Tryggva Rúnars, Guðjóns Ólafs Jóns- sonar, verjanda Alberts Klahn, og Ragnars Aðalsteinssonar, verjanda Guðjóns, 9.672.000 krónur til hvers um sig. Fengu ævilangt fangelsi Fyrsti dómur í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu var kveðinn upp í sakadómi Reykjavíkur 19. desember 1977. Með dóminum var Albert Klahn gert að sæta fangelsi í 15 mánuði, Guðjóni fangelsi í 12 ár, Kristjáni Við- ari og Sævari Marinó báðum fangelsi ævilangt og Tryggva Rúnari fangelsi í 16 ár. Hinir þungu dómar yfir Sæv- ari og Kristjáni áttu sér ekki fordæmi á Íslandi. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar og þar féll dómur 22. febrúar 1980. Hæstiréttur stytti refsingu sakborn- inga. Sævar Marínó var dæmdur í 17 ára fangelsi, Kristján Viðar í 16 ára fangelsi, Tryggvi Rúnar 13 ára fang- elsi, Guðjón 10 ára fangelsi og Albert Klahn í 12 mánaða fangelsi. Erla Bolladóttir var dæmd í þriggja ára fangelsi, en hennar mál var ekki end- urupptekið fyrir Hæstarétti nú. Í öll- um tilvikum kom gæsluvarðhaldsvist ákærðu til frádráttar. Allir sakborningar voru sýknaðir  Kaflaskil í frægasta sakamáli Íslandssögunnar  Niðurstaða Hæstaréttar í gær að þeir menn sem ákærðir voru í málinu hafi ekki ráðið Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni bana árið 1974 Morgunblaðið/Hari Dómur kveðinn upp Þorgeir Örlygsson, forseti Hæstaréttar, las upp dóminn klukkan 14 í gær. Við hlið hans sitja Helgi Ingólfur Jónsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Settur ríkissaksóknari og verjendur hlýða á dóminn. Dómsuppkvaðning i Guðmundar- og Geirfinnsmálinu „Mér líður mjög vel, en það eru blendnar til- finningar. Þetta er gleðidagur en jafnframt sorgardagur því hann er búinn að eyða 40 ár- um í þetta. Allt lífið hefur verið í skugga þessa máls hjá honum. Það er sorglegt,“ segir Klara Bragadóttir, kona Guðjóns Skarphéð- inssonar, sem var viðstödd dómsuppkvaðn- ingu í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu í Hæstarétti. Sjálfur treysti Guðjón sér ekki til að vera viðstaddur og sendi Klöru í sinn stað. Hún segir að þungu fargi sé af þeim létt með sýknudómnum. „Ég hefði persónulega viljað að lýst hefði verið yfir sakleysi hans, en auðvitað er þetta mjög góður dagur,“ sagði hún, en dómurinn fór ekki að kröfu Ragnars Aðalsteinssonar, lögmanns Guðjóns, um að hann yrði ekki að- eins sýkn saka, heldur einnig lýstur saklaus. Aðspurð sagði Klara að fjölskyldan myndi njóta dagsins saman og fagna niðurstöðunni. „Guðjón er heima og dætur okkar þrjár eru hjá honum. Við ætlum bara að fá okkur kaffi saman. Systir hans og mágur eru hérna með mér. Nú ætlum við að fara heim til Guðjóns og gera okkur glaða stund,“ sagði hún. Allt lífið verið í skugga Guð- mundar- og Geirfinnsmála Morgunblaðið/Hari Dómþing Klara Bragadóttir, eiginkona Guð- jóns Skarphéðinssonar, eins hinna sýknuðu. „Mér líður ofsalega vel en ég er ofsalega feg- in að þetta er búið,“ segir Sjöfn Sigurbjörns- dóttir, ekkja Tryggva Rúnars Leifssonar, sem í gær var sýknaður af því að hafa banað Guðmundi Einarssyni í janúar árið 1974, ásamt Sævari Ciesielski. „Þetta er búið að vera í fanginu á mér í mjög mörg ár,“ bætir hún við. Allir dómfelldu í málinu voru sýkn- aðir í Hæstarétti í dag, 44 árum eftir að meintur glæpur var framinn. Tryggvi hafði áður verið dæmdur í 13 ára fangelsi fyrir að- ild sína að málinu. Sjöfn bendir á að sumum þyki réttlætinu enn ekki fullnægt, en hún er sátt. Hún hafði allavega ekki vonast eftir neinu öðru en að Tryggvi Rúnar og aðrir dómfelldu yrðu sýkn- aðir í málinu. „Þetta er það sem ég fór af stað með og var ekki að hugsa um neitt annað. Ég var bara að hugsa um mannorð hans og hann,“ segir „Ég var bara að hugsa um mannorð hans og hann“ Morgunblaðið/Hari Sjöfn Sigurbjörnsdóttir Hún segist telja að nú sé mannorð Tryggva Rúnars hreinsað. Sjöfn, en henni finnst mannorð Tryggva Rún- ars nú hafa verið hreinsað. „Auðvitað ber einhver ábyrgð á þessu. Það ætti allavega að vera þannig. En ég er ánægð með þetta svona núna.“ solrun@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.