Morgunblaðið - 28.09.2018, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 28.09.2018, Qupperneq 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2018 Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150 Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju Fyrir passann, ökuskírteinið, ferilskrána o.fl. Skjót og hröð þjónusta Engar tímapantanir Góð passamynd skiptir máli VINNINGASKRÁ 21. útdráttur 27. september 2018 599 9888 20737 28391 39026 50251 59743 70309 856 10102 20755 29078 39172 50361 59744 70341 1273 10153 21035 30247 39181 50438 59787 70485 1490 10500 21264 30551 39230 50582 59977 71035 1875 10806 21357 31428 39281 51140 60274 71328 2006 11032 21577 31457 39897 51146 60536 71365 2220 11830 21650 31564 40153 51190 60796 71872 2312 12261 21674 31746 40367 51381 61304 72081 2557 12591 21703 31756 41081 51601 61845 72781 2833 13532 22599 31980 41653 51784 62232 72923 3026 13708 22778 32073 41696 51979 62271 73039 3243 14240 22894 32574 41894 52042 62574 73363 3683 14248 23100 33214 43046 52222 62858 73592 4348 14410 24014 33275 43171 52259 63173 73604 4734 14854 24096 33372 43546 52580 63318 73720 4805 14978 24345 33503 43596 52795 63374 73754 4993 15164 24827 33712 43613 52807 63719 73760 5006 15188 25054 33880 44043 52869 64014 73763 5166 15543 25258 33973 44054 53196 64271 73859 5217 15915 25489 33998 44058 54245 64281 73892 5769 16247 25715 34490 44364 54247 64373 74266 5862 16417 25874 34637 45389 54515 64664 74649 6068 16977 26211 34714 45406 54780 64853 75916 6507 17589 26275 34881 45570 54842 65399 76078 7756 17617 26514 35166 45960 55034 65467 77640 8436 17867 26577 35377 46065 55046 66031 78081 8575 18458 26587 35474 46150 56487 66804 78146 8578 18567 26640 35865 46657 56505 66998 78281 8634 18646 27041 35881 46913 56874 67707 78569 8731 18787 27133 36127 47127 57273 67910 79507 8741 18930 27212 36634 47565 57893 68451 79780 8888 19279 27428 36833 47654 58118 68534 8975 19631 27516 37660 48292 58143 69275 9038 19691 27712 37677 48552 58230 69388 9069 20046 28087 37851 49172 58444 69531 9203 20121 28126 37997 49540 59016 69535 9775 20704 28127 38110 50210 59538 70203 189 9738 21296 32917 42725 51623 62988 70304 269 10401 22127 34098 43326 52613 63134 70497 1189 10979 22251 35298 43472 53300 64255 72384 3005 12234 23778 35979 45185 53603 64923 73287 3213 12411 24731 36367 45907 54485 65052 74106 4481 13074 25653 36895 45993 55146 65183 74125 5473 13169 30332 39352 47211 55346 66050 75070 6549 14483 30351 39392 47412 56126 66486 76945 6604 14757 30768 39618 48086 56595 67037 78880 6907 18443 30856 41481 48642 57154 67781 7411 18822 31073 41616 48949 59291 69143 8004 18893 32255 41912 51017 59376 69448 9677 19092 32455 42474 51438 62902 69852 Næstu útdrættir fara fram 4., 11., 18., 25. okt & 1. nóv 2018 Heimasíða: www.das.is Vinningur Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 20.000 Kr. 40.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur) 4572 21184 41922 76803 Vinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 4891 20469 28020 38463 58875 65431 8204 22805 29543 39174 62819 66165 16577 26089 35602 43968 64727 69242 17487 27574 37933 48534 65027 70764 Aðalv inningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 9 1 4 4 Við finnum okkur sjaldnast næðisstund til að hlaða batteríin í asa nútímans. Það er hverri manneskju mikilvægt til að halda jafnvægi og ferskleika. Stöðugt áreiti nútíma- samfélags hlúir ekki að gömlum gildum sem rækta andann. Við erum farin að sjá áhrif þess t.d. í auknum kvíða ung- menna sem alltaf eru „á vaktinni“ á samfélagsmiðlum og kunna ekki að kúpla sig út. Þetta er langvarandi álag í ofanálag við skilaboðin sem samfélagsmiðlarnir gefa. Það sem ég vildi sagt hafa er að okkur vant- ar meiri ró og frið inn í hversdag- inn sem er uppspretta orku og blessunar. Nútíminn er að bregðast við þessum halla með Núvitund og Gjörhygli (Mindfulness). Kristin hefð hefur í gegnum aldirnar iðkað Kyrrðarbæn (Centering Prayer) sem er á pari við aðferð Gjörhygli. Fyrir nokkrum áratugum var kyrrðarbæn klaustranna poppuð upp til að mæta asasótt nútímans. Almenningur fór að sækja í kyrrð- arbænina því hún skapar vörn og jafn- vægi í dagsins önn. Þetta er þögul bæn í 20 mínútur með heil- ögu orði sem stuðn- ingi. Áhrif af bæninni eru meiri í hversdags- lífinu en í bæninni sjálfri. Hún gefur frið, þolinmæði, aukna ein- beitingu, sjálfsskiln- ing, orku og það sem kom mér mest á óvart, aukna gleði. Í bæninni verður djúpslökun og því vinnur hún vel á verkjum og hefur nýst mínum vefjargigtarlíkama vel með græðsluferli. Bænin verkar vel með 12 sporunum, hún er í raun 11. spors vinna. Kyrrðarbænin kennir okkur að kúpla frá og skapar þann- ig rými fyrir nýja hluti hið innra. Hér eru dæmi frá iðkendum hjá mér. Kona sagði: „Sko ég er ótrú- lega óþolinmóð en ég skil ekki hvað er að koma yfir mig, ég er hætt að kippa mér upp yfir því sem angraði mig áður.“ Eldri kona sagði: „Ég er alla daga undirlögð af verkjum en þegar ég sest í þennan stól í bænina þá hverfa allir verkir.“ Þátttakandi sagði: „Ég sef miklu betur þessar nætur eftir kyrrðar- bænina.“ Margir tala um frið og jafnvægi. „Við stöðuga iðkun til lengri tíma finn ég eins og meiri skerpu, það bætist eitthvað tært inn í lífið og eftirvænting til hversdagsins vex.“ Það verður haldið dags námskeið um Kyrrðarbænina í Digranes- kirkju 29. september (kl. 10-15.30) og vikuleg iðkun í framhaldinu. Skráning er á barafrid@digra- neskirkja.is, sjá nánar á www.digraneskirkja.is. Kyrrðarbænin er stunduð í hóp- um víða um land, nánari upplýs- ingar má sjá á www.kristin- ihugun.is/bænahópar. Það er gott að fjárfesta í sjálfum sér með iðkun kyrrðarbænar. Vantar þig kyrrð og ró inn í hversdaginn? Eftir Báru Friðriksdóttur »Margir tala um áhrif kyrrðarbænar sem frið og jafnvægi. Þátt- takandi sagði: „Ég sef miklu betur þessar næt- ur eftir kyrrðarbæn- ina.“ Bára Friðriksdóttir Höfundur er prestur og öldrunar- fræðingur. barafrid@gmail.com Hver skapar um- hverfið, hver er mannauðurinn og hvert stefnir félagið, ágætu stjórnendur Icelandair, hvað varð um gömul slagorð eins og fjölskyldu- vænt fyrirtæki eða jöfn tækifæri til vinnu? Oft kveður við gömul vísa þar sem græðgihugsun stjórnenda er tekin fram yfir hinn glæsilega mannauð sem skapað hefur velgengi Icelandair hverju sinni, þ.e.a.s. starfsfólkið. Að hugsa sér að Icelandair skuli voga sér að koma með svona út- spil á sama tíma og ASÍ, heildar- samtök launþega, sem og ráða- menn þjóðarinnar tala um styttingu vinnuviku og það án skerðingar. Það má segja að þetta nýjasta óréttláta útspil Icelandair í garð flugfreyja og flugþjóna félagsins sé ekki til þess fallið að einhver ró verði yfir komandi kjara- samningum, það er al- veg dagljóst. Skoðum hlutina að- eins í réttu samhengi: Icelandair gerir kröf- ur um að starfsfólkið geti staðið í framlínu félagsins, bæði í blíðu og stríðu, standist all- ar þær kröfur sem gerðar eru til félags- ins af hálfu alþjóða flugmálastofnana hverju sinni. Vissulega er aðaláherslan lögð á að flugliðar séu með öryggisþætti flugvélanna á hreinu og viti ná- kvæmlega hvernig á að bregðast við í neyð og geti ávallt staðið sína pikt undir oft á tíðum miklu álagi og skiptir þá engu þó að álagið heima fyrir fylgi umræddum starfsmönnum í vinnuna. Einmitt í ljósi ofangreinds fæ ég ekki skilið hvers vegna félagið vill fara út í það að auka það álag, þ.e.a.s. skapa nýtt starfsumhverfi með auknu álagi heima fyrir og í vinnu Ágætu stjórnendur, verið með- vitaðir um að ákvörðun sem þessi er bara til þess fallin að skapa óánægju og óþarfa áhyggjur sem munu auka á andlegt álag starfs- manna. Eitt er það sem oft vill gleymast og það eru fjölskyldu- meðlimir umræddra starfsmanna, þ.e.a.s. börn umrædds starfshóps spyrja sig hvenær tími sé fyrir mömmu og pabba að kynnast þeim, þ.e.a.s. ef annar aðilinn er aldrei heima. Hvar er skilningur- inn á því ákalli og hvar er velvild atvinnurekandans Icelandair í garð þess glæsilega mannauðs sem fyrirtækið hefur á að skipa í dag. Er það virkilega þannig að ofan- greint skipti félagið Icelandair bara engu máli og allt tal um fjöl- skylduvænt starfsumhverfi sé bara í orði en ekki á borði. Sem fjölskyldufaðir giftur flug- freyju tala ég af reynslu og við ykkur, ágætu flugfreyjur og flug- þjóna Icelandair, vil ég segja: Það er bara eitt í stöðunni og það er samstaða gegn svona vinnubrögð- um, einn fyrir alla og allir fyrir einn. Er hið framsækna og fjölskyldu- væna Icelandair komið á villigötur? Eftir Sigurjón Hafsteinsson » Ágætu stjórnendur, verið meðvitaðir um að ákvörðun sem þessi er bara til þess fallin að skapa óánægju sem er Icelandair ekki til fram- dráttar. Sigurjón Hafsteinsson Höfundur er í slökkvi- og björgunar- þjónustu Keflavíkurflugvallar. molikarlinn@simnet.is Allt um sjávarútveg Matur SMARTLAND MÖRTUMARÍU

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.